Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 28
VIÐSKIPTI 28 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Fj ár festingar stefna Burðaráss mörkuð 10 stærstu hluthafar 9. mars 2000 Eignar- hlutí, % Hlutafé, nafnverð, kr. 1 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 473.288.216 15,48% 2 Háskólasjóður Hf. Eimskipafélags ísl. 168.451.396 5,51% 3 Margrét Garðarsdóttir 123.335.787 4,03% 4 Hf. Eimskipafélag íslands 92.000.000 3,01% 5 Lífeyrissjóður verslunarmanna 61.537.430 2,01% 6 Indriði Pálsson 55.137.371 1,80% 7 Lífeyrissjóður Hf. Eimskipafélags ísl. 47.405.271 1,55% 8 Verðbréfasjóður VÍB hf. Sjóður6 40.448.716 1,32% 9 Ingvar Vilhjálmsson 38.310.946 1,25% 10 Hlutabréfasjóðurinn hf.__________________35.548.028 1,16% 10 stærstu samtals: LM 1.135.463.161 37,12% _ EIMSKIP BENEDIKT Sveinsson, stjórnar- foi-maður Eimskipafélags Islands, sagði í ræðu sinni á aðalfundi félags- ins í fyrradag að stefna Burðaráss, dótturfélags Eimskips, hefði verið mörkuð, samhliða endurmótun á hlutverki samstæðunnar. Stefnan byggist á þremur megin- þáttum. „í fyrsta lagi eru það áhrifa- fjárfestingar í nokkrum félögum þar sem Burðarás á umtalsverðan eign- arhlut, yfirleitt um þriðjung eða meira. Par lítur félagið á sig sem leiðandi fjárfesti og ábyrgan fyrir stefnumörkun og þróun viðkomandi fyrirtækis." Annar þátturinn sagði Bendikt að væri ávöxtunarfjárfestingar þar sem áhrif og eignarhluti Burðaráss væru minni. Tilgangurinn með slíkum fjárfestingum væri að vera þátttak- andi í ýmsum arðsömum og traust- um fyrirtækjum með það að mark- miði að tryggja góða ávöxtun og kaupa og selja bréf með hagnaði þegar slíkt teldist hagkvæmt. „í þriðja lagi eru það áhættufjár- festingar, oft í ungum og hraðvaxta fyrirtælqum, sem þó eru oft áhættu- söm. Þær fjárfestingar eiga að jafn- aði að skila meiri arðsemi og eru lið- ur í að vera þátttakandi í nýjum vaxtagreinum t.d. á sviði upplýsinga- tækni og líftækni," sagði Benedikt í ræðu sinni. Breytingar á vísitölu neysluverðs Frá janúar til mars 2000 5&Ö Mars 1997=100 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,9%) 012 Kjöt (3,1%) 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (5,2%) 031 Föt (4,2%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (18,8%) 042 Reiknuð húsaleiga (9,7%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,2%) 051 Húsgögn og heimilisbúnaður (2,1 %) 06 Heilsugæsla (3,0%) 07 Ferðir og flutningar (17,9%) 072 Rekstur ökutækja (7,6%) 08 Póstur og sími (1,6%) 09 Tómstundir og menning (12,8%) 10 Menntun (1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) 124 Tryggingar (2,7%) -0,7% Q -0,2% | |+0,1% +5,2%^ ]+1,6% ZMo% I +0,4% □ +1,1% 1 +0,6% i +0,8% r~i +2,0% 0,0% 0,0% 0,0% 1 +0,5% 0,0% -0,7% □ VÍSITALA NEYSLUVERÐS í MARS: 196,4 stig +0,8% [j breyting Yísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,8% VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í marsbyrjun 2000 var 196,4 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 195,7 stig og hækkaði um 0,5% frá febrúar. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3% (vísitöluáhrif: 0,28%). Verð á fötum og skóm hækk- aði um 4,4% (0,22%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,7% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 5,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,2%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5,0% verðbólgu á ári. Verðbólgan í ríkjum EES frá jan- úar 1999 til janúar 2000, mæld á samræmda vísitölu neysluverðs, var 1,8% að meðaltali. Á sama tímabili var verðbólgan 1,9% í helstu við- skiptalöndum íslendinga en 4,6% á íslandi. Vísitala neysluverðs í mars 2000, sem er 196,4 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2000. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.878 stig fyrir apríl 2000. Besta afkoma Fjárvangs Fjárvangur hf. Rekstrarreikningur mijónrkróna fl999 1998 Breyting Hreinar rekstrartekjur 336 232 +45% Rekstrargjöld 238 206 +16% Tekjuskattur 30 8 +275% Hagnaður af reglul. starfsemi 68 19 +258% Óregiulegar tekjur 19 0 - Hagnaður ársins 87 20 +335% Efnahagsreikningur 31. des. 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónirkróna 891 677 +32% Eigið fé 282 190 +48% Skuldir alls 609 486 +25% Skuldir og eigið fé samtals 891 677 +32% Kennitölur 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin f jár 45,6% 11,6% +293% Eígínf járhlutfali 32,0% 28,0% +14% Innra virði 2,24 1,51 +48% AFKOMA Fjárvangs á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins. Hagn- aður fyrir skatta varð 126 milljónir króna og eftir skatta kr. 87 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 45,6%, eigin- fjárhlutfall er 31,6% og innra virði hlutafjár er 2,240. Heildartekjur fé- lagsins á árinu námu 365,5 milljón- um og hækkuðu um 41,3% á milli ára. í tilkynningu frá Fjárvangi kemur fram að af heildartekjum ársins var söluþóknun 224,3 milljónir en var 138 milljónir árið áður, sem er hækk- un um 61,5%. Þar munar mestu um auknar tekjur af verðbréfaeign fé- lagsins. Umsýsluþóknun hækkaði um 8 milljónir á árinu og nam 96,4 milljónum. Hreinar rekstrartekjur ársins námu 336,1 milljónum á móti 232,3 milljónum árið áður. Rekstrar- kostnaður var 238 milljónir á árinu 1999 samanborið við 205,7 milljónir árið áður, sem er 15,7% hækkun. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta varð 98,2 milljónir eða 26,9% af heildartekjum samanborið við 10,3% árið áður. Óreglulegar tekjur eftir tekjuskatt nema 19,3 milljónum. Hagnaður ársins eftir skatta hefur hækkað úr 20,2 milljón- um í 87,2 milljónir milli ára sem er rúmlega fjórföldun milli ára. Á árinu jukust heildareignir fé- lagsins um 31,6%, úr 676,8 milljón- um í 890,6 milljónir. Eigið fé í árslok nemur 281,7 milljónum og hefur hækkað um 47,8% milli ára. Eigin- fjárhlutfall er 31,6%. Ljósmynd/Sveinn Hjartarson Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarpar gesti á almennum fundi um sjávarútvegsmál sem haldinn var á Sauðárkróki. Á myndinni eru einnig Ármann Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, Sigríður Ingvarsdóttir og Vilhjálmur Egilsson alþingismaður. Sjávarútvegs- ráðherra á N or ð vesturlandi ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra heimsótti sjávarútvegs- fyrirtæki á Norðurlandi vestra í vikunni en heimsóknin var sú sjöunda í röð heimsókna ráðherr- ans í kjördæmi landsins í sumar og vetur. í heimsókninni fór Árni í Fiskiðjuna Skagfirðing á Sauðár- króki, ásamt fleiri fyrirtækjum þar í bæ og hélt almennan fund um sjávarútvegsmál á Kaffi Krók. Einnig fór ráðherrann til Siglu- fjarðar og heimsótti Þormóð Ramma-Sæberg og SR-mjöl. Þá sat ráðherrann fund með bæjar- stjórninni á Siglufirði og hélt al- mennan fund um sjávarútvegsmál með Siglfirðingum og nærsveita- mönnum. Á seinni degi heimsóknarinnar heimsótti Árni Skagstrending og fleiri fyrirtæki á Skagaströnd auk þess sem hann fór í sjávarútvegs- fyrirtæki á Blönduósi og á Hvammstanga. Árni segir að greinilega sé mikill kraftur í sjávarútvegi á Norðvest- urlandi, eins og sjá mætti á af- komutölum stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjanna. „Enn fremur eru menn að nýta aflann vel, eins og vinnsla á afskurðinum á Hofsósi og Skagaströnd gefur til kynna. Þá fannst mér athyglisverð ufsasölt- unin á Hofsósi þar sem framleitt er fyrir markaði í Karabíska hafinu. Það var einnig vel mætt á fundina sem ég hélt um sjávarútvegsmál og þar spunnust fjörugar umræður," segir ráðherrann. Byr byrjar betur á túnfískinum Sjö tonn á tveimur vikum TÚNFISKVEIÐISKIPIÐ Byr VE hefur verið á miðunum á svæði í grennd við Azoreyjar und- anfamar tvær vikur og er kominn með milli sex og sjö tonn af tún- fiski. Það er mun betri byrjun en í fyrra en þá fór reyndar mikill tími í ferðir og bið eftir japönskum leiðangursstjórum og fiskimeist- urum. Byr fór frá Vestmannaeyjum 6. febrúar, tók vistir á írlandi og hélt svo suður á túnfiskmiðin en skipið er nú um 200 mílur austur af Azoreyjum. „Þetta hefur gengið upp og niður og verið heldur lak- ara síðustu daga miðað við byrj- unina,“ segir Sævar Brynjólfsson, útgerðarstjóri. „Hann er kominn með á sjöunda tonn en þetta hafa verið milli 400 og 500 kfló í lögn sem er ágætt á okkar vísu.“ Um 2/3 hlutar aflans er bláuggi sem er verðmætastur, en Sævar segir að markaðsverðið sé mjög breytilegt og fari eftir fituinni- haldinu. Verðið sé hæst um 2.600 krónur fyrir kflóið, þegar fiskur- inn er feitastur á haustin og í ís- lensku lögsögunni, en fari niður í um 1.200 kr. „Reyndar fara ein- staka fiskar á síðasta stigi á upp- boðsmörkuðunum í Japan á hærra verði en það hefur ekki skilað sér til okkar.“ Heildaraflinn í fyrra 30 tonn Heildaraflinn hjá Byr í fyrra var rúmlega 30 tonn að verðmæti tæplega 40 milljónir króna. „Það var ósköp dapurt enda var veiðin í fyrra ekki svipur hjá sjón miðað við árið áður. 1998 voru Japanirn- ir með um 55 tonn að meðaltali en fóru undir 20 tonn í fyrra.“ Kaupa Rússakvóta NORSKA útgerðarfélagið North Atlantic Resources í Álasundi, hefur samið við hina opinberu auðlinda- nefnd Rússlands um kaup á 17.000 til 18.000 tonna kvóta af þorski og ýsu á þessu ári. Jafnframt hefur norska fé- lagið keypt 29.000 tonna loðnukvóta. Verð á þorskkvótanum er 64.000 krónur tonnið en fyrir loðnutonnið eru greiddar 3.600 krónur íslenzkar. Þessar veiðiheimildir verða síðan til sölu innan Noregs og er þá gert ráð fyrir að hvert tonn af þorski kosti um 71.000 krónur, eða 71 krónu kflóið. Islendingar hafa enn ekki svo vit- að sé keypt kvóta af Rússum, enda mun þetta væntanlega þykja hátt verð. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er leiguverð á íslenzkum kvóta í Barentshafi 30 krónur á kíló Noregsmegin en 20 krónur Rúss- landsmegin. Fá íslenzk skip eru nú að veiðum þarna og gengur sæmi- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.