Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 84
4
Netþjónar
og tölvur
COMPAa
Hefur þitt fyrirtæki
efni á að eyða tíma
starfsfólksins í bið?
Þeiá cr dyrt rui IMo starfsfólkið biða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG:RmTJgMBUS, AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
HEKLA
— íforystuánýrriöldt
Aðgerðir rfkisstjórnarinnar í skattamálum kynntar
Persdnuafsláttur og
skattleysismörk hækka
Morgunblaðið/Golli
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar í skattamálum á fundi með fulltrúum Flóabandalagsins og fleiri félaga inn-
an ASI. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson sitja gegnt Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ,
Halldóri Björnssyni, formanni Eflingar, Rannveigu Sigurðardóttur, hagfræðingi ASI, og Hervari Gunnarssyni,
varaforseta ASÍ.
RÍKISSTJÓRNIN kynnti aðgerðir
sínar í skattamálum til að greiða fyrir
kjarasamningum í gærmorgun á
fundi með fullti'úum Flóabandalags-
ins og fleiri félaga innan Alþýðusam-
bands Islands. Felast þær m.a. í að
skattleysismörk fylgi launaþróun,
tekjutenging bamabóta minnki og
tekjuskerðingarmörk hækki, greiðsl-
ur almannatrygginga hækki í takt við
laun, fæðingarorlof lengist og í
tengslum við það verði réttindi jöfnuð
*^*og samræmd. Þá var kynnt sérstök
athugun sem ríkisstjórnin hyggst láta
fai-a fram á næstu mánuðum á tekju-
skatti einstaklinga og staðgreiðslu-
kerfinu í því skyni að fá fram kosti
þess og galla að fjölga skattþrepum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði eftir fundinn ljóst að útgjöld
ríkissjóðs myndu aukast um nokkra
milljai-ða vegna þessara aðgerða. Sá
stöðugleiki sem fengist hins vegar
með friði á vinnumarkaði vægi upp á
móti þeim þensluáhrifum sem þetta
t útsnil kynni að hafa í fór með sér.
Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir að
hún myndi ekki kynna fyrirhugaðar
aðgerðir sínar fyrr en komið væri
samkomulag milli Flóabandalags og
SA. Forsætisráðherra viðurkenndi að
hann hefði ekki átt von á að það
myndi takast fyrr en eftir helgina, en
skákin hefði greinilega spilast hratt í
Karphúsinu, eins og hann orðaði það.
„Það er Ijóst að barnabætumar
einar munu auka útgjöld ríkissjóðs
um einn og hálfan milljarð - sérstak-
lega mun upphafshækkun kosta okk-
ur töluvert mikla peninga, á heilu ári
um tólfhundruð milljónir eða svo.
Þannig að við erum að tala um nokkra
milljarða í aukin útgjöld,“ sagði for-
sætisráðherra og taldi ekki að með
***‘þessum aðgerðum væri verið að
stefna stöðugleikanum í hættu. Hann
benti á að væntanlegir samningar
Flóabandalags og SA fælu í sér
lengsta samningstímabil sem hann
þekkti í íslenskri sögu.
Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra sagði ljóst að bæði yfirlýsingin
og samningamir byggðust á vem-
legri bjartsýni. „Þeir byggjast á
þeirri bjartsýni að hér verði áfram-
haldandi hagvöxtur. Þess vegna er
náttúrulega afar mikilvægt að við
höldum áfram atvinnuuppbyggingu
og sá hraði, sem er í þjóðfélaginu,
haldi áfram,“ sagði hann.
Halldór Bjömsson, formaður Efl-
ingar og helsti talsmaður Flóabanda-
lagsins, sagði eftir fundinn í gær að
nú þegar útspil ríkisstjómarinnar
lægi íyrir væri unnt að skrifa undir
nýjan kjarasamning. „Ríkisstjómin
lofaði að skila svona yfirlýsingu og
það hefur hún nú gert. Fyrir það er-
um við henni mjög þakklát," sagði
Halldór og taldi Ijóst með yfirlýsing-
unni að Flóabandalagið og ASÍ hefðu
náð fram markmiðum sínum.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, sagði í gær að
við ríkjandi aðstæður væri það mat
sitt að rétt hefði verið hjá ríkisstjóm-
inni að greiða fyrir kjarasamningum
með þessum hætti.
„Það er afskaplega mikilvægt að
endurnýja langtímahugsunarhátt í
þjóðfélaginu, ná verðbólgunni niður
og varðveita þannig stöðugleikann
sem nú virðist vera í hættu,“ sagði
Ari.
■ Aðgerðir stjórnvalda/42-43
Leggja af
stað á pól-
inn í 45
stiga frosti
FJÖRUTÍU og fimm stiga frost,
hægur vindur og bjartviðri beið
norðurpólsfaranna Haralds Arnar
Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar
á Ward Hunt-eyju á 83. breiddar-
gráðu er þeir stigu út úr Twin Ott-
er-skíðaflugvél, sem flutti þá frá
eskimóaþorpinu Resolute til Ward
Hunt-eyju. Þaðan var reiknað með
að gangan á norðurpólinn hæfist á
miðnætti.
Vélin lenti um klukkan 21 að ís-
lenskum tíma í gærkvöldi, eða um
klukkan 15 á Ward Hunt og héldu
þeir félagar út á ísinn með sleða
sína í eftirdragi að lokinni losun
vélarinnar og annarri umsýslu.
Að sögn Ólafs Amar Haralds-
sonar föður Haralds, sem var í sam-
bandi við son sinn í gær þegar milli-
lent var í Eureka á Ellesmerey, var
hljóðið gott i Haraldi. Sagði hann að
þeir Ingþór hefðu aðlagast kuldan-
um vel og allur búnaður væri heill.
Rjósmynd/Ólafur Öm Haraldsson
Norðurpóllinn er í um 800 km fjarlægð frá byrjunarreit á Ward Hunt-
eyju. Myndin var tekin við æfingar á Baffinslandi fyrir nokkrum dögum.
Flugið frá Resolute tók sex
klukkustundir og samferða Islend-
ingunum vom þrír Svfar, sem
hyggjast ganga á norðurpólinn á 50
dögum. Svíarnir eru með nærri því
helmingi léttari sleða en Haraldur
og Ingþór og bera hluta byrðanna á
bakinu. Samanlögð þyngd farang-
urs þeirra er um 95 kg á móti 120
kg hjá Haraldi og Ingþóri. íslend-
ingarnir hyggjast ná norðurpólnum
á 60 dögum.
Haraldur og Ingþór hafa með-
ferðis Iridium gervihnattasfma sem
þeir nota til að gefa skýrslu um
stöðu mála á ferðalaginu. Fjárhags-
erfiðleikar framlciðandans gætu
hugsanlega sett strik f reikninginn,
en Haraldur og Ingþór gerðu í und-
irbúningnum ráð fyrir fleiri Qar-
skiptamöguleikum, m.a. Argos
senditæki, sem gerir þeim kleift að
koma frá sér upplýsingum til bak-
varðasveitar sinnar á Islandi. Að
auki hafa þeir sinn neyðarsendinn
hvor.
? MITSUBISHI
i LRNW
Skrifað
undir í
skugga
deilna
SKRIFAÐ verður undir lqara-
samning Samtaka atvinnulífs-
ins og Flóabandalagsins á
morgun. Þetta varð ljóst í gær-
morgun eftfr að ríkisstjórnin
kynnti aðgerðir sínar í skatta-
málum.
A sama tíma dregur til tíð-
inda hjá landsbyggðarfélögum
innan Verkamannasambands-
ins, VMSI. Formenn sam-
bandsins og Landssambands
iðnverkafólks hittust til skrafs
og ráðagerða í gær, en formleg-
ur fundur þeiira er á dagskrá
fyrir hádegi í dag. Þar verða
ákveðin næstu skref í ijósi þess
að tjögur stór félög innan
VMSI, sem saman mynda Flóa-
bandalagið, hafa náð samning-
um á meðan landsbyggðarfélög
undirbúa verkfallsátök.
Forystumenn landsbyggðar-
félaganna, sem margir hverjir
höfðu gagnrýnt nýgert sam-
komulag Flóabandalagsins og
SA harkalega, vildu í gær ekk-
ert tjá sig um þann ágreining
sem kominn er upp innan
VMSÍ. Hið sama gilti um Bjöm
Grétar Sveinsson, formann
VMSÍ. Grétar Þorsteinsson,
forseti ASI, sagði ágreininginn
í gær vera áhyggjuefni, en
VMSI er stærsta landssam-
bandið innan Aiþýðusambands-
ins.
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar og talsmaður Flóa-
bandalagsins í samningavið-
ræðunum, sagði í gær að ef
brúa ætti þá djúpstæðu gjá sem
komin er upp yrðu þeir sem
kveiktu eldana að slökkva þá.
„Það er alveg á hreinu,“ sagði
Halldór.
■ Djúpstæð gjá / 4
Framarar fínna gögn
um eign félagssvæðis
FRAMARAR hafa fundið gömui
skjöl sem þeir telja sanna að
íþróttasvæði félagsins við Safa-
mýri sé allt í þeirra eigu. Eins og
staðan er nú er ekki til formlegur
lóðarsamningur á milli Fram og
borgarinnar um svæðið.
„Það sem komið hefur upp úr
krafsinu er formleg lóðarúthlut-
un á svæðinu til okkar frá árinu
1958,“ segir Sveinn Andri Sveins-
son, formaður Fram. Þar öðlaðist
félagið rétt til lands beggja vegna
Miklubrautar. Hann segir að eft-
ir niðurstöðu viðræðna við borg-
ina um lóðina megi vænta tíðinda
af framtíðaráfonnum félagsins,
t.d. samstarf við Fjölni eða Þrótt.
■ Þrýst/14