Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ p iflKII IM ■ I fylgd með besta vini. Associated Press Hundar fjölga vinum og bæta heilsuna London. The Daily Telegraph. HUNDAR auðvelda mönnum mjög að kynnast fólki og það kann að vera ein af ástæðum þess að gæludýraeig- endur eru taldir heilbrigðari en aðrir. Þetta er niðurstaða dr. June McNicholas og dr. Glyn Collis við Warwick-háskóla í grein sem birt var í breska tímaritinu British Joumal of Psychology. McNicholas kveðst hafa viljað rannsaka hvað hæft væri í því að hundar gegni félagslegu hlut- verki, hjálpi mönnum að brjóta ísinn og koma af stað samræðum, jafnvel utan almenningsgarða og fleiri staða þar sem algengt er að fólk gangi með gæludýr sín. McNicholas fór í gönguferðir til að kanna hversu margir gæfu sig á tal við hana og mæla lengd samtalanna. Hún var ýmist einsömul eða með hundi sem þjálfaður var til að fylgja blindum og var vaninn á að gefa veg- farendum engan gaum. McNicholas kannaðist við suma sem urðu á vegi hennar og þegar hún var með hundinn þrefaldaðist fjöldi þeirra sem gaf sig á tal við hana. Áhrifin á þá sem hún kannaðist ekk- ert við voru sláandi - aðeins þrír þeirra ræddu við hana þegar hún var ein á ferð en 65 þegar hundurinn var með henni. „Fólk hneigist frekar til að hefja samræður ef öruggt umræðuefni er fyrir hendi,“ sagði Nicholas. „Hund- ar virðast uppfylla þetta skilyrði.“ Fram hafa komið tengsl milli gæludýrahalds og heilbrigðis og kann það að stafa af því að gæludýrin fjölga vinum og nánum félögum, en sá þáttur er talinn stuðla að minni streitu og betri heilsu. Gel við testósterónskorti Washington. AP. KARLMENN sem þjást af testó- sterónskorti geta nú nýtt sér nýja meðferð við vandanum: Testósteróngel. Framleiðand- inn, bandaríska lyfjafyrirtækið Unimed, segir gelið, sem hefur vöruheitið AndroGel, „auðvelda, áhrifaríka og ósýnilega" aðferð sem nota megi í stað hefðbund- innar meðferðar við skorti á karlhormóninu testósterón. AndroGel fæst eingöngu gegn lyfseðli. Það er glært og er því nuddað á húðina, en fara verður varlega, að því er bandaríska Matvæla- og lyfja- eftirlitið sagði þegar leyfi var veitt fyrir sölu lyfsins. Því er nuddað inn í húðina á kviði eða öxlum, en ekki nálægt kynfær- um. Þegar menn bera það á sig verða þeir að gæta þess að það berist ekki af þeim og á húð kvenna, og þá sérstaklega barnshafandi kvenna, því að testósterón getur haft skaðleg áhrif á fóstur. Framlciðandinn segir að með lyfinu sé hægt að færa testósterónmagn í cðlilcgt horf. Það verður komið á mark- að um mitt sumar. Lengri verkan lyfja New York. AP. KOMIN eru á markað í Bandaríkjun- um nokkur lyf sem hafa lengri verkan en önnur og þarf ekki að taka þau inn nema einu sinni í viku eða sjaldnar. í lok næsta árs verða fáanlegar slíkar langverkandi gerðir af lyfjum sem nú eru notuð gegn beingisnun, þung- lyndi, blóðleysi og hormónaskorti. Langverkan lyfja hefur verið þróuð með því að nota stærri skammta af lyfjunum og breyta því hvemig lyfið fer út í blóðrásina. Markmiðið með þessari nýju gerð lyfja er að tryggja að fólk taki ráðlögð lyf á réttum tíma, sérstaklega í tilfell- um eldra fólks sem oft þarf að taka mörg lyf við langvarandi sjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem ekld lýkur ráðlögðum lyfjaskammti, er lengur að ná sér af veikindum. Gallamir við langverkandi lyf, sem jafnan em nefnd „forðalyf, kunna að vera þeir, að fólki hætti til að gleyma að taka lyf ef það er ekki daglegur þáttur í tilvemnni. Þá hafa sumir lyfjal'ræðingar áhyggjur af því, að langverkandi lyf verði lengur í blóð- rásinni, sem kunni að magna auka- verkanir. Fulltrúar lyfjafyrirtækja telja þó, að fleira fólk muni Ijúka ráðlögðum lyfjaskömmtum ef það þarf einungis að taka lyfið einu sinni í viku. Það PRN Gangast forðalyfin hinum gleymnu? leiði aftur til þess að færri pillur fari til spillis, og því þurfi síður að kaupa nýja skammta. Ekki hefur verið til- kynnt um verð á þessum nýju forða- lyfjum, en talið er að lyfjaframleið- endur muni krefjast hærra verðs fyrir þau. Meðal fyrirtækjanna sem em að þróa forðalyf er Eli Lilly, sem mun væntanlega fara fram á leyfi frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlit- inu í vor til að setja á markað lang- verkandi gerð af þunglyndislyfinu Prozac, en sú gerð þess sem nú fæst er tekin daglega. LAUGARDAGUR11. MARS 2000 39 Airwear Airwear eru gler sem þú finnur ekki fyrir vegna þess aö þau eru einstaklega I t t létt og þunn og óbrjótanleg. Airwear er bæði fyrir nærsýna 1 & og fjarsýna og fást í öllum styrkleikum. Airwear er einnig fyrir þá = sem þurfa margskipt gler. Fáðu nánari upplýsingar um 1 | Airwear hjá starfsfólki Linsunnar, LINSAN Aðalstræti 9 • 551 5055 Laugavegur 8 • 551 4800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.