Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunbladið/Ami Sæberg Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í hópi þeirra sem skoðuðu yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þórunn Ósk Marinósdóttir og Kammersveit Reykjavíkur frumfluttu víólukonsert Hafliða Hallgrímssonar, Ombra, hér á landi í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið. Tónleikarnir mörkuðu upphaf að Tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands sem haldin verður í þremur hlutum á árinu. Menningarbragur á höfuðborginni MENNING og listir settu sterkan svip á nýliðna helgi í höfuðborginni enda markaði hún upphafið að menningarhátíðinni Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Mun hún standa allt þetta ár. „Við værum - afar van- þakklát ef við ’t værum ekki JBha- glöð,“ segir Jpr Þórunn Sig- urðardóttir, stjómandi menningarborgarinnar, hæst- ánægð með gang mála um helgina. „Þetta gekk afskaplcga vel og þátt- taka var gríðarleg, bæði þar sem verið var að opna sýningar og þar sem hús voru opin. Það má því segja að draumur okkar hafi ræst - og ekki var verra að fá þetta dá- samlega veður.“ Þórunn segir viðbrögð strax hafa verið mikil. „Það hefur rignt yfir okkur kveðjum frá hinu og þessu fólki og ekki er annað að heyra en allir séu ánægðir. Það gleður okkur en stefnan var að hafa dagskrána sem Ijölbreyttasta, þannig að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Og Þórunn er bjartsýn á fram- haldið. „Þetta lofar mjög góðu og eitt er víst - eftir þessa helgi ætti enginn að velkjast í vafa um að Reykjavík er ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000.“ Sagt var frá og birtar svipmynd- ir af fyrstu viðburðum hátíðarinnar í Morgunblaðinu siðastliðinn sunnudag en af helstu viðburðum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi menningarborgarinnar, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpa gesti á opnunartónleikum Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu. sem fram fóru seinni partinn á laugardag og á sunnudag má nefna opnun sýningar ítalska mynd- listarmannsins Claudios Parmiggi- anis í Listasafni Islands, opnun heimildamyndahátíðar í Háskóla- bíói, opnun sýningar Guðnýjar Magnúsdóttur í Listasafni ASÍ og Birgis Andréssonar í Galleríi i8. Þá fækkaði Þjóðleikhúsið fótum á upp- boði og á laugardagskvöld fór fram opnunarhátíð í Borgarleikhúsinu. Fluttu þar ávörp Þórunn Sigurðar- dóttir, stjórnandi menningarborg- arinnar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Jan Kasl, borgarstjóri Prag, en höf- uðborg Tékklands deilir sæmdar- heitinu menningarborg Evrópu með Reykjavík og sjö öðrum borg- um. Að loknum ávörpum lék Kammersveit Reykjavíkur fslenska tónlist undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Meðal annars var frumfluttur víólukonsert Hafliða Hallgrímssonar, Ombra. Sjá dóm um tónleikana á bls. 32 í blaðinu í dag. A sunnudag bar hæst opnun á yf- irlitssýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals í Listasafni Reykjavík- ur, Kjarvalsstöðum, og vígslutón- leika Ýmis, tónlistarhúss Karlakórs Reykjavíkur. Sjá dóm um tónleik- ana á bls. 31 hér á eftir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjölmenni var viðstatt opnun á sýningu ítalska myndlistarmannsins Claudios Parmiggianis í Listasafni fslands á laugardag. Alexand- er Galin kemur til Islands RÚSSNESKI leikritahöfund- urinn Alexander Galin hefur þegið boð Leikfélags íslands um að vera viðstaddur heið- urssýningu á leikriti hans, Stjörnur á morgunhimni, sem sýnt er í Iðnó. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra er Galin væntanlegur til landsins helgina 18.-19. febrúar en hann þáði boðið eftir að hafa haft spurnir af jákvæðum við- brögðum áhorfenda og gagn- rýnenda á leikriti hans hér- lendis. Leikhúsmaður fram í fingurgóma „Alexander Galin hefur ver- ið eitt fremsta og án vafa vin- sælasta nútímaleikskáld Rússa síðustu ár. Leikrit hans hafa verið leikin um all- an heim, og eru fastur liður á verkefnaskrám leikhúsa í Rússlandi og fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Stjörnur á morgunhimni er vinsælasta verk Galin, en hann hefur samið fjölda annarra verka, þeirra á meðal er Nú á ég hvergi heima sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir tæp- um tíu árum síðan,“ sagði Magnús Geir í samtali við Morgunblaðið. „Alexander Galin er leik- húsmaður fram í fingurgóma og hefur starfað sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Und- anfarið hefur hann fært sig í auknum mæli yfir í kvik- myndagerð, bæði sem hand- ritshöfundur og leikstjóri. Galin hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leikrit sín og kvik- myndir, meðal annars hin virtu verðlaun sem kennd eru við Sir Lawrence Olivier," segir Magnús Geir. Leikritið Stjörnur á morg- unhimni var frumsýnt í Iðnó 29. desember 1999. Verkið er í þýðingu Árna Bergmann og í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Kynna nám við Lista- háskóla Islands FÉLAG um Listaháskóla ís- lands boðar til kynningar- og umræðufunda um uppbygg- ingu náms innan Listaháskóla Islands. Fundirnir verða haldnir í fyrirlestrarsal skólans á Laugarnesvegi 91 (SS-hús- inu), gengið inn að vestan- verðu. Kynntar verða skýrslur með tillögum sérstakra vinnuhópa um uppbyggingu náms í hverri grein og boðið til almennra umræðna. Röð fundanna verður eftir- farandi: Þriðjudaginn 1. febr- úar kl. 20:30 leiklist, mánu- daginn 7. febrúar kl. 20:30 myndlist, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:30 hönnun, mánudaginn 14. febrúar kl. 20:30 arkitektúr og miðviku- daginn 16. febrúar kl. 20:30 tónlist. Fundirnir eru opnir öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.