Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Guðmundur Dr. Sigríður Dr. Guðrún Dr. Stefán Dr. Anna E. Sigvaldason Halldórsdóttir Agnarsdóttir Ólafsson Agnarsdóttir V ísinda- sjóður fjárfestir Ar hvert á útmánuðum birtast fréttir í fjölmiðlum landsins af úhlutun styrkja úr Vísindasjóði. Dagblöð birta langa lista um verkefni, sem fengu styrki. Heiti verkefna er stundum með þeim hætti að fáir skil.ja. Þau Guðmundur E. Sigvaldason Guðrún Agnarsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Stefán Ólafsson seg;ia að í flestum tilvikum séu þessar fréttatilkynningar fyrsta - og síðasta vitneskjan sem almenningur fær um þennan sjóð sem kenndur er við vísindi. Vísindi í leit að pólí- tík í vetrarbyrjun gerðust nokkur tíðindi. Ráðstefna var kölluð saman til að ræða nýja skýrslu um grunnrann- sóknir á íslandi. Kjörorð ráð- stefnunnar var „Vísindi í leit áð pólítík". I örfáa daga kepptust fjölmiðlar við að greina frá undarlega þver- sagnakenndri niðurstöðu skýrslunnar „Staða grunn- rannsókna á Islandi" eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur og Pórólf Þórlindsson. Niður- staða þeirra var að afköst ís- lenskra vísindamanna og gæði vinnu þeirra stæðist samanburð við það sem vel er gert i þeim löndum sem sýna mest afköst og gæði í vis- indastarfi (miðað við fólksfjölda). Afköstin _ eru mæld í birtum tímaritsgreinum í alþjóð- legum tímaritum, gæðin eru metin eftir því hversu oft er vitnað til þessara greina á al- þjóðlegum vettvangi. Þessi niðurstaða kom mörgum á óvart, ekki síst þeim, sem gjörla vita að umgjörð grunnrannsókna á Islandi er síst til þess fallin að hægt sé að vænta mikilla afreka á því sviði. Niðurstaða skýrsluhöfunda varð því sú að andstætt öðrum löndum, þar sem beint samband virðist vera milli fjárveit- inga til vísinda og afraksturs vísindastarfs, þá er því ekki fyrir að fara í íslensku sam- félagi. Niðurstaða kallar á túlkun Enda þótt höfundar skýrslunnar um stöðu grunnrannsókna á íslandi hafi ekki boðið ráðstefnugestum einhlíta skýringu á niður- stöðu könnunarinnar hlaut úthlutunarnefnd Vísindasjóðs árið 2000 að velta því alvarlega fyrir sér hvaða afl það væri sem framleiddi þau ókjör af umsóknum um styrki til grunn- rannsókna sem sjóðnum höfðu borist. Við blasti stafli, sem í voru 283 umsóknir um alls 600 milljónir króna. Á bak við hverja umsókn er stundum einn en oftar hópur manna og kvenna svo að fjöldi umsókna gefur ekki rétta mynd af fjölda umsækjenda. Frá 1. nóvem- ber, þegar umsóknarfrestur rann út, hafa 20 vísindamenn í fagráðum Rannsóknarráðs les- ið og metið gæði umsóknanna og nú var það hlutverk úthlutunarnefndar að lesa allt aftur og meta hvernig ætti að dreifa þessum 150 milljónum króna, sem eru ráðstöfunarfé Vís- indasjóðs. Dögum og vikum saman höfum við lesið og fengið staðfestingu á því, sem við vissum áður, að það er til einföld skýring á niðurstöðu skýrslunnar um stöðu grunnrann- sókna á íslandi. Skýringin er svo einföld að höfundar skýrslunnar hljóta að hafa skynjað hana, en veigrað sér við færa hana í orð. Víkjum fyrst að þessum 283 umsóknum, sem Vísindasjóði bárust fyrir árið 2000. Hver umsókn er viðamikið ritverk þar sem sagt er frá markmiðum rannsóknarinnar og alþjóð- legri stöðu þekkingar á viðkomandi vísinda- sviði, gerð grein fyrir hverjir komi til með að nýta niðurstöður ýmist úti í samfélaginu eða til frekari þekkingaröflunar. Þá er aðstöðu umsækjenda til að framkvæma rannsóknina lýst, hvernig hún skuli framkvæmd og hvaða fjármuni þurfi til að ná settu marki. Með hverri umsókn koma fylgiskjöl, sem sýna árangur fyrri verka umsækjenda. Þar er að finna þessar greinar í alþjóðlegum tíma- ritum, sem fréttamönnum þótti nokkuð um- fjöllunarefni í kjölfar skýrslu um grunnrann- sóknir á Islandi og ráðstefnu um Vísindi í leit að pólítík. I úthlutunarnefnd Vísindasjóðs situr fólk, sem hefur starfað í ólíkum greinum grunnvís- inda í langan tíma. Forsenda slíkra starfa er samskifti við alþjóðlegt samfélag vísinda- manna. Hluti þeirra samskifta er að gegna þegnskylduvinnu, sem felst í að leggja dóm á vísindagreinar og umsóknir til vísindasjóða, hvort heldur sá póstur berst frá vísindasjóð- um í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndum eða frá ritstjórnum alþjóð- legra tímarita. Reynslulaus komum við ekki að því verki að meta 283 umsóknir íslenskra vísindamanna um styrki úr Vísindasjóði og fagráð Rannsóknarráðs byggja á sömu eða svipaðri reynslu. Það er skemmst frá því að segja að umsóknir til íslenska Vísindasjóðs- ins eru að stærstum hluta jafngildar, og stundum betri, en það sem við fjöllum um frá þessum erlendu starfssystkinum, munurinn sá einn að þau síðarnefndu sækja um marg- falt hærri styrkupphæðir og eiga möguleika á að fá þær allt að því óskertar. Okkar fólk bið- ur um smápeninga og fær ýmist einhverja jhungurlús eða alls ekki neitt. Það sem nú var sagt nær skammt til að skýra góða stöðu grunnvísinda á Islandi. Fjöldi mjög góðra umsókna til Vísindasjóðs verður enn óskiljanlegri þegar þess er gætt að jafnmargar og jafngóðar umsóknir bárust sjóðnum líka í fyrra og hitteðfyrra og árið þar áður þrátt fyrir hryggilegt og niðurlægjandi getuleysi sjóðsins að svara þessu kalli. Þessi ístaðreynd er engu minni þversögn en niður- staða rannsóknarinnar um stöðu grunnrann- sókna á Islandi. Áhugaverð þversögn Þversagnir, hvar sem þær er að finna, eru heillandi rannsóknarefni því í þeim finnst oft vísir að óvæntu og spennandi svari. Við veitt- um því eftirtekt, í nýlegri umfjöllun fjölmiðla um ánægjulegt gengi íslenskrar kvikmynda- gerðar, að á erlendum vettvangi var þessari grein íslenskrar menningar líkt við býflugu, sem eftir öllum lögmálum aflfræðinnar á ekki að geta flogið en flýgur samt. Samlíkingin á greinilega við niðurstöðu skýrslunnar um góða stöðu grunnrannsókna á íslandi en einnig flest ef ekki öll svið skapandi listar í landinu. Skýringin, sem við leitum að, er því ekki sértæk fyrir vísindi á Islandi, hún hlýtur að felast í einhverjum félagslegum eiginleik- um sem gera það að verkum að við tökum flugið þrátt fyrir óhagstæð náttúrulögmál. Þetta viðbótarafl, sem flugtakið krefst, er erfitt að skilgreina en til þess renna metnað- ur, jákvæð þjóðerniskennd með djúpar rætur í sögu þjóðarinnar, með viljanum til og viss- unni fyrir að við getum þrátt fyrir smæðina staðið okkur í samkeppni við aðrar og stærri þjóðir, með viljanum til að vinna bug á óhóf- legri sjálfsgagnrýni, vanmáttarkenndinni, sem freistar sumra til oflætis og yfirlýsinga um íslenskan „heimsmælikvarða". Viðbótar- aflið liggur í sérstöku hugarfari þjóðarinnar, sem fram hefur komið í rannsóknum. Það er þetta viðbótarafl sem lyftir íslensku sinfóníunni á bekk með góðum hljómsveitum. Þetta afl rekur rithöfunda og myndlistar- menn áfram til góðra verka og þetta er sá kraftur sem birtist okkur í 283 umsóknum um styrki til skapandi vinnu á sviði grunnvísinda. Öll skapandi vinna í listum og vísindum byggist á menntun, langri og harðri þjálfun huga og handar. Skólakerfið á íslandi elur upp mikinn fjölda hæfra einstaklinga, sem sækir framhaldsmenntun til bestu háskóla víðs vegar um heim. Þeir sem stunda vísinda- nám og leggja metnað í störf-á sviði grunn- rannsókna koma sjaldnast heim fyi'r en um þrítugt og þeir sem fara í læknavísindi eru oft komnir hátt á fertugsaldur þegar þjálfun lýk- ur. Undantekningarlítið á þetta fólk kost á góðum lífskjörum erlendis og frábærri að- stöðu til að stunda rannsóknir hvert á sínu sérsviði. Eigi að síður liggur leið langflestra aftur heim, knúnir þeim álagagaldri, sem hvílir á okkur flestum. Það er engin tilviljun að hæfni til að sinna t.d. heilbrigðismálum er á ótrúlega háu stigi á Islandi og hæfninni fylgir getan til að spyrja áleitinna spurninga um óleyst vísindaleg viðfangsefni. Þegar þessar staðreyndir um hæfni vísindalegs mannafla liggja fyrir vakna áleitnar spurn- ingar um nýtingu. Þegar þar við bætist að þessi mannafli hefur sýnt að hann er rekinn áfram af huglægu afli, sem ekki er fyrir hendi í sama mæli hjá sambærilegum hópum í öðr- um löndum, hlýtur samfélagið að vilja nýta þessa orku sjálfu sér til framdráttar. Framboð og eftirspurn Úthlutunarnefnd Vísindasjóðs fékk 283 umsóknir til umfjöllunar. Fagráð Rannsókn- arráðs höfðu metið umsóknirnar og kveðið upp úrskurð um að 273 umsóknir væru styrk- hæfar eða 96% allra umsókna. Fjárskortur réð því að niðurstaða úthlutunarnefndar varð sú að veita einungis 162 styrki, sem hver um sig er aðeins lítið brot af fjárhagslegri þörf umsækjenda. Eftir sitja 111 umsækjendur án nokkurs stuðnings. Hvert er efnislegt innihald umsóknanna og skifta þær samfélagið einhverju máli? I heil- brigðis- og lífvísindum leggja menn stund á læknisfræðilegar rannsóknir í fjölmörgum greinum, þar sem erfðafræði og sameindalíf- fræði eru áberandi, einnig faraldursfræði og nýjar greinar heilbrigðisvísinda og hjúkrun- arfræði. í lífvísindum fást menn t.d. einnig við rannsóknir á ónæmiskerfi í þorskfiskum og arfgengi riðu í sauðfé svo fátt eitt sé nefnt. í félagsvísindum er gagnrýnin skoðun ís- lensks nútímasamfélags ofarlega á baugi, með verkefnum á borð við rannsókn á ítrek- unartíðni afbrota, efnahags- legar afieiðingar Kyoto-bók- unar eða úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipun- arlegt gildi laga. í hugvís- indum fær Vísindasjóður umsóknir á sviði bók- menntafræði, sagnfræði, fornleifafræði, heimspeki og tungumála og efni umsókna eftir því fjölbreytilegt. f náttúruvísindum og um- hverfisrannsóknum eru margar umsóknir á sviði eðl- is- og efnafræði, m.a. smíði nýrra sameinda og í strengjafræði, sem telst til áhugaverðra framúrstefnu- tilrauna í kennilegri eðlis- fræði. í jarðfræði ber mest á umsóknum um verkefni sem leitast við að kanna sögu lofts- lags á fyrri tímum með rannsókn borkjarna af sjávarbotni, og enn aðrir kanna áhrif lofts- lagsbreytinga á gróður heimskautasvæða. Þetta er aðeins örlítið brot af þeirri fjöl- breytni, sem ber fyrir augu við lestur um- sókna til Vísindasjóðs. í vanmáttugri tilraun til að nýta sorglega lítið ráðstöfunarfé sjóðs- ins freistumst við.til að láta sífellt fleiri fijóta með í útdeilingu smáupphæða, sem við vitum að þjóna þeim tilgangi einum að veita viður- kenningu og viðhalda vonarneista umsækj- enda um betri tíð. í upphafi starfs úthlutun- arnefndar fórum við á fund menntamála- ráðherra og greindum honum frá bágri stöðu Vísindasjóðs og báðum hann að íhuga mögu- leika á að auka ráðstöfunarfé sjóðsins úr 150 í 450 milljónir króna. Með þá upphæð í hönd- um yrði okkur kleift, með ábyrgu aðhaldi, að sinna umsóknum um 600 milljónir króna. Því miður hófst starf nefndarinnar það seint að Alþingi hafði þá þegar afgreitt fjárlög ársins 2000 og varla við því að búast að erindi okkar bæri mikinn árangur. Upphæðin sem við nefndum er hins vegar raunhæf. Við verðum þess vör að vísindasamfélagið er þreytt á frammistöðu Vísindasjóðs og margir hafa gefist upp á að senda umsóknir til sjóðsins. Hugtök og tunga Stundum hvarflar að manni sú hugsun hvort afstaða stjórnvalda til vísinda eigi ein- hverja dulda rót í gömlum hugtakaruglingi þegar erlendum orðum er snúið á íslensku. I nýlegri grein í Morgunblaðinu, eftir próf. Stefán Arnórsson, ræðir hann um orðið rann- sókn sem á íslensku er notað um fjölmargar óskyldar athafnir en er yfirleitt skýrt skil- greint á öðrum tungum eftir eðli athafnar- innar (investigation, Untersuchung er annað en research eða Forschung). Er hugsanlegt að í hugum stjórnvalda sé eitthvert óbragð af orðinu umsókn, sem er notað um þau erindi sem menn eiga við Vísindasjóð? Á erlendum málum er notað orðið tillaga (proposal) um sama fyrirbæri því í raun eru menn að bjóða fram hugmyndir til kaups. Er hugsanlegt að orðið styrkur beri með sér einhvern keim af betli þurfamanna, sem hægt er að friða í bili með einhverri hungurlús. Á erlendum málum er notað orðið fjárveiting (grant) til marks um að hugmynd er keypt vegna þess að sam- félagið eða stofnanir þess telja hugmyndina góða og eru fús að taka áhættuna, einmitt vegna vonar eða vissu um ávinning. Eins má segja að nafn nefndarinnar, sem við sitjum í byggist á misskilningi. Við vorum ekki „að út- hluta styrkjum", við vorum samningamenn samfélagsins að kaupa hugmyndir af vísinda- mönnum, féð sem við höfðum úr að spila er framlag samfélagsins til þeirra kaupa. Skilaboð til fjárfesta Skilaboð þessara samningamanna til Alþingis Islendinga og framkvæmdavaldsins eru skýr. Við höfum náð ótrúlega góðum samningum, gert reyfarakaup. Við leggjum til að þið aukið ráðstöfunarfé Vísindasjóðs um 300 milljónir króna og við munum gera enn betri kaup. Gleymið ekki að fjárfestingin í innlendri og erlendri menntun íslenska vís- indasamfélagsins er gífurlega mikil og það er öllum kappsmál að arður fáist af þeim fjár- munum. Til þess er nauðsynlegt að leggja til rekstrarfé, sem að hluta til er áhættufjár- magn. En áhættan er dreifð því ein hugmynd getur leitt til gífurlegs hagnaðar. Á þessu ári einu erum við að tala um 283 hugmyndir og enginn getur sagt fyrir hver muni leiða til nýsköpunar í atvinnuháttum og fjárhagslegs hagnaðar þó að allar muni með einhverjum hætti færa út akurlendisjaðar þekkingarinn- ar. Eitt er víst að vísindi á íslandi hafa fengið gæðavottun sem ætti að nægja Alþingi og framkvæmdavaldi til að sannfærast um rétt- mæti þess að hætta á að fjárfesta í grunn- rannsóknum. í upplýsingasamfélagi nútím- ans eru engar upplýsingar án þekkingar og engin þekking án visku, þar á meðal stjórn- visku. Höfundar skipa úthlutunamefnd Vísindasjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (13.02.2000)
https://timarit.is/issue/132587

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (13.02.2000)

Aðgerðir: