Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 65 KIRKJUSTARF Hafnarfjarðarkirkja Safnadarstarf Barnakórar í tónlistarmessu í Hafnar- fjarðarkirkju SUNNNUDAGINN 12. mars nk. heimsækir Barnakór Grensás- kirkju, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, ásamt hljóðfæraleik- urum, Barna- og unglingakór Hafn- arfjarðarkirkju, sem Helga Lofts- dóttir stjórnar. Kórarnir munu syngja saman í tónlistarmessu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 17 þrjá valda kafla úr messu eftir Charles Gounod. Anna Vala Ólafsdóttir leik- ur á selló, Svanhvít Yrsa Arnadóttir á fiðlu og Anna Rut Hilmarsdóttir á flautu. Prestur er sr. Þórhildur Ól- afs. Samstarf af þessu tagi milli barnakóra er mjög gefandi og gleði- ríkt og færir með sér blessun fyrir kirkjurnar. Almenn guðsþjónusta fer einnig fram fyrr um daginn og hefst hún kl 11. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Organisti í báð- um messunum er Öm Falkner. Biblían og bókmenntirnar Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnud. 12. mars, kl. 10 mun dr. Gunnar Kristjánsson prófastur ílytja erindi sem hann nefnir „Biblían og bókmenntirnar". Án efa má segja að ekkert rit hafi haft víðtækari áhrif á hvers konar listsköpun en Biblían. Rithöfundar, ekki síður en aðrir listamenn, hafa sótt þangað innblástur og umfjöll- unarefni og eru rithöfundar nútím- ans þar engin undantekning. í er- indi sínu mun dr. Gunnar einkum fjalla um áhrif Biblíunnar á nútíma- bókmenntir. Að erindinu loknu verður boðið upp á fyrirspurnir. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Messa hefst síðan í kirkjunni kl. 11 og mun séra Jón Dalbú Hróbjarts- son annast hana. Djassað í Laugarnesi Kvöldmessur Laugarneskirkju halda sínu striki. Þar ríkir létt sveifla í tónum og tali og gleðiboð- skapur trúarinnar er túlkaður með ýmsu móti. Næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20:30 hefst kvöld- messa marsmánaðar. Hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladótt- ir þjóna við messuna ásamt fram- úrskarandi tónlistarfólki. Þar eru þeir Tómas R. Einarsson á kontra- bassa, Matthías Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Gunnar Gunnarsson á píanó. Kór Laugarneskirkju syngur ásamt Þorvaldi Halldórssyni, sem syngur einsöng. Djassinn hefst í húsinu kl. 20, svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta kvölds- ins. Svo bíður kaffisopi og kertaljós í safnaðarheimilinu allra sem vilja. Sjáumst í kirkjunni! Bjarni Karlsson. Föstumessa í Hjallakirkju Sunnudagurinn 12. mars er 1. sunnudagur í föstu og af því tilefni verður föstumessa í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 11. Þar verða m.a. fluttir nokkrir Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar með „gömlu lög- unum“ í útsetningu fyrir söngrödd og orgel sem Smári Ölason tónlist- armaður hefur gert. Eyrún Jónas- dóttir altsöngkona og Smári Ólafs- son flytja sálmana. Við messuna munu einnig félagar úr Kór Hjalla- kirkju flytja föstutónlist. Að reynast börnunum náungi? Hvernig reynist ég börnunum náungi? Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, mun hugleiða efnið á fjöl- skyldusamkomu í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á morgun, sunnudaginn 12. mars, kl. i7. Á samkomunni verður flutt atriði frá uppskeruhátíð félaganna sem fram fer í dag í aðalstöðvum félag- anna við Holtaveg kl. 14-16. Al- mennur söngur, vitnisburður, líf og gleði. Á meðan hugvekjan verður flutt verður boðið upp á sérstaka barna- samveru annars staðar í húsinu fyr- ir þau börn sem vilja. Skipt verður í hópa eftir aldri. Eftir samkomuna gefst sam- komugestum, allri fjölskyldunni, kostur á því að kaupa ljúffenga mál- tíð á fjölskylduvænu verði, hámark þúsund krónur, fyrir fjölskylduna. Allir velkomnir. Djassmessa í Grafarvogskir Síðustu sunnudaga hafa guðs- þjónustur í Grafarvogskirkju verið með sérstökum hætti. Æskulýðs- guðsþjónusta, poppmessa og gosp- elguðsþjónusta hafa verið haldnar. Næsta sunnudag kl. 14 verður síðan djassmessa. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Gu- itar Islandico leikur: Björn Thor- oddsen, gítar, Gunnar Hrafnsson, gítar, og Jón Rafnsson, bassi. Kaffisala í Óháða söfnuðinum Á sunnudag kl. 14 er fjölskyldu- guðsþjónusta í Óháða söfnuðinum. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala kvenfélags Óháða safnað- arins til styrktar Bjargarsjóði - líknarsjóði safnaðarins. Verða margir fermetrar af rjómatertum og öðru randabrauði sem kaffímeð- læti. Nýr föstuhökull verður tekinn í notkun í guðsþjónustunni. Gefandi er Holberg Másson og fjölskylda. Út er komin saga Óháða safnað- arins en söfnuðurinn er 50 ára á þessu ári. Er bókin fáanleg í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Kaffisala Dómkirkju- kvenna Hin árlega kaffisala kirkjunefnd- ar kvenna Dómkirkjunnar verður á morgun, sunnudag, í safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar við Lækjargötu. Kaffísalan hefst að lokinni guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem Olína Þorvarðardóttir þjóðfræðing- ur flytur prédikun. Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari syng- ur einsöng og Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar dómorganista. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Að þessu sinni bjóða konurnar upp á kaffi og vöfflu-hlaðborð. Allur ágóði af kaffisölunni fer til líknarmála og til að fegra og prýða Dómkirkjuna, og eru vinir og vel- unnarar Dómkirkjunnar hvattir til að koma og leggja konunum lið. Hjalti Guðmundsson. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Farið í heimsókn í Holtsbúð, nýja hjúkrunar- og dvalarheimilið í Garðabæ. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Jóna Hansen. Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Laugardags- skóli fyrir krakka kl% 13. Boðunarkirkjan. Á morgun kl. 17 er 8. hluti 10 vikna námskeiðs í Daníelsbók. Leiðbeinandi er Stein- þór Þórðarson. Námskeiðið er ókeypis og því útvarpað beint á Hljóðnemanum FM 107. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í dag kl. 14. Gestaprédikari: Mike Warnke. Mán.: Karlabænastund kl. 20.30. Þri.: Bænastund og fræðsla kl. 20. Ragnheiður D. Árnadóttir. Mið.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föst.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi: Elín Jóhannsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Gylfa Pálssonar Akureyrarmeistari eftir hörkukeppni LOKIÐ er Akureyrarmóti í sveitakeppni með sigri sveitar Gylfa Pálssonar eftir harða baráttu við sveit Sveins Pálssonar, sem hafði forystu lengst af. Sveit Gylfa tókst að jafna í síðustu umferð og báðar sveitir hlutu 251 stig. Gylfi og félagar fengu fleiri stig úr innbyrðis viðureign og hrepptu þvi Akureyrarmeistaratitilinn. Ásamt Gylfa spiluðu í sveitinni Helgi Steinsson, Ævar Armannsson og Hilmar Jakobsson. I sveit Sveins spiluðu auk hans Sveinbjöm Sigurðsson, Jónas Ró- bertsson, Guðmundur St. Jónsson og Skúli Skúlason. I þriðja sæti varð sveit Stefáns Stefánssonar með 223 stig, með hon- um spiluðu Hörður Blöndal, Þórar- inn B. Jónsson, Páll Pálsson og Frí- mann Frímannsson. Alls tóku átta sveitir þátt í mótinu og var spiluð tvöföld umferð, 16 spila leikir. Góutvímenningur Þriðjudaginn var lauk tveggja kvölda barometer-Góutvímenning með sigri Stefáns Vilhjálmssonar og Guðmundar Víðis Gunnlaugssonar sem hlutu 83 stig eftir sérlega gott gengi fyrra kvöldið. í öðru sæti lentu Pétur Guðjónsson og Stefán Ragn- arsson með 69 stig og þriðju urðu Stefán Stefánsson og Ánton Har- aldsson með 57 stig. Næsta mót Halldórsmótið, minningarmót um Halldór Helgason, er næst á dag- skrá. Þetta er þriggja kvölda board- a-match-sveitakeppni og hefst 14. mars. Ólafur keppnisstjóri tekur við skráningu í síma 462 4120 fram á sunnudagskvöld. Reynt verður að aðstoða við myndun sveita. Minnt er á sunnudagsspila- mennsku (tvímenningur) í Hamri kl. 19:30. Fimmtudagsspilamennska í Þönglabakka Fimmtudaginn 2. mars mættu 16 pör að spila. Spilaður var Mitchell með fjórum spilum á milli para. Miðlungur 168. Lokastaðan varð þessi: NS Alfreð Kristjánss. - Halla Ólafsd. 178 Einar Guðm.sson - Ormarr Snæbjömss. 175 Friðrik Jónss. - Baldur Bjartmars 173 Ásmundur Ömólfss. - Gunnl.Karlss. 173 AV Helgi Sigurðss. - Helgi Jónss. 222 Guðbjöm Þórðars. - Steinberg Ríkarðss.185 ísak Óm Sigurðss. - Hallur Símonars. 179 Helgarnir náðu í mjög gott pró- sentuskor, 65,77%, og þeir ásamt Al- freð og Höllu eru komnir með 18 bronsstig í marsmánuði. Hæsta prósentuskor og flest bronsstig skoruð í marsmánuði gefa glæsilega vinninga frá Þremur Frökkum. Bridsdeild FEBK í Gullsmára Tvímenningur var spilaður á átta borðum mánudaginn 9. marz sl. að Gullsmára 13. Meðalskor var 126. Beztum árangri náðu: NS Bjami Guðmundss. - Sigurður Bjömss. 168 Þorgerður Sigurgd. - Stefán Friðbjss. 145 Stefán Ólafss. - Sigurjón H. Sigurjónss. 136 AV Guðm. Á Guðmundss. - Jón Andréss. 154 ÞórhallurÁmason-ValdimarHjartars. 153 Sigurpáll Ámas. - Sigurður Gunnlaugss. 131 Sveit Antons Sigurbjörnssonar Siglulj arðarmeistar i Nú er lokið Siglufjarðarmóti í sveitakeppni, en tveir síðustu leik- irnir voru spilaðir mánudaginn 28. febrúar. Siglufjarðarmeistari í sveitakeppni áiið 2000 varð sveit Antons Sigurbjörnssonar, sem varði þar með titilinn frá árinu 1999, en sveit hans varð einnig Siglufjarðar- meistari þá með frábærum enda- spretti, þar sem sveitin vann tvo síð- ustu leikina hreint. Sama baráttan var nú um efsta sætið og skildi að- eins eitt stig að tvær efstu sveitimar þegar upp var staðið, en 6 stiga mun- ur var fyrir síðasta kvöldið. Með Antoni í sveit voru Bogi Sigurbjörns- son, Gottskálk Rögnvaldsson, Stef- anía Sigurbjömsdóttir, Reynir Ámason og Guðmundur Davíðsson. í öðm sæti varð sveit Skeljungs hf., en í þeirri sveit spiluðu Haraldur Árnason, Hinrik Aðalsteinsson, Sig- urður Hafliðason, Jón Sigurbjörns- son, Sigfús Steingrímsson og Guð- mundur Árnason. Lokaúrslit urðu annars þessi: Sv. Antons Sigurbjömssonar 345 Sv. Skeljungs hf. 344 Sv. Þórieifs Haraldssonar 315 Sv. Bjöms Ólafssonar 305 Sv. Þorsteins Jóhannssonar 300 Alls tóku 10 sveitir þátt í mótinu. Mánudaginn 6. mars hófst þriggja kvölda tvímenningur. Staða efstu para eftir 1. umferð af þremur er þessi: Þorst. Jóhannss. - Stefán Benediktss. 183 AntonSigurbj.-BogiSigurbjömss. 182 Kristín Bogad. - Guðrún Jakob. Ólafsd. 169 Benedikt Sigurj. - Eyjólfur Sturlaugss. 166 Haraldur Ámason - Hinrik Aðalsteinss. 165 Bikarkeppni Norðurlands vestra Dregnar hafa verið út þær sveitir sem spila saman í undanúrslitum Bikarkeppni Norðurlands vestra ár- ið 2000. Af 13 sveitum sem hófu keppnina standa nú eftir fjórar sveit- ir, þ.e. sveit Ingibergs Guðmunds- sonar Skagaströnd, sveit Neta- og veiðarfæragerðarinnar hf. Siglufirði og sveitir Gunnars Þórðarsonar og Eyjólfs Sigurðssonar Sauðárkróki. Sveit Ingibergs á heimaleik við sveit Gunnars og sveit Neta- og veiðar- færagerðarinnar hf. á heimaleik við sveit Eyjólfs. Þessum leikjum skal lokið fyrir nk. mánaðamót. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Bridskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Mánudaginn 6. mars fór fram síð- asta umferð í sveitakeppni 2000. Sig- urvegari keppninnar varð sveit Al- berts Þorsteinssonar, sem hlaut 168 stig. Með honum í sveit vora Auðunn Guðmundsson, Anton Sigurðsson, Hannes Ingibergsson, Sigtryggur Ellertsson og Þorsteinn Laufdal. Staða efstu sveita varð þessi: Sv. Rafns Kristjánssonar 158 Sv. Margrétar Margeirsd. 148 Sv. Sigurðar Pálssonar 146 Sv. Þórarins Ámasonar 144 Eins og stigin bera með sér var þetta tvísýn keppni, þar sem lítið máttiútaf bera. í lok sveitakeppninnar fór fram tvímenningskeppni með þátttöku 21 pars. Spiluð vora 15 spil og meðal- skor 60 stig. Bestu skor hlutu þessi pör: PerlaKolka-StefánSörensson 78 HalldórMagnússon-PállHannesson 73 J ón Stefánsson -Sæmundur Bjömsson 71 Sparaðutugliúsunilír r^-.. Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo þeir verða sem nýir RRB?!P?iWivar@vortex.is Opið hús Menntaskólinn í Kópavogi - Hótel- og matvælaskólinn - Ferdamálaskólinn - v/Digranesveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.