Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Vilborg Valgeirs-
dóttir fæddist á
Höfn í Hornafirði 25.
nóvember 1925 Hún
lést á Landspítalan-
um 3. mars síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Sólveigar
Jónsdóttur, f. 27.4.
1892, d. 4.12. 1968 og
Valgeirs Bjarnason-
ar, f. 30.11. 1890, d.
4.12. 1965. Systur
hennar voru Nanna
uí>öra, f. 11.1. 1917, d.
11.11. 1940; Ingi-
björg, f. 12.9. 1918 og
Guðrún Ragna, f. 11.1. 1923, d.
26.1.1997.
Hinn 30.8 1947 giftist Vilborg
Óla Sveinbirni Júlíussyni, f. 8.3.
1925. Þau slitu samvistir. Börn
þeirra eru: 1) Þóra Kristjana, f.
11.2. 1947, maki John Thompson,
börn Tómas Júlíus, Kristófer og
Phetra Maren. 2) Sólveig Valgerð-
ur, f. 16.9.1949, maki Steinþór Haf-
steinsson, börn Sveinbjörn og Rósa
Júlía. 3) Ástríður Margrét, f. 4.10.
1950, maki Stefán Ólafsson, börn
Vilborg, Gunnhiidur og Bjarni Ól-
afur. 4) Júlíus Gunnar, f. 9.7. 1953,
■"d. 8.10. 1975, maki Guðrfður Ás-
grímsdóttir. 5) Bryndís Unnur, f.
26.7. 1957, maki Grúnur Eiríksson,
börn Rannveig, Friðrik Máni og
Fallin er í valinn tengdamóðir
mín, Vilborg Valgeirsdóttir. Lífsins
strit og langvarandi barátta við
sjúkdóma höfðu sett á hana sitt
mark. Andlát hennar kom okkur
því ekki á óvart þótt öll hefðum við
vonast til að njóta samvista við
hana lengur.
'Vilborg, eða Bogga eins og hún
ávallt var kölluð, fæddist á Höfn.
Þorpið var iítið og íbúarnir höfðu
viðurværi sitt af búskap, garðrækt
og stopulli daglaunavinnu. Upp-
vaxtarár sín bjó hún í foreldrahús-
um á Valgeirsstöðum. Þar var oft
gestkvæmt. Fólk úr sveitum í
kaupstaðarferð átti þar húsaskjól
og á vetrarvertíð bjuggu austfirsk-
ir sjómenn á æskuheimili hennar.
Er sennilegt að þessar aðstæður
hafi mótað viðhorf Boggu þvf ávallt
var pláss á hennar heimili eftir að
hún og Óli hófu sinn búskap í
Hagatúninu.
Bogga er af þeirri kynslóð inn-
fæddra Hafnarbúa sem séð hefur
twæinn sinn vaxa úr landbúnaðar-
og sjávarþorpi í nútímalegan út-
gerðarbæ með fjölbreyttu atvinnu-
og mannlífi. Á Höfn ól hún aldur
sinn að mestu leyti. Mannsefnið
var ekki sótt um langan veg því
hún giftist Óla Sveinbirni Júlíus-
syni sem ungur að árum fluttist úr
Lóni til Hafnar. Hófu þau sinn bú-
skap á æskuheimili Boggu og þar
fæddust sex af börnunum þeirra
níu. 1961 fluttu þau sig um set í
hús sem þau reistu að Hagatúni 6
og þar bjuggu þau uns þau slitu
samvistir.
Vinnudagur Boggu var langur
enda barnahópurinn stór. Ekki
kvartaði hún undan erfíði en oft
gjskk hún þreytt til hvílu á kvöldin.
Það varð hennar hlutskipti að
vinna inni á heimilinu enda fjöl-
skyldan stór. Hún sá sjálf að mestu
um að sauma á börnin þau föt sem
til þurfti og stóra eldhúsið í Haga-
túni, þar sem Bogga stjórnaði
verkum, iðaði oft af lífí. En fjöl-
skyldan var samhent og allir höfðu
sínu hlutverki að gegna. Eldri dæt-
ur Boggu tóku snemma þátt í upp-
eldi og húsverkum og víst er að ná-
in samskipti þeirra við móður sína
á uppvaxtarárunum mótuðu þær og
þeirra lífsviðhorf. Hin nánu fjöl-
"styldutengsl bera þess glöggt vitni
í dag.
Þrátt fyrir að efnin hafi ekki allt-
af verið mikil var ávallt nóg að bíta
og brenna á heimili þeirra Boggu
og Óla. Lítils háttar búskapur var
stundaður með annarri vinnu og
var oft glatt á hjalla þegar fjöl-
skyldan, tengdabörnin og síðar
%
Vilborg Isabel. 6)
Maren Ósk, f 29.3.
1959, maki Sveinn
Sveinsson, böm Júl-
íus Gunnar og Jón
Páll. 7) Haukur Þor-
leifur, f. 6.10. 1961,
maki Ásdís Ólafs-
dóttir, börn Selma
Hrönn og Óskar Þór.
8) Sigrún Ingibjörg,
f. 24.3. 1966, maki
Snorri Aðalsteinsson,
börn Áróra og Þor-
gils. 9) Ólafur Gísli, f.
17.4.1969, maki Þóra
Jónasdóttir, böm
Sunna Björg og Halldór Óli. Vil-
borg átti eitt bamabamabarn.
Vilborg gekk í barnaskóla á
Höfn. Hún var í Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni vetur-
inn 1944 - 1945. Auk húsmóður-
starfa starfaði hún við umönnun
sængurkvenna á fæðingarheimil-
inu á Höfn og aldraðra á Skjól-
garði, við verslunarstörf hjá
KASK og sá um kaffi og ræstingar
hjá Landsbanka Islands á Höfn.
Vilborg var virk í félagsstörfum
og starfaði lengi í Kvenfélaginu
Tíbrá og sat í barnavemdarnefnd
og áfengisvarnanefnd.
Utför Vilborgar verður gerð frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
einnig barnabörnin steðjuðu inn í
land í heyskap. Og að sjálfsögðu sá
Bogga um að nestið væri ekki af
skornum skammti. Ómissandi hluti
nestisins voru kleinurnar hennar.
Hún bakaði heimsins bestu kleinur
og þar tala ég örugglega fyrir
munn þeirra fjölmörgu sem þær
smökkuðu. Þegar nestið var snætt
voru gjarnan rifjaðar upp gamlar
sögm- úr þorpinu og þeim lífsskil-
yrðum sem fólk bjó við fyrr á öld-
inni.
Tengdamóður minni kynntist ég
sumarið 1968. Þetta var á námsár-
um mínum er ég kom til Hafnar á
Hafbjörginni frá Norðfírði til hum-
arveiða. Þegar ekki gaf á sjó var að
sjálfsögu kíkt á stelpurnar. I þeim
hópi var Ásta dóttir Boggu. Er
mér ekki grunlaust um að henni
hafí í fyrstu ekkert litist á þennan
háværa Norðfírðing sem seildist í
dætrahópinn. Ekki er ólíklegt að
fyrri kynni hennar af Norðfirðing-
um hafí átt nokkurn þátt í því að
við Bogga urðum fljótlega mestu
mátar og áttum auðvelt með að
ræða málin þó ekki höfum við alltaf
verið sammála. Hún mat hins veg-
ar fólk ekki eftir skoðunum þess,
aðrir þættir skiptu þar meira máli.
Eftir að við Ásta settumst að á
Höfn varð það hluti af daglegu lífi
að líta inn á æskuheimili hennar og
þar áttu börnin okkar, sem og önn-
ur bamaböm, ávallt ömggt skjól ef
við þurftum að bregða okkur frá.
Sennilega hef ég gleymt þeim sjálf-
sagða hlut að þakka henni allt sem
hún hefur gert fyrir börnin okkar
en reyndar veit ég að Bogga var
ekki þeirrar gerðar að hún biði eft-
ir þökkum. Þakklætið fólst í því að
fá að taka þátt í uppeldi barna-
barnanna sem nú sjá á eftir ömmu
sinni sem þau höfðu svo mikið dá-
læti á.
Bogga bar mikla umhyggju fyrir
fjölskyldunni og velferð afkomend-
anna var henni ávallt ofarlega í
huga. Tók hún þátt í gleði þeirra
og sorgum og vakti yfír öllu eins og
sannri ættmóður sæmir. Það skipti
hana miklu að fjölskyldan héldi
saman og bára jólaboðin hennar
þess glöggt vitni. Þegar kraftar
hennar leyfðu ekki lengur að hún
héldi jólaboðin vora þau flutt til
næstu kynslóðar. I þessum boðum,
sem og öðrum fjölskylduboðum,
verður nú skarð fyrir skildi. Hin
stolta amma og langamma er ekki
lengur til staðar til að fylgjast með
barnahópnum.
Það má vissulega segja að Bogga
hafí verið gæfusöm manneskja.
Börnin hennar níu vora móður
sinni ákaflega kær og barnabörnin
áttu hjá henni öraggt skjól. Á
haustdögum 1975 kvaddi sorgin þó
dyra en þá féll frá elsti sonur
hennar, Júlíus Gunnar. Júlíus var
til sjós á togarnum Skinney frá
Hornafírði er hann lenti í vinnu-
slysi á miðum úti sem dró hann til
dauða. Fráfall elsta sonarins setti
mark sitt á Boggu en hún bar
harm sinn í hljóði sem sannri hetju
sæmir.
Heimilið var lengst af starfs-
vettvangur Boggu. En eftir því
sem börnin flugu úr hreiðrinu jókst
vinna hennar utan heimilis. Trú-
mennska og nærgætni einkenndu
hennar störf og var hún vinsæl
meðal samstarfsmanna sinna. Tími
til þátttöku í félagsstörfum var
ekki alltaf mikill. Hún var þó mest-
an sinn aldur virkur félagi í Kven-
félaginu Tíbrá.
í dag kveðjum við konu sem
hafði með hæversku sinni og með-
fæddri reisn mikil áhrif á sam-
ferðamenn sína. Að leiðarlokum er
þakklætið efst í huga. Þakklæti til
konu sem mat meira mannkosti en
veraldleg auðæfí. Með henni er
fallin frá sönn alþýðuhetja. Þeim
hetjum eru ekki reistir minnisvarð-
ar en minningin um mæta mann-
eskju sem gaf okkur svo mikið mun
lifa.
Stefán Ólafsson.
Elskuleg mamma mín er dáin.
Mamma var einstök kona, full af
lífsvilja og jákvæðum krafti alveg
til dauðadags. Þrátt fyrir að hún
hafi átt við veikindi að stríða síð-
asta áratuginn átti hún mörg góð
tímabil þar sem hún gat verið
heima og tekið á móti barnabörn-
unum með gómsætum pönnukökum
og góðgæti. Það var hennar líf og
yndi að fá alla í mat og kaffi og sjá
til þess að allir fengju nóg að
borða. Mamma átti 9 börn á rúm-
lega 20 árum. Það var margt sem
þurfti að huga að á stóru heimili,
hún eldaði, bakaði, þvoði þvott í
höndum og hálfsjálfvirkri vél og
saumaði föt á okkur öll. Fyrir jól
og stórhátíðir sat hún við sauma-
vélina þegar allir voru sofnaðir og
saumaði föt á okkur krakkana.
Hún törfraði fram dragfínar kápur,
kjóla og buxur á okkur yngri
systkinin úr fötum af eldri börnun-
um. Það var alltaf mikill gesta-
gangur hjá okkur og þrátt fyrir að
við værum tvö til þrjú í hverju her-
bergi var alltaf pláss fyrir gesti
bæði í mat og gistingu. Eins og
mamma sagði oft, þar sem er nóg
hjartarúm þar er húsrúm.
Húsið var alltaf opið fyrir vini
okkar, hvort heldur þegar við vor-
um börn, unglingar eða fullorðin og
oft var mikið skrafað og hlegið, þvi
mamma gat talað við alla bæði í
gamni og alvöru.
Þrátt fyrir að verkefnin væru
óþrjótandi á þessu stóra heimili
hafði mamma alltaf tima til að tala
við okkur krakkana. Hún studdi vel
við bakið á okkur þegar hún taldi
að við væram að gera rétt og hvatti
okkur áfram. Hún brýndi alltaf fyr-
ir okkur að við bæram ábyrgð á
gerðum okkar og enginn annar.
Það traust sem mamma sýndi okk-
ur og sá tími sem hún gaf okkur,
þegar við þurftum að tala um lífið
og tilveruna, tel ég að hafi gert
okkur systkinin að því sem við er-
um í dag. Við eigum henni mikið að
þakka. Guð blessi minningu henn-
ar.
Maren Ósk.
Elsku mamma hefur fengið hina
eilífu hvíld. Hún sem var orðin svo
þreytt. Þreytt á því að verða alltaf
meira og meira upp á aðra komin.
Verst fannst henni að geta ekki
snúist í kringum alla þá sem til
hennar komu. Hún stóð löngum \’ið
eldavélina og bakaði pönnukökur
og kleinur, við mikinn fögnuð lítilla
munna og töfraði fram veislu á
augabragði. Það var hennar líf og
yndi að láta öðram líða vel. Oft
gekk hún of nærri sér og þá sér-
staklega síðustu árin. Við systkinin
vorum hætt að skammast í henni
að vera eilíft á þessum hlaupum í
kringum alla, því við sáum að þetta
gaf henni líf. Einna erfiðast þótti
henni að sætta sig við í seinni tíð
að láta aðra þjóna sér, þar sem hún
hafði alltaf verið í því hlutverkinu.
Þegar kemur að síðustu kveðj-
unni er margt sem lifir í minning-
unni um hana. Ber þar hæst þá líf-
speki sem hún kenndi okkur, að
virða náungann og að aldrei ættum
við að öfunda nokkurn mann held-
ur að gleðjast með honum. Þessu
lifi ég eftir og mun kenna börnum
mínum. Því munu góðir mannkostir
hennar lifa hana og vonandi um
ókomna tíð.
Móður minnar verður sárt sakn-
að. Hafí hún bestu þakkir fyrir allt.
Eg flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
Og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Islands mestu mæður verða taldar,
Þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
Sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna.
Og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stef.)
Sigrún.
Allir þekkja gildi þess að eiga
góða eiginkonu, en annað er ekki
síður mikilvægt í hjónabandi, sem
er að eiga ljúfa tengdamóður.
Þessu kynntist ég á tíu ára samleið
okkar Vilborgar Valgeirsdóttur.
Marga góða stundina átti ég á
heimili hennar við spjall meðan ég
þáði góðgerðir, en það var hennar
Iíf og yndi að taka á móti gestum.
Hún var hafsjór af fróðleik um
horfna tíma og atvinnuhætti og
hennar gildi í lífinu hvað varðar
fjölskyldu og afkomu voru góð til
eftirbreytni. „Nú er loðnan komin
á miðin, ég fann það þegar ég kom
út i morgun,“ sagði hún gjarnan í
vertíðarbyrjun. Það stóð heima og
sýndi að Vilborg fylgdist með hjól-
um atvinnulífsins af innsæi þess
sem hefur vaxið upp og þroskast
með byggðinni. Fjölskyldan var
henni afar hjartfólgin og það var
henni sérstakt ánægjuefni að svo
mörg af hennar börnum eru búsett
á Höfn sem raun ber vitni. Jákvætt
viðhorf hennar til heimabyggðar-
innar voru skýr skilaboð til afkom-
enda, þegar valið stóð um hvar ak-
urinn skyldi plægður til framtíðar.
I seinni tíð áttu barnabörnin oft
leið til ömmu, þá voru gjarnan
pönnukökur á borðum og annað
góðgæti. Komu þau til baka södd
og sæl og full af lífsspeki sem var
gott veganesti fyrir lífshlaupið.
Vilborg glímdi við heilsubrest
síðustu árin, en hélt þó ávallt reisn
sinni og virðingu. Nú er hún öll og
þó fráfall hennar hafi haft nokkurn
aðdraganda er alltaf svo að einhver
orð voru ósögð og sorgin sár fyrir
ættingja og vini. Minning hennar
mun lifa og varpa þeirri birtu frá
sér og yl sem einkenndi hennar
persónuleika.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Snorri.
Elskuleg tengdamóðir mín er dá-
in.
Mig langar að þakka henni sam-
fylgdina og kveð hana með miklum
söknuði.
Það eru 20 ár síðan ég kom fyrst
hingað austur á Höfn til að hitta
þessa stóru fjölskyldu, alveg með í
maganum af stressi, en það var nú
óþarfí. Eg gleymi aldrei því hlýja
faðmlagi sem ég fékk frá Boggu
þegar hún bauð mig velkomna í
fjölskylduna. Strax þótti mér svo
vænt um þessa yndislegu konu,
hún vildiallt fyrir mann gera, og vil
ég þakka henni þann þátt er hún
átti í uppeldi barnanna minna. Hún
kenndi þeim svo margt fallegt og
gott og hafði alltaf tíma fyrir þau.
Það er hálfdapurlegt að horfa yf-
ir götuna og sjá ekki lengur ljós í
íbúðinni hennar á móti. Þótt hún
hafi undanfarið dvalið oft á tíðum á
hjúkrunarheimilinu kom hún alltaf
heim á milli. Það er svo erfitt að
trúa því að nú komi hún ekki aftur.
Á kveðjustund er gott að eiga
góðar minningar. Ég bið Guð að
blessa minningu Vilborgar Val-
geirsdóttur.
Ásdís.
Elsku besta amma mín í heimi
er látin. Ég kveð þig með svo mikl-
um söknuði að guð einn veit hvað
hann er mikill. Það var alltaf jafn
hlýlegt að koma yfir í litla húsið
þitt því það var alltaf svo hlýtt og
notalegt hjá þér. í hvert sinn sem
ég heimsótti þig í smátíma varð ég
alltaf að fá eitthvert góðgæti, mola,
súkkulaði eða eitthvað annað
nammi. Þú kenndir mér svo margt
í lífinu eins og að prjóna, spila og
margt annað. Alltaf vildirðu spila
við mig og alltaf hafðirðu tíma fyiir
mig. Eins og þegar ég brenndi mig
í heimilisfræði þegar ég var í 5.
bekk og mamma og pabbi voru að
vinna fékk ég að liggja í stofunni
hjá þér og þú hjúkraðir mér eins
og ég væri dauðvona. Og alltaf gat
ég leitað til þín ef ég átti við
vandamál að stríða. Og alltaf, sama
hvert vandamálið var, alltaf gastu
hjálpað mér á einn eða annan hátt.
Ef ég ætti að skrifa um allt sem þú
hefur gert fyrir mig í gegnum lífið
þá tæki það meirihlutann af blað-
inu. Ég vildi bara koma því á fram-
færi hvað ég elska þig mikið og
hvað ég sakna þín alveg hræðilega
mikið og ég mun aldrei gleyma þér
svo lengi sem ég lifi.
Ég kveð þig með söknuði.
Þín elskulega
Selma Hrönn Hauksdóttir.
í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar. Það er sárt að hugsa til þess
að eiga aldrei eftir að hitta hana
aftur og koma til hennar í Haga-
túnið. En við vitum þó að núna líð-
ur henni vel.
Við fráfall ömmu hrannast minn-
ingarnar upp í huga okkar og erfitt
er að setja þær allar á blað. Við
minnumst allra góðu stundanna
sem við áttum með henni, allra
þeirra nátta sem við sváfum hjá
henni þegar við voram litlar. Alltaf
var hún til staðar, tók á móti öllum
með opinn faðminn og bros á vör.
Og sjálf eignaðist amma níu börn
og kom þeim á legg. Finnst okkur
það eitt segja allt um þann kraft og
dugnað sem bjó í henni.
Þegar við vorum litlar stelpur
vann hún í kaupfélaginu, stóra búð-
inni á Höfn. Þegar við fórum „út
eftir“ og áttum leið framhjá búð-
inni kíktum við oftast til hennar.
Þangað var gaman að koma. Hún
vann þar með yndislegu fólki sem
alltáf var í góðu skapi og í hvert
skipti stungu starfsmenn einhverju
upp í okkur, nýjum vínberjum eða
ferskum ávöxtum. Hún amma var
einnig meistarabakari og eru
margir sammála okkur í því að hún
bakaði bestu kleinur í heimi. Á
tímabili bakaði hún kleinur ofan í
stóran hluta hornfirskra sjómanna.
Árin liðu og við komumst á ung-
lingsárin en alltaf var jafngaman
að koma til ömmu. Hún náði alltaf
til manns, breytti bara sögunum og
sagði frá því þegar hún var ung.
Sagði frá böllunum sem hún fór á
og hvernig strákarnir snerast í
kringum hana sem okkur þótti eng-
in furða. Hún sagði okkur einnig
skemmtilegar sögur af rnömmu og
hennar systkinum. Árin héldu
áfram að liða, við fórum í skóla til
Reykjavíkur og fjarlægðin setti
strik í samskiptin við hana. En við
komum heim til Hafnar í öllum
fríum og gátum þá setið hjá henni
klukkutímunum saman, hlustað á
hana segja skemmtilegar sögur og
hlæja dátt með henni. Og alltaf
voru kræsingar á boðstólum.
Okkur langar til að þakka fyrir
þennan síðasta mánuð sem við
fengum að hafa hana hjá okkur i
Reykjavík. Það er ómetanlegur
tími. Við gátum þá fylgst betur
með henni, heimsótt hana og hlegið
með henni. I hvert skipti sem við
VILBORG
VALGEIRSDÓTTIR