Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 4 b MENNTUN Áhugafólk um nám í Bandaríkjunum fyllti salinn í Lögbergi. Morgunblaðið/Þorkell Styrkir til náms Námsmannaráðstefnan Háskóla- nám í Bandaríkjunum var á vegum Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Íslensk-ameríska félagsins og Ful- bright-stofnunarinnar og kynntu fulltrúar þeirra nám og styrki fyr- ir stúdenta. Áhugi á námi í Banda- rikjunum virðist fara vaxandi og núna í ár stunda um 600 íslending- ar nám þar. Eru það fleiri en ís- lenskir námsmenn í Danmörku. Nefna má að Fulbright- stofnunin hefur nokkra sjóði á sinni könnu og einnig er hún prófmiðstöð. Próf sem krafist er til inngöngu í bandaríska háskóla eru t.d.: TOEFL, SAT, GRE og GMAT. Alþjóðaskrifstofa háskólastigá- '' ins kynnti m.a. stúdentasamskipti við Bandaríkin og starfsþjálfun fyrir stúdenta við Háskóla íslands. Þar kennir ýmissa grasa og má nefna t.d. að Háskóli íslands gerð- ist nýlega aðili að bandarísku stúdentaskiptasamtökunum ISEP, sem rúmlega 100 háskólar í Bandaríkjunum eru aðilar að. Með þátttöku í ISEP gefst stúdentum kostur á að taka hluta af námi sinu í Bandaríkjunum og fá það metið sem hluta af námi við HÍ. Islensk-ameríska félagið kynntl. styrkjasjóði sem félagið veitir, en það eru m.a. styrkir úr Thor Thors-sjóðnum. ákaflega auðvelt væri að kaupa þær úti íyrir lítið. Sigurlína sagði það vissulega vera menningarsjokk að flytja svona út en hún var samt ekki frá því að ís- lendingar og Bandaríkjamenn væru að mörgu leyti líkar manngerðir og í einni rannsókn sem hún gerði kom það beinlínis í Ijós og að þjóðimar ættu við álíka mikla streitu að stríða. Hún benti á að fjölskyldur sem flyttu út gætu fengið námsbækur hjá Námsgagnastofnun handa böm- unum og hún ráðlagði fólki ennfrem- ur að taka með sér efni um Island, því ævinlega væri verið að biðja Is- lendinga um að vera með kynningar á landinu sínu. Sigurlína sagðist hafa búið í ynd- islegu „sveitaþorpi“ við Chicago en að hún hafi ákveðið að búa í dým hverfi til að bamið gæti gengið í góð- an skóla. Hún sagði ekki ráðlegt að senda böm ein út að leika sér. „Mað- ur hefur bömin alltaf í augsýn.“ Önnur sjónarmið til náms Líkt og Sigurlína fóm þau sem eftir er að segja frá einnig með fjöl- skyldur sínar til Bandaríkjanna og virðist sýn þeirra á nám þar önnur en hjá þeim Hreggviði, Astu og Gunnari. Margrét Haraldsdóttir Blöndal er myndlistarmaður og kennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hún er með MFA-gráðu frá State University of New Jersey, Rutgers University í New Jersey. Margrét sagði að hún hefði ekki far- ið í nám vegna þess að það væri arð- bær fjárfesting. Mastemám breytti litlu í peningum, hinsvegar var það mjög gefandi, og hún mat mikils að vera með einstaklingum frá öllum þjóðum heims. Það er margs að gæta fyrir fjöl- skyldufólk þegar það flytur tii Bandaríkjanna, og sagði Margrét að hún hefði ekki notið þess að vera í námi ef bamið hennar hefði ekld einnig getað notið sín í leikskólan- um, en það þurfti „íslenskt pot“ til að koma því í þann skóla sem Margrét óskaði. Hún sagði að það tæki tíma að fóta sig í nýju samfélagi og að það gæti tekið tíma að yfirfæra þekk- ingu sína milli landa. Hún hafi t.d. lent í miklu basli við að fá nýtt öku- skírteini og hafi verið ótrúlega lang- ur aðdragandi að því að hún fékk að fara í skriflegt próf. Að lokum hvatti hún alla til að vera með sjúkratrygg- ingu. Margrét var Fulbright-styrk- þegi eins og flestir aðrir sem töluðu á ráðstefnunni og i því felst m.a. sjúkratrygging sem bjargaði henni frá skuldahala eftir að hún lenti í slysi. Páll Biering, sérfræðingur á Rannsóknarstofu í hjúkranarfræði, tók masterpróf í geðhjúkmn frá University of Texas í Austin Texas og segist hafa átt þar fjögur frábær ár. Hann gat sniðið námið að þörfum sínum og áhugamálum og tók m.a. námskeið i heimspeki, mannfræði og félagsfræði. Hann vinnur núna að doktorsritgerð. Páll varpaði nokkuð öðm Ijósi en aðrir á hugtök eins og vinnuálag og samkeppni. „Mér féll einstaklings- hyggjan og samkeppnin vel, en ég leit ekki á þetta sem harðan heim. Námið var eins og langt sumarfrí eftir að hafa unnið í tvo áratugi á Islandi,“ sagði hann. Ökuprófið reyndist honum einnig létt, eða einfalt krossapróf á tölvu, og nóg rými reyndist vera fyrir bömin í hverfinu sem hann bjó í. „Texas hentaði okkur hjónunum vel,“ sagði hann og að hann hefði fengið marga plúsa fyrir það eitt að vera Fulbright-styrkþegi, og að ef hann hafi verið með íslenska hóg- værð hafi honum verið svarað á þessa leið: „So you are not aloud til blow your trompet where you come from.“ Samkeppnin í skólakerfinu var í huga Páls meira í ætt við íþrótta- anda, námsmennimir væm saman í liði sem reyndi að skora stig og bæta punktum á afrekaskrána. Honum hafi þótt þetta íyrst dálítið hallæris- legt, en syni hans leiddist aldrei í sínum skóla. Þar var námið leikur og nemendur alltaf að skemmta sér við að skora stig. Sonurinn byrjaði svo átta ára í íslenskum skóla og iyrsta skóladaginn sagði brúnaþungur skólastjórinn að nemendur ættu að taka námið alvarlega og að skólinn væri þeirra vinnustaður. Hvað kostar leikskólapláss? Margrét Jónsdóttir er lektor í spænsku við Háskóla íslands og vinnur að doktorsritgerð eftir MA- gráðu í spænsku frá Princeton University. Hún ákvað að segja á ráðstefnunni frá því hvemig það væri að vera kona með bam í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum, en þangað fór hún árið 1992 með manni sínum og syni fæddum 1990. Hún hafði undirbúið komu sína mjög vel nema hvað hún hafði eklri áttað sig á bamapössunarkerfinu þar í landi, en það snýst um peninga. Leikskóla- plássið kostaði 1000$ á mánuði og var fimmfalt dýrara en háskólastúd- entar á Islandi greiða. Einnig kom í ljós að hún hefði getað fengið 500$ mánaðarstyrk, ef hún hefði vitað af honum mörgum mánuðum áður. Eftir nokkra þrautargöngu tókst henni að finna enskumælandi dag- mömmu og þurfti ekki að greiða henni nema 42 þúsund á mánuði. Ari síðar fékk hún styrkinn. Margrét sagði að kona í fram- haldsnámi með bam flokkaðist ekki undir hugtakið „eðlilegur“ enda vom þær aðeins 10 af 1500 nemend- um. Svo óeðlilegt var þetta að haft var samband við hana og henni boð- ið að vera með í hópmeðferð. Hún ráðlagði kvennemendum að lokum að ganga í Kvenstúdentafélagið en það veitir árlega styrki. Hún sagði líka að Fulbright-styrkurinn hennar hefði gert manninum hennar fært að afla tekna lyrir heimilið. Hann var hinsvegar heimavinnandi fyrstu mánuðina og taldi Margrét það mik- ils virði ef hjón fara saman út með bam eða böm. skólar/námskeið tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn vixtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. Vorferðir Heimsferða tii Costa del Sol oy Benidorm 24. oo 25. apríl frá kr. 39.555 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og gemr valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Vorin eru fallegasti tími ársins á suður-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þessum yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Timor Sol Benidorm nudd www.nudd.is Verð kr. 39.555 Verð kr. 49.990 M.v. hjón með 2 böm, 2 - 11 ára með 10 þiís. kr. afslætti, E1 Faro. M.v. 2 í íbúð, E1 Faro, 21 nótt, 25. apríl með 10 þús. kr. afslætti. r HEIMSFERÐIR E1 Faro Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.