Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ms w*# : I Morgunblaðið/Golli 'irni18 Gtíð staða íslendinga í htísnæðismálum lýsir sér í því að við búum í vönduðu, rúmgtíðu og nýlegu húsnæði. fræðirit um húsnæðismál á íslandi. Bókin heitir á ensku Society, Urb- anity and Housing in Iceland. Er hér um að ræða licentiat-ritgerð sem hann lagði fram á síðasta ári við félagsfræðideild háskólans í Upp- sölum. I ritinu skoðar hann þróun sjálfseignarfyrirkomulags íslenska húsnæðismarkaðarins eftir stríðslok og hverjar eru félagslegar, hug- myndalegar og menningarlegar rætur þessarar sjálfseignarstefnu íslendinga. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að íslendingum hafi tekist að ná betri stöðu í hús- næðismálum en flestum þjóðum heims án mikilla afskipta ríkisvalds- ins og án þess að þróað markaðs- kerfi sé til staðar, en hverjar eru helstu ástæður þessa? „Ástæðuraar eru margar," segir Jón Rúnar. „Ein er nauðsyn upp- byggingar atvinnuveganna á íslandi eftir stríðið. Svo ég haldi mig við samanburð á íslandi og Svíþjóð, sem eru nágrannaþjóðir, þá áttu þessar þjóðir það sameiginlegt að standa vel að vígi fjárhagslega mið- að við aðrar Evrópuþjóðir eftir stríðið. Samt þróuðust húsnæðis- málin í löndunum í andstæðar áttir.“ Atvinna í stað húsnæðis „A þessum árum lagði almenning- ur í Evrópulöndunum mikla áherslu á umbætur og betri lífsgæði. ísland og Svíþjóð voru meðal þeiraa þjóða sem voru ágætlega í stakk búnar til að koma til móts við þessar kröfur. I lok seinni heimstyrjaldarinnar voru jafnaðarmenn við völd og studdist stjórnin við vel skipulagða verka- lýðshreyfingu. Stjórnvöld mótuðu mjög skýra og ákveðna stefnu í hús- næðismálum sem byggðist á hlutum eins og félagslegum leigumarkaði, húsnæðissamvinnufélögum, hús- næðisstyrkjakerfi og skilvirku borg- arskipulagi. Hér á landi mótaði ný- sköpunarstjórnin, sem bæði Al- þýðuflokkur og Sósíalistaflokkur áttu aðild að, vel útfærða stefnu í húsnæðismálum. Af ýmsum ástæð- um varð ekkert úr framkvæmdum. Ein ástæðan var sú að ákveðið var að þeim gífurlegu innistæðum sem við Islendingar áttum í erlendum bönkum við stríðslok skyldi varið til að byggja upp atvinnulífið en ekki í byggingu húsnæðis." Sjálfshjálpin undirstaðan „Benda má á að fleiri Evrópu- lönd, einkum sum lönd í Austur- Evrópu, fóru svipaða leið og við Is- Aukin markaðs- væðing húsnæðis- kerfisins tímabær íslendingum hefur tek- ist að ná betri stöðu í húsnæðismálum en flestum þjóðum heims, segir Jón Rúnar Sveins- son félagsfræðingur í viðtali við Hildi Einars- dóttur. Hann hefur fengist við rannsóknir á húsnæðismarkaðnum í 25 ár og fínnst kominn tími til að markaðsvæða húsnæðiskerfíð. Þegar ég var nemi við fél- agsvísindadeild Háskóla íslands þurfti ég að leigja íbúð í Reykjavík fyrir mig, konu mína og tveggja ára son. Erfitt var að finna góða íbúð og leig- an var há fyrir ungan námsmann og helmingur hennar var „gréiddur undir borðið" eins og það kallast. Á þessum árum var ísland eitt af fáum löndum sem ekki höfðu húsaleigu- lög. Þessi reynsla mín af leigumark- aðnum varð til þess að ég ákvað að helga BA-ritgerð mína íslenska leigumarkaðnum. Að loknu BA-prófinu hélt ég með fjölskyldunni til Lund í Svíþjóð til framhaldsnáms. Þegar við komum Morgunblaðið/Golli. „Við íslendingar fylgdum lengi sjálfshjálparstefnunni í húsnæðismálunum en erum nú að festast í miklum ríkis- afskiptum af þeim,“ segir Jtín Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. þangað beið okkar nýbyggð þriggja herbergja íbúð. Leigan var miklu lægri en á svipaðri íbúð í Reykjavík og helmingur leigunnar var greidd- ur af bæjarfélaginu sem húsaleigu- styrkur. Aðstæður á leigumarkaði þessara tveggja staða voru sannar- lega ólíkar,“ segir Jón Rúnar þegar hann rifjar upp aðdragandann að því að hann hefur undanfarin 25 ár sinnt rannsóknum og upplýsinga- miðlun um íslenska húsnæðiskerfið. Hann hefur starfað hjá Húsnæðis- stofnun, nú íbúðalánasjóði, frá 1982. Nýlega kom út eftir Jón Rúnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.