Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 64
í?4 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÚTSÖLUL0K AÐEINS í 2 DAGA REGATTA UTIVISTARVERSLUN Faxafen 12 • Sími 533-1550 • dansol@cenfrum.is Stórliöfða 17, við Gullinbrii, sími 567 4844. ■A www.flisC'^flis.ís • nctfang: ílisí" itn.is FÓLK í FRÉTTUM Eger grínengill Jón Gnarr lítur á sig sem grínengil gerðan út af Guði almáttugum. Örn Arnarson hitti engilinn og ræddi við hann um Jesú, þýð- ingar, alheimssálina og ýmislegt annað sem brennur á hjarta grínista. Grínengillinn Jón Gnarr. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Jim Smart Það gengur mikið á í leikritinu Panodil fyrir 2. Jón Gnarr reynir að tæla Kötlu Margréti Þorgeirsdóttir til sín með litlum árangri. Morgunblaðið/Jim Smart Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Jón Gnarr í einni senu úr Panodil. Ljóst er að persóna Jóns (Alfred Fel- ix) á í vök að veijast gagnvart kvenfólkinu. AÐ ER AF mörgu að taka þegar blaðamaður hitti Jón Gnarr fyrir á veglegu hót- eli í miðbæ Reykjavíkur - borginni sem Jón uppnefndi eitt sinn borg dauðans. Hann situr þreytuleg- ur í leðursófa. Þreytan er skiljanleg, því mikið er að gera hjá Jóni þessa dagana. Asamt því að vera að koma heilli útvarpsstöð á laggirnar í slag- togi við Sigurjón Kjartanson, sam- starfsmanni sínum tH margra ára, er hann að leika í leikritinu Panodil fyr- ir tvo eftir Woody Allen, í Loft- kastalanum. Leikrit sem hann þýddi og staðfærði. Og þar sem hann situr í sófanum er hann ekki líklegur tO þess að fara með grín og glens, enda virðist Jón vera frekar alvörugefinn maður sem veltir fyrir sér hinum hinstu rökum - fyndinn að vísu en al- vörugefinn. Ograndi og skemmtilegt Aðspurður hvers vegna hann hafi ráðist í það að fara þýða leikrit og leika á sviði segir hann að þetta sé eitthvað sem hann hafði alltaf langað til að gera. „Ég hafði mikla trú á að leikriti Allens, sem heitir „Play it again Sam“, gæti gengið vel hér á landi. Þetta er mjög gott verk og það var ögrandi og skemmtilegt í senn að þýða það og staðfæra." Jón segist hafa lent í ýmiskonar vandræðum varðandi þýðinguna á texta Allens. Erfitt hafi verið að yfir- færa ýmsar vísanir í textanum til mála sem eru ekki í brennidepli í ís- lensku samfélagi. ,A0en vísar mikið í gyðingdóminn og til annarra trúar- bragða í verkum sínum. Það var svo- lítið vandasamt að staðfæra þetta en ég fann ákveðna lausn að lokum sem gengur upp.“ Sú spuming leitar á hugann hvort hann Jón hafi verið fyrir miklum áhrifum frá Allen í gríni sínu. Jón segir það geta verið satt að einhverju leyti. „Ég hef haft mjög gaman af sumu sem hann hefur gert. Sérstak- lega myndum frá fyrri hluta ferils hans. Ajftur á móti er ég ekki hrifinn af honum þegar hann fer í Berg- mann-búninginn.“ Hótel Volkswagen og önnur verk Þetta er ekki fyrsta leikritið sem Jón kemur nálægt. Hann hefur skrifað nokkur leikrit fyrir útvarp og reyndar nær rithöfundarferill hans til unglingsáranna, en þá gaf hann út ljóðabók og skáldsögu. Af leikritum Jóns hefur Hótel Volkswagen vakið einna mesta athygli, Það var flutt fyrir nokkrum árum í þættinum Heimsendi - sem var vikulegur þátt- ur Sigurjóns Kjartanssonar og Mar- grétar Kristínar Blöndal. í leikritinu komu fram helstu höfundareinkenni Jóns; aðdáunin á Þýskalandi, hin spaugilega sýn á gamalt fólk sem samtvinnast af miklu innsæi í hugar- heim þeirra og samúð og síðast en ekki síst frekar beinskeyttum vísun- um í allskyns öfuguggahátt. Þessi einkenni koma þó ekki fram í skáldsögunni Miðnætursólborgin sem Jón sendi frá sér rétt tæplega tvítugur. í þeirri sögu fer mikið fyrir viðbjóði af allskyns tagi og kyndugu kynlífi eins og Bogi Bogason komst að orði í gagnrýni sinni á bókinni. Jón segir að þessir hlutir hafa heillað sig á sínum tíma. „Ég var undir mikl- um áhrifum frá William Burroughs og hafði lesið mikið um kenningar hans um hvemig maður á koma hugsunum fyrir í undirmeðvitund fólks. Það getur verið áhrifaríkt að nota ógn og ofbeldi í bókmenntun, en það er líka vandmeðfarið. En í dag er ég kominn yfir áhuga minn á Bur- roughs og öllum fjöldamorðingjun- um sem heilluðu mig þegar ég var yngri - ég hafði mikinn áhuga á Bundy og Kemper og fleiri góðum mönnum og þessari hreinu og tæru geðveiki.“ Pælingar um alheimssálina Fjöldamorðingjar og óhefðbundn- ar kenningar Burroughs um bók- menntir heilla Jón ekki lengur. En það þýðir ekki að ekkert brjótist um í huga hans. Hann segist velta mörgu fyrir sér og undanfarið hafa pæling- ar um sameiginlega vitund mannsins verið íyrirferðarmiklar. „Það kemur fram í flestri ti-úarheimspeki að allir menn tilheyri einni sál og þessi hugs- un hefur einnig birst í verkum manna eins og Carls Jung. Mér finnst þetta heillandi hugsun, ekki síst fyrir þær sakir að þetta þýðir að allir tilheyri alheimssálinni, líka hin- ir vondu og illgjörnu. Útfrá þessu getur verið gaman að velta mönnum eins og Hitler fyrir sér. Hann var ill- menni en fólk gleymir því að hann var líka maður. Einhvemtíma hefur Hitler grátið og hlegið. En fólk spáir ekki í það, heldur notar það hann til þess að kenna honum um allt illt sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni. Fólk gleymir því að hann var að segja og gera það sem margir hugs- uðu í þegjanda hljóði. En málurn er stillt upp þannig að þýska þjóðin hafi ekki vitað af neinu og jafnvel ekki gert sér grein fyrir að það væri stríð - þetta hafi bara verið eitthvert einkaflipp hjá Hitler.“ Jón bætir því við að honum finnist Hitler vera ákaflega fyndið fyrirbæri þótt illska hans sé ekkert aðhláturs- efni. Hann segir að fólk sjái ekki al- mennt fáranleikann á bakvið svona fígúrur. „Fólk tekur oft ekki eftir fáranleikanum bakvið hlutina. Það reyni ég hins vegar og það er kannski þess vegna sem fólk kann að meta grín mitt. Herir eru gott dæmi Herir eru eitthvað það fáranlegasta sem ég veit um. Það að skipuleggja fjölda manns til þess eins að drepa er frekar fáranlegt. Ég er á móti öllum herjum, nema kannski Hjálpræðis- hernum. Ég skil hugsunina á bakvið þetta apparat, það er gaman að eiga felubúning og flottan riffil en þetta með að drepa skil ég ekki.“ Jesús í skóm númer 60 Illskan er Jóni hugleikin og hún ber oft á góma í samræðum við hann. Hið góða væri ekki, segja sumir, til án illskunnar og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hann sé trúaður. „Eg hugsa mikið um trú, ég nota trú mik- ið og ég trúi. Mér finnst gaman að velta trúarbrögðum fyrir mér og reyna að finna út einhverja heildar- mynd á þessu öllu saman. Það sem skiptir mestu máli í þessu lífi er að reyna að sjá eitthvað annað og meira en það sem er.“ Jón segist lesa mikið um trúar- brögð og nokkur rit standi honum nær hjarta en önnur. „Ég er búinn að lesa mikið um þessi efni - allar þessar bækur hans Gunnars Dals um jóga og hvað þetta heitir. Mér þótti mikið til Bókarinnar um veginn koma. Hún hafði mikil áhrif á mig og það er mikill sannleikur í þeirri bók. En þrátt fyrir það finnst mér ekkert komast í hálfkvisti við orð Jesú og lífshlaup. Orð hans og speki eru eins- konar lyklar sem virðast ganga að öllum dyrum sem verða á vegi okk- ar.“ Eftir að eyða þónokkrum tíma í að útlista trúarhugmyndir sínar berst talið að hvernig Jesús er túlk- aður sf listamönnum á mynd. Jón segist ekki vera svo viss um að hann hafi litið út eins og góðlegur hippi eins og hann er oft látinn líta út fyrir að vera. „Ég horfði á enn eina sam- evrópsku Jesúmyndina um jólin og þar var hann einmitt eins og snopp- ufríður hippi og hálf karakterlaus. Það vill oft brenna við í kvimyndum að menn reyna frekar að fanga ytri manninn í túlkun á Jesú en eiga ekk- ert við innri manninn. Sennilega hef- ur Jesús ekki verið vel útlítandi. Hann tilheyrði trúarhópi sem hvorki skar hár sitt né skegg þannig að ekki hefur hann verið snyrtilegur. En það skiptir ekki öllu - það er boðskapur- inn sem skiptir máli. Hins vegar tel ég að enginn hafi komist nær því að túlka ytri ásjónu Jesús en Einar Jónsson myndhöggvari. I verki hans var Guðmundur Jaki fyrirmyndin og þannig sé ég Jesús fyrir mér. Maður Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Stefánsdóttir og Jón Gnarr í hlutverkum súium. í skóm númer 60 og tæpir þrír metr- ar á hæð.“ Þykir mjög vænt um fólk Eftir að hafa skeggrætt um trú- mál og önnur alvarleg mál í dágóða tíð berst talið að skemmtanabrans- anum og Jón fer að útskýra hvers vegna hann sé hættur að ferðast um landið og troða upp með grín í far- teskinu. „Mér hefur alla tíð þótt mjög vænt um fólk. Ég á mjög auð- velt með að finna til væntumþykju í garð annars fólks. Þegar ég var að þvælast um landið til þess að skemmta var fólk oft fullt og leiðin- legt við mig og þá fór ég smám sam- an að glata þessari væntumþykju. Mér þótti ekkert svo rosalega vænt um þetta fólk sem var að hlusta á mig. Ég var hættur að gefa mig í þetta af einlægni og kærleika. Ég lít ekki á mig sem skemmtikraft og ég hef ekki nógu forhertur í það hlut- verk. Þess vegna hætti ég þessu og ég ætla aldrei að gera þetta aftur.“ Jón segir að það sé allt annað að vera með uppistand leikhúsi, líkt því sem hann hefur haldið úti í Loftk- astalanum. „Þetta er mjög gefandi og það er ólýsanleg tilfinning að sjá fólk koma inn í salinn og vera ef til vill með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. En eftir að hafa hlustað á mig gengur það út brosandi og jafnvel hlæjandi. Það er það eftir- sóknarverða við þetta starf - það að geta gefið fólki einhveija gleði. Það er þetta sem ég vill gera, enda er ég grínengill. Guð grínast í gegnum mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.