Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 65
KIRKJUSTARF
Hafnarfjarðarkirkja
Safnadarstarf
Barnakórar í
tónlistarmessu
í Hafnar-
fjarðarkirkju
SUNNNUDAGINN 12. mars nk.
heimsækir Barnakór Grensás-
kirkju, undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur, ásamt hljóðfæraleik-
urum, Barna- og unglingakór Hafn-
arfjarðarkirkju, sem Helga Lofts-
dóttir stjórnar. Kórarnir munu
syngja saman í tónlistarmessu í
Hafnarfjarðarkirkju kl. 17 þrjá
valda kafla úr messu eftir Charles
Gounod. Anna Vala Ólafsdóttir leik-
ur á selló, Svanhvít Yrsa Arnadóttir
á fiðlu og Anna Rut Hilmarsdóttir á
flautu. Prestur er sr. Þórhildur Ól-
afs. Samstarf af þessu tagi milli
barnakóra er mjög gefandi og gleði-
ríkt og færir með sér blessun fyrir
kirkjurnar. Almenn guðsþjónusta
fer einnig fram fyrr um daginn og
hefst hún kl 11. Prestur er sr. Þór-
hallur Heimisson. Organisti í báð-
um messunum er Öm Falkner.
Biblían og
bókmenntirnar
Á fræðslumorgni í Hallgríms-
kirkju á morgun, sunnud. 12. mars,
kl. 10 mun dr. Gunnar Kristjánsson
prófastur ílytja erindi sem hann
nefnir „Biblían og bókmenntirnar".
Án efa má segja að ekkert rit hafi
haft víðtækari áhrif á hvers konar
listsköpun en Biblían. Rithöfundar,
ekki síður en aðrir listamenn, hafa
sótt þangað innblástur og umfjöll-
unarefni og eru rithöfundar nútím-
ans þar engin undantekning. í er-
indi sínu mun dr. Gunnar einkum
fjalla um áhrif Biblíunnar á nútíma-
bókmenntir. Að erindinu loknu
verður boðið upp á fyrirspurnir.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Messa hefst síðan í kirkjunni kl. 11
og mun séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son annast hana.
Djassað í
Laugarnesi
Kvöldmessur Laugarneskirkju
halda sínu striki. Þar ríkir létt
sveifla í tónum og tali og gleðiboð-
skapur trúarinnar er túlkaður með
ýmsu móti. Næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20:30 hefst kvöld-
messa marsmánaðar. Hjónin Bjarni
Karlsson og Jóna Hrönn Bolladótt-
ir þjóna við messuna ásamt fram-
úrskarandi tónlistarfólki. Þar eru
þeir Tómas R. Einarsson á kontra-
bassa, Matthías Hemstock á
trommur, Sigurður Flosason á
saxófón og Gunnar Gunnarsson á
píanó. Kór Laugarneskirkju syngur
ásamt Þorvaldi Halldórssyni, sem
syngur einsöng. Djassinn hefst í
húsinu kl. 20, svo gott er að koma
snemma í góð sæti og njóta kvölds-
ins. Svo bíður kaffisopi og kertaljós
í safnaðarheimilinu allra sem vilja.
Sjáumst í kirkjunni!
Bjarni Karlsson.
Föstumessa í
Hjallakirkju
Sunnudagurinn 12. mars er 1.
sunnudagur í föstu og af því tilefni
verður föstumessa í Hjallakirkju í
Kópavogi kl. 11. Þar verða m.a.
fluttir nokkrir Passíusálmar Hall-
gríms Péturssonar með „gömlu lög-
unum“ í útsetningu fyrir söngrödd
og orgel sem Smári Ölason tónlist-
armaður hefur gert. Eyrún Jónas-
dóttir altsöngkona og Smári Ólafs-
son flytja sálmana. Við messuna
munu einnig félagar úr Kór Hjalla-
kirkju flytja föstutónlist.
Að reynast
börnunum
náungi?
Hvernig reynist ég börnunum
náungi? Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastjóri KFUM og
KFUK, mun hugleiða efnið á fjöl-
skyldusamkomu í aðalstöðvum
KFUM og KFUK við Holtaveg á
morgun, sunnudaginn 12. mars, kl.
i7.
Á samkomunni verður flutt atriði
frá uppskeruhátíð félaganna sem
fram fer í dag í aðalstöðvum félag-
anna við Holtaveg kl. 14-16. Al-
mennur söngur, vitnisburður, líf og
gleði.
Á meðan hugvekjan verður flutt
verður boðið upp á sérstaka barna-
samveru annars staðar í húsinu fyr-
ir þau börn sem vilja. Skipt verður í
hópa eftir aldri.
Eftir samkomuna gefst sam-
komugestum, allri fjölskyldunni,
kostur á því að kaupa ljúffenga mál-
tíð á fjölskylduvænu verði, hámark
þúsund krónur, fyrir fjölskylduna.
Allir velkomnir.
Djassmessa
í Grafarvogskir
Síðustu sunnudaga hafa guðs-
þjónustur í Grafarvogskirkju verið
með sérstökum hætti. Æskulýðs-
guðsþjónusta, poppmessa og gosp-
elguðsþjónusta hafa verið haldnar.
Næsta sunnudag kl. 14 verður
síðan djassmessa. Dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Gu-
itar Islandico leikur: Björn Thor-
oddsen, gítar, Gunnar Hrafnsson,
gítar, og Jón Rafnsson, bassi.
Kaffisala
í Óháða
söfnuðinum
Á sunnudag kl. 14 er fjölskyldu-
guðsþjónusta í Óháða söfnuðinum.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kaffisala kvenfélags Óháða safnað-
arins til styrktar Bjargarsjóði -
líknarsjóði safnaðarins. Verða
margir fermetrar af rjómatertum
og öðru randabrauði sem kaffímeð-
læti.
Nýr föstuhökull verður tekinn í
notkun í guðsþjónustunni. Gefandi
er Holberg Másson og fjölskylda.
Út er komin saga Óháða safnað-
arins en söfnuðurinn er 50 ára á
þessu ári. Er bókin fáanleg í kirkju
Óháða safnaðarins við Háteigsveg.
Kaffisala
Dómkirkju-
kvenna
Hin árlega kaffisala kirkjunefnd-
ar kvenna Dómkirkjunnar verður á
morgun, sunnudag, í safnaðarheim-
ili Dómkirkjunnar við Lækjargötu.
Kaffísalan hefst að lokinni guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem
Olína Þorvarðardóttir þjóðfræðing-
ur flytur prédikun. Ólafur Kjartan
Sigurðarson barítónsöngvari syng-
ur einsöng og Dómkórinn syngur
undir stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar dómorganista. Sr. Hjalti
Guðmundsson þjónar fyrir altari.
Að þessu sinni bjóða konurnar
upp á kaffi og vöfflu-hlaðborð.
Allur ágóði af kaffisölunni fer til
líknarmála og til að fegra og prýða
Dómkirkjuna, og eru vinir og vel-
unnarar Dómkirkjunnar hvattir til
að koma og leggja konunum lið.
Hjalti Guðmundsson.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra
kl. 13. Farið í heimsókn í Holtsbúð,
nýja hjúkrunar- og dvalarheimilið í
Garðabæ. Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir. Jóna Hansen.
Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma
kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir-
bæn. Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Laugardags-
skóli fyrir krakka kl% 13.
Boðunarkirkjan. Á morgun kl. 17
er 8. hluti 10 vikna námskeiðs í
Daníelsbók. Leiðbeinandi er Stein-
þór Þórðarson. Námskeiðið er
ókeypis og því útvarpað beint á
Hljóðnemanum FM 107.
KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í
dag kl. 14. Gestaprédikari: Mike
Warnke. Mán.: Karlabænastund kl.
20.30. Þri.: Bænastund og fræðsla
kl. 20. Ragnheiður D. Árnadóttir.
Mið.: Samverustund unga fólksins
kl. 20.30. Föst.: Bænastund unga
fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hvammstangakirkja. Sunnu-
dagaskóli kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl.
11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13.
Stjórnandi: Elín Jóhannsdóttir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sveit Gylfa Pálssonar
Akureyrarmeistari
eftir hörkukeppni
LOKIÐ er Akureyrarmóti í
sveitakeppni með sigri sveitar Gylfa
Pálssonar eftir harða baráttu við
sveit Sveins Pálssonar, sem hafði
forystu lengst af. Sveit Gylfa tókst
að jafna í síðustu umferð og báðar
sveitir hlutu 251 stig.
Gylfi og félagar fengu fleiri stig úr
innbyrðis viðureign og hrepptu þvi
Akureyrarmeistaratitilinn. Ásamt
Gylfa spiluðu í sveitinni Helgi
Steinsson, Ævar Armannsson og
Hilmar Jakobsson.
I sveit Sveins spiluðu auk hans
Sveinbjöm Sigurðsson, Jónas Ró-
bertsson, Guðmundur St. Jónsson og
Skúli Skúlason.
I þriðja sæti varð sveit Stefáns
Stefánssonar með 223 stig, með hon-
um spiluðu Hörður Blöndal, Þórar-
inn B. Jónsson, Páll Pálsson og Frí-
mann Frímannsson.
Alls tóku átta sveitir þátt í mótinu
og var spiluð tvöföld umferð, 16 spila
leikir.
Góutvímenningur
Þriðjudaginn var lauk tveggja
kvölda barometer-Góutvímenning
með sigri Stefáns Vilhjálmssonar og
Guðmundar Víðis Gunnlaugssonar
sem hlutu 83 stig eftir sérlega gott
gengi fyrra kvöldið. í öðru sæti lentu
Pétur Guðjónsson og Stefán Ragn-
arsson með 69 stig og þriðju urðu
Stefán Stefánsson og Ánton Har-
aldsson með 57 stig.
Næsta mót
Halldórsmótið, minningarmót um
Halldór Helgason, er næst á dag-
skrá. Þetta er þriggja kvölda board-
a-match-sveitakeppni og hefst 14.
mars. Ólafur keppnisstjóri tekur við
skráningu í síma 462 4120 fram á
sunnudagskvöld. Reynt verður að
aðstoða við myndun sveita.
Minnt er á sunnudagsspila-
mennsku (tvímenningur) í Hamri kl.
19:30.
Fimmtudagsspilamennska
í Þönglabakka
Fimmtudaginn 2. mars mættu 16
pör að spila. Spilaður var Mitchell
með fjórum spilum á milli para.
Miðlungur 168. Lokastaðan varð
þessi:
NS
Alfreð Kristjánss. - Halla Ólafsd. 178
Einar Guðm.sson - Ormarr Snæbjömss. 175
Friðrik Jónss. - Baldur Bjartmars 173
Ásmundur Ömólfss. - Gunnl.Karlss. 173
AV
Helgi Sigurðss. - Helgi Jónss. 222
Guðbjöm Þórðars. - Steinberg Ríkarðss.185
ísak Óm Sigurðss. - Hallur Símonars. 179
Helgarnir náðu í mjög gott pró-
sentuskor, 65,77%, og þeir ásamt Al-
freð og Höllu eru komnir með 18
bronsstig í marsmánuði. Hæsta
prósentuskor og flest bronsstig
skoruð í marsmánuði gefa glæsilega
vinninga frá Þremur Frökkum.
Bridsdeild FEBK
í Gullsmára
Tvímenningur var spilaður á átta
borðum mánudaginn 9. marz sl. að
Gullsmára 13. Meðalskor var 126.
Beztum árangri náðu:
NS
Bjami Guðmundss. - Sigurður Bjömss. 168
Þorgerður Sigurgd. - Stefán Friðbjss. 145
Stefán Ólafss. - Sigurjón H. Sigurjónss. 136
AV
Guðm. Á Guðmundss. - Jón Andréss. 154
ÞórhallurÁmason-ValdimarHjartars. 153
Sigurpáll Ámas. - Sigurður Gunnlaugss. 131
Sveit Antons Sigurbjörnssonar
Siglulj arðarmeistar i
Nú er lokið Siglufjarðarmóti í
sveitakeppni, en tveir síðustu leik-
irnir voru spilaðir mánudaginn 28.
febrúar. Siglufjarðarmeistari í
sveitakeppni áiið 2000 varð sveit
Antons Sigurbjörnssonar, sem varði
þar með titilinn frá árinu 1999, en
sveit hans varð einnig Siglufjarðar-
meistari þá með frábærum enda-
spretti, þar sem sveitin vann tvo síð-
ustu leikina hreint. Sama baráttan
var nú um efsta sætið og skildi að-
eins eitt stig að tvær efstu sveitimar
þegar upp var staðið, en 6 stiga mun-
ur var fyrir síðasta kvöldið. Með
Antoni í sveit voru Bogi Sigurbjörns-
son, Gottskálk Rögnvaldsson, Stef-
anía Sigurbjömsdóttir, Reynir
Ámason og Guðmundur Davíðsson.
í öðm sæti varð sveit Skeljungs hf.,
en í þeirri sveit spiluðu Haraldur
Árnason, Hinrik Aðalsteinsson, Sig-
urður Hafliðason, Jón Sigurbjörns-
son, Sigfús Steingrímsson og Guð-
mundur Árnason.
Lokaúrslit urðu annars þessi:
Sv. Antons Sigurbjömssonar 345
Sv. Skeljungs hf. 344
Sv. Þórieifs Haraldssonar 315
Sv. Bjöms Ólafssonar 305
Sv. Þorsteins Jóhannssonar 300
Alls tóku 10 sveitir þátt í mótinu.
Mánudaginn 6. mars hófst þriggja
kvölda tvímenningur. Staða efstu
para eftir 1. umferð af þremur er
þessi:
Þorst. Jóhannss. - Stefán Benediktss. 183
AntonSigurbj.-BogiSigurbjömss. 182
Kristín Bogad. - Guðrún Jakob. Ólafsd. 169
Benedikt Sigurj. - Eyjólfur Sturlaugss. 166
Haraldur Ámason - Hinrik Aðalsteinss. 165
Bikarkeppni
Norðurlands vestra
Dregnar hafa verið út þær sveitir
sem spila saman í undanúrslitum
Bikarkeppni Norðurlands vestra ár-
ið 2000. Af 13 sveitum sem hófu
keppnina standa nú eftir fjórar sveit-
ir, þ.e. sveit Ingibergs Guðmunds-
sonar Skagaströnd, sveit Neta- og
veiðarfæragerðarinnar hf. Siglufirði
og sveitir Gunnars Þórðarsonar og
Eyjólfs Sigurðssonar Sauðárkróki.
Sveit Ingibergs á heimaleik við sveit
Gunnars og sveit Neta- og veiðar-
færagerðarinnar hf. á heimaleik við
sveit Eyjólfs. Þessum leikjum skal
lokið fyrir nk. mánaðamót.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Bridskeppni spiluð í Ásgarði,
Glæsibæ.
Mánudaginn 6. mars fór fram síð-
asta umferð í sveitakeppni 2000. Sig-
urvegari keppninnar varð sveit Al-
berts Þorsteinssonar, sem hlaut 168
stig. Með honum í sveit vora Auðunn
Guðmundsson, Anton Sigurðsson,
Hannes Ingibergsson, Sigtryggur
Ellertsson og Þorsteinn Laufdal.
Staða efstu sveita varð þessi:
Sv. Rafns Kristjánssonar 158
Sv. Margrétar Margeirsd. 148
Sv. Sigurðar Pálssonar 146
Sv. Þórarins Ámasonar 144
Eins og stigin bera með sér var
þetta tvísýn keppni, þar sem lítið
máttiútaf bera.
í lok sveitakeppninnar fór fram
tvímenningskeppni með þátttöku 21
pars. Spiluð vora 15 spil og meðal-
skor 60 stig.
Bestu skor hlutu þessi pör:
PerlaKolka-StefánSörensson 78
HalldórMagnússon-PállHannesson 73
J ón Stefánsson -Sæmundur Bjömsson 71
Sparaðutugliúsunilír
r^-.. Endurvinnum flestar gerðir
tölvuprentborða svo
þeir verða sem nýir
RRB?!P?iWivar@vortex.is
Opið hús
Menntaskólinn í Kópavogi - Hótel- og matvælaskólinn - Ferdamálaskólinn - v/Digranesveg