Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 37 ..... STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DEILUR RAÐHERRA OG NÁTTÚRU- VERNDARRÁÐS SAMBUÐ umhverfisráðuneytisins og Náttúruverndar- ráðs hefur verið stirð að undanförnu og var ágreiningur- inn viðraður á náttúruverndarþingi, sem haldið var fyrir helgina. Illt er í efni, ef þeir aðilar, sem fyrst og fremst eiga að vinna að málefnum náttúruverndar í stjórnkerfinu, geta ekki komið sér saman í bróðerni um vinnubrögð, sem gera ráð fyrir lausn ágreiningsefna, sem alltaf geta komið upp. Það er viturlegra en að opinberar deilur spilli þeim árangri, sem stefnt er að í umhverfismálum. Stjórnskipulega séð er það umhverfisráðherrann, sem framkvæmir þá stefnu, sem Alþingi og ríkisstjórn móta, og það er hlutverk Náttúru- verndarráðs að vera stjórnvöldum til ráðuneytis. Deilur umhverfisráðherra og Náttúruverndarráðs að und- anförnu eru hvorki ráðherranum né ráðinu til framdráttar, hvað þá málefnum náttúruverndar. Samkvæmt þeim frétt- um, sem birzt hafa af náttúruverndarþingi, hefur ekki komið fram með skýrum hætti, hvað það nákvæmlega er, sem valdið hefur þessum titringi og deilum. Það er ekki sama, hvort um er að ræða skoðanaskipti eða ágreining um framkvæmd stefnumála. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tilkynnti á náttúru- verndarþinginu, að hún hefði skipað nýjan formann Náttúru- verndarráðs, Kolfinnu Jóhannesdóttur, í stað fráfarandi for- manns, Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur. Kolfinna hefur lýst þeirri skoðun sinni, að ráðið eigi að leggja áherzlu á að bæta samskiptin við umhverfisráðuneytið. Augljóslega er þörf þar á, því að öðrum kosti stefnir í átök um breytingar á hlutverki ráðsins. Umhverfisráðherra hefur sagt, að hann hafi ekki fengið þá ráðgjöf, sem ætlast er til af Náttúru- verndarráði, og hugleiði því breytingar á skipulagi þess. Það er nauðsynlegt að ráðherrann tali skýrar. Ur því að svona ágreiningur er á annað borð viðraður opinberlega verður ráðherra að leggja efnisatriði málsins rækilegar fyrir en gert hefur verið. AIDER í STJÓRN? FLEST bendii’ nú til að mynduð verði í Austurríki ríkisstjórn Þjóðarflokksins, sem er flokkur kristilegra demókrata, og Frelsisflokks Jörgs Haiders, sem er lýðskrumsflokkur á hægri vængnum. Þetta hefur vakið sterk viðbrögð víða um Evrópu og margir af helstu stjómmálaleiðtogum álfunnar lýst yfír áhyggjum af því að Haider og flokkur hans taki sæti í ríkisstjóm Evrópusamban- dsríkis. Hafa nokkrir forystumenn evrópskra ríkisstjóma geng- ið svo langt að lýsa því yfír að það muni hafa slæm áhrif á sam- skiptin við Austurríki verði stjórn af þessu tagi mynduð. Er rætt í fullri alvöru hvort önnm’ ESB-ríki geti með einhverjum hætti beitt Austurríkismenn það miklum þrýstingi að ekki verði úr myndun stjórnarinnar. Haider hefur í nokkur ár vakið athygli íyrir ýmis ummæli, sem mörg hver hefur vart verið hægt að túlka öðm vísi en sem daður við hugmyndafræði nasista. Varð hann m.a. að segja af sér embætti sem fylkisstjóri í Karnten árið 1991 eftir að hafa lýst að- dáun sinni á vinnumálastefnu Þriðja ríkisins. Hann endurheimti embættið í kosningum í íyrra. Málflutningur hans þykir hafa mildast á undanförnum ámm og Haider sjálfur líkir umdeildum ummælum sínum við pólitísk bernskubrek. Hjá því verður hins vegar ekki litið að hann hefur fyrst og fremst aflað sér fylgis með því að gagnrýna innflytjendastefnu stjórnarinnar og hamra á óvinsældum áratuga stjómarsetu jafnaðarmanna og kristilegra demókrata. Líklega er þreyta kjósenda á því stjómannunstri ein helsta skýringin á stórsigri Haiders og Frelsisflokksins í kosn- ingunum sl. haust. En það er sama hvaða skoðanir menn hafa á Haider og flokki hans. Það er engu að síður staðreynd að hin sterka staða flokks- ins byggist á frjálsu vali austurrískra kjósenda í lýðræðislegum kosningum. Er hægt að réttlæta afskipti af niðurstöðum frjálsra kosninga? Eiga úrslit einungis að standa ef þau em öllum þókn- anleg? Vissulega ekki. Lýðræðið leyfír okkur að velja og hafna, en einungis í kosningum. Á það hefur verið bent með réttu að Adolf Hitler komst til valda í Þýzkalandi í lýðræðislegum kosn- ingúm og með lýðræðislegum hætti, þótt hann misnotaði völd sín og sölsaði þau undir sig með ofbeldi. En verður ekki að ganga út frá því sem vísu, að einhverjar framfarir hafí orðið í stjómarhátt- um á þeim tæplega 70 ámm, sem liðin em frá því að það gerðist? Haider hverfur ekki úr austurrískum stjórnmálum þótt Frels- isflokknum verði meinuð stjórnarþátttaka. Það er jafnvel líklegt að hann muni styrkja stöðu sína ef sú verður raunin eða ef boðað verður til nýma kosninga. Sagan sýnir hins vegar að besta leiðin til að afvopna lýðskmmara er að láta þá axla ábyrgð, til dæmis með stjómarsetu. Samkvæmt opinberum tölum hefur útflutningur á íslenskum hrossum alla tíð verið rekinn með tapi SAMKVÆMT opinberum töl- um hefur útflutningur á hrossum frá íslandi verið rekinn með bullandi tapi í mörg síðastliðin ár. Tap hefur einnig verið á atvinnugi-eininni sem heild. I skýrslu sem gerð var fyrir landbúnaðarráðuneytið 1998 er bent á þessa staðreynd, en því er jafnframt haldið fram að sé litið til tekna af ferða- þjónustu og greinum sem tengjast ferðaþjónustunni og tekna hrossaeig- enda sem ekki eru taldar fram til skatts sé flest sem bendi til að greinin skili arði. Skýrsluhald í landbúnaði er almennt nokkuð gott og víða er hægt að fá ítar- leg gögn um fjölda búfjár, afkomu og um framleiðslu og sölu á afurðum. Nokkuð góðar upplýsingar er einnig hægt að fá um verð afurða í allflestum greinum. Hrossaræktin er nokkuð sér á báti hvað þetta varðar. Þetta sést vel á ítarlegri skýrslu Hagþjónustu land- búnaðarins um hrossai’æktina, sem af- hent var landbúnaðarráðherra í ágúst 1998. Þar er reynt að meta hvað út- flutningur á hrossum skilar miklum tekjum. Niðurstaðan er að útflutnings- verðmæti hrossa hafi minnkað nær stöðugt frá árinu 1987. Síðan segir: „Skýrsluhöfundar gera fyrirvara hvað varðar áreiðanleika þessara talna, en þær upplýsingar sem hér eru settar fram um verðmæti útfluttra hrossa eru samkvæmt því sem gefið er upp í opin- berum skýrslum.“ Um viðskipti með hross á Islandi segja skýrsluhöfundar: „Reyndar er það svo að viðskipti með lífhross virðast að stórum hluta Útt sýnileg í opinberum tölum.“ Ekkí hægt að treysta opinberum tölum í hrossarækt Sigurður Ingi Leifsson, rekstrarhag- fræðingur hjá Hagþjónustu landbúnað- arins, tók þátt í að vinna skýrsluna og hann sagði að því væri ekki að leyna að opinberar tölur um afkomu í hrossa- rækt væru mjög ótrúverðugar. Þetta ætti bæði við um tekjur af sölu lífhrossa úr landi og tekjur af sölu lífhrossa á innanlandsmarkaði. Skýrsluhöfundar hefðu því ákveðið að fara þá leið við mat á tekjum hrossaeigenda af hrossaút- flutningi, að reikna út kostnað við upp- eldi og tamningu reiðhrossa og láta þá tölu stýra niðurstöðunni. Ástæðan fyrir þessu væri sú að samkvæmt opinber- um tölum hefði þessi útflutningsgrein verið rekin með tapi í mörg ár, hugsan- lega alla tíð. Slíkt hlyti, undir eðlilegum kringum stæður, að leiða til þess að at- vinnugreinin legðist af. Eðlilegt væri því að miða, að lágmarki, við kostnað við rekstur greinarinnar. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að kostnaður við uppeldi og tamningu á einu hrossi, sem selt er úr landi, 6 vetra gamalt, sé 277 þúsund krónur. Þar af er fóðurkostnaður 122 þúsund. Árið 1998 var meðalverð fyrir útflutt hross frá Islandi 101 þúsund krónur. Heildar- tekjur af útflutningnum þetta ár var, samkvæmt því sem fram kemur í nýút- komnu Búnaðarriti, 184 milljónir. Kostnaður við uppeldi og tamningu þessara hrossa er samkvæmt skýrslu Hagþjónustunnar 504 milljónir króna. Þama er reyndar byggt á kostnaðar- útreikningum frá árinu 1996 þannig að þessi heildarkostnaður er líklega eitt- hvað hærri. Kostnaður í hesta- mennsku er 2 milljarðar í skýrslunni er reiknaður árlegur kostnaður við að halda hross á Islandi eins og hann var 1996. Niðurstaðan er að það kosti 35.568 þúsund krónur að eiga graðhest í eitt ár. Kostnaður við að fóðra reiðhesta á húsi er 25.598 kr. Kostnaður við að fóðra útigang er 22.966 kr. og kostnaður við að halda fol- öld og trippi er 23.834 kr. Inni í þessum tölum er kostnaður við fóðrun, dýra- lækningar, jámingar, viðhald húsa og vátryggingar. Kostnaður við fram- ræslu og áburðargjöf vegna beitar er ekki inni í þessari tölu. Ut frá þessum tölum er reiknaður heildarkostnaður við að halda íslenska hrossastofninn. Niðurstaðan er að þessi kostnaður haí! verið um 1.900 milljónir árið 1996. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðinu að þessi kostnaður hefði að öllum líkindum hækkað eitthvað síðan 1996, en ekki verulega. Fóðmn er stærsti einstaki kostnað- Morgunblaðið/RAX Hrossum á Islandi hefur fjölgað um 50 þúsund frá árinu 1960.1 dag eiga landsmenn um 80 þúsund hross. Kostnaðurinn er 2 millj ar ðar en tekjurnar óljósar Kostnaður við að halda 80 þúsund hross á Is- landi er um tveir milljarðar króna. Sam- kvæmt opinberum tölum eru tekjur atvinnu- greinarinnar aðeins 650 milljónir, en ýmislegt bendir til þess að þær séu talsvert hærri. Tekjurnar koma hins vegar ekki fram í skatt- skýrslum eða tollskýrslum. Framkvæmda- stjóri Félags hrossabænda og ráðunautur Bændasamtakanna segja í samtali við Egil Ólafsson að mjög margir hrossaeigendur reki bú sín með tapi. Útflutningur og meðalverð hrossa árin 1983-1998 3000 2500 2000 1500 1000 500 Fjöldi útfiuttra hrossa 30 | 30 P|pl||l 83 '85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 urliður hrossaeigenda. í skýrslu Hag- þjónustunnar segir að hvert hross þurfi fimm heyrúllur yfir veturinn. Verð á einni heyrúllur er núna um 3.000 kr. samkvæmt upplýsingum frá Bænda- samtökunum. Fóðurkostnaður er því ekki undir 15.000 kr. á vetri. Þetta þýð- ir að hrossaeigandi sem á 300 hross þarf að eiga 1.500 rúllur ef fóðrun á hrossunum á að vera viðunandi að mati Bændasamtakanna. Ef hrossaeig- andinn á ekki vélar eða tún þarf hann að kaupa rúllumar. Verðið á 1.500 rúll- um er 4,5 milljónir. Tekjurnar aðeins 650 milljónir? Samkvæmt tölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem birtar eru í Bún- aðarritinu, var veltan í hrossarækt á Islandi árið 1998 aðeins 650 miHjónir króna. í skýrslu Hagþjónustu landbún- aðarins er reynt að áætla veltuna í greininni árið 1996 út frá þekktum og óþekktum stærðum. Útflutningur líf- hrossa skilaði samkvæmt tollskýrslum 256 milljónum, en skýrsluhöfundar telja ekki óeðlilegt að hækka þá tölu upp í 788 milljónir. Tekjur af sölu á líf- hrossum innanlands eru áætlaðar á bil- inu 135-415 milljónir. Sala á hrossa- kjöti innanlands skilaði 81 milljón og útflutningur á hrossakjöti skilaði 39 milljónum. Annar útflutningur skilaði 14 milljónum. Samtals eru þetta 525 milljónir, en skýrsluhöfundar telja allt eins líklegt að rétt tala sé 1.338 milljón- ir. Óbein velta, s.s. tamningar, hesta- leigur, útflutningur á vöru og þjónustu, er talin geta skilað allt að 502 milljón- um. Það er mat skýrsluhöfundar að þjónustugreinai- hestamennskunnar, þ.e. heysala, hagaganga, erlendir ferða- menn og sala þjónustu, hafi skilað 1.350-1.720 milljónum. Niðurstaðan er sú að veltan í hrossaræktinni hafi árið 1996 verið samtals 2.270-3.560 milljón- ir. Samdráttur í tekjurn á síðustu árum Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, sagði það sína skoðun að fóðurkostnaður væri síst of- metinn í skýrslu Hagþjónustunnar. Fóðurkostnaður réðist að nokkru leyti af veðurfari. I harðindatíð, eins og gekk yfir Suðurland fyrr í vetur, gætu hrossaeigendur ekki treyst á beit og því yrðu þeir að gefa hrossunum með sama hætti og sauðfé og nautpeningi. Ólafm’ sagði að þegar skýrslan kom út hefði heyrst sú gagnrýni að hún væri helst til bjartsýn um afkomu hrossar- æktarinnar. Hvað sem um það mætti segja væri ljóst að síðan 1996 hefði af- koma í greininni versnað. Hitasóttin i hrossum hefði haft slæmar afleiðingar á verslun með hross. Útflutningur á líf- hrossum hefði dregist saman og kostn- aður við tamningar hefði hækkað. Kröfur hefðu verið auknar um fóðrun og aðbúnað hrossa, en þær hefðu eðli- lega einhvem kostnað í fór með sér. Rannsókn þýskra yfirvalda á tollsvik- um íslensló’a hrossaútflytjenda væri einnig áfali fýrh’ greinina, sem ekki væri Ijóst hvaða afleiðingar hefði. Ef svo færi að mörgum hrossaeigendum yrði gert að greiða háar sektir mætti búast við að mjög myndi reyna á íjár- hagsstöðu manna. Olafur sagði að bændur segðu við sig að tekjur þeirra af sölu hrossa hefðu stöðugt verið að dragast saman á síð- ustu árum. Afkoma manna í greininni væri því almennt slæm. Hann tók þó fram að menn sem stunduðu hrossar- ækt af mikilli alvöru og ræktarsemi gætu haft þokkalega afkomu. Enn- fremur væri mikilvægt að hafa í huga að miklar tekjur yrðu til í þjónustu- greinum sem tengjast hestamennsku. Hrossaeigendur í vítahring Undir þetta tók Hulda Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Félags hrossa- bænda. Hún sagði að sumir hrossaeig- endur fengju minna en ekki neitt út úr sínum rekstri. Þetta kæmi glögglega fram í skýrslunni. Hún sagði að margir hrossaeigendur væru fastir í vítahring. Markaðurinn fyrir lífhross væri þröng- ur og mikið offramboð væri á honum sem hefði að sjálfsögðu áhrif á verðið. Mjög lágt verð fengist fyrir hrossalqöt, auk þess sem neyslan á hrossakjöti hefði verið að dragast saman. Sem bet- ur fer hefði tekistað skapa markað fyr- ir íslenskt hrossakjöt á Italíu, en þang- að færu núna um 40 tonn af hrossakjöti í viku hverri. Verðið væri hins vegar af- ar lágt; aðeins 45 kr. fyrir kílóið. Þetta þýðir að hrossabændur að fá 7.000- 10.000 kr. fyrir hestinn, sem er langt undir kostnaði við fóðrun í eitt ár. Hulda sagði að bændur væru samt fegnir að geta losnað við hrossin fyrir þetta lága verð. Þessi leið væri betri en sú að grafa kjötið. í skýrslu Hagþjónustunnar segir að þörf sé á að fækka hrossum í landinu um 12.000-15.000. Slík fækkun myndi skila sér í arðbærari atvinnugrein. Ól- áfur sagðist vera þeirrar skoðunai’ að fækka þyrfti hrossum um a.m.k. 20.000. Það væri mikið til af lélegum hrossum og því myndi það gera ræktunarstarf- inu gott ef lélegustu einstaklingunum yrði fargað. Þar að auki væri full þörf á því, út frá sjónarmiðum landvemdar, að draga úr hrossabeit á ákveðnum svæðum á landinu. Tekjur af útflutningi hrossa dragast saman milli ára Nýjustu tölur um afkomu í hrossar- ækt virðast styðja þá skoðun Ólafs Dýrmundssonar að tekjur hrossaeig- enda hafi verið að dragast saman. Fram kemur í Búnaðarritinu að tekjur af útflutningi lífhrossa voru 184 mil- ljónir árið 1998, en voru 246 milljónh’ árið 1996. Neysla á hrossakjöti hefur dregist stöðugt saman á síðustu árum og verð hefur lækkað. í árslok 1998 voru 215 tonn af hrossakjöti til í frystig- eymslum, en það jafngildir fimm mán- aða sölu. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins telur hins vegar að verð á hrossum innanlands hafi hækkað nokkuð í takt við bættan hag í þjóðfélaginu og aukinn áhuga á hestamennsku. Sigurður Ingi segir að menn verði að hafa í huga þegar fjallað sé um afkomu í hrossarækt að umtalsverðum hluta hrossaeignar landsmanna sé ekki ætlað að skila arði. Margir þéttbýlisbúar stundi hestamennsku eingöngu sem tómstundagaman og geri enga kröfu um að hafa tekjur af henni. Þvert á móti viðurkenni þeir hestamennsku sem dýrt sport. Milljónatjón í hitasóttinni Þegai’ hitasótt kom upp í hrossum árið 1998 stöðvaðist öll verslun með hross. Yfirdýralæknir setti á útflutn- ingsbann um tíma. Sumir hestamenn lýstu því yfir að þeir hefðu orðið fyrir gríðarlegu tjóni og voru tölur sem hlupu á hundruðum milljóna nefndar í því sambandi. Bjai’gráðasjóði var falið að bæta það tjón sem hrossaeigendur höfðu orðið fyrir. Samkvæmt lögum ber þeim að greiða 0,2% af tekjum sín- um í sjóðinn, sem er eins konar trygg- ingarsjóður sem er ætlað að bæta bændum áföll sem verða í búfjárhaldi. Árið 1998 greiddu hestamenn 622 þús- und krónur í sjóðinn. Á milli 10 og 30 umsóknir bárust til sjóðsins vegna tjóns af völdum hitasóttarinnar og greiddi sjóðurinn um 400 þúsund til þeirra sem áttu rétt á bótum. Ljóst er að hafi tjón hestamanna skipt hundruð- um milljóna, eins og þeir sögðu, hafa þeir borið það mest allt sjálfir. Hrossum Qölgaði um 50 þúsund á 40 árum Hrossum á íslandi hefur fjölgað nær stöðugt frá því um miðja þessa öld. Árið 1960 voru um 30 þúsund hross á ís- landi, en þau eru um 80 þúsund í dag. Ólafúr Dýrmundsson segir að nýleg markmið um fækkun hrossa hafi ekki náðst, en þeim sé hins vegar hætt að fjölga. Hrossaeign landsmanna er mjög misskipt. Þannig eiga íbúar á Suður- landi, Norðurlandi vestra og Vestur- landi samtals 58 þúsund hross, en íbúar í öðrum landshlutum eiga 22 þúsund hross. Frá 1982 hefur hrossum á Suð- urlandi fjölgað um 70% svo dæmi sé tekið, en þar eru nú mn 27 þúsund hross. Norðurland vestra kemur þar á eftir með rúmlega 20 þúsund hross. Athyglisvert er að sauðfé hefur fækkað gríðarlega á sama tíma og hrossum hefur fjölgað. Árið 1980 voru um 830 þúsund lrindur í landinu, en þær eru núna um 490 þúsund. Sú breyting hefur einnig orðið að stórum hrossabúum hefur fjölgað mik- ið á seinni árum. Árið 1982 voru 245 jarðir með yfir 30 hross eða fleiri. Árið 1996 voru jarðir með svo stór hrossast- óð 691. Jarðir með fleiri en 100 hross voru63. Morgunblaðið/RAX Hér er Þórarinn E. Sveinsson ásamt tveimur samstarfskonum, þeim Jó- hönnu Björnsdóttur, sérfræðingi í blóðmeinafræði (t.h.), og Gunnhildi Björnsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á göngudeild. Um 90% meðferðar á göngudeild Meðferð krabbameinssjúklinga hefur færst mikið frá legudeildum á göngu- og dagdeildir. Legudeild krabbameinsdeildar Landspítal- ans verður opnuð í vor eftir breytingar. A MSAR breytingar standa nú yf- h- á legudeild krabbameins- lækningadeildar Landspítal- ans og verður endumýjuð deildin opnuð í lok apríl eða byrjun maí. Deild- in hefur að undanförnu deilt húsnæði með öðrum deildum og rúmaíjöldi því verið í lágmarki. Tekin verður upp þrískipting deildarinnar og mun legu- deildin tengjast göngudeild með dag- deildareiningu. Síðustu árin hefur með- ferð krabbameinssjúklinga þróast þannig að unnt er að sinna henni að miklu leyti á göngudeild. Fjölgaði kom- um á göngudeild um 25% á síðasta ári og um 27% frá 1998 til 1999: Þórarinn E. Sveinsson hefur verið forstöðulæknir krabbameinsdeildar- innai’ frá upphafi. Deildin hafði í fyrst- unni aðsetur til bráðabirgða í húsnæði kvennadeildar og hluti af starfseminni, þ.e. geislameðferðin, fór fram á röntg- endeildinni og segir Þórarinn lækna hafa á fyrstu árunum rætt við sjúklinga þar og veitt lyfjameðferð. Hann segir að með tilkomu K-byggingarinnar og legudeildai- hafi aðstaðan batnað til muna en deildin jafnan deilt aðstöðu að nokkru leyti með sérfræðingum í blóð- meinafræði sem sinna meðal annars sjúklingum með hvítblæði. En af hveiju er ráðist í breytingar nú? Mikil þróun í krabbameinslækningum „Þróun í krabbameinslækningum á sér alltaf stað og mörg undanfarin ár hefur hún verið í þá átt að veita sem mest af meðferðinni, bæði lyfja- og geislameðferð, á göngudeild,“ segir Þórarinn. „Það er af sem áður var að sjúklingur í krabbameinsmeðferð þurfi endilega að leggjast á spítala. Hingað koma menn til dæmis að morgni, fá dreypilyf sem tekrn- oft fjóra til fimm tíma að gefa eða eru í geislum en fara síðan heim. Þetta er meðal annars unnt af því að með nýjum lyfjum hefur tekist að halda aukaverkunum í skefjum, svo sem ógleði og þá eru sjúklingar rólfær- ir og sjálfbjarga. Þetta á líka við um ýmsar rannsóknir sem eru að mestu leyti unnar á daginn, sjúklingur kemur tfl rannsóknar eða meðferðar og fer síðan heim. Okkur þótti því orðið tíma- bært að skipuleggja legu- og göngu- deildarhluta krabbameinslækninga- defldarinnar með þessa þróun í huga og getum við því verið enn sveigjanlegri og boðið sjúklingum það pláss sem þeim hentar best hveiju sinni,.“ Munurinn á dagdefld og göngudeild er einkum sá að á dagdeild dveljast þeir sem þurfa umönnun lengur en á dag- vinnutíma og geta dvalið þar til dæmis fram að kvöldmat. Er þeim sjúklingum þá sinnt af starfsfólki göngudeildar á dagvinnutíma eða með sveigjanlegum vinnutíma en ef sjúklingur þarf að dvelja lengur á deildinni kemur til kasta starfsmanna legudeildar sem eru á vöktum hvort eð er. Þórarinn segir að með þessum sveigjanleika skapist ákveðið hagræði og að rekstur þessa hluta defldarinnar verði í heild hag- kvæmari. „Það er dýrt að hafa sjúkl- inga á legudeild og ef önnur úrræði og ódýrari eru fýrir hendi, eins og göngu- og dagdeildir, er sjálfsagt að nota þau. Um 90% krabbameinssjúklinga fá nú lyfja- og geislameðferð án innlagnar,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að krabbameinsmeðferð sé alltaf dýr, ný lyf komi stöðugt fram og rekstur línu- hraðals, sem kostar á annað hundrað milljónir króna og tækjabúnaðar sem honum íýlgi sé dýr og allt þetta kalli á talsvert húsnæði. Gert er ráð fyrir 13 sjúklingum á endurbættri legudeild. Veikustu sjúklingamir eru á legudefld- inni en deildin hefui’ einnig samstarf við líknardeildina í Kópavogi en þar liggja einnig mikið veikir sjúklingar. Þórarinn segir sjúklinga oft kjósa að eyða síðustu dögunum heima þegar ljóst sé að hveiju dragi en ekki hafi þó allir aðstöðu til þess og þá eru þeir ým- ist á krabbameinslækningadefldinni eða líknardefldinni. Hann segir milli 50 og 60 sjúklinga deyja árlega á defldinni. „Eftir endumýjunina bjóðum við að- eins eins og tveggja manna stofur en fjögurra manna stofur tíðkast ekki lengur. Með þessu batnar líka aðstaðan fyrir aðstandendur sem vflja gjaman vera hjá sínum nánustu eins mikið og hægt er.“ Áformað er að taka upp næsta sum- ar sérstakt starf við erfðafræðiráðgjöf og í ráði er einnig að byggja upp sál-. félagslega þjónustu. „Hún er bæði fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra sem oft þurfa sérstakan stuðning. Þetta yrði viðbót við starfsemina hér, en félags- ráðgjafar sem við höfum þegar i starfi myndu sinna því og með þeim myndu einnig starfa sálfræðingur og prestur og læknir eftir þörfum.“ Þórarinn segir hátt hlutfall sjúklinga sem koma í með- ferð á krabbameinslækningadefldina vera úr hópi ellilífeyrisþega. „Nálega helmingur sjúklinga sem hingað koma era 65 ára og eldri og það hefur komið í Ijós að öldraðum lo’abbameinssjúkling- um vegnar vel. Ég er því á móti for- gangsröðun miðað við aldur, enda á þessi hópur oft mörg og góð ár eftir meðferð við krabbameini. Hún getur verið erfið en ef sjötugir einstaklingar eiga síðan 10 til 20 ár ólifuð þá er engin ástæða tfl að bjóða þeim ekld sömu meðferð og yngra fólki.“ Samvinna og sameining Þórarinn segir góða samvinnu við sérdefldir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar á meðal krabbameinsdefldina. „Það er meðal annai’s vegna geislameðferð- ar sem fer eingöngu fram hjá okkur og einn sérfræðingurinn er í hálfu starfi hér og hálfri stöðu í Fossvogi. Ég er á því að samvinnan eigi að vera meiri og að helst eigi að sameina þessar deildir,^' enda stefnir þróunin í þá átt með sam- einaðri yfirstjóm spítalanna. Það myndi þýða betri nýtingu á reynslu og þekkingu starfsfólks og með því yrði stuðlað að aukinni sérhæfmgu og um leið bættri meðferð krabbameinssjúkl- inga. Við eram í raun það fámenn að við höfum í raun ekki efni á að reka tvær aðskildar deildir sem þessar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.