Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ms
w*#
: I
Morgunblaðið/Golli
'irni18
Gtíð staða íslendinga í htísnæðismálum lýsir sér í því að við búum í vönduðu, rúmgtíðu og nýlegu húsnæði.
fræðirit um húsnæðismál á íslandi.
Bókin heitir á ensku Society, Urb-
anity and Housing in Iceland. Er
hér um að ræða licentiat-ritgerð
sem hann lagði fram á síðasta ári við
félagsfræðideild háskólans í Upp-
sölum. I ritinu skoðar hann þróun
sjálfseignarfyrirkomulags íslenska
húsnæðismarkaðarins eftir stríðslok
og hverjar eru félagslegar, hug-
myndalegar og menningarlegar
rætur þessarar sjálfseignarstefnu
íslendinga. Þar kemst hann að
þeirri niðurstöðu að íslendingum
hafi tekist að ná betri stöðu í hús-
næðismálum en flestum þjóðum
heims án mikilla afskipta ríkisvalds-
ins og án þess að þróað markaðs-
kerfi sé til staðar, en hverjar eru
helstu ástæður þessa?
„Ástæðuraar eru margar," segir
Jón Rúnar. „Ein er nauðsyn upp-
byggingar atvinnuveganna á íslandi
eftir stríðið. Svo ég haldi mig við
samanburð á íslandi og Svíþjóð,
sem eru nágrannaþjóðir, þá áttu
þessar þjóðir það sameiginlegt að
standa vel að vígi fjárhagslega mið-
að við aðrar Evrópuþjóðir eftir
stríðið. Samt þróuðust húsnæðis-
málin í löndunum í andstæðar áttir.“
Atvinna í stað húsnæðis
„A þessum árum lagði almenning-
ur í Evrópulöndunum mikla áherslu
á umbætur og betri lífsgæði. ísland
og Svíþjóð voru meðal þeiraa þjóða
sem voru ágætlega í stakk búnar til
að koma til móts við þessar kröfur. I
lok seinni heimstyrjaldarinnar voru
jafnaðarmenn við völd og studdist
stjórnin við vel skipulagða verka-
lýðshreyfingu. Stjórnvöld mótuðu
mjög skýra og ákveðna stefnu í hús-
næðismálum sem byggðist á hlutum
eins og félagslegum leigumarkaði,
húsnæðissamvinnufélögum, hús-
næðisstyrkjakerfi og skilvirku borg-
arskipulagi. Hér á landi mótaði ný-
sköpunarstjórnin, sem bæði Al-
þýðuflokkur og Sósíalistaflokkur
áttu aðild að, vel útfærða stefnu í
húsnæðismálum. Af ýmsum ástæð-
um varð ekkert úr framkvæmdum.
Ein ástæðan var sú að ákveðið var
að þeim gífurlegu innistæðum sem
við Islendingar áttum í erlendum
bönkum við stríðslok skyldi varið til
að byggja upp atvinnulífið en ekki í
byggingu húsnæðis."
Sjálfshjálpin undirstaðan
„Benda má á að fleiri Evrópu-
lönd, einkum sum lönd í Austur-
Evrópu, fóru svipaða leið og við Is-
Aukin markaðs-
væðing húsnæðis-
kerfisins tímabær
íslendingum hefur tek-
ist að ná betri stöðu í
húsnæðismálum en
flestum þjóðum heims,
segir Jón Rúnar Sveins-
son félagsfræðingur í
viðtali við Hildi Einars-
dóttur. Hann hefur
fengist við rannsóknir á
húsnæðismarkaðnum í
25 ár og fínnst kominn
tími til að markaðsvæða
húsnæðiskerfíð.
Þegar ég var nemi við fél-
agsvísindadeild Háskóla
íslands þurfti ég að leigja
íbúð í Reykjavík fyrir mig,
konu mína og tveggja ára son.
Erfitt var að finna góða íbúð og leig-
an var há fyrir ungan námsmann og
helmingur hennar var „gréiddur
undir borðið" eins og það kallast. Á
þessum árum var ísland eitt af fáum
löndum sem ekki höfðu húsaleigu-
lög. Þessi reynsla mín af leigumark-
aðnum varð til þess að ég ákvað að
helga BA-ritgerð mína íslenska
leigumarkaðnum.
Að loknu BA-prófinu hélt ég með
fjölskyldunni til Lund í Svíþjóð til
framhaldsnáms. Þegar við komum
Morgunblaðið/Golli.
„Við íslendingar fylgdum lengi sjálfshjálparstefnunni í húsnæðismálunum en erum nú að festast í miklum ríkis-
afskiptum af þeim,“ segir Jtín Rúnar Sveinsson félagsfræðingur.
þangað beið okkar nýbyggð þriggja
herbergja íbúð. Leigan var miklu
lægri en á svipaðri íbúð í Reykjavík
og helmingur leigunnar var greidd-
ur af bæjarfélaginu sem húsaleigu-
styrkur. Aðstæður á leigumarkaði
þessara tveggja staða voru sannar-
lega ólíkar,“ segir Jón Rúnar þegar
hann rifjar upp aðdragandann að
því að hann hefur undanfarin 25 ár
sinnt rannsóknum og upplýsinga-
miðlun um íslenska húsnæðiskerfið.
Hann hefur starfað hjá Húsnæðis-
stofnun, nú íbúðalánasjóði, frá 1982.
Nýlega kom út eftir Jón Rúnar