Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir vegna brota sex fjármálafyrirtækja á verklagsreglum Kannað hvort þörf sé á frekari aðgerðum Verklagsreglurnar gera fyrirtæki betur í stakk búin til að sýna fram á að hagsmunir viðskiptamanna séu hafðir í fyrirrúmi FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ sendi í gær frá sér eftirfarandi samantekt og greinargerð vegna athugunar á verklagsreglum lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu: „Fjármálaeftirlitið hefur í dag beint athugasemdum til stjórna sex fjármálafyrirtækja vegna framkvæmdar á verklagsreglum um viðskipti starfsmanna og stjórnenda þeirra. Athugasemdirn- ar varða brot á reglum um bann við viðskiptum með óskráð verð- bréf og eftir atvikum öðrum ákvæðum viðkomandi verklags- reglna. Fjármálaeftirlitið hefur fal- ið stjórnum þessara fyrirtækja að taka málið til frekari athugunar, tryggja úrbætur og leggja mat á aðgerðir að öðru leyti. Hefur Fjár- málaeftirlitið óskað eftir sjónar- miðum og skýringum stjórnanna vegna málsins. Á grundvelli þeirra verður tekin ákvörðun um hvort þörf sé frekari aðgerða. Fjármálaeftirlitið athugaði sér- staklega framkvæmd verklags- reglna hjá tólf lánastofnunum og fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu. Áthugasemdir voru gerðar hjá sex fyrirtækjum eins og áður sagði, en engar eða litlar athugasemdir voru gerðar við framkvæmd verklags- reglna hjá fjórum fyrirtækjum. Tveir sparisjóðir voru athugaðir, en þeir höfðu ekki sett sér verk- lagsreglur. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að verklagsreglur þessar eru á ábyrgð stjórna og framkvæmda- stjórna hlutaðeigandi fjármála- stofnunar. Með reglunum eru fjár- málafyrirtæki betur í stakk búin til þess að sýna fram á að hagsmunir viðskiptamanna séu hafðir í fyrir- rúmi. Fjármálaeftirlitið mun leitast við að flýta mótun nýrra verklags- reglna og í kjölfar þess knýja á um að fyrirtæki endurskoði gildandi reglur. Fjármálaeftirlitið hefur að und- anförnu haft til athugunar hvernig lánastofnanir og fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu hafa framfylgt verk- lagsreglum sem gilda eiga um við- skipti stjórnenda og starfsmanna þessara fyrirtækja. Ástæður þess- arar athugunar eru vísbendingar sem fram hafa komið í eftirliti Fjármálaeftirlitsins og fjölmiðlum um að þessum verklagsreglum hafi ekki verið fylgt í öllum fyrirtækj- um. Lagagrundvöllur og markmið verklagsreglnanna Kveðið er á um títtnefndar verk- lagsreglur í 21. gr. og 24. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. I 21. gr. segir að fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu skuli setja sér verk- lagsreglur vegna eigin viðskipta með verðbréf sem því eru falin til sölu og vegna viðskipta eigenda þess, stjórnenda, starfsmanna og maka þeirra. Meginviðfangsefni reglnanna er að tryggja að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskiptavina sé gætt, að fullur trúnaður ríki gagnvart ótengdum viðskiptavin- um, að viðskiptin séu sérstaklega skráð og að stjórn fyrirtækisins fái kerfisbundnar upplýsingar um við- skiptin og staðfesti þau. Sam- kvæmt 2. mgr. 24. gr. skal stjórn fyrirtækis setja sér reglur um heimildir starfsmanna til setu í stjórn atvinnufyrirtækja eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti. I 1. mgr. sömu greinar er kveðið á um heimildir framkvæmdastjóra fyrirtækis í verðbréfaþjónustu í þessu efni. Fyrrgreindar verklagsreglur skulu staðfestar af Fjármálaeftir- litinu og hefur almennt verið farin sú leið að setja einar verklagsregl- ur sem taka til beggja ákvæðanna. Fyrrgreind ákvæði laga um verð- bréfaviðskipti taka einnig til við- skiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana og því hefur verið tal- ið að þeim beri einnig að setja sér reglur af þessu tagi, séu verð- bréfaviðskipti einn af meginþáttum í starfsemi þeirra. í gildandi verklagsreglum er markmiðum þeirra almennt lýst svo að þeim sé ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í starfsemi fyrirtækisins og jafnframt að draga úr hættu á að fyrirfram megi draga í efa óhlutdrægni þeirra sem reglurnar taka til við meðferð og afgreiðslu einstakra mála. I því skyni er meðal annars kveðið á um bann við viðskiptum með óskráð verðbréf. Þar sem hverju og einu fyrir- tæki er ætlað að setja sér sínar eigin verklagsreglur er ekki tryggt að fullt samræmi sé milli verklags- reglna einstakra fyrirtækja. Með staðfestingu Fjármálaeftirlitsins fæst þó almennt ákveðin samræm- ing á meginatriðum. Hingað til hefur einnig verið farin sú leið að samtök þessara fyrirtækja ræða sameiginlega afstöðu til meginefnis og útfærslu reglnanna og leita við- horfa Fjármálaeftirlitsins, áður en einstök fyrirtæki móta nánar sínar eigin reglur. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að verklagsreglur þessar eru á ábyrgð stjórna og framkvæmda- stjórna hlutaðeigandi fjármála- stofnunar. Með reglunum eru fjár- málafyrirtæki betur í stakk búin til þess að sýna fram á að hagsmunir viðskiptamanna séu hafðir í fyrir- rúmi, stangist þeir á við hagsmuni fyrirtækisins sjálfs eða starfs- manna þess. Niðurstöður athugunar Fj ármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitið hefur að und- anförnu átt fundi með tólf lána- stofnunum og fyrirtækjum í verð- bréfaþjónustu í því skyni að afla upplýsinga um framkvæmd regln- anna. Athugunin tók til þriggja viðskiptabanka, tveggja sparisjóða, tveggja annarra lánastofnana og fimm verðbréfafyrirtækja. í dag eru starfandi fjórir viðskiptabank- ar, tuttugu og fimm sparisjóðir, tólf aðrar lánastofnanir, sjö verð- bréfafyrirtæki og fjórar verðbréfa- miðlanir. Af tólf öðrum lánastofn- unum eru þrjú eignarleigu- fyrirtæki, tvö greiðslukortafyrir- tæki og fjórir lánasjóðir í eigu ríkisins. Hafa verður í huga að flestir sparisjóðir og aðrar lána- stofnanir stunda ekki virka verð- bréfaþjónustu og því hingað til ekki ríkir hagsmunir af því að um- ræddar verklagsreglur gildi um starfsemi þeirra, eins og gildissvið verklagsreglna hefur verið afmark- að til þessa. Athugunin tók því til flestra þeirra sem stunda verð- bréfaviðskipti að einhverju marki. Athugunin beindist fyrst og fremst að því að kanna hvort ákvæðum um takmarkanir á við- skiptum starfsmanna hafi verið fylgt, þ.á m. banni við viðskiptum með óskráð verðbréf og ákvæðum um að viðskipti skuli fara fram með milligöngu viðkomandi fyrir- tækis. Einnig var tekið til skoðunar hvernig afgreiðslu viðskipta og eft- irliti með framkvæmd reglnanna væri háttað innan fyrirtækisins, þ.á m. hvernig tekið væri á frávik- um frá reglunum. Rétt er að taka fram að um yfirlitskönnun var að ræða og því ekki hægt að fullyrða að Fjármálaeftirlitið hafi orðið ás- kynja um öll frávik í framkvæmd verklagsreglna hjá þessum fyrir- tækjum. Meginniðurstöður athugunarinn- ar eru að engar eða litlar athuga- semdir voru gerðar við fram- kvæmd reglnanna hjá fjórum fyrirtækjum. Þá hafa sparisjóðir almennt ekki sett sér verklagsregl- ur í samræmi við fyrrgreinda laga- skyldu. Síðasta haust óskaði Fjár- málaeftirlitið eftir því við sparisjóði að þeir settu sér hið fyrsta slíkar verklagsreglur, ef við- komandi sparisjóðir nýttu sér á annað borð heimildir til verðbréfa- viðskipta, auk venjulegrar spari- sjóðastarfsemi. Þetta á meðal ann- ars við um þá tvo sparisjóði sem athugunin tók til. Veigameiri athugasemdir voru gerðar við framkvæmd reglnanna hjá sex fyrirtækjum. Frávikin eru mismunandi gagnvart hverju og einu fyrirtæki, en lúta einkum að banni við viðskiptum með óskráð verðbréf, afgreiðslu viðskipta og eftirliti með framkvæmd regln- anna. Fjármálaeftirlitið hefur í framhaldi af athuguninni ritað stjórnum þessara fyrirtækja, en þær bera lögum samkvæmt ábyrgð á eftirliti með rekstri fyrirtækj- anna og setja umræddar verklags- reglur. Fjármálaeftirlitið hefur með þessum hætti gert athugasemdir vegna framkvæmdar á verklags- reglunum og krafist úrbóta þannig að tryggt verði að gildandi verk- lagsreglum verði fylgt í hvívetna. Jafnframt er óskað eftir að stjórn- irnar leggi mat sitt á frávik frá verklagsreglunum og til hvaða að- gerða skuli gripið vegna þeirra. Þá er farið fram á að stjórnirnar geri Fjármálaeftirlitinu grein fyrir sjónarmiðum sínum. Fjármálaeft- irlitið mun í kjölfar þess leggja mat á hvort tilefni sé til frekari at- hugasemda eða úrbóta í viðkom- andi tilviki. Að því er varðar frávik frá reglunum leggur Fjármálaeftirlitið áherslu á að viðkomandi fyrirtæki sé ekki heimilt að veita undan- þágur frá reglum sínum, nema skýrar heimildir sé að finna til þess í reglunum. Brot á verklags- reglunum eru því litin alvarlegum augum. Þá er rétt að taka fram að í einu tilviki kom í ljós að Fjármálaeftir- litið hafði staðfest verklagsreglur þar sem stjórn viðkomandi fyrir- tækis var heimilað að gefa tak- markaðar undanþágur frá banni við viðskiptum með óskráð verð- bréf. Hafði Fjármálaeftirlitinu sést yfir þessa heimild við staðfestingu viðkomandi verklagsreglna. Hefur staðfesting Fjármálaeftirlitsins á þessu undanþáguákvæði verið aft- urkölluð og allar undantekningar því bannaðar. Meginsjónarmið við endur- skoðun verklagsreglnanna Eins og fram er komið í fjölmiðl- um hafa Samtök verðbréfafyrir- tækja unnið að endurskoðun verk- lagsreglnanna að undanförnu. Þannig hafa samtökin rætt sameig- inlega afstöðu til meginefnis og út- færslu reglnanna. I framhaldinu mun Fjármálaeftirlitið færa fram sín sjónarmið til tillagna samtak- anna. í þeirri vinnu leggur Fjár- málaeftirlitið áherslu á að byggt verði á þeirri reynslu sem fengin er. Meginviðfangsefni við mótun nýrra verklagsreglna eru að mati Fjármálaeftirlitsins einkum þessi: - Að verklagsreglurnar beri það með sér að í skipulagi viðkomandi fyrirtækis sé skilið á milli mismun- andi hagsmuna í starfseminni. Oft er rætt um Kínaveggi eða Kína- múra í þessu sambandi. Þannig sé leitast við að gera grein fyrir skipulagningu og stjórnun deilda og sviða eða aðskilnaði milli fyrir- tækja í samstæðu, sem tryggja eiga að hagsmunir viðskiptamanna og heildarhagsmunir markaðarins séu í forgrunni, stangist þeir á við hagsmuni fyrirtækisins sjálfs eða starfsmanna þess. - Að skýrar og einfaldar reglur gildi um viðskipti starfsmanna og stjómenda með verðbréf. í þessu efni verður m.a. að huga að þrennu: í fyrsta lagi hvort rök séu til þess að heimila að einhverju leyti viðskipti stjórnenda og starfs- manna með óskráð verðbréf og þá hvernig slíkar reglur skuli vera úr garði gerðar. I öðru lagi hvemig útfæra skuli reglur um að starfs- maður eða stjórnandi skuli eiga verðbréf í tiltekinn lágmarkstíma. I þriðja lagi hvernig útfæra skuli reglur um hvenær þeir sem að- gang hafa að trúnaðarupplýsingum megi eiga viðskipti með verðbréf. í því sambandi verður einnig að huga að gildissviði reglnanna, þ.e. til hvaða starfsmanna þær taka og hvort ástæða sé til að setja mis- munandi strangar reglur um mis- munandi hópa starfsmanna. - Að skýrar og einfaldar reglur gildi um eftirlit með reglunum og viðurlög ef út af er bragðið. Fjár- málaeftirlitið telur mikilvægt að ákveðinn starfsmaður hvers fyrir- tækis hafi þá stöðu að hann geti haft raunveralegt eftirlit með að reglunum sé fylgt og starfsemin fylgi að öðru leyti meginanda reglnanna. Þá verður að mati Fjár- málaeftirlitsins að fjalla um hvern- ig skuli bregðast við óheimilum verðbréfaviðskiptum og hvernig skuli fara með hugsanlegan hagn- að eða tap af þeim viðskiptum. Fjármálaeftirlitið mun leitast við að flýta mótun fyrrgreindra verk- lagsreglna. í kjölfarið mun stofn- unin óska eftir því að hvert og eitt fyrirtæki setji sér innan ákveðins tíma nýjar verklagsreglur sem lag- aðar era að aðstæðum í viðkom- andi fyrirtæki. Leggur Fjármála- eftirlitið áherslu á að þær reglur verði aðgengilegar viðskiptamönn- um hlutaðeigandi fyrirtækis. Þróun fjármagnsmarkaðar hefur leitt til þess að fjármálafyrirtæki eiga sífellt ríkari hagsmuna að gæta vegna eigin viðskipta. Jafn- framt eiga starfsmenn fjármálafyr- irtækja í auknum mæli viðskipti íyrir eigin reikning eða vanda- manna. Augljóst er að þessir hags- munir geta með jmsum hætti haft traflandi áhrif. I þessu efni hefur Fjármálaeftirlitið lagt áherslu á að fjármálafyrirtækin sjálf þurfi að sýna fram á að eðlilegum sjónar- miðum sé fylgt í starfseminni. Það verður þó ekki nema að hluta gert með mótun formlegra reglna. I því efni skiptir hugarfar stjórnenda og starfsmanna miklu máli.“ Fiat Marea Weekend VW Passat Station Daewoo Nubira Station Toyota Avensis Station Loftpúðar 4 4 2 4 ABS hemlar Já Já Já Já Vél / hestöfl 1.6 16v /103 hö 1.6 8v /100 hö 1.6 16v /106 hö 1.6 16v/110 hö 5 x 3punkta belti Já Já Nei Já Stærð LxBxH 4.49x1.74x1.51 4.67x1.74x 1.49 4.55x1.72x 1.43 4.57 x 1.71 x 1.50 Faranqursrvmi. 500/1550 495/1600 410/1450 530/1480 Geislaspilari Já Nei Já Nei Tvískiptur afturhleri Já Nei Nei Nei Verð 1.495.000 1.790.000 1.490.000 1.739.000 1899 |j§§ 1999 Áíslandi frá 1925 MAREA WEEKEND Fallegur ítalskur eðalskutbíll á elnstaklega góðu verði. Öryggisbúnaður fyrir fjölskylduna er eins og best gerist. Komdu (reynsluakstur og upplifðu alvöru akstursánœgju. 8ára ábyrgð á gegnumtæringu. Galvanhúðaður TVlSKIPTUR AFTURHLERI SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ- SlMI 5400 800 Opiö á laugardögum frá kl. 13 -17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.