Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 9 FRÉTTIR 90% VR-félaga ánægðir með áherslur YIR 90% félagsmanna VR eru ánægðir með helstu áhersluatriði félagsins í komandi kjarasamning- um, samkvæmt niðurstöðum í nýl- egri viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir VR. Markmiðið með könnuninni var að kanna hug félagsmanna VR til helstu áherslna félagsins í kom- andi kjaraviðræðum. Hún var gerð dagana 10. til 13. janúar 2000 eða nokkrum dögum fyrir kjaraþing félagsins. Notað var tilviljana- kennt úrtak úr félagaskrá VR, alls 650 einstaklingar á aldrinum 16-70 ára. Nettósvörun var 75%. Mikil kynning VR hóf kynningu á helstu áherslum félagsins í komandi kjaraviðræðum í lok síðasta árs þegar félagsmönnum var sendur bæklingur heim. Síðan hefur félag- ið kynnt afstöðu sína í fjölmiðlum og um miðjan janúar var kröfu- gerð þess samþykkt á kjaraþingi. Helstu kröfur VR í komandi kjara- viðræðum eru markaðslaunakerfi, styttri vinnuvika, sérstök hækkun lægstu launa, endurmenntunar- sjóður og efnahagslegur stöðug- leiki. Samkvæmt könnuninni telja um 94% félagsmanna mikilvægt að VR leggi áherslu á að ná fram sér- stakri hækkun lágmarkslauna í komandi samningum. Um 92% telja mikilvægt að félagið leggi ---------------- Breytingar á kjarasamningi flugmanna staðfestar Samningur samþykkt- ur með 79% atkvæða SAMNINGUR Flugleiða og Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna um breytingar á starfsaldurslistum var samþykktur um 79% atkvæða. 86% félagsmanna tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni. Hingað til hafa flugmenn á veg- um Flugleiða flogið Fokkervélum sem Flugfélag Islands, dótturfyrir- tæki Flugleiða, notar í innanlan- dsflugi. Nýi samningurinn felur í sér að flugmenn Flugleiða hætta að fljúga þessum vélum, en Flugfé- lag Islands mun ráða flugmenn til að sinna þessu flugi. Franz Ploder, formaður FÍA, segist eiga von á að þessi breyting eigi sér stað á 2-3 árum. Flugmenn sem fljúga Fokk- er, en þeir eru u.þ.b. 40, muni fær- ast yfir til Flugleiða í samræmi við starfsaldurslista sem gilt hafa, en nýir flugmenn muni ekki eiga sjálf- krafa rétt á slíkri færslu. Franz segir að flugmenn séu þarna að gefa eftir ákveðin réttindi og því hafi verið samið um að flugmenn fái ákveðna launahækkun á móti. Hækkunin sé nálægt 12%. Samningar renna út í mars Kjarasamningar flugmanna renna út 15. mars og eru viðræður um gerðs nýs samnings að hefjast. Franz segir að gera þurfi nýjan kjarasamning við Flugfélag ís- lands um flug á Fokker. Hann seg- ir að því sé ekkert hægt að segja um á hvaða kjörum flugmenn sem fljúga á þessum vélum verði. Ekki sé hins vegar óeðlilegt að álykta að Flugfélag Islands greiði áfram þau laun sem Flugleiðir hafi verið að borga flugmönnum á þessum vél- um. áherslu á markaðslaun og litlu færri, eða um 90%, telja mikilvægt að leggja áherslu á styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Mikill meirihluti, eða um 90% aðspurðra, telur mjög eða frekar mikilvægt að VR leggi áherslu á að launahækkanir samrýmist markmiðum um áframhaldandi efnahagslegan stöðugleika. Um 88% aðspurðra telja menntasjóð mikilvægt áhersluatriði. Pegar spurt var hvort þátttak- endur í könnuninni væru almennt ánægðir eða óánægðir með fimm helstu áhersluatriði VR í komandi viðræðum, sögðust 91% ýmist mjög eða frekar ánægð. Um 1% sögðust mjög eða frekar óánægð. VIS hefur leigt út á ann- an tug þús- unda bílstóla BARNABÍLSTÓLAR, sem Vá- tryggingafélag íslands hefur leigt út til viðskiptavina sinna frá árinu 1994, bjóðast nú öllum til leigu, óháð öðr- um viðskiptum við félagið. Tæplega 11.000 barnastólar hafa verið leigðir út á sex ára tímabili og segir Axel Gíslason, forstjóri VIS, sérlega ánægjulegt að á þeim tíma sé ekki vitað um alvarlega áverka á börnum sem setið hafa í stólnum í umferðar- slysum. „Þessir stólar eru með þeim öruggustu og fullkomnustu í heimi og eru eingöngu leigðir út í Svíþjóð, Noregi og Islandi. Þeir eru fremur dýrir og þarf að skipta þeim út eftir stærð barnsins og þess vegna var sú afstaða tekin hjá fyrirtækinu að bjóða þessa stóla til leigu. Við töldum svo mikið öryggi felast í notkun þeirra að hátt kaupverð mætti ekki spilla þar fyrir,“ segii- Axel. Barnaskóútsala Opiðfrá kl. 12 til 18 smáskór í bláu húsi v/Fákafen Utsala Aukaafsláttur af buxum TKSS Vv Neist við Dunhago IA sími 562 2230 Opiðvirka daga frá kl.9-18 Laugardag frá kl. 10-14 Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tiibúnirtil afhendingar. Sýningarsalur opinn alla daga VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. Útsalan í lúIIuni gangi Allir tvískiptir kjólar á kr. 9.900 h/A- Q$fjnfithildL 2I4 Opirt virkii tliij'n IV,í M. I(l.(lll-ll!.ll(l. liiugnrdii^ii l'i;í kl. 10.00—1 Ö.00. ' f Cf * V' *í&Éfcv h'-bt-A ,* ÁTT ÞÚ EYJABAKKA? Veggspjald Umhverfisvina fæst í Pennanum Kringlunni og Austurstræti og á skrifstofu Umhverfisvina Síðumúla 34. Skrifstofan er opin virka daga frá 16-19. Símanúmer Umhverfisvina eru 533 1180 og 595 5500. Hafðu samband! g1l UMHVERFIS íiavinir GÁSKI SJÚKRAPJÁLFUN Meðgönguleikfimi Létt og fjölbreytt leikfimi, slökun og öndunaræfíngar. Mikil fræðsla. Áhersla lögð á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15. Námskeiðið byrjar mánudaginn 24. janúar kl. 16:15. Mæðraleikfími Rólegir tímar fyrir konur og ungbörn þeirra. Áhersla lögð á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu, bæta úthald og byggja upp styrk í kvið- og grindarbotnsvöðum. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:15. Námskeiðið byrjar mánudaginn 24. janúar kl. 15:15. V Skráning er í Gáska - sjúkraþjálfun, Boltholti 6, sími 568 9009. POTORdg PÖNNUR FRÁ EVA TRIO Vorum að fá sendingu af ryðfríu eldunaráhöldunum frá EVA TRIO. Einstök hitaleiðni, fáguð hönnun og frábær gæði. Margar gerðir. XSklmigúnd Skólavörðustíg 8, sími 551 3469. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-16 Verslunin hættir! 30-50% afsláttur GIAFIR & HUSGOGN Suðurlandsbraut 54, Rvík, sími 568 9511 (við hliðina á McDonalds) Opið laugardag kl. 10.00-16.00 og sunnudag kl. 13.00-17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.