Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 47 + Guðborg Einars- dóttir fæddist í Reykjavík hinn 12. apríl 1905. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund hér í borg 23. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, f. 9. aprfl 1858 að Háholti í Gnúpveijahreppi, d. 8. janúar 1952, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir, f. 2. aprfl 1869, d. 15. júlí 1961. Þeim hjón- um varð átta barna auðið, fimm dætra og þriggja sona, og eru þau nú öll látin. Guðborg giftist aldrei né eign- aðist böm. Guðborg starfaði lengstan hluta ævi sinnar sem verkakona í Reykjavík. Útför Guðborgar verður gerð frá Frfldrkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðborg Einarsdóttir eða Bogga frænka eins og við frændsystkinm gjarnan kölluðum hana lifði lengst sinna systkina. Það markar því ákveðin kaflaskil hjá systkinabörn- um Boggu að vera nú orðin elsta kynslóðin innan fjölskyldunnar. Við þau kaflaskil skynjar maður hve tíminn er hraðfleygur því mér finnst svo ósköp stutt síðan ég, lítill drengur, heimsótti afa og ömmu á Grettisgötu en þar bjuggu þau þá með föðursystkinum mínum þeim Boggu frænku, Ingveldi (Ingu frænku) og Þorsteini (Steina frænda). Svo langt sem ég man hefur Bogga frænka verið til í lífi mínu og átt sér þar fastan sess lengst af sem hluti fjölskyldunnar á Rauðarárstíg 30 en afi og amma fluttu ásamt áður- nefndum þrem börnum sínum að Rauðarárstíg 30 að mig minnir 1947 eða ’48. Afi og amma lifðu bæði til hárrar elli í skjóli þessara barna sinna sem raunar héldu saman heimili á Rauð- arárstíg 30 eftir að afi og amma voru bæði látin. Eftir að Steini frændi féll frá 1978 bjuggu þær systur Inga og Bogga saman á Rauðarárstíg 30 allt þar til þær, fyrir fáum árum, urðu vegna heilsubrests að vistast á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem Ingveldur lést hinn 4. júní sl. á 97. aldursári. Eftir að Inga frænka lést var eins og tómarúm myndaðist í lífi Boggu frænku og er ég þess fullviss að hún náði sér aldrei að fullu eftir andlát systur sinnar. Minningar mínar um Boggu frænku eru nátengdar minn- ingum mínum um afa og ömmu og síðan til langtíma minningum um systkinin þijú á Rauð- arárstígnum og loks frænkurnar Ingu og Boggu sem bjuggu áfram saman og deildu lífinu hvor með ann- arri. Allar eru þær minningar ljúfar því vandfundið hygg ég fólk jafn raungott og þær systur og raunar þau systkini öll voru sínum ættmennum og raunar öllum sem þeim kynntust. Heimihð á Rauðarárstíg 30 var um áratugaskeið sama- staður fjölskyldunnar, fyrst að sjálf- sögðu vegna afa og ömmu en eftir að þau létust hélst sú hefð að fjölskyld- an kæmi saman á hátíðis- og tylli- dögum hjá systkinunum á Rauðar- árstíg 30 þar sem alltaf var tekið á móti gestum hvort sem þeir voru margir eða fáir, af sömu rausninni og með þeirri góðvild og hlýju sem einkenndi heimilishaldið. Tel ég raunar fátítt í dag að jafnstór hópur systkinabarna haldi tryggð við frændfólk sitt með þeim hætti sem við systkinabörnin höfum ræktað sambandið við þær systur Ingu og Boggu en þær hafa ávallt gegnt hlutverki og verið þátttakendur bæði í gleði okkar og sorgum. Heimilishaldið á Rauðarárstígn- um var með þeim hætti að ef til vU má segja að Bogga hafi staðið frekar fyrir heimilinu heldur en Inga enda vann hún ekki úti hin síðari ár nema í hlutastarfi meðan Inga vann fulla vinnu úti. Bogga var lengst af ævi sinnar heilsuhraust og varð eins og títt var um börn frá fátækum heimil- um að byrja að vinna barnung, fyrst í vist hjá vandalausum en síðar er hún hafði aldur til við fiskbreiðslu en einnig vann hún um langt skeið hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í garnastöðinni við Rauðarárstíg. Nú þegar þær eru báðar horfnar af sjónarsviðinu, Inga frænka og Bogga frænka, situr eftir tóm sem ekki verður fyllt því að þær skipuðu allt til dánardægurs ákveðinn sess í lífi mínu svo og eiginkonu minnar og sonar sem þær reyndust ekki síður traustir vinir, en mér. Því er mér og fjölskyldu minni þakklæti í huga fyrir þann tíma sem við nutum sam- vista með Boggu frænku sem þeirr- ar mannkostamanneskju sem hún var bæði sem einstaklingur og hluti systkinahópsins á Rauðarárstíg 30. Ef einhver tilvera tekur við af þessu lífi loknu þá er ég sannfærður um það að nú er þær systur saman að nýju því að báðar áttu þær ein- læga trú á Guð og líf að þessu loknu. Þorsteinn Júhusson. Mig langar að minnast hennar Boggu móðursystur minnar í nokkr- um orðum en hún lést í hárri elli sunnudaginn 23. janúar síðastliðinn. Bogga var afar heilsteypt, trygg- lynd og hjartagóð kona. Hún bjó lengst af á Rauðarárstíg 30. Þar hélt hún heimili með foreldr- um sínum meðan þeim entist líf, síð- an með tveim systkinum sínum þeim Ingu og Steina. Steini lést fyrir rúmum 20 árum en Inga í júní síð- astliðnum. Bogga er síðust úr stór- um systkinahópi til að kveðja þenn- an heim. Heimili þeirra á Rauðarárstíg var alltaf opið íyrir ættingjum og vinum og var vel tekið á móti öllum. Oft var glatt á hjalla er margir komu þar saman og ég tala nú ekki um ef einhverjir voru tilbún- ir að taka í spil. Bogga vann lengst af hjá Reykhúsi Sambandsins og við ræstingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Bogga var mikil hannyrðakona og eru margar fallegar útsaumaðar myndir til eftir hana. Er sjónin dapraðist varð hún að gefa útsaum- inn upp á bátinn, þá var gott að vera flink í krossgáturáðningum. Áhuga- mál áttu þær systur saman en það var þátttaka í kvenfélagi Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Þær tóku virkan þátt í því starfi og vildu veg Fríkirkjunnar sem mestan. Bogga naut þess að ferðast um landið í góð- um félagsskap systkina sinna og föður mínum. Þessar ferðir voru þeim mjög kærar og minntust þeirra oft. Elsku Bogga, nú þegar við kveðj- um þig langar mig til að þakka þér fyrir allt og ég tala nú ekki um pönnukökurnar og kleinurnar. Elsku Bogga, guðgeymi þig. Orn Jónsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR MATTHÍASDÓTTUR, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyf- lækningadeildar St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. GUÐBORG EINARSDÓTTIR Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Steinunn Bjarnadóttir, Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, Matthías Bjarnason, Sonja Eyfjörð, Áslaug Hrefna Bjarnadóttir, Brandur Sigurðsson, Ólafur Sveinn Bjarnason, Lára ÖfjörðGuðmundsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Færum öllum innilegar þakkir, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU BENEDIKTSDÓTTUR frá Ljósalandi í Lýtingsstaðahreppi, síðast til heimilis í sambýlinu Gullsmára 11, Kópavogi. Sigurgeir Jóhannsson, Fríður Sigurðardóttir, Jóhann Jóhannsson, Magnea Guðmundsdóttir, Snorri Jóhannsson, Stefanía Sigfúsdóttir, Ingimar Jóhannsson, Kristín Helgadóttir, Frosti Jóhannsson, Steinunn Jónsdóttir, Jökull Jóhannsson, Guðný Sveinsdóttir, Hjálmar Jóhannsson, Erla Stefánsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Valgerður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. K KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabba- stund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Bamastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára böm, kl. 15.30 íyrir 8-9 ára böm og kl. 17 fyrir 10-12 ára böm. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrúnskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20 býður foreldrum fermingarbama í Laugar- nes-, Langholts- og Grensássókn. Sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju mun tala um trúrækni og trúarapp- eldi og sr. Jón Helgi Þórarinsson í Langholtskirkju mun að því búnu fjalla um messuna og útskýra inntak hennar í stuttu máli. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- stund í kirkjuskipi þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sr. Bjami Karlsson flytur guðs orð og bæn. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmannog Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Herdís Storgaard kemur í heimsókn og talar um slysavamir. Hittumst, kynnumst, fi’æðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í við- talstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og ldrkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl.11.15. Leikfimi IAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Sr. Gunnar Sigurjónsson sér um dag- skrá. Kl. 17 TTT10-12 ára starf á veg- um KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund kl. 10-12. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlk- ur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðarstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkjukrakkai- í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldra kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12.30. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar Seljakirkja. Mömmumorgnar 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Hafnarljarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára böm. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þur- íður. Keflavíkurkirkja. Fjölskyldustund í Kirkjulundi kl. 10.30-11.30. Helgi- stund, fræðsla og samfélag fyrir aðstandendur bama undir grunn- skólaaldri. Umsjón Brynja Eiríks- dóttir. Fermingarandirbúningur kl. 13.40-15 í Kirkjulundi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30, spunaleikrit, kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar í leik og lofgjörð. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgameskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. .- , Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimilinu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir böm 9-12 ára. Ffladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS. Brauðsbrotning og bæna- stund kl. 20.30. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10-12. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu vegna andláts elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS MAGNÚSSONAR, Víðihlíð, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Jón Ragnarsson, Kristín Thorstensen, Gestur Ragnarsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólína Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna V. Haraldsdóttir, Ólafur örn Haraldsson, Sigrún Richter, Þrúður G. Haraldsdóttir, Þórður Friðjónsson. + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, KRISTÍNAR S. ÓLAFSDÓTTUR og HARALDS MATTHÍASSONAR, Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.