Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hörð átök innan raða Y erkamannasambandsins Djúpstæð gjá hefur myndast Djúpstæð gjá virðist hafa myndast milli að- ildarfélaga Verkamannasambands Islands. Flóabandalagið er að ganga frá nýjum kjarasamningi við lítinn fögnuð formanns VMSI og formanna fjölmargra verka- lýðsfélaga á landsbyggðinni. Björn Ingi Hrafnsson rýnir í stöðuna. HIÐ svonefnda Flóabandalag, sem í eru Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnar- flrði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, gengur nú um helgina frá kjarasamningi til þriggja og hálfs árs við Samtök atvinnulífsins, en aðildar- félög Verkamannasambandsins (VMSÍ) á landsbyggðinni eru á sama tíma að búa sig undir verkfallsátök. Forkólfar þeÚTa hafa sumir hverjir ekki beinlínis fagnað samkomulagi Flóabandalagsins við atvinnurek- endur og gekk Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, svo langt að hvetja félagsmenn Flóa- bandalagsins til að fella samninginn í atkvæðagreiðslu. Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður fiskvinnslu- deildar VMSÍ, sagði inntak sam- komulagsins mikil vonbrigði og langt frá þeim markmiðum sem umbjóð- endur hans á Húsavík vonast eftir að ná í kjarasamningum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI, er í nokkuð undarlegri stöðu; stærstu aðildarfélög sambandsins - með ríflegan meirihluta félagsmanna á bak við sig - eru að landa löngum samningi meðan himinn og haf virð- ist milli samninganefndar SA og landsbyggðarfélaga innan VMSI. Björn Grétar hefur að því er virðist tekið afstöðu með landsbyggðarfé- lögum og fyrir vikið hlotið vægast sagt kaldar kveðjur frá forsvars- mönnum Flóabandalagsins. Fjórir helstu forkólfar bandalagsins skrif- uðu undir yfírlýsingu á fimmtudag, þar sem mótmælt var harkalega gagnrýni á nýgert samkomulag og að það mætti túlka sem svik við launa- fólk. Brigsl og ásakanir formanna „Félög Flóabandalagsins hafa ekki blandað sér í kröfugerð eða samningamál annarra stéttarfélaga innan VMSÍ. Af þessum sökum er það alvarlegt mál þegar forystumenn annarra fé- laga og formaður landssambands þessara stéttarfélaga eru með brigsl um að Flóabandalagið hafi svikið fé- laga sína. Ásökunin um að hafa ekki náð fram því sem hægt hefði verið á ekki við rök að styðjast. Samningur Flóabandalagsins talar þar sínu máli. Lægstu launataxtar hækka um 30% og ef það eru svik við verkafólk þá eru allir samningar undangenginna ára undir sömu sök seldir,“ sagði í yf- irlýsingu bandalagsins. Þar sagði ennfremur að benda mætti á að félögin innan Flóabanda- lagsins væru mikill meirihluti innan Verkamannasambandsins og hefðu lengst af borið hitann og þungann af starfi og rekstri þess. „Þessi afstaða forystu Verkamannasambandsins, sérstaklega formannsins, kallar á al- varlega skoðun á því hvort Flóa- bandalagið eigi samleið með Verka- mannasambandi íslands í fram- tíðinni," sagði ennfremur í yfir- lýsingunni. Þeir sem kveiktu eldana verða að slökkva þá Halldór Björnsson, formaður Eflingar og einn helsti talsmaður Flóabandalagsins í þeim viðræðum sem nú eru á lokastigi, sagði í gær að ekki væri ofmælt að tala um gjá inn- an Verkamannasambandsins. Hann mótmælir því heldur ekki að hún sé djúpstæð. Um klofning Flóabanda- lagsins og landsbyggðarfélaga innan VMSÍ í kjaraviðræðum segir Hall- dór: „Við fórum ákveðna leið og þeir fóru ákveðna leið. Við höfum ekki gagnrýnt þeirra aðferðir og getum ekki sætt okkur við að okkur sé stillt upp sem hálfgerðum svikurum við okkar umbjóðendur. Við erum auð- vitað óánægðir með svoleiðis yfirlýs- ingar,“ segir hann. Er unnt, að hans mati, að brúa þá djúpstæðu gjá sem hefur myndast? „Ef á að brúa þessa gjá, verða þeir sem kveiktu eldana að slökkva þá. Það er alveg á hreinu,“ sagði Halldór. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir þann «1» FLESTAR VERSLANIR fré Id. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæðið frákl. 11.00-21.00 alla daga. Þ R R S E MI /h J R R T R fl 51 (E R UPPLÝSINSH5ÍMI 5 B B 7 7 B B SKRIF5TOFU5ÍMI 5 B 8 9 2 0 0 Morgunblaðið/Ásdís Frá fundi forystumanna landsbyggðarfélaga innan VMSÍ í gær. Björn Grétar Sveinsson fer yfir stöðu mála ásamt Þorsteini Arnórssyni, Birni Snæbjörnssyni, Þorkeli Kolbeinssyni og Signýju Jóhannesdóttur. ágreining sem upp er kominn vera áhyggjuefni. „Kröfugerð þessara að- ila beggja hefur lengið fyrh’ í all- langan tíma,“ sagði hann. „Báðum hópum - bæði Flóabandalagi og Verkamannasambandi - var ljóst í hvað stefndi. Þetta byggist á því að kröfugerðin - mat manna á því hvar ætti að leggja áherslur og hvemig - var mismunandi. Það er ekkert, sem er að koma í ljós núna við þessa samningsgerð. Það hefur legið ljóst fyrir lengi. En fyrst og síðast er ágreiningur af þessum toga áhyggju- efnisagði Grétar. Meðan forystumenn landsbyggð- arfélaga innan VMSÍ þurfa að taka afstöðu til verkfallsboðunar, fagna forystumenn Flóabandalagsins 30% hækkun lágmarkslauna á samnings- tímanum; nokkuð sem þýðir að lægstu laun fara úr 70 þúsund krón- um upp í 91 þúsund á þremur og hálfu ári. Jafnframt felur samningur bandalagsins við SA í sér nálega 13% hækkun almennra launa á samnings- tímabilinu auk fleiri þátta. Athyglis- vert er í þessu Ijósi að rifja upp kröfu landsbyggðarfélaga innan VMSÍ um lágmarkslaun undir lok samnings- tíma upp á 110 þúsund krónur, eða 15 þúsund kr. hækkun á ári. Þeirri kröfu höfnuðu forystumenn SA með öllu; sögðu hana algjörlega óraun- hæfa. Mikilvægur fundur í dag Formenn landsbyggðarfélaga inn- an Verkamannasambandsins hittast á mikilvægum fundi í dag og hyggj- ast móta þar sameiginlega stefnu í Ijósi þeirra aðstæðna sem uppi eru; samnings Flóabandalags og aðgerða ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Formennirnir hittust til skrafs og ráðagerða ásamt formanni VMSI í Kiwanis-húsinu við Engjateig í gær, og hafa væntanlega þar rætt þann ágreining sem upp er kominn, en þeir vildu eftir þann fund ekkert láta hafa eftir sér um þá stöðu sem upp er komin, né um útspil ríkisstjórnarinn- ar í skattamálum. Bjöm Grétar sagði einfaldlega að þessi mál yrðu ekki frekar rædd af þeirra hálfu fyrr en eftir fundinn í dag. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir aðgerðir stjórnar og kjarasamninga ekki hafa úrslitaáhrif á efnahagslífíð Helstu vandamálin verð- bólga og viðskiptahalli MARGIR velta nú fyiár sér hvaða áhrif ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að greiða fyrir kjarasamningum með því meðal annai’s að hækka skattleysismörk í samræmi við samningsbundnar launahækkanir muni hafa á efnahagslífið. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sagði í gær að hvorki að- gerðir ríkisstjórnarinnar né samn- ingamir réðu úrslitum um þróun efnahagslífsins í landinu, heldur væru verðbólgan og viðskiptahallinn þau vandamál, sem brýnt væri að taka á ættu kjarabætur launþega ekki að verða að engu. „Þessar ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hyggst gera, fela auðvitað í sér tekjutap fyrir ríkissjóð," sagði Þórður. „Það er áætlað að það verði tæplega milljarður á þessu ári og um 1,2 milljarðar miðað við heilt ár. I sjálfu sér em þessar tölur ekki það stórar að þær skipti sköpum um framvindu efnahagsmála á þessu ári þegar horft er á þær í einangrun.“ Mikill hagstjórnarvandi blasir við Hann sagði að tvennt skipti aðal- lega máli. Annars vegar fælu kjara- samningamir í sér ívið meiri launa- hækkanir en gert hefði verið ráð fyrir í efnahagsáætlun þeirri, sem Þjóðhagsstofnun hefði lagt fram. „Munurinn er þó ekki það mikill að það ráði úrslitum á einn veg eða ann- an um þróun efnahagsmála, þó að ríkisfjármálaaðgerðimar séu teknar þar með,“ sagði hann. „Að öllu sam- anlögðu sýnist mér að samninga- gerðin og ráðstafanir ríkisstjórnar- innar tefli stöðugleikanum ekki í tvísýnu." Hann sagði að hins vegar væri rétt að ítreka og benda á að við blasi mik- ill hagstjórnarvandi, sem væri í því fólginn að verðbólga væri mikil og sömuleiðis viðskiptahalli. „Bæði verðbólga og viðskiptahalli em meiri en við verður unað til lengdar og þennan hagstjómar- vanda þurfa menn að takast á við á næstunni og gera það, sem gera þarf, til að ná verðbólgu niður á viðunandi stig og minnka viðskiptahallann," sagði hann. „Þessi vandamál fara ekki frá okkur og það er í raun og veru grafalvarlegur vandi, sem felst í þri að verðbólga hér á landi hefur undanfarna sex mánuði verið á bilinu fimm til sex prósent miðað við heilt ár. Það er sama hvernig á það er litið, þetta er miklu meiri verðbólga en í þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman við, og er óviðunandi til lengdar. Þetta eru atriði, sem þarf að taka til gaumgæfilegrar skoðunar, þannig að komist á betra jafnvægi." Þegar Þórður var spurður hvaða kosti ríkisstjórnin ætti í þeim efnum sagði hann það þyrfti að hægja á vexti efnahagslífsins og ömggasta leiðin til þess væri annars vegar auk- ið aðhald í peningamálum og hins vegar í ríkisfjármálum. „Menn þurfa einfaldlega að fara yfir hvernig best verður að staðið og það verður það verkefni, sem menn hljóta að takast á við á næstu vikum og mánuðum," sagði hann. „Það er ekki hægt að búast við því eða gefa sér að þessi vandi hverfi af sjálfu sér að óbreyttu. Við höfum í raun og vera fylgst rækilega með framvindu efna- hagsmála undanfarið og reynt að greina að heldur hafi hægt á þenslu efnahagslífsins, en þau em enn þá óljós og biðin eftir einhverri staðfest- ingu á því að verulegur árangur sé í sjónmáli er orðin óþægilega löng.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að þær aðgerðir, sem gripið yrði til í því skyni að vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs, vegna út- spils stjórnarinnar mættu ekki koma í veg fyrir að fyrirhugaður ávinning- ur skilaði sér til launþega. Kjarabætur hverfa fljótt verði verðbólga ekki hamin Þórður sagði að vissulega þrengdu allar takmarkanir á hugsanlegum að- gerðum möguleika ríkisstjórnarinn- ar, en hins vegar væri ýmislegt hægt að gera án þess að það bitnaði á kjarabótum. Aðhald í peningamálum hefði til dæmis ekki þau áhrif að skerða niðurstöðu samninganna. „Þvert á móti gætu bæði aðhalds- aðgerðir í peningamálum og í ríkis- fjármálum treyst niðurstöðu þessara kjarasamninga um kaupmátt frekar en að veikja þar sem þær fela í sér að verðbólga yrði rninni," sagði hann. „Það er augljóst mál að það er ekki mikil kjarabót fólgin í því ef verð- bólga heldur áfram á sömu braut og hefur verið, liggi áfram á bilinu fimm til sex prósent. Þá hverfa þessar kjarabætur býsna fljótt.“ Hann sagði að það væri hagur allra að hemja verðbólguna og væri ljóst að stöðugleikinn væri grund- völlur aukinnar verðmætasköpunar, þjóðartekna og hagvaxtar að undan- fornu. „Þegar til lengri tíma er litið er auðvitað aukin framleiðni og afköst í þjóðarbúinu það sem ræður kjömm fólks en ekki annað,“ sagði Þórður Friðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.