Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 27 Hagnaður Marel hf. og dótturfélaga 331 milljón kr. í fyrra Besta afkoma frá upphafí HAGNAÐUR af rekstri Marel hf. og dótturfélaga þess á árinu 1999 nam 331 milljón króna en var 9 milljónir árið áður. Nemur þessi tala 5,8% af rekstrartekjum samstæðunnar og er jafnframt besta afkoma hennar frá upphafi. Hagnaður móðurfélagsins var 47 milljónir króna á árinu 1999. I tilkynningu frá Marel segir að hlutafé Marel Trading hafí á árinu verið aukið með þátttöku nokkurra fyrirtækja sem tekið höfðu þátt í verkefnum fyrirtækisins. Nafni þess var einnig breytt í MT ehf. Hlutur Marel hf. minnkaði við þetta í 40% og er MT ehf. ekki innan Marel-sam- stæðunnar á árinu 1999. Fram kemur að veruleg aukning hafí orðið á síðasta ári í sölu hjá Mar- el. Eigi það við um allar iðngreinarn- ar þrjár, sem Marel selur einkum vörur sínar til, þ.e. fisk-, kjúklinga- og kjötiðnað. Fiskiðnaðurinn er enn mikilvægasta iðngreinin hjá fyrir- tækinu og var sala þangað um 50% af veltu félagsins. Sala og þróun á nýjum búnaði til laxavinnslu gekk vel á árinu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Sala í kjöt- og kjúklingaiðnaði varð í fyrsta sinn um 50% af heildarsölu. Marel hf. keypti allt hlutafé danska fyrirtækisins Carnitech a/s á árinu 1997. Alls voru rekstrartekjur Carnitech a/s og tveggja dótturfé- laga þess í Bandaríkjunum og Nor- egi 2.307 milljónir króna, sem er 48% aukning frá fyrra ári. Hagnaður nam 261 milljón króna og er það besti árangur í sögu fyrirtækisins. Olíufélagið ht Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 11.461 10.438 +9,8% Rekstrargjöld 10.552 9.587 +10,1% Afskriftir 278 265 +4,9% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 56 2 Hagnaður f. aðrar tekjur og gjöld 687 588 +16,8% Aðrar tekjur og gjöld 288 24 Tekju- og eignarskattar 357 219 +63,0% Hlutdeild minnihluta -12 1 Hagnaður ársins 606 394 +53,8% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 12.825 11.599 +10,6% Elgið fé 5.897 5.100 +15,6% Skuldir 6.928 6.499 +6,6% Skuldir og eigið fé samtals 12.825 11.599 +10,6% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 11,9% 8,4% Eiginfjárhlutfall 46% 44% Veltufjárhlutfall 1,25 1,37 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 722 801 -9,9% Afkoma Olíufélags ins hf. árið 1999 Hagnaður jókst um 54% milli ára OLIUFELAGIÐ hf. var rekið með 606 milljóna króna hagnaði árið 1999. Árið 1998 nam hagnaður fé- lagsins 394 milljónum króna og nam því aukning hagnaðar 54% milli áranna. Sala Olíufélagsins nam 11.461 milljónum króna árið 1999 og jókst um 9,8% frá árinu áður, en rekstrargjöld félagsins voru 10.552 milljónir króna og jukust um 10,1%. „Við erum ánægðir með þessa af- komu sem er sú besta í sögu félags- ins. Einnig er efnahagur félagsins mjög traustur. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins er um 50% en eigið fé hækkar um tæpar 800 milljónir milli ára og arðsemi eigin fjár er um 12%. Það sem einkenndi árið var veru- legar hækkanir á heimsmarkaðs- verði, en okkar afkoma er reyndar svipuð hvort sem verð er að hækka eða lækka, enda miðast hún við birgðastöðu. Tekjur félagsins af verslun með aðrar vörur en fljót- andi vörur uxu um 26% milli ára, svo að þar erum við í sókn. Svo má nefna að rekstrarkostnaður hækk- aði tímabundið umfram okkar áætl- anir vegna yfírtöku á starfsemi sem aðrir voru að reka,“ segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Um aukningu annarra tekna og gjalda um 264 milljónir, sem gerir 201 milljón eftir skatta, segir Geir það vera hagnað af sölu hlutabréfa, sem hafi verið talinn fram með reglulegum liðum í ársreikningi, eins og mörg önnur félög séu farin að gera. Um árið sem í hönd fer segir Geir Marel gerir ráð fyrir að félagið verði áfram í fremstu röð með auk- inni þróunarvinnu vegna hátækni- búnaðar og áherslu á hugbúnaðar- lausnir. Að sögn var verkefnisstaða fyrirtækisins ágæt nú í byrjun ársins 2000. Segir í tilkynningu félagsins að á árinu verði áhersla lögð á að bæta afkomu móðurfélagsins. Reiknað er með að viðunandi hagnaður verði af rekstri samstæðunnar. Jákvæð umskipti hjá Marel Esther Finnbogadóttir hjá grein- ingadeild Kaupþings segist álíta uppgjör Marels mjög gott og að um- skiptin frá fyrra ári séu mjög já- kvæð. „Tekjurnar aukast um 50% milli ára og erlenda starfsemin kem- ur vel út. Breyting fjármagnsliða kemur þó ekki á óvart, því það er svipuð þróun og hjá öðrum fyrir- tækjum. Hún bendir á að afkoman á seinni hluta síðasta árs hafi ekki verið alveg eins góð og á fyrri hluta ársins. „Samt sem áður virðast horfurnar vera góðar og Marel er að færa sig meira yfir í aðra starfsemi. Við sjá- um að nú kemur helmingur tekna fé- Marel hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 5.680 3.775 +50,5% Rekstrargjöld 5.209 3.680 +41,5% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 17 -97 Hagnaður (tap) fyrir skatta 488 -2 Reiknaðir skattar -171 19 Aðrar tekjur og (gjöld) 13 -11 Áhrif af rekstri hludeildarfélaga 1 3 -66,7% Hagnaður ársins 331 9_ +3.578% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 3.000 2.710 +10,7% Eigið fé 817 492 +66,1% Skuldir 2.183 2.218 -1.6% Skuldir og eigið fé samtals 3.000 2.710 +10,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 65,6% 1,8% Eiginfjárhlutfall 27,2% 18,1% Veltufjárhlutfall Milljónir króna 1,8 2,0 Veltufé frá rekstri 404 84 +381% lagsins úr öðru en fiskiðnaði. Það er því margt spennandi í gangi hjá Marel og ég tel að þarna sé á ferðinni spennandi fjárfestingarkostur," seg- ir Esther. Gengi bréfa Marels hf. á Verð- bréfaþingi íslands hækkaði í gær um 3,8%, og endaði í 55. Heildarviðskipti með bréf félagsins námu tæpum 263 milljónum króna, sem var mesta magn viðskipta með bréf einstaks fé- lags á þinginu í gær. Ma bjooa i=>er S ÆTI ? að auk venjulegrar áherslu á rekstrarhagræðingu megi nefna að Olíufélagið hafí1 fengið umhverfis- verðlaun á seinasta ári. „Því tengt lögðum við vinnu í að koma upp tækjabúnaði til sölu á metangasi í samvinnu við Sorpu sem safnar gas- inu og hreinsar það. Það er meiri kostnaður af þessu en tekjur til að byrja með, og lítum við á þetta sem þróunarverkefni sem tengist okkar áherslu á umhverfismál,“ segir Geir. Hann segir einnig að stjórn Olíu- félagsins hafi ákveðið nýjar áhersl- ur í hlutabréfaviðskiptum félagsins. „Við munum e.t.v. stunda slíkt e.t.v. aðeins ákveðnar í framtíðinni en áð- ur. Við erum með sterkan efnahags- reikning sem þolir meiri umsvif á því sviði,“ segir Geir að lokum. Björn Snær Guðbrandsson, verð- bréfamiðlari _ hjá viðskiptastofu Landsbanka Islands, segir að hagn- aður Olíufélagsins fyrir árið 1999 hafi verið töluvert hærri en mark- aðsaðilar reiknuðu með. „Skýringin liggur trúlega í liðnum aðrar tekjur og gjöld en sá liður er 288 mkr. en var 24 mkr. árið á undan. Ef litið er á hagnað félagsins fyrir fjármuna- liði og aðrar tekjur þá sést að hann er 631 mkr. sem er einungis 7,7% aukning á milli ára. Sambærilegar tölur fyrir hin olíu- félögin eru 34% aukning hjá Olíu- verslun íslands og 76% aukning hjá Skeljungi. Árið 1999 hefur ljóslega verið félaginu mjög gott þótt það hafi ekki náð að nýta sér hagstæð ytri skilyrði í jafn miklum mæli og hin olíufélögin," segir Björn Snær. íd: 220x270 cm HAK 9 1 CM M2 SYi.N IN GARSALUR TM • HÚSGÖGN 0:00 -10:00 • Lauganl. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri likust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.