Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ____________________ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 55
Vaxandi spenna á
Skákþingi Reykjavíkur
Nr Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Vlnn Röö
1 Gatv Kasparov y2 1 14 1 3 1.-3.
2 Jeroen Piket yám 1 14 1 3
3 Vladimir Kramnik 14 14 1 1 3
4 Alexander Morozevich ’/j 14 14 1 214 4.-6.
5 Peter Leko 14 'Á 14 1 214
6 Viswanathan Anand 14 14 14 1 214
7 Jan Timman 0 14 14 1 2 7.-9.
8 Niqel D. Short 0 14 14 1 2
9 Viktor Korchnoi 0 14 ’/2 1 2
10 Michael Adams % 0 14 14 114 10.-11.
11 Predraq Nikolic 0 14 14 14 114
12 Judit Polqar 0 0 14 ■ 14 1 12.-13.
13 Loek Van Welv 0 14 ö 14* 1
14 Smbat Lputian 0 0 0 14 1 ■ 14 14.
SKAK
F a x a f e n 12
SKÁKÞING
REYKJAVÍKUR
9.jan.-4. feb. 2000
FIMM umferðum er nú lokið á
Skákþingi Reykjavíkur. Úrslit í
fimmtu umferð voru ekki alveg eins
óvænt og í fyrri umferðum, en þó
vantaði ekki óvænt úrslit. Þannig
náði Guðjón Heiðar Valgarðsson
jafntefli við Róbert Harðarson og
Kjartan Thor Wikfeldt sigraði Torfa
Leósson. Kjartan er eini skákmaður-
inn undir 2.000 stigum í 16 efstu sæt-
unum. Hann er reyndar langstiga-
lægsti skákmaðurinn í forystu-
hópnum með einungis 1.586 stig.
Greinilegt er á þessum úrslitum og
frammistöðu hans í fyrri umferðum,
að hann er í mikilli framfór. Á efstu
borðum urðu úrslit annars þessi:
1. Bragi Þorfinnsson - Júlíus Frið-
jónsson V-z-'/i
2. Sigurður P. Steindórss. - Þröst-
ur Þórhallsson 0-1
3. Arnar E. Gunnarsson - Kristján
Eðvarðsson 0-1
4. Jón Viktor Gunnarsson - Har-
aldur Baldursson 1-0
5. Guðjón H. Valgarðss. - Róbert
Harðarson V2-V2
6. Stefán Kristjánsson - Dagur
Arngrímsson 1-0
7. Bjöm Þorfinnsson - Pétur Atli
Lárusson 1-0
8. Halldór Pálsson - Davíð Kjart-
ansson 0-1
9. Kjartan Thor Wikfeldt - Torfi
Leósson 1-0
10. Jóhann H. Ragnarsson - Sæv-
ar Bjarnason 0-1
Bragi Þorfinnsson náði þama að
stöðva sigurgöngu Júh'usar Frið-
jónssonar. Sævar Bjamason er
greinilega búinn að jafna sig eftir
jafnteflið við Bjarna Magnússon, en
ranglega var hermt í síðasta skák-
þætti að hann hefði tapað þeirri
skák. Þótt stigahærri skákmennirnir
séu famir að skipa efri sætin á mót-
inu, þá hafa línur lítið skýrst að öðm
leyti og enn getur allt gerst. Röð
efstu manna er nú þessi:
1.-3. Þröstur Þórhallsson 4'A v.
Júlíus Friðjónsson 4'A v.
Kristján Eðvarðsson 4'A v.
4.-9. Bragi Þorfinnsson 4 v.
Jón Viktor Gunnarsson 4 v.
Davíð Kjartansson 4 v.
Björn Þorfinnsson 4 v.
Kjartan Thor Wikfeldt 4 v.
Stefán Kristjánsson 4 v.
10.-16. Sigurður P. Steind. 3‘/z v.
Sigurbjöra Bjömsson 3/2 v.
Róbert Harðarson 3/2 v.
Guðjón H. Valgarðss. 3/2 v.
Arnar E. Gunnarsson 3’/2 v.
Jón Árni Halldórsson 3/2 v.
Sævar Bjarnason 3/2 v.
o.s.frv.
Sjötta umferðin verður tefld í
kvöld, föstudag, og hefst klukkan
19:30. Nú fara stigahæstu mennirnir
að mætast og því ættu skákáhuga-
menn að drífa sig í Faxafenið og
fylgjast með viðureignunum. Á efstu
borðum mætast:
1 Þröstur Þórhallsson - Júlíus
Friðjónsson
2 Kristján Eðvarðsson - Jón V.
Gunnarsson
3 Davíð Kjartansson - Bragi Þor-
finnsson
4 Kjartan T. Wikfeldt - Stefán
Kristjánsson
5 Róbert Harðarson - Bjöm Þor-
finnsson
Teflt er á miðvikudögum, föstu-
dögum og sunnudögum. Hægt er að
fylgjast með mótinu á nýrri heima-
síðu Taflfélags Reykjavíkur: sim-
net.is/tr. Þar eru birt úrslit hverrar
umferðar, auk þess sem Torfi Leós-
son lætur gamminn geisa í umfjöllun
sinni eftir hverja umferð.
Corus mótið í Wijk aan Zee
Fjómm umferðum er nú lokið á
Corus-skákmótinu í Wijk aan Zee.
Mesta athygli vekur árangur heima-
mannsins Piket, en árangur hans
hefði jafnvel getað orðið ennþá betri
því í annarri umferð hafði hann vinn-
ingsstöðu á móti sjálfum Kasparov,
en vegna tímahraks Piket hékk
Kasparov á jafntefli. Kasparov átti
einnig í vök að verjast í fjórðu um-
ferð gegn Adams, en tókst að bjarga
sér fyrir horn. Kramnik hefur teflt
léttleikandi á mótinu, en það er á
margra vömm (þar á meðal Kaspar-
ovs) að hann eigi góða möguleika á
að verða arftaki Kasparovs. Það er
þó sjaldan sem maður verður vitni að
fiugeldasýningum í skákum hans.
Frekar sér maður djúphugsaðar
peðsfórnir byggðar á djúpum stöð-
uskilningi. I fyrstu umferð áttust við
þeir Kramnik og Adams, og fer
skákin hér á eftir.
Hvítt: Vladimir Kramnik
Svart: Michael Adams
[E15] Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3
Ba6
Megin tilgangurinn með þessari
leikjaröð er, að reyna veikja drottn-
ingarvænginn.
5. b3 Bb4+ 6. Bd2Be7
Svartur vill frekar hafa hvíta bisk-
upinn á d2, en á cl því þá gæti hann
farið til b2 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Dc2
0-0 10. Hdl Rbd7 11. Bf4 Hc8 12.
Rc3!? c5?!
Eftir þennan leik fær svartur
stakt peð. Áður hefur verið teflt
12.. .dxc4 13. Rd2!? c5? (betra er
13.. .Rd5 ) 14. dxc5 Hxc5 15. b4 Hf5
16. e4 með vinningstöðu á hvítt
Grabarczyk-Schlosser Bayern-chl
Bank Hofman 1997.
13. cxd5 Rxd5 14. Rxd5 exd5 15.
dxc5 Hxc516. Dd2 Rf6 17. Be5
Byrjuninni er lokið og hvítur hefur
þegar náð varanlegum stöðuyfir-
burðum.
17.. .Dd7 18. Bd4 Hc7 19. Hacl
Hxcl 20. Hxcl Hc8 21. Re5 De6 22.
Hxc8+ Dxc8 23. Rd3 Re4
Nú nær Adams að komast hjá því
að vera með stakt peð, en Kramnik
fær biskupaparið í staðinn. Eins er
d5-peðið ennþá veikt.
24. Db2 Bxd3 25. exd3 Rf6 26. h3
Hvítur fer sér að engu óðslega.
26.. .h6 27. b4 De6 28. Dc3 Re8
Með þessum leik undirbýr Adams
Bf6 og að létta á stöðunni.
29. a4 Bf6
Það mætti ætla að Adams væri
mjög nálægt jafnteflinu, en Kramnik
sýnir fram á að ekki era öll kurl kom-
inn til grafar enn!
30. Kh2 Dd7 31. a5 Kh7 32. Bxf6
Rxf6 33. De5 Dd8?
Eftir þennan leik getur svartur
enga björg sér veitt. Betri vörn var
fólgin í 33...bxa5 34. bxað Db5 35.Dc7
a6 og svartur hefur góða jafnteflis-
möguleika.
34. a6! Kg8 35. d4 b5 36. Bf3 Kf8
36.. .g5 37. Be2 Db6 (37...Re4 38.
Bxb5 Rxf2 39. De8+! Dxe8 40. Bxe8
og við hótuninni b5-b6 er ekkert
svar) 38. Bxb5 Dxb5 39. Dxf6 Dxb4
40. Dd8+ Kg7 41. Dxd5 og hvítur
ætti að vinna.
37.Kg2Kg838.h4
Nú áttar Adams sig á, að hvítur
hótar g4-g5 og grafa undan d5 peð-
inu.
38...Db6 39. Bxd5 Rxd5 40. Dxd5
Dxa641. Dd7
í drottningaendatöflum skiptir
höfuðmáli að vera á undan að koma
sér upp frelsingja. 41...Dg6 42. De8+
Kh743.d5a5
Eini möguleikinn því eftir 43...a6
44. De7 Dd3 45. d6 Dd5+ 46. fá
Dd2+ 47. Kh3 næði hvítur að vekjtf'
upp nýja drottningu.
44. bxa5 b4
45. d6!!
Þessi leikur sýnir glöggt hversu
gott stöðumat Kramnik hefur
45.. .b3
Ef 45...Dxd6 46. De4!+ (ekki 46.
Db5? Dd4 47. a6 Dal 48. Db7 b3 49.
a7 b2 og svartur nær jafntefli) 46...g6
47. Dc4 Kg7 48. a6 Db6 49. Dc8 b3
50. Db7 Da5 51. a7 og nú getur
Adams ekki leikið 51...b2 vegna 52.
Dxb2+.
46. d7 Dc6+ 47. Kh2 Df3 48. Del
Dd3 49. a6
og svartur gafst upp því eftir
49...Dxd7 (49...b2 50. a7 er vonlaust)"
50. Dbl + Kg8 51. Dxb3 hefur hvítur
unna stöðu. 1-0
Skák aldarinnar
Nú stendur yfir val á milli 37 til-
nefndra skáka um titilinn „Skák ald-
arinnar". Allir geta tekið þátt í val-
inu. Skákirnar og leiðbeiningar um
valið má finna á heimasíðu Taflfé-
lagsins Hellis, simnet.is/hellir.
Frestur til að velja er til 31. janúar.
Valið verður tilkynnt og skákin
skýrð á skemmtikvöldi skákáhuga>
manna 11. febrúar.
Skákmót á næstunni
20.1. SA. Öldungamót (45+)
23.1. SA. Skákþing Akureyrar
23.1. SÍ og Síminn-Internet.
Mátnetið
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Fréttir á Netinu
v^mbl.is
-*L.LTAf= e!TTH\SAG /VÝTT
Vetrarútsala! 20-80% afsláttur
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is
Skíðasamfestingar • Skíðaúlpur • Skíðabuxur • Vetrarúlpur • Barnaúlpur
Dúnúlpur • Húfur • Vettlingar • lceblue sett (jakki og buxur) • Eróbikk
fatnaðurfrá Adidas og Nike og margt, margtfleira.
Útsalan erfrá 20.jan. - 5.feb. Póstsendum samdægurs.
Opið mánud. - föstud. kl. 10 -18, laugard. kl. 10 -16.
Munið eftir
fríkortinu!