Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskiptaráðherra telur að fjármagnsmarkaðurinn hafí á vissan hátt brugðist þvi trausti sem honum hefur verið sýnt Útilokar ekki lagasetningu VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segist vera mjög óánægð með það sem komið hafí í ljós síðustu dagana og telur það ekki í samræmi við það siðferði sem ætti að ríkja á fjármagnsmarkaði. Hún úti- lokar ekki að á þessum málum þurfi að taka með lagasetningu. „Þar sem ég fer með eignarhlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðar- banka kallaði ég á minn fund for- menn bankaráða og bankastjórna og fór yfir þessi mál með þeim, en þetta snýst um það að verklagsreglur sem fyrirtækin hafa sjálf sett sér hafa verið brotnar í ákveðnum tilfellum og misalvarlega og einnig það að það hafa verið veitt frávik frá reglunum í sumum tilfellum. Mér finnst að markaðurinn hafi á vissan hátt ekki staðið undir því trausti sem við hann var bundið,“ sagði Valgerður. Hún sagði að Fjármálaeftirlitið gegndi mikilvægu hlutverki í þessu máli sem eftirlitsaðili og hún teldi að það hefði brugðist alveg rétt við og lýsti yfir fyllsta trausti á því. Hún sagði að brot á verklagsregl- unum væri alvarlegt mál. „Það er um það að ræða að einstaklingar að mínu mati hafa verið að hugsa meira um eigið skinn í ákveðnum tilfellum en hag bankans, einstakl- ingar sem vinna hjá þessum stofnimum, og það er alvarlegt og á því þarf að taka,“ sagði hún aðspurð hvort um það væri að ræða að menn hefðu brotið reglumar sér til fjárhagslegs ávinnings. Aðalatriðið að móta reglur til framtíðar Valgerður sagði að aðalatriðið væri að móta reglur til framtíð- ar sem farið yrði eftir og bæta siðferðið í þess- um efnum. Það yrði hins vegar ekki horft framhjá því sem gerst hefði og það yrði að koma í Ijós hvemig tekið yrði á málum í þeim efnum. Þær sex stofnanir sem Fjármálaeftirlitið hefði gert athuga- semdir við þyrftu að svara ákveðnum spumingum og síðan myndi Fjár- málaeftirlitið væntanlega meta málið að nýju þegar þau svör hefðu borist. Þá hefði hún farið fram á það við þá banka sem ríkisvaldið hefði eignar- hald á að forsvarsmenn þeirra gerðu grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls og hverjar skýr- ingar þeirra væru á þessum meintu brotum á reglum fyrir 25. febr- úar næstkomandi. Hún sagði ljóst að reglur hefðu verið brotnar í þessum efn- um, en því væri ekki að neita að Fjármálaeftir- litið gerði alvarlegri at- hugasemdir við Búnað- arbankann, enda hefði það fundað með banka stjóm og bankaráði þar í gær. Það segði sína sögu. Hún bætti því við að í framhaldi af fundi sem hún hefði haldið með aðilum á mark- aðnum og eftirlitsaðilum fyrir um hálfum mánuði hefðu verið í vinnslu nýjar verklagsreglur, sem væra um það bil að líta dagsins ljós. Þær yrðu sendar Fjármálaeftirlitinu til stað- festingar. „Það mikilvægasta er nátt- úmlega að markaðurinn sjálfur komi sér saman um reglur sem Fjármála- eftirlitið getur samþykkt, en ég úti- loka samt ekki að á þessu þurfi að taka með lagasetningu," sagði Val- gerður ennfremur. Valgerður Sverrisdóttir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins Framkvæmd reglna ekki nægilega góð PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir greinilegt að framkvæmd verklagsreglna sem giida um viðskipti stjómenda og starfsmanna fjármálafyrirtækja hafi ekki verið nægilega góð. Þess vegna hafi Fjármálaeftirlitið sent sex stofn- unum bréf þar sem gerðar séu at- hugasemdir og óskað eftir frekari upplýsingum. Nauðsynlegt sé að fjár- málastofnanimar fari yfir þessi mál og bæti eftirlitið. „Stjómir fjármálastofnana eiga að setja þessar verklagsreglur og það hafa þær gert í flestum tilvikum. Þær bera ábyrgð á þeim og eiga að hafa eftirlit með að þeim sé fylgt. Fjár- málaeftirlitið er að koma tÚ skila með þessum aðgerðum að stjómimar verði að tryggja að farið sé eftir þess- um reglum og kanna hvort það sé eitt- hvað fleira sem þurfi að laga. Einnig beinum við því til stjómanna að þær skoði þau viðskipti sem þegar hafa farið fram þar sem vikið er frá verklagsreglunum og meti í hverju tilviki til hvaða aðgerða þurfi að gripa. Við höfum einnig óskað eftir að stjómir stofnana, sem við ger- um athugasemdir við, geri okkur grein fyrir sínum sjónarmiðum. Við munum síðan leggja mat á hvort við teljum að nóg sé að gert. Ef ekki krefjumst við frekari úrbóta. Það er alveg greini- legt að framkvæmd verklagsreglnanna hef- ur að einhverju marki farið úrskeiðis hjá sumum þessara stofnana og þess vegna erum við að grípa til þessara aðgerða," sagði Páll Gunnar. Páll Gunnar sagði að í sumum tilvikum teldu fjármálafyrirtækin sig vera að fylgja megin- markmiðum reglnanna jafnvel þó að um frávik hafi verið að ræða vegna þess að ekki hafi verið um að ræða hættu á hagsmunaárekstrum. í öðmm tilvikum væri eftirlitið ekki nægilega gott. Snýst um trú- verðugleika Páll Gunnar sagðist ekki geta fullyrt hvort Fjármálaeftirlitið hefði á þessari stundu upplýsingar um öll tilvik þar sem bragðið hefur verið frá verklags- reglum. Þess vegna hefði Fjármála- eftirlitið óskað eftir því í bréfi til nokkurra stjóma fjármálastofnana að þær gangi sérstaklega úr skugga um að ekkert fleira hafi farið úrskeiðis. Hann tók jafnframt fram að stofnanir hefðu veitt umbeðnar upplýsingar og í einstökum tilvikum hefðu starfs- menn eftirlitsins skoðað framgögn. Páll Gunnar sagði að Fjármálaeft- irlitið hefði hafið rannsókn á þessu máli fyrir jól. Upplýsingar hefðu komið fram í Morgunblaðinu um þessi mál í janúar og það hefði flýtt fyrir rannsókninni. „Þetta mál snýst ekki síst um trú- verðugleika stofnananna. Stjómend- ur og starfsmenn þeirra verða að geta sýnt fram á það á hverjum tíma að það séu hagsmunir viðskiptamanna sem séu í fyrirrúmi. Ef þeir geta ekki sýnt fram á það era þessi fjármálafyr- irtæki í erfiðri stöðu.“ Eldingunni siglt í kjölfar Leifs heppna TIL stendur að sigla í sumar skút- unni Eldingu frá Noregi um Hjaltland, Færeyjar og Island til Grænlands og Kanada í tOefni af 1000 ára afmæli landafunda ís- lendinga í Vesturheimi. Leiðangurinn er farinn til minn- ingar um Eirík rauða, Leif heppna og Bjarna Heijólfsson, sem fyrst- ur fann Ameríku og vísaði Leifi heppna veginn vestur um haf. Hafsteinn Jóhannsson verður skipstjóri í ferðinni og siglir Eld- ingunni hingað til lands í vor. Sex til níu manns verða með honum í áhöfn og leiðangursstjóri verður Rúnar H. Sigdórsson. Gert er ráð fyrir því að leiðang- urinn Vínland 2000 taki átta vikur frá því lagt verður af stað frá ís- landi í júlíbyrjun í sumar. Fyrir- hugað er að vera við hátíðahöld í tilefni 1000 ára afmælis landa- funda í Bröttuhlíð á Grænlandi 15. júlí og er síðan ætlunin að Elding- in verði í samfloti með víkinga- skipinu íslendingi frá Grænlandi til „Vínlands hins góða“. Páll Gunnar Pálsson forsljóri Fjármála- eftirlitsins. Aðalbankastj ori Búnaðarbankans Tilbúnir að vinna með Fjár- málaeftirlitinu STEFÁN Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, segir að bankinn sé tilbúinn að vinna með Fjármála- eftirlitinu, því fyrst og fremst vilji hann skapa traust á starfsemi sinni. Stefán sagðist telja að fundur bankastjórnarinnar og bankaráðs- ins með Fjármálaeftirlitinu í gær hefði skýrt málin töluvert og þeir hefðu nú tíma til 10. febrúar til að svara Fjármálaeftirlitinu. Þeirri vinnu yrði hraðað og bæði banka- ráð og bankastjórn hefðu lýst sig fús til að vinna með Fjármálaeftir- litinu í þessari skoðun. Stefán sagði að þeir hefðu skilið 7. gr verklagsreglnanna rýmra en hún væri túlkuð nú. í fyrstu máls- grein 7. greinar segði: „Starfs- mönnum bankans er óheimilt að eiga viðskipti með önnur verðbréf en þau sem skráð eru á opinberum verðbréfamarkaði eða ganga kaup- um og sölum á öðrum skipulegum markaði sem starfar reglulega og er opinn almenningi.“ Um það væri að ræða að gefnar hefðu verið heimildir fyrir viðskiptum með deCode-bréfin af því að þau gengju kaupum og sölum á al- mennum markaði. „Þetta er nú kannski meginmál- ið; það er með þessi bréf sem ekki era ennþá skráð en sannanlega ganga kaupum og sölum á mark- aði. Við höfum fengið skilning Fjármálaeftirlitsins á þessu og við virðum hann,“ sagði Stefán. Eiga ekki við um alla starfsmenn Hann sagði rétt að það kæmi fram að þegar rætt væri um starfsmenn bankans ættu þessar reglur ekki við um þá alla, því í fyrstu grein verklagsreglnanna segði að þær tækju, eftir því sem við gæti átt, til bankaráðs, banka- stjórnar, aðstoðarbankastjóra, þeirra sem sitja í fjármálanefnd bankans, ritara hennar, starfs- manna verðbréfa- og fjárstýring- arsviðs, starfsmanna hagdeildar og verðbréfaráðgjafa og maka þeirra. Almennir starfsmenn væru undan- þegnir þessum ákvæðum. Stefán sagði að þetta væra verk- lagsreglur sem bankaráðið hefði sett og þáverandi bankaeftirlit Seðlabankans samþykkt. Hann bætti því við að verklags- reglur sem tækju til verðbréfafyr- irtækja almennt hefðu verið í end- urskoðun í nærfellt ár og væru nú komnar á lokastig. Hann vissi ekki betur en þær yrðu sendar Fjár- málaeftirlitinu í dag til staðfestingar. „Þannig að það er verið að vinna að því að skýra og koma á reglum sem fortaks- laust á síðan að fara eftir,“ sagði Stefán. Hann tók undir að það væri höf- uðatriði að fjármálastarfsemi nyti fyllsta trausts og þeir sem störf- uðu á því sviði. „Ég legg áherslu á að við eram tilbúnir til þess að vinna með Fjár- málaeftirlitinu. Fyrst og fremst viljum við skapa traust á starfsemi okkar,“ sagði Stefán að lokum. Ekki nýjar ábendingar Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands hf., sagði að í bréfi Fjármálaeftirlits- ins hefðu ekki komið fram nýjar ábendingar um framkvæmd verk- lagsreglnanna hjá Landsbankan- um að því er varðar undanþágur frá viðskiptum með óskráð bréf, enda engar slíkar undanþágur veittar innan Landsbankans sjálfs. Hins vegar hefði komið fram at- hugasemd við að stjórn Lands- bréfa, verðbréfafyrirtækis bank- ans, hefði samþykkt afmarkaða undanþágu frá reglunum eftir að erindi þess efnis barst frá starfs- mönnum. I því máli hefði þeirri spurningu verið velt upp hvort stjórnin hefði haft heimild til að víkja frá reglunum. Ekki hefði hins vegar verið gerð athugasemd við framgöngu starfsmanna. „Framkvæmd reglnanna innan Landsbankans hf. hefur verið mjög nákvæm og í bréfi Fjármála- eftirlitsins eru ekki gerðar veiga- miklar athugasemdir við hana. Það eru gerðar minniháttar athuga- semdir um framkvæmdaratriði eins og ég held að gert hafi verið við flest önnur fjármálafyrirtæki,“ sagði Halldór. Halldór sagði að eina efnislega athugasemdin sem Fjármálaeftir- litið hefði gert lyti að þessu til- tekna máli hjá Landsbréfum. Þar hefðu verið settar skýrar reglur um langtímaeignarhald, en heim- ildin hefði verið nýtt í mjög af- mörkuðum tilvikum. Undanþágan sem stjórn Landsbréfa veitti í því máli hefði nú verið afnumin og því liti hann svo á að málinu væri lok- ið. Landsbankinn myndi að sjálf- sögðu gera Fjármálaeftirlitinu frekari grein fyrir málinu. Á næst- unni yrðu settar nýjar og sam- ræmdar verklagsreglur fyrir fjár- málastofnanirnar og þar með ætti öllum vafa um framkvæmd regln- anna að verða eytt. Umbeðnar upplýsingar veittar Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, sagði að bankaráði Islandsbanka hefði borist bréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem gerðar væra athugasemdir við fram- kvæmd verklagsreglna bankans. Þessum athugasemdum yrði svar- að og umbeðnar upplýsingar veitt- ar. Valur sagði að fram hefði kom- ið opinberlega að undanþága hefði verið veitt frá verklagsreglum sem bankinn hefði sett starfsmönnum sínum. Það hefði hins vegar verið mat manna að undanþágan hefði verið í samræmi við meginefni reglnanna. Valur staðfesti einnig að gerðar hefðu verið minniháttar athugasemdir við framkvæmd verklagsreglna hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka. Ekki gerðar athugasemdir við FBA Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði að í bréfi Fjármálaeftirlits- ins til FBA kæmi fram að fram- kvæmd verklagsreglnanna væri í góðu lagi hjá bankanum og eftirlit almennt gott. Einu undanþágurnar sem veittar hefðu verið frá reglu- num væru hvað varðar kaup starfsmanna bankans í íþróttafé- lögum. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavík- ur, sagði að Fjármálaeftirlitið hefði gert athugasemdir við að SPRON hefði ekki lokið við að setja verklagsreglur um viðskipti starfsmanna og meðferð trúnaðar- upplýsinga. Ástæðan fyrir þessu væri sú að sparisjóðurinn hefði mjög nýlega stofnað viðskiptastofu. Búið væri að semja drög að verklagsreglum og yrðu þau lögð fyrir næsta stjórnarfund. Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur heldur ekki lokið við að setja starfsmönnum sínum verklagsregl- ur og gerir Fjármálaeftirlitið at- hugasemdir við það líkt og hjá SPRON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.