Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 21 Hans Petersen hf. og Sýnir sf. sameinast • HANS Petersen hf. og sameign- arfélagiö Sýnir sf.-Teikniþjónustan hafa sameinast frá og meö 1. jan- úar sl. Eigendur sameignarfélags- ins fengu hlutabréf f Hans Peter- sen hf. sem gagngjald fyrir eignarhluta sína í sameignarfélag- inu. Hans Petersen yfirtekur allar skuldir og eignir Sýnis sf.-Teikni- þjónustunnar miðaö við 31. des. 1999. Kaupverð er 4,5 milljónir kr., aö því er fram kemur í tilkynn- ingu til Veröbréfaþings íslands. Eigendur Sýnis sf.-Teikniþjónust- unnar eru tveir og munu starfa áfram í Hans Petersen hf. eftir samrunann. Sýnir sf.-Teikniþjónust- an hefur sérhæft sig í sýningar- tækjum og þjónustu fyrir fyrirtæki við kynningar og fyrirlestra. Þær vörur sem meö sameiningunni bætast viö vöruúrval Hans Peter- sen hf. eru stafrænir skjávarpar, sýningartjöld og fýlgihlutir tengdir ráðstefnusölum. Hans Petersen hf. mun bjóöa upp á heildstæöa lausn á vinnslu fyrirlestrargagna ásamt gerð hvers konar kynningar- efnis, ieigu á sýningartækjum og þjónustu þeim tengdri, að því er fram kemur í tilkynningu. Þau vör- umerki sem um ræðir eru m.a. Davis-skjávarpar, Anders+Kern- myndvarpar og skriftöflur, Projecta- sýningartjöld og Plus-bókavarpar. --------------- Frumkvöðlakon- ur hitta fjárfesta • SPRINGBOARD 2000 er ráóstefna þar sem valdar hafa veriö til þátttöku 25 konur sem allar eru forstjórar tæknifýrirtækja og 400 áhættufjár- festar. Þetta erfyrsta ráöstefnan af þessu tagi og er haldin að frumkvæði Viðskiptaráös kvenna í Banda- ríkjunum, aö því erfram kemur á fréttavefnum wired.com. Markmiðiö er aö hvetja fjárfesta til að setja fé í fyrirtæki sem stjórnaö er af konum.vtðsvegarum Bandaríkin. Aöstandendur ráöstefnunnar segjast vona að í kjölfarið verði aðgangur frumkvöölakvenna aö fjármagni greiðari, en konum í hópi frumkvööla í Bandaríkjunum hefurfjölgað mjög. „Með Springboard 2000 erum viö aö koma konum í samband viö fjárfesta ogveita þeim aukintækifæri," segir Denise Brosseau, einn af aöstand- endunum og bætir viö aö upþbygging tengslaneta sé mikilvægasti þáttur- inn í fyrirtækjarekstri. Konum í hópi fjárfesta er einnig að fjölga, en á San Francisco-svæðinu hefur þeim fjölg- að úr 9 í 75 á síöustu sex árum. Fyrirtæki í eigu kvenna eru mesti vaxtarbroddurinn í bandarísku efna- hagslífi, að því erfram kemurítölum frá Samtökum kvenna í atvinnu- rekstri þarí landi. í tæknigeiranum eru 30% af fyrirtækjum í eigu kvenna, samt sem áöur kom einungis 1,6% af 34 milljarða dollara áhættufjár- magni áranna 1991-1996 í þeirra hlut. Markaösrannsóknafyrirtækiö Venture One hefur áætlaö aö innan viö 10% aföllu áhættuljármagni renni til fyrirtækja í eigu kvenna. ---------------- Metlauna- uppbót hjá Ford • FORD, annarstærsti bif- reiöaframleiðandi heims, hefurtil- kynnt aö meöal launauþpbóttil hvers starfsmanns sem vinnur á tímataxta muni nema rúmum 580.000 krónum, sem er nýtt met. Ford haföi nýlega tilkynnt um mesta hagnað bílafyrirtækis í sögunni, og nam hann um 523 milljöröum króna. Um þaö bil 109.000 starfsmenn Ford, sem eru í verkalýðsfélögum, munu fá launauppbótina, en starfs- menn á föstum mánaðarlaunum munu fá launauppbót gegnum nýtt kerfi launauppbóta sem byggist á mælingum á árangri fyrirtækisins. General Motors, stærsti bílafram- leiöandi heims, mun greiöa launa- uppbót sem nemur tæpum 130.000 krónum á starfsmann. DaimlerChr- ysler hefur ekki enn tilkynnt upp- hæðina til sinna starfsmanna, en búistervið aö hann muni nema um 620.000 kr. að meðaltali á hvern starfsmann. Mun meiri niðurskurður hjá Coca-Cola um allan heim en búist hafði verið við Segja upp 6.000 starfsmönnum COCA-COLA fyrirtækið í Atlanta í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að það hyggist segja upp 6.000 starfs- mönnum af 29.000 starfsmönnum um allan heim. Fyrirtækið hefur jafnframt tilkynnt að það muni gjaldfæra 813 milljónir dollara eða um 59 milljarða króna á fjórða árs- fjórðungi rekstrarársins fyrir skatta, og eru þessar aðgerðir á sama tíma og fyrirtækið stendur í skipulagsbreytingum sem miða að því að færa ábyrgð í stjórnun og rekstri til svæðisbundinna deilda fyrirtækisins. Fækkun starfsmanna samsvarar um 21% af heildar starfsmanna- fjölda fyrirtækisins, sem er mun meira en greiningaraðilar sem fylgj- ast með Coca-Cola fyrirtækinu á markaði bjuggust við, en þeir höfðu gert ráð fyrir að fækkað yrði um 2.000 manns, segir á fréttavef WSJ. Uppsagnirnar munu draga úr kostnaði í rekstri Coca-Cola og bæta afkomu fyrirtækisins á tímum hæg- ari sölu á afurðum fyrirtæksins. Uppsagnir starfsfólksins eru ásamt tilfærslu á fjölda starfsmanna, hluti af meiriháttar skipulagsbreytingum sem nýr stjórnarformaður, Astral- inn Douglas Daft, er að innleiða og felast í aukinni dreifstýringu fyrir- tækisins. Aðgerðirnar eiga að gera fyrirtækinu kleift að halda tiltekn- um aðgerðum á ábyrgðarsviði höfuð- stöðvanna í Atlanta, eins og stefnu- mótun og áætlanagerð, en færa aðra ábyrgð til rekstrareininga víðsvegar um heim. Ætlunin er að láta arðsemi stýra fjárfestingum með aðhalds- semi hvað varðar kostnað og með skýrari skiptingu ábyrgðar. Coca-Cola tilkynnti að afkoma fjórða ársfjórðungs hefði verið í samræmi við spár á Wall Street, en tap fyrirtækisins nam um 45 milljón- um dollara eða tæpum 3,3 milljörð- um króna, sem eru tvö sent á hvert hlutabréf. Gjaldfærslan upp á 813 milljón dollara var hins vegar tilkomin vegna veikari stöðu tiltekinna átöpp- unarverksmiðja í Rússlandi, Japan og fleiri löndum, en einnig vegna kostnaðar við að draga ákveðnar vörur af markaði í Evrópu. Án þessarar gjaldfærslu hefði fyr- irtækið hagnast um 31 sent á hvert hlutabréf, sem er einu senti meira en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Ari áður hafði Coca-Cola fyrir- tækið skilað hagnaði upp á 24 sent á hlutabréf. Viltu byggja þigupp? , Mega-mass, Creatine (6000 es) & Fjölvítamín Viltu grennast? Myoplex Lite (prótein vítamínblanda+ kolvetni) Citramax L-Carnitine (fijótandi) Eru liðamótin stirð? Lið-Aktín Zinaxin (Engiferrót. 90 stk) Kvöldvorrósarotía (lOOOmg- 60 stk) Hefur þú lítinn tíma? Fullt verð Tilboðsverð kr. 6.998. Láttu sérfræðinginn aðstoða þig! Ólafur Þórisson, verslunarstjóri Adonis hefur um árabil starfað með íþróttafólki, næringarfræðingum og vaxtarræktar- fólki með góðum árangri. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um næringarfræði og hreyfingu. Nýttu þér sérfræðiþekkingu Ólafs og láttu hann ráðleggja þér við val á fæðubótarefnum. Ólafur Þórisson. Einkaþjálfari og leiöbeinandi í líkamsrækt. Einkaþjálfunarpróf hjá ISSA (International Sport Science Association). SWL (Specialist in Weight Management) Lean Body (Prótein vítamínblanda + kolvetni) Fjölvítamín 5 orkubör &. S próteinbör ADOnic, YGRSLUN MGÐ FPÐÐUQÓTRRGFNI K r ingIunn i • S í m i 5 8 8 2 9 8 www.adonis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.