Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 45
-------------------------
r
mér hvaða dagur þetta var - 5. júní,
þjóðhátíðardagur Dana.
Mörgum árum síðar var ég stadd-
ur í fjölskylduboði. Við sátum tvö ein
afsíðis, hitt fólkið dreifði sér um stof-
umar. Þá barst það einhverra hluta
vegna í tal hvort hún hefði nokkurn
tíma fundið til heimþrár. Þá sagði
hún mér frá því að þegar hún var
bam, hefði hún verið lánuð á annan
bæ í sveitinni til að gæta barna. Hún
átti að fá að fara heim aðra hverja
helgi, minnir mig. Það kom hins veg-
ar fyrir að þetta brygðist. „Þá leið
mér illa,“ sagði Katrín. Þessi hæg-
láta og stolta kona sem ekki var vön
að bera tilfinningar sínar á torg,
hafði þá grátið í koddann sinn þegar
hún var barn, rétt eins og við hin.
Það bar oft við, ef ég hitti fólk sem
þekkti Katn'nu, að ekki hafði samtal-
ið staðið lengi þegar setning á borð
við þessa hraut af vöram þess: „Já,
hún er svo mikil dama hún Katrín.“
Tómas og Katrín giftu sig á jólum
1938, í Danmörku. Við það tækifæri
hélt móðir Katrínar ræðu sem varð
Tómasi minnisstæð. Hún fór fögmm
orðum um ástina, en minnti á að hún
nægði ekki ein til að byggja upp far-
sælt og hamingjuríkt hjónaband, þar
skipta þrautseigja og gagnkvæm
virðing mestu máli. Tómas minntist
þessara orða í hvert sinn þegar hann
gifti dætur sínar.
Eg held að þessi orð gömlu kon-
unnar hafi sannast vel á hjónabandi
Katrínar og Tómasar. Ast þeirra og
gagnkvæm virðing entist þeim öll ár-
in sem þau áttu saman og út yfir gröf
og dauða, „þótt varirnar flóðu ekki í
gælum“. Þegar ég heimsótti Katrínu
á sjúkrahúsið, stóð mynd af Tómasi á
náttborðinu og blóm í vasa.
Tómas og Katrín fluttu til Islands
fljótlega efth- að þau giftu sig og
stofnuðu þar heimili sitt. Réttu ári
síðar var skollin á heimsstyrjöld og
Danmörk hernumin. Katrín sá aldrei
móður sína eftir þetta. Ég held að
styrjaldarárin hafi verið Katrínu erf-
iðari en okkur granaði sem næst
henni stóðum. En hún átti mann sem
skildi hana, elskaði og virti - en
málvini hygg ég að hún hafi átt hér
fáa fyrstu árin.
„Dauðinn má segjast sendur að
sækja hvað skaparans er,“ segir
skáldið. Oft, kannski oftast, er hann
óvelkominn og hefur í fylgd sér sorg
og þjáningar. En stundum getur
hann verið góður gestur. Þegar fólk
hefur lokið góðu og farsælu ævistarfi
og ekkert eftir nema þraut og þján-
ing; þá má bjóða hann velkominn.
A skilnaðarstundu votta ég börn-
um, bamabömum og öðram ættingj-
um innilegustu samúð mína. Katrínu
votta ég virðingu mína og þakklæti.
Kynnin við hana vora mér ávinning-
ur og svo held ég að hafi verið um
alla sem kynntust henni.
Ingólfur G. Geirdal.
Látin er góð vinkona eftir löng og
erfið veikindi. Okkar vinskapur hófst
vorkvöld eitt fyrir meira en 49 árum,
en höfðum við þó kynnst löngu áður,
við voram þá samferða heim af fundi
í Dansk Kvindeklub og hefur sá vin-
skapur staðið samfleytt síðan. Oft
hittumst við í morgunkaffi hjá þér
eða þú komst til mín, sama hvemig
viðraði. Eftú að við misstum eigin-
menn okkar byrjuðum við að ferðast
saman bæði innanlands sem utan og
frá þeim ferðum geymi ég góðar og
ógleymanlegar minningar.
Eins voram við oftast samferða í
saumaklúbbinn okkar sem saman-
stóð af dönskum konum sem voru
giftai- íslenskum mönnum og áttum
þar margar sameiginlegar og
skemmtilegar stundir sem nú verður
saknað. Þú varst sérstaklega fjöl-
skyldurækin. Þú fylgdist vel með
þinni stóra fjölskyldu og þínum ætt-
ingjum í Danmörku, einnig fylgdist
þú vel með minni fjölskyldu og
kvaddir mig ávallt með orðunum: Ég
bið að heilsa þínu fólki. Langri ævi er
nú lokið. Hafðu þökk fyrir öll árin
sem við áttum saman, mín kæra vin-
kona.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég til Elsu, Guðbjargar, Karen og
þeirra fjölskyldna. Blessuð sé minn-
ing þín.
Grethe.
EILEENÞ.
BREIÐFJÖRÐ
+ Eileen Þ. Breið-
fjörð fæddist í
Brighton á Englandi
5. september 1918.
Hún lést á Sjúkrahúsi
Suðurnesja 13. jan-
úar síðastliðinn. Hún
flutti til íslands árið
1923 með foreldrum
sínum Pétri Breið-
Qörð og Dorothy
Mary Breiðfjörð.
Hún átti þrjá bræður,
William og Kenneth,
sem eru látnir, og
Roy Ófeig sem býr í
Reykjavík og eina
systur, Kristínu, sem býr á Egils-
stöðum.
Eileen giftist 24. maí 1942 Vil-
bergi Flóvent Aðalgeirssyni, f. 3.
7. 1918, d. 15.10. 1973. Þau eign-
uðust sex böra, sem öll búa í
Grindavík. Þau eru: Sverrir, f. 4.
júlí 1942, kvæntur
Elínu Þorsteinsdótt-
ur, Pétur, f. 6. ágúst
1944, kvæntur
Bjamfríði Jónsdótt-
ur, Gunnar Eyjólfs,
f. 25. mars 1946,
kvæntur Margréti
Gfsladóttur,
Theodór, f. 18. júlí
1947, kvæntur Sess-
elju Hafberg, Eyjólf-
ur, f. 4. nóvember
1948, kvæntur Kat-
rínu Þorsteinsdótt-
ur, og Elín María, f.
4. júlí 1950, sambýl-
ismaður Sæmundur Halldórsson.
Bamabörnin eru orðin tuttugu og
þijú og bamabarnabömin tutt-
ugu og sex.
Útfór Eileen fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Eileen, tengdamóðir mín, er látin,
blessuð sé minning hennar.
Kynni mín af henni hófust þegar
ég var aðeins 16 ára og hafa þau alla
tíð verið farsæl, þó að ég efist um að
henni hafi alltaf líkað orð eða at-
hafnir, lét hún mig ekki finna það á
neinn hátt. Hún var mér alltaf innan
handar á fyrstu búskaparáranum,
þegar á þurfti að halda og stundum
verður mér hugsað til þess, að ég
hefði sjálfsagt eignast fyrsta strák-
inn okkar, Gunna, heima í sófa ef
hún hefði ekki komið í heimsókn og
kallað til ljósmóður.
Á meðan tengdafaðir minn var á
lífí og fyrstu barnabörn þeirra voru
að líta dagsins Ijós var oft líf í tusk-
unum á Borgargarði, þar sem þau
hjón bjuggu lengst af, eða þar til
Beggi lést, langt fyrir aldur fram.
Reyndar varð alltaf líflegra og líf-
legra eftir að hún flutti í Norðurvör-
ina þar sem barnabörnunum hélt
áfram að fjölga.
Eileen hafði afskaplega gaman af
að spila bingó, og naut þess að eiga
góðar vinkonur með sama áhuga-
mál, og fóra þær oft til Reykjavíkur
og fleiri staða til að spila og þá var
víst glatt á hjalla. Ég veit að Eileen
myndi vilja þakka þeim sérstaklega
þessar samverustundir og vináttu.
Hún var félagi í Kvenfélagi Grinda-
víkur og sótti fundi þegar hún gat
því við komið.
Alla merkisdaga í lífi barna sinna
og afmæli barnabarnanna mundi
hún og gætti þess að brúðkaupsaf-
mælin gleymdust ekki. Jafnvel und-
ir það síðasta var hún að kaupa gjaf-
ir og senda skeyti af slíku tilefni.
Einkadóttir hennar, Ella, var
móður sinni stoð og stytta alla tíð og
hin síðari ár hefur hún gætt þess að
hana vanhagaði ekki um neitt það
sem í mannlegu valdi stóð að veita
og eru bræður hennar og mágkonur
þakklát henni fyrir það.
Þegar Eileen greindist með þann
skaðvald sem krabbameinið er, vildi
hún ekki gangast undir neina eftir-
meðferð, heldur reyna að njóta lífs-
ins eins lengi og kostur var og „láta
þetta hafa sinn gang“ eins og hún
sagði sjálf, en hún hafði búið við
góða heilsu lengst af ævinni. Og
þannig gerðist það einmitt, hún fékk
nokkur góð ár til viðbótar og nú er
hún búin að kveðja eftir stutta legu.
Ég votta öllum aðstandendum sam-
úð mína um leið og ég bið þá að
gleðjast yfir því að hún fékk að
sofna út af eins og hún gerði, með
son sinn sér við hlið.
Ég bið góðan guð um að vera sálu
hennar náðugur og að gengnir ást-
vinir hafi tekið á móti henni og gert
henni viðskilnaðinn léttari.
Egveitaðaldreidvín
ástinogmildinþín,
því fel ég mig og mína,
minn Guð í umsjón þína.
(H. Andrésd.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
Margrét.
Elsku amma okkar er nú farin.
Um leið og við kveðjum hana með
söknuði þökkum við fyrir öll þau ár
sem við fengum með henni. Þegar
við hugsum til hennar er margs að
minnast. Það var alltaf gaman að
koma til ömmu, enda hafði hún alltaf
gaman af félagsskap allra í kringum
hana. Alltaf var jafn snyrtilegt
heima hjá ömmu og hún sjálf var
alltaf jafn fín og vel til höfð. Meira
að segja síðasta árið, á meðan amma
okkar var sem veikust, var fram-
koma hennar slík að veikindi hennar
vora aukaatriði.
Amma var með alla hluti á hreinu
og hafði skoðanir á flestu. Ekki get-
um við til að mynda ímyndað okkur
að þær séu margar ömmurnar sem
hægt er að tala við um fótbolta, golf
eða jafnvel box en umræður um
þessi mál voru jafn eðlilegar og
skemmtilegar og hvað annað.
Kæra amma, við vitum að afi hef-
ur tekið vel á móti þér. Megi ykkur
líða vel saman á ný. Guð veri með
ykkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ragnheiður, Guðrúri
og Kristbjörg.
Amma okkar er dáin. Eftir sitja
þó minningar um þær góðu stundir
sem við áttum saman. Við gleymum
seint því að hafa setið með henni og
talað um heima og geima. Það vora
helst íþróttir sem við töluðum um.
Þar var amma á heimavelli. Það var
sama um hvaða íþróttagrein var
rætt. Hún var með allt á hreinu. Það
era þessar minningar sem sitja efst í
huga okkar. En það er eins með
og íþróttirnar. Ekki tjáir að deila við
dómarann. Síðasta leiknum á síðasta
keppnistímabilinu er lokið. Við
kveðjum ömmu með söknuð í hjarta.
Góða nótt, amma.
Elías Þór Pétursson,
Daníel Freyr Eliasson.
Hvfl í friði, amma mín, þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu. í hug-
anum mun ég senda þér póstkort frá
stöðunum sem ég ferðast til. Það
verður svolítið öðravísi en þegar ég
var að skrifa og senda þér kort og^
bréf eins og þegar ég vai' í Englandi,
ég veit að þér þótti mjög vænt um að
fá þessi kort.
Elsku amma mín, nú era engar
þjáningar og erfitt líf því þú ert
komin til Himnaríkis og í fangið á
honum afa sem beið þín svo þolin-
móður öll þessi ár.
Ég sé ykkur fyrir mér sitja í
bestu sætunum að horfa á enskan
fótboltaleik á laugardögum, engin
þörf á sjónvarpi eða útvarpi...
Elsku amma mín, ég græt þig i
hreinni sjálfselsku, ég veit innst inni
að þér líður betur núna en ég vil
samt hafa þig hér. Þú ert minn eng-
ill og vakir yfir mér á björtum degi
og í húmi nætur. Æi, ammma míiy
þetta er mín síðasta kveðja til þín,
síðasta póstkortið.
Þín
Eygló.
Elsku amma, þú fékkst aldrei
kortið sem ég lofaði að senda þér.
Ég valdi fallegasta kortið sem ég
fann og var búin að kaupa frímerki
og var tilbúin að senda það. Þá fékk
ég að vita að þú hefðir lagt upp í ferð
að hitta afa handan skýjanna, ná-
kvæmlega viku eftir að ég fór aí'tiifr
út í skólann.
Ég er fegin að hafa komið heim
um jólin og getað hitt þig aðeins og
kvatt þig. Eg veit að þér líður betur
þar sem þú ert núna og ég vona að
þið afi takið á móti mér seinna þegar
minn tími er kominn.
Kveðja frá Svíþjóð.
Þín
Hulda.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
systir, mágkona og frænka,
SOFFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Háalundi 7,
Akureyri,
sem iést á FSA fimmtudaginn 13. janúar, verð-
ur jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
24. janúar kl. 13.30.
Þorsteinn Friðriksson,
íris Þorsteinsdóttir, Friðrik B. Kristjánsson,
Ólafur Ásgeirsson, Bente Lie Ásgeirsson,
Halldór Ásgeirsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Óladóttir,
Gunnar Ásgeirsson,
Ásrún Ásgeirsdóttir, Halldór Þórisson,
Haukur Ásgeirsson,
Guðrún Ásgeirsdóttir
og frændsystkinin.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu
og langömmu,
FANNEYJAR ÞORGERÐAR
GESTSDÓTTUR,
Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar,
áður til heimilis
á Mjallargötu 9, ísafirði.
Sigríður Jónsdóttir, Þór Þórisson,
Jónas Jónsson, Hulda Jóhannsdóttir,
Jens Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn, systkini
og aðrir aðstandendur.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI STEFÁN ÓSKARSSON
byggingafulltrúi,
Borgarheiði 33,
Hveragerði,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 13. janúar, verður jarðsungínn frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á iíknarstofnanir.
Svava Gunnlaugsdóttir,
Hildur Bjarnadóttir, Bjarni Thors,
Kristín Bjarnadóttir, Jón R. Rósant,
Ragnar Bjarnason, Steinunn Hallgrímsdóttir,
Gunnlaugur Bjarnason, Sólveig Jensdóttir,
Eriingur Bjarnason, Lykke Bjerre Larsen,
Bjarni Ásmundsson, Margrét Friðriksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
systkini og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
BERGSTEINN SNÆBJÖRNSSON,
Stekkum 8,
Patreksfirði,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurður Bergsteinsson, Esther Kristinsdóttir,
Lilja Bergsteinsdóttir, Guðni Kolbeinsson,
Guðmundur Bergsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.