Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 21 Hans Petersen hf. og Sýnir sf. sameinast • HANS Petersen hf. og sameign- arfélagiö Sýnir sf.-Teikniþjónustan hafa sameinast frá og meö 1. jan- úar sl. Eigendur sameignarfélags- ins fengu hlutabréf f Hans Peter- sen hf. sem gagngjald fyrir eignarhluta sína í sameignarfélag- inu. Hans Petersen yfirtekur allar skuldir og eignir Sýnis sf.-Teikni- þjónustunnar miðaö við 31. des. 1999. Kaupverð er 4,5 milljónir kr., aö því er fram kemur í tilkynn- ingu til Veröbréfaþings íslands. Eigendur Sýnis sf.-Teikniþjónust- unnar eru tveir og munu starfa áfram í Hans Petersen hf. eftir samrunann. Sýnir sf.-Teikniþjónust- an hefur sérhæft sig í sýningar- tækjum og þjónustu fyrir fyrirtæki við kynningar og fyrirlestra. Þær vörur sem meö sameiningunni bætast viö vöruúrval Hans Peter- sen hf. eru stafrænir skjávarpar, sýningartjöld og fýlgihlutir tengdir ráðstefnusölum. Hans Petersen hf. mun bjóöa upp á heildstæöa lausn á vinnslu fyrirlestrargagna ásamt gerð hvers konar kynningar- efnis, ieigu á sýningartækjum og þjónustu þeim tengdri, að því er fram kemur í tilkynningu. Þau vör- umerki sem um ræðir eru m.a. Davis-skjávarpar, Anders+Kern- myndvarpar og skriftöflur, Projecta- sýningartjöld og Plus-bókavarpar. --------------- Frumkvöðlakon- ur hitta fjárfesta • SPRINGBOARD 2000 er ráóstefna þar sem valdar hafa veriö til þátttöku 25 konur sem allar eru forstjórar tæknifýrirtækja og 400 áhættufjár- festar. Þetta erfyrsta ráöstefnan af þessu tagi og er haldin að frumkvæði Viðskiptaráös kvenna í Banda- ríkjunum, aö því erfram kemur á fréttavefnum wired.com. Markmiðiö er aö hvetja fjárfesta til að setja fé í fyrirtæki sem stjórnaö er af konum.vtðsvegarum Bandaríkin. Aöstandendur ráöstefnunnar segjast vona að í kjölfarið verði aðgangur frumkvöölakvenna aö fjármagni greiðari, en konum í hópi frumkvööla í Bandaríkjunum hefurfjölgað mjög. „Með Springboard 2000 erum viö aö koma konum í samband viö fjárfesta ogveita þeim aukintækifæri," segir Denise Brosseau, einn af aöstand- endunum og bætir viö aö upþbygging tengslaneta sé mikilvægasti þáttur- inn í fyrirtækjarekstri. Konum í hópi fjárfesta er einnig að fjölga, en á San Francisco-svæðinu hefur þeim fjölg- að úr 9 í 75 á síöustu sex árum. Fyrirtæki í eigu kvenna eru mesti vaxtarbroddurinn í bandarísku efna- hagslífi, að því erfram kemurítölum frá Samtökum kvenna í atvinnu- rekstri þarí landi. í tæknigeiranum eru 30% af fyrirtækjum í eigu kvenna, samt sem áöur kom einungis 1,6% af 34 milljarða dollara áhættufjár- magni áranna 1991-1996 í þeirra hlut. Markaösrannsóknafyrirtækiö Venture One hefur áætlaö aö innan viö 10% aföllu áhættuljármagni renni til fyrirtækja í eigu kvenna. ---------------- Metlauna- uppbót hjá Ford • FORD, annarstærsti bif- reiöaframleiðandi heims, hefurtil- kynnt aö meöal launauþpbóttil hvers starfsmanns sem vinnur á tímataxta muni nema rúmum 580.000 krónum, sem er nýtt met. Ford haföi nýlega tilkynnt um mesta hagnað bílafyrirtækis í sögunni, og nam hann um 523 milljöröum króna. Um þaö bil 109.000 starfsmenn Ford, sem eru í verkalýðsfélögum, munu fá launauppbótina, en starfs- menn á föstum mánaðarlaunum munu fá launauppbót gegnum nýtt kerfi launauppbóta sem byggist á mælingum á árangri fyrirtækisins. General Motors, stærsti bílafram- leiöandi heims, mun greiöa launa- uppbót sem nemur tæpum 130.000 krónum á starfsmann. DaimlerChr- ysler hefur ekki enn tilkynnt upp- hæðina til sinna starfsmanna, en búistervið aö hann muni nema um 620.000 kr. að meðaltali á hvern starfsmann. Mun meiri niðurskurður hjá Coca-Cola um allan heim en búist hafði verið við Segja upp 6.000 starfsmönnum COCA-COLA fyrirtækið í Atlanta í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að það hyggist segja upp 6.000 starfs- mönnum af 29.000 starfsmönnum um allan heim. Fyrirtækið hefur jafnframt tilkynnt að það muni gjaldfæra 813 milljónir dollara eða um 59 milljarða króna á fjórða árs- fjórðungi rekstrarársins fyrir skatta, og eru þessar aðgerðir á sama tíma og fyrirtækið stendur í skipulagsbreytingum sem miða að því að færa ábyrgð í stjórnun og rekstri til svæðisbundinna deilda fyrirtækisins. Fækkun starfsmanna samsvarar um 21% af heildar starfsmanna- fjölda fyrirtækisins, sem er mun meira en greiningaraðilar sem fylgj- ast með Coca-Cola fyrirtækinu á markaði bjuggust við, en þeir höfðu gert ráð fyrir að fækkað yrði um 2.000 manns, segir á fréttavef WSJ. Uppsagnirnar munu draga úr kostnaði í rekstri Coca-Cola og bæta afkomu fyrirtækisins á tímum hæg- ari sölu á afurðum fyrirtæksins. Uppsagnir starfsfólksins eru ásamt tilfærslu á fjölda starfsmanna, hluti af meiriháttar skipulagsbreytingum sem nýr stjórnarformaður, Astral- inn Douglas Daft, er að innleiða og felast í aukinni dreifstýringu fyrir- tækisins. Aðgerðirnar eiga að gera fyrirtækinu kleift að halda tiltekn- um aðgerðum á ábyrgðarsviði höfuð- stöðvanna í Atlanta, eins og stefnu- mótun og áætlanagerð, en færa aðra ábyrgð til rekstrareininga víðsvegar um heim. Ætlunin er að láta arðsemi stýra fjárfestingum með aðhalds- semi hvað varðar kostnað og með skýrari skiptingu ábyrgðar. Coca-Cola tilkynnti að afkoma fjórða ársfjórðungs hefði verið í samræmi við spár á Wall Street, en tap fyrirtækisins nam um 45 milljón- um dollara eða tæpum 3,3 milljörð- um króna, sem eru tvö sent á hvert hlutabréf. Gjaldfærslan upp á 813 milljón dollara var hins vegar tilkomin vegna veikari stöðu tiltekinna átöpp- unarverksmiðja í Rússlandi, Japan og fleiri löndum, en einnig vegna kostnaðar við að draga ákveðnar vörur af markaði í Evrópu. Án þessarar gjaldfærslu hefði fyr- irtækið hagnast um 31 sent á hvert hlutabréf, sem er einu senti meira en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Ari áður hafði Coca-Cola fyrir- tækið skilað hagnaði upp á 24 sent á hlutabréf. Viltu byggja þigupp? , Mega-mass, Creatine (6000 es) & Fjölvítamín Viltu grennast? Myoplex Lite (prótein vítamínblanda+ kolvetni) Citramax L-Carnitine (fijótandi) Eru liðamótin stirð? Lið-Aktín Zinaxin (Engiferrót. 90 stk) Kvöldvorrósarotía (lOOOmg- 60 stk) Hefur þú lítinn tíma? Fullt verð Tilboðsverð kr. 6.998. Láttu sérfræðinginn aðstoða þig! Ólafur Þórisson, verslunarstjóri Adonis hefur um árabil starfað með íþróttafólki, næringarfræðingum og vaxtarræktar- fólki með góðum árangri. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um næringarfræði og hreyfingu. Nýttu þér sérfræðiþekkingu Ólafs og láttu hann ráðleggja þér við val á fæðubótarefnum. Ólafur Þórisson. Einkaþjálfari og leiöbeinandi í líkamsrækt. Einkaþjálfunarpróf hjá ISSA (International Sport Science Association). SWL (Specialist in Weight Management) Lean Body (Prótein vítamínblanda + kolvetni) Fjölvítamín 5 orkubör &. S próteinbör ADOnic, YGRSLUN MGÐ FPÐÐUQÓTRRGFNI K r ingIunn i • S í m i 5 8 8 2 9 8 www.adonis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.