Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 67 Fyrirlestur í Foreldra- húsinu FYRIRLESTUR verður í Foreldra- húsinu í Vonarstræti 4b, bakhúsi, mánudaginn 13. mars kl. 20:30. Fyr- irlesturinn heitir „Hverjir hafa að- gang og afskipti af unglingunum okkar?“ Farið verður yfir mikilvægi þess að þekkja vini, foreldra, kennara, þjálfara og aðra þá sem unglingur- inn umgengst. Tilraunir gerðar til að varpa Ijósi á „nýja“ unglingamenn- ingu. Fjallað verður um fyrstu ein- kenni á vímuefnaneyslu og hvemig foreldrar geta tekið á því. Fyrirlesari er Sigrún Hv. Magn- úsdóttir félagsráðgjafi. Hún er með langa reynslu í fjölskyldumeðferð. Starfar sem fjölskylduráðgjafi í For- eldrahúsinu og hjá félagsþjónustu Seltjarnamesbæjar. Allir em velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. Tungumála- kennsla og póstmódern- ismi MARGRÉT Jónsdóttir bókmennta- fræðingur heldur fyrirlestur þriðju- daginn 14. mars í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags íslands í Nor- ræna húsinu sem hún nefnir „Póst- módemisminn í tungumálakennslu". Fundurinn hefst kl. 12:05 í stóra sal Norræna hússins og lýkur stundvís- < lega kl. 13. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Margrét Jónsdóttir er lektor í spænsku og er að Ijúka við doktors- ritgerð sína við Princeton-háskóla í New Jersey, Bandaríkjunum. Dokt- orsritgerð hennar fjallar um móttök- ur á Poema de mio Cid, sem er epískt ljóð frá 13. öld en ljóðið breyttist í þjóðargersemi þegar Spánverjar misstu síðustu nýlendur sínar 1898. Helgi o g hljóðfæra- leikararnir leika syðra HLJÓMSVEITIN Helgi og hljóð- færaleikaramir úr Eyjafirði leggur land undir fót um helgina og leikur í Reykjavík laugardagkvöld í Hinu húsinu kl. 21. Meistari Megas hitar upp segir í frétt frá hljómsveitinni. A sunnudagskvöld leika Helgi og hljóðfæraleikaramir á Næsta bar, einnigkl. 21. Helgi og hljóðfæraleikararnir spila eingöngu framsamið efni og hafa þeir gefið út þrjá geisladiska á ferlinum. A efnisskránni um helgina verða bæði ný og gömul lög sveitar- innar en áhersla verður lögð á nýj- asta diskinn - Bréf til Stínu. Skíðagöngur ogjeppaferðír FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir um þessar mundir til skíðagönguferða á sunnudögum, en einnig era helgar- ferðir af og til og er sú næsta helgina 18.-19. mars. Þá verður gengið á skíðum frá Þingvöllum að Skjald- breið og þaðan niður á Laugarvatn. Starfsemi Jeppadeildar Útivistar er einnig lífleg, en næst verður farin helgarferð 18.-19. mars í Setrið suðaustan við Kerlingarfjöll. Nánari upplýsingar gefur skrifstofan, en undirbúningsfundir verða miðviku- dagskvöldið 15. mars á Hallveigar- I stígl. Skíðaganga sunnudagsins 12. mars er um Hellisheiði og á Skálafell og er brottför kl. 10:30. Morgunblaðið/Sverrir Bæklingi Hjartaverndar dreift um allt land HJARTAVERND hefur gefið út átta blaðsíðna bækling, Kryddlegin hjörtu, í tcngslum við niðurstöður rannsóknar Hjartaverndar á dánar- tíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma sem rekja má til reykinga. Sl. haust gaf Iljartavernd út ljórblöð- ung um þetta efni. Bæklingurinn nú var gefinn út í 115 þúsund eintökum og hefur ver- ið dreift til allra landsmanna og fyrirtækja í landinu. Á myndinni afhendir formaður Ujartaverndar, Gunnar Sigurðsson prófessor, Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra bæklinginn. Tvær fínnskar brúðumyndir sýndar TVÆR finnskar brúðumyndir verða sýndar sunnudaginn 12. mars kl. 14 í fundarsal Norræna hússins. Mynd- imar era með finnsku tali og að- gangur er ókeypis. Myndirnar heita Jotaarkka og Gullrokkurinn og era báðar gerðar eftir bókum eftir finnska rithöfund- inn Joel Lethonen. í Jotaarkka segir frá tveimur konungum sem eiga í stríði. Óvinir taka Jotaarkka til Tsj ekho v-my nd íbíósal MIR RÚSSNESKA kvikmyndin Anna um hálsinn eða „Anna na sheje“ verður sýnd sunnudaginn 12. mars kl. 15 i bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Moskvu árið 1954 og er byggð á einni af smásög- um hins fræga rithöfundar og leik- skálds Antons Tsjekhov. Kvikmynd- in heíúr stundum áður verið sýnd undir heitinu Anna Kross. Enskur texti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sálfræðiþjón- usta opnuð MAGNEA B. Jónsdóttir sálfræðing- ur hefur opnað sálfræðiþjónustu á Suðurlandsbraut 6. Magnea veitir ráðgjöf og meðferð fyrir börn og fullorðna og segir í fréttatilkynningu að hún hafi sér- staka reynslu af sjálfstyrkingu kvenna, meðferð kynferðisbrota- mála og að vinna með neytendur vímuefna og aðstandendur þeirra. Nettoii^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Frí teiknivinna og tilboösgerb Friform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420 r- fanga og hann verður þjónn kon- ungsdótturinnar. Jotaarkka og prinsessan verða góðir vinir, en hershöfðingjar konungs verða af- brýðisamir og reyna að spilla vinátt- unni með öllum ráðum. Gullrokkur- inn fjallar einnig um konungsdóttur sem komin er á giftingaraldur. En enginn biðill er nógu góður fyrir hana, hvorki heiðursmaður eða greifi. Einnig hryggbrýtur hún son nágrannakeisarans. En þessi biðill er mesti þrákálfur og er ákveðinn í að giftast stúlkunni hvað sem það kostar. •ijlssalt með kryddjurtum f al!anw Herbamare ( ./(Rtmíi' e<) jiirtt* \it i Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lífrænt ræktuðu grænmeti. Ljúffengt og hollt kryddsalt á matarborðið og í matargerðina. Heilsa ehf. S:533 3232 Málþing um betri ákvarðanir AX-HUGBÚNAÐARHÚS hf. stendur fyrir ráðstefnu á Radisson SAS, Hótel Sögu, Þingsal A, fimmtudaginn 16. mars frá kl. 9 til 12 undir yfirskriftinni „í takt við tímann: Betri ákvarðanir með „Bus- iness Intelligence“-lausnum. Kynntar verða nýjar áherslur í notkun stjórnendaupplýsingakerfa (Business Intelligence Systems) til að stuðla að betri ákvörðunum í rekstri fyrirtækja. Aðalræðumaður verður Fredrik Prien, forstjóri Cognos Nordic, og ber erindi hans yfirskriftina: „Bus- iness Intelligence for the New Mill- enium: The Vision of IT Support for the Modern Day Enterprise". Aðrir ræðumenn verða Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, og Dagur Egonsson, verkefnisstjóri hjá upplýsingaþróunardeild Flug- leiða. Þeir munu fjalla um reynslu þessara fyrirtækja af notkun Cogn- os-lausna til aukins ávinnings í rekstri. Einnig mun Hafliði Sævars- son, ráðgjafi hjá Axi hugbúnaðar- húsi, kynna nýjungar í Cognos- lausnum. Fundarstjóri verður Gylfi Ama- son, framkvæmdastjóri Opinna kerfa. Ráðstefnan er öllum opin. Vegna takmarkaðs sætaframboðs vinsam- legast tilkynnið þátttöku til Ax hug- búnaðarhúss hf. Dagskrá fundarins er nánar auglýst á heimasíðu Ax, www.ax.is. Dagur harmonikunn- ar í Ráðhúsinu HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur tónleika undir nafninu Dagur harmonikunnar sunnudaginn 12. mars kl. 15 í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Flytjendur era á öllum aldri. Leik- in verður létt tónlist úr ýmsum átt- um en dagskráin hefst með nem- endatónleikum. Síðan koma fram: Systumar Hekla, Inga og Ása Ei- n'ksdætur, Margrét Arnardóttir, Matthías Kormáksson, dúettinn Harmslag og tvær stærstu hljóm- sveitir félagsins undir stjóm Arnars Falkner og Léttsveitin undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. 505 afsláttur Rýmum fyrir nýrri förðunarlínu Augnskuggar óður kr. 1. 395 nú kr. 690 Naglalökk áður kr. 995 nú kr. 490 Kökumeik áður kr. 2.090 nú kr. 1.040 Púðurmeik áður kr. 1.595 nú kr. 790 25% afsláttur af öörum vörum Afslóttur aðeins >■ 'ace í nokkra daga Spegill tískuheimsins Laugavegi 39, sími 562 7677. f: .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.