Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dansinn í kringum „gullkálfinn“ eða dansinn í Hruna? Rfkisvíxlar í markflnkkmn Utboð þriðjudaginn 1. febrúar í dag kl. 11:00 mun fara íram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 2Ví mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verðtn- eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Núverandi Áædað hámark Flokkur Gjalddagí Lánstími staða* tekinna tilboða RV00-0417 17. apríl 2000 mónuður 2.71S 2.000,- *MiUjónir króna Sölufýrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfest-ingalánasjóðum, verðbréfáfyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfísgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is vg> mbl.is JXLLTAF= GITTH\SA£) /S/ÝTT Veður og færð á Netinu meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 1. febrúar 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. Hollráð - fyrir nám og starf Mannauðs- varsla Ásta Kr. Ragnarsdóttir Alls kyns þættir við- komandi námi og vinnumarkaði eru viðfangsefni Hollráða, ráð- gjafarfyrirtækis Ástu Kr. Ragnarsdóttur, sem í nær tvo áratugi veitti forstöðu Námsráðgjöf Háskóla ís- lands. Hollráð sinna ekki síst fyrirbyggjandi verk- efnum á vinnustöðum sem lúta að mannlegum þátt- um. „Eg kalla þetta mann- auðsvörslu,“ sagði Ásta þegar hún var innt eftir inntaki þessa þáttar starfs síns. En hvemig eru þessi fyrirbyggjandi verkefni hugsuð? „Þegar maður ræður sig til starfa skiptir sköpum að viðfangsefnin henti bæði út frá áhuga hans og færni. Síðan koma til atriði eins og með hveij- um viðkomandi vinnur, hvemig framlag hans er metið og hvemig það nýtist vinnu- staðnum. Allt þetta þarf að vera vel úr garði gert og byggja á gagnkvæmum hag starfsmanns og atvinnurekandans. Við eram lengst í vöku í vinnunni. Þegar lit- ið er til þess er að mörgu að hyggja. Við þurfum að vanda vel ta.“ -Hvernig getum við vandað okkur? „Við þurfum ávallt að vera að skoða bæði „hinar köldu stað- reyndir" og mannlegu þættina. Allt þetta hangir í raun á sömu spýtunni og þræðir liggja í báðar áttir.“ - Er mikil nauðsyn fyrir starf- semi afþessu tagi? „Sú uppbygging í starfsmanna- ráðgjöf sem átt hefur sér stað fram til þessa hefur meira byggst á að skoða heildarútlínur með út- tektum og greiningu og síðan námskeiðahaldi fyrir stjómendur. Hollráð hafa fengið jákvæðar undirtektir við því að bjóða nú upp á starfsmannaráðgjöf sem gengur lengra en þetta, það er að segja sinnir hinum almennu starfs- mönnum vinnustaða og ráðgjöf og fræðslu sem miðast við einstakl- inginn.“ - Hvaða vandkvæði eru algeng- ust hjá einstaklingum á vinnu- stöðum? „Of sterkt er til orða tekið að tala alltaf um vandkvæði, því við göngum ekki síst út frá fyrir- byggjandi leiðum til eflingar. En einn af mikilvægum þáttum í fyr- irbyggjandi skyni er leiðsögn um streitustjómun, greining á lífs- venjum og þvílíku sem bitnar á heilsufari fólks ef ekki er að gáð. Mannleg samskipti era má segja „næsti bær“ við, því ef þau era ekki í lagi eiga þau stóran þátt í að framkalla van- líðan og hindrandi þætti í starfi.“ -Hvernig farið þið að því að hjálpa fólki að kanna þætti sem þessa? „Það era m.a. til kvarðar og kannanir sem mæla hvemig við erum stödd í hverju tilviki. Hægt er að mæla streitu og kanna lífs- stílshætti, t.d. út frá hinum svo- kallaða A- og B-manni - með sér- stökum aðferðum. Þetta geram við ásamt því að leiðbeina í litlum hópum þar sem ekki er um að ræða hefðbundna kennslu heldur samræðu bæði innan hópsins og milli kennara og nemenda. Al- menn sjálfsstyrking og sjálfsskoð- un er hverjum manni holl, hvort sem er út frá tilfinningalegri líðan ► Ásta Kristrún Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1952. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjömin 1973 og BA-prófi frá Háskóla íslands í frönsku, sálarfræði og upp- eldisfræði. Framhaldsnámi lauk hún frá háskólanum í Þránd- heimi í námsráðgjöf 1981 um vorið, hún v£ir sú fyrsta á Islandi sem lauk þessu framhaldsnámi. Hún veitti f 18 ár Námsráðgjöf Háskóla Islands forstöðu en er nú með eigið fyrirtæki, Hollráð. Maður Ástu er Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður og eiga þau þijú börn. eða hreinlega til að öðlast þor og styrk til að takast á við breyttar og óvæntar aðstæður sem við eig- um í lífinu jafnan von á.“ - Eruð þið í raun með námskeið sem fylgja starfsferli fólks frá því það hefur störf og þar til það hættir fyrir aldurs sakir? „Já, þannig er það í raun og vera. Hvort sem þú ert tvítug og á leið út í lífið eða sextíu og eitthvað og framundan era kaflaskil vinn- um við hjá Hollráðum út frá sömu forsendum. Starfslokanámskeið okkar taka mið af því að efla ein- staklinginn og leiðbeina honum um hvernig hann getur sem best nýtt ár sín framundan á upp- byggilegum nótum. f stað þess að líta á starfslok sem athafnalaus ár leiðbeinum við fólki við að skipu- leggja þau og nálgast með já- kvæðu hugarfari - líta á þau sem tækifæri til að gera það sem ekki hefur unnist tími til að gera fyrr á ævinni vegna anna.“ - Færðu marga þér til aðstoðar við að leiðbeina fólki? „Já, Hollráð njóta krafta allt að 35 sérfræðinga á mis- munandi sviðum sem koma við sögu eftir því sem sérsviðin krefj- ast.“ - Hvemig datt þér í hug að yfírgefa starfsvettvang þinn í Háskóla íslands og stofn- setja þetta fyrirtæki? „Eftir að hafa unnið öll þessi ár á þessum stærsta vinnustað landsins, aðallega við að sinna mannlegum þörfum, hafði ég öðl- ast innsýn í hvar skórinn kreppir í aðstæðum starfsmanna á stórum vinnustöðum, ekki bara í háskól- anum heldur svo víða. Ég sá hvað fjarlægð og sambandsleysi geta skapað mikla vanlíðan og verið heftandi bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækin - fyrir mannauðinn sem slíkan. Ég fann hjá mér þörf til að stunda mannauðsvörslu á nýjum vettvangi og stofnaði Holl- ráð.“ Hollráð njóta krafta fjölda sérfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.