Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 31 hryðju- verk RANNSAKENDUR flugslyss- ins sem átti sér stað á Moskvu- flugvelli í fytradag, sem banaði m.a. þekktum blaðamanni og forstjóra olíufyrirtækis, hafa ekki fundið neinar vísbending- ar um að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Rússneskir fjölmiðlar gi’eindu frá þessu í gær. Strax eftir að rússneska einkaþotan, af YAK-40-gerð, hrapaði rétt eftir flugtak á fimmtudag með 9 manns innan- borðs, komu upp vangaveltur um að hryðjuverk hefði gi’and- að henni. En Vladimíi- Kofman, sem stýrir rannsókninni, sagði í gær að engar vísbendingar hefðu fundizt um að sprengja hefði sprungið í þotunni. Sprengja í Colombo SPRENGJA sprakk og til skotbardaga kom á fjölfarinni götu í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær. Að minnsta kosti 18 lágu í valnum, þar á meðal sex lögreglumenn, og yfír 40 særðust, eftir því sem lögregla gi-eindi frá. Meiðsl margra hinna slösuðu voru að sögn mjög alvarleg og því líkur á að fjölga muni í hópi þeirra sem tilræðið kostaði h'fið. Að sögn vitna sprungu tvær sprengjur, sem meintir liðsmenn Tamíla- tígranna, róttækrar hreyfingar aðskilnaðarsinnaðra tamíla á eynni, báru á sér. Staðurinn þar sem sprengjan sprakk er ekki langt frá þinghúsinu en þar voru þingmenn saman komnir til mánaðarlegrar at- kvæðagreiðslu um framleng- ingu á gildistíma neyðarlaga. Hindraður í svelti LAN Brady, sem fyrir 34 árum var ásamt lagskonu sinni Myru Hindley dæmdur í lífstíðar- fangelsi í Bretlandi fyrir kvaia- lostamorð á börnum, verður að una því að vera gefín næring gegn vilja sínum. Dómstóll í Liverpool úrskurðaði í gær að það væri í samræmi við lög og réttláta siði að Brady væri meinað að svelta sig til bana. Brady hafði haldið því fram að hann hefði rétt á því að starfs- fólk á fangelsis-geðsjúkrahús- inu þar sem hann situr inni neyddi ekki ofan í hann nær- ingu. Hann hefur verið í hung- urverkfalli frá því í september. Missa af smíði Queen Mary NORÐUR-írskt efnahagslíf varð fyrir áfalli í gær þegar Harland & Wolffs-skipasmíða- stöðin í Belfast, sem smíðaði Titanic, missti af því að vera falið að smíða nýtt skemmti- ferðaskip, sem ætlað er að sigla um heimsins höf undir heitinu Queen Mary. Stöðin missti verkefnið til fransks sam- keppnisaðila og stendur nú jafnvel frammi fyrir að neyðast til að hætta starfsemi. A blóma- tíma stöðvarinnar störfuðu þar 30.000 manns og var starfsemi hennar stolt tákn öflugrar iðn- þróunar á N-írlandi. En nú er Snorrabúð svo til orðin stekk- ur, með um 1.745 starfsmenn. Bretar kalla faeim sendiherra sinn í Zimbabwe Búnir að missa þolinmæð- ina með Mugabe forseta London, Harare. AP, AFP, Reuters. Reuters Fyri’verandi skæruliðar í Zimbabwe fagna í gær eftir að hafa lagt undir sig búgarð hvíts manns um 25 km frá höfuðborginni, Harare. BRESKA stjórnin kailaði heim sendiherra sinn í Zimbabwe í fyrra- dag og sakaði stjórnvöld um siðlausa framkomu með því að stöðva og opna sendiráðspóst. Hefur verið mjög grunnt á því góða með stjórnum ríkj- anna að undanförnu og einkum vegna þess, að Robert Mugabe, for- seti Zimbabwe, vill gera upptækar landeignir hvítra manna í landinu án þess að greiða neitt fyrir þær. Peter Hain, aðstoðarutanríkisráð- herra Bretlands, sagði í fyrrakvöld, að vopnaðir tollverðir í Zimbabwe hefðu opnað gám með fjarskipta- tækjum og húsbúnaði að fyrirskipan ríkisstjórnarinnar. Sagði hann, að þannig væri ekki farið með sendi- ráðspóst í siðmenntuðum ríkjum enda hefði þetta verið alvarlegt brot á Vínarsáttmálanum. Blökkumenn fara með alla stjórn mála í Zimbabwe og því þykir það til marks um, að Bretum fínnist nú mælirinn fullur þegar þeir gefa í skyn, að ríkið sé ekki „siðmenntað". Segja Breta styðja undirróðursöfl Chem Chimutengwende, talsmað- ur Zimbabwe-stjórnar, sagði í fyrra- kvöld, að af öryggisástæðum hefði stjórnin viljað vita hvað væri verið að flytja inn í landið í svo stórum gámi. Sagði hann, að Bretar hefðu stutt undirróðursöfl í landinu og hefðu hugsanlega verið að flytja þeim vopn og áróðursefni. Hvítir menn réðu áður í Zimbabwe eða Ródesíu eins og það hét þá en blökkumenn undir forystu Mugabes komust þar til valda 1980. Síðan hef- ur gengið á ýmsu í samskiptum ríkj- anna en þau hafa aldrei verið verri en nú. Efnahagslífið er í rústum og ríkið á gjaldþrotsbai-mi og Bretum þykir sem deilan um landeignir hvítra bænda sé kornið, sem fyllti mælinn. Mugabe vill gera þær upptækar endurgjaldslaust og síðustu daga hafa fyrrverandi samherjar hans í skæruliðastríðinu lagt undir sig hvert býlið á fætur öðru. Stjórnar- andstaðan í Zimbabwe fullyrðir, að það hafi þeir gert að undirlagi Mug- abes sjálfs. Með því vilji hann draga athyglina frá ósigri sjálfs sín í þjóð- aratkvæðagreiðslu á dögunum þegar landsmenn felldu að auka vöid hans sem forseta. „Kynhverfir glæpamenn" Ýmislegt fleira hefur komið til, t.d. yfirlýsingar Mugabes um bresku rík- isstjórnina, sem hann kallaði „kyn- hverfa glæpamenn“. Er hann mjög andsnúinn samkynhneigðu fólki og móðgaðist er það efndi til mótmæla í heimsókn hans í Bretlandi á síðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar látið svo ummælt, að Mugabe væri „sérkenni- legur“. Tollverðir í Zimbabwe létu sendi- ráðsgáminn lausan seint á fimmtu- dagskvöld en Bretar segja, að skemmdir hafi verið unnar á inni- haldinu. Vilja Mugabe burt Þingkosningar verða í Zimbabwe í næsta mánuði og skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir, að 63% landsmanna vilja nýja stjórn og 65% vilja, að Mugabe fari frá. Jafnvel 57% svartra bænda, sem mest hafa stutt Mugabe og flokk hans, eru sama sinnis. Það, sem brennur á fólki, eru verðhækkanir og atvinnuleysið og 80% telja rangt að kenna hvíta minnihlutanum um ástandið í Iand- inu eins og Mugabe gerir jafnan. Samstaða arabaríkja fyrir utanríkisráðherrafundinn í Beirút Hverra kosta eiga þau völ? Samstaða arabaríkja vegna stöðugra árása á Líbanon upp á síðkastið hefur sjaldan ver- ið sterkari. Hver ráðamaðurinn af öðrum þeysir til Sýrlands og þaðan til Líbanons og aliir lýsa stuðningi við Líbana. SÚ ákvörðun að fundur Araba- bandalagsins er haldinn í Beirút en ekki í Kaíró eins og venjan hefur verið miðast við að staðfesta sam- heldni aðildarríkjanna. Meira að segja hafa Kúveitar látið hafa eftir sér að þeir muni sækja fundinn þó svo fulltrúi frá írak mæti þar og sætir þetta ekki smátíðindum hér. Á það ber samt að líta að spurn- ingin er augljóslega: til hvaða ráða getur bandalagið gi’ipið fyrir utan að samþykkja væntanlega harðorð- ar yfirlýsingar og þess háttar? Það veldur sérfræðingum hér heilabrot- um því hernaðarlegir yfirburðir Israela eru þvílíkir að ekki verður til neins jafnað. Vænta stuðnings Evrópusambandsins Því hefur verið fleygt að leitað verði í auknum mæli eftir stuðningi Evrópusambandsríkja við að þrýsta á ísraela. Eins og fram hefur komið í fréttum vöktu orð Jospins, forsæt- isráðherra Frakka, löngum dyggra stuðningsmanna Líbana, skelfingu margra þegar hann kallaði Hizboll- ah-skæruliða hermdarverkamenn. Að vísu flýttu Chirac Frakklands- forseti og fleiri sér að reyna að kippa því í liðinn en sárindi sitja eftir. Þá hafa orð Davids Levy, utanrík- isráðherra ísraels, um að það ætti að brenna Líbanon til grunna, ekki beinlínis eflt trú manna á að við það verði staðið að ísraelar fari á brott frá Suður-Líbanon í júlí nk. eins og þeir segjast muni gera. Samt eru menn ekki með öllu vondaufir vegna þess að ýmsar vest- rænar sjónvarpsstöðvar eru hættar að tala um líbanska skæruliða og nefna þá nú andstöðuöfl innan Líb- anons. Það þarf ekki að orðlengja að vit- anlega samþykkja utanríkisráðherr- arnir að Gólanhæðum verði skilað til Sýrlands eins og þær leggja sig. Gólanhæðir eru báðum aðilum afar mikilvægar en ekki af þeim ástæð- um sem venjulega eru nefndar. ísra- elar hafa margsinnis sagt að hér réðu öryggisatriði, Sýrlendingar væru þá komnir að bæjardyrum ísraels og gætu hafið árásir þaðan. En Sýrlendingar með sinn veika hernaðarmátt samanborið við grannann eru engin raunveruleg né trúverðug skýiing. Það voru landa- mæraárásirnar sem áttu ekki hvað síst þátt í að hleypa sex daga stríð- inu af stað. Síðan var svo samið 1974 og hefur verið kyrrt á þessum stöðum að því undanskildu þó að fyrir nokkrum dögum efndu drúsar í hæðunum til mótmælaaðgerða. Hitt er líka á hreinu að með því að ráða Gólan- hæðum hafa Israelar ákveðið kverkatak á Sýrlendingum. ísra- elskir hermenn í Gólanhæðum eru ekki nema 35 km frá Damaskus. Rafeindahátæknibúnaður sem ísraelar hafa komið fyrir efst á Hermon-fjalli getur fylgst með nán- ast öllu sem gerist um þvert og endi- langt landið. Sýrlendingar eru áfjáðir að end- urheimta Gólanhæðirnar til að geta varist skyndiárásum og til að koma á ákveðnu hernaðarlegu jafnvægi við ísrael. En það sem er Sýrlend- ingum greinilega efst í huga er að Gólan-hæðirnar eru í huga flestra Sýrlendinga nauðsynlegar fyrir þeirra þjóðarstolt. Hvað er Barak tilbúinn að ganga iangt nú? Fyi’st eftir að Ehud Barak tók við embætti forsætisráðherra ísraels virtist hann fullur vilja til að leysa deilumál ríkjanna sem snúast auð- vitað um fleira en Gólanhæðir. Hann sagðist þá mundi leggja málið undir þjóðaratkvæði og Clinton Banda- ríkjaforseti sem hefur haft milli- göngu um viðræðurnar milli Baraks og Farouks Sharaa, utanríkisráð- herra Sýrlands, virtist bjartsýnn og taldi að það tæki ekki nema örfáa mánuði að ná samningum. Sem stendur eru þær horfur ekki jafn bjartar nú. Sumir segja að við- ræður hefjist eftir ID al Ácha sem byrjar 16. mars og stendur í fjóra daga. Barak bar það snarlega til baka og í fréttum var haft eftir Dav- id Levy í gær að hann og Barak væru hjartanlega sammála um allt sem að þessu lyti: Þeir vildu til dæmis ekki láta af hendi Gólanhæð- irnar. Svo í augnablikinu stendur hníf- urinn í kúnni. Það er ekki nýtt á þessu svæði en gæti haft afdrifarík- ar afleiðingar fyrir fólkið sem býr hér. Byggt ni.a. á Arabian Trends og Thc Daily Star Reuters Vantreysta Barak MEIRIHLUTI kjósenda í ísrael, 57%, álítur að Ehud Barak for- sætisráðherra sé of ákafur í að ná friðarsamningum við Sýrlend- inga. Kom þetta fram í könnun blaðsins Yedioth Ahronoth í gær. Að sögn stjórnmálaskýr- enda telja margir kjósendur að Barak inuni sætta sig við að Israelsher yfirgefi að fullu hinar umdeildu Gólanhæðir sem ísraelar hertóku 1967. Síðustu daga hafa Yasser Arafat, Ieiðtogi Palestínu- manna og Barak átt með sér samn- ingafundi til að koma friðarferlinu af stað á ný. Á myndinni sést heittrúaður gyðingur mótmæla því í gær að stjórn Arafats fái meira af hernumdu svæðunum til yfir- ráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.