Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARON
PÉTURSSON
+ Maron Pétursson
var fæddur f
Brekkukoti í Svarf-
aðardal 9. desember
1919. Hann lést á
Sjúkrahúsi Skag-
fírðinga 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjúnin
Sigurjúna Steinunn
Júhannsdúttir, f. 3.
okt. 1886, d. 3. núv.
1934, og Pétur
Gunnlaugsson, f. 27.
^ okt. 1878, d. 10. des.
1926. Þau eignuðust
níu börn. Þau eru:
Víglundur, f. 9. des. 1908, d. 15.
maí 1986; Sigrún Lilja, f. 28.
febr. 1911, d. 27. mars 1998; Jú-
hann Kristinn, f. 9. febr. 1913, d.
26. núv. 1984; Trausti, f. 19. júlí
1914, d. 5. mars 1990; Anna Dan-
íelína, f. 17. jan. 1917, d. 13. núv.
1998; Maron, sem hér er minnst;
Júna Friðbjörg, f. 5. ágúst 1922;
Steinunn Guðný, f. 31. des. 1923;
Þúra Júnheiður, f. 10. des. 1925.
Maron giftist hinn 7. ágúst
1948, Kristínu Bjarnadúttur, f. 5.
jan. 1925. Foreldrar hennar voru
hjúnin Sigurlaug Júnasdúttir, f.
**■- 8. júlí 1892, d. 13. okt. 1982, og
Bjarni Halldúrsson, f. 25. jan.
1898, d. 15. jan. 1987.
Maron og Kristín
bjuggu í Ásgeirs-
brekku frá 1951 til
1966 er þau fluttu
til Sauðárkrúks og
áttu þar heima upp
frá því. Börn þeirra
eru: 1) Bjarni Pétur,
f. 3. sept. 1949, kona
Júrunn Árnadúttir,
f. 1. okt. 1949, og
eiga þau fjögur
börn. 2) Sigurlaug
Helga, f. 28. júní
1951, maður Júnas
Hallgrímsson, f. 13.
maf 1945, d. 3. maf
1992, og börn þeirra eru þrjú.
Sambýlismaður Sigurlaugar er
Lúðvík Bjarnason, f. 20. júní
1943.
Maron úlst upp í Brekkukoti til
sjö ára aldurs, er hann missti
föður sinn. Múðir hans bjú áfram
með börnum sfnum, en flutti
fyrst að Jarðbrú og sfðan að Ing-
vörum, en þar dú hún er Maron
var 14 ára. Maron vann við ýmis
störf í sinni heimasveit næstu
fímm ár, þar til hann húf nám við
Bændaskúlann á Húlum haustið
1938.
Útför Marons fer fram frá
Sauðárkrúkskirkju f dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Minningamar um afa minn, Gunn-
laug Maron Pétursson, eru margar og
fallegar. Mér er það mjög minnis-
stætt, sem bami, hve stolt ég var af
því að eiga svona unglegan, hraust-
legan og fallegan afa sem að auki
reykti pípu. Mér fannst alltaf gaman
þegar við skólasystkinin voram að
bera saman afa okkar og ömmur og
ég gat sagt frá því að afi hefði verið
'S
mikill sundkappi og kennt sund,
reykti pípu og væri bróðir Jóhanns
Svarfdælings. I mínum huga var afi
mikið hraustmenni, enda var hann
alltaf hlaupandi upp um öll fjöll og
fímindi.
Afi kom oft í sveitina til okkar og
alltaf á laugardögum. Þá gekk hann
til hrossa, fór á hestbak og naut nátt-
úrannar. Ef hann var að fara styttra
Bróðir okkar, + SIGURBJARTUR LOFTSSON,
Álfaskeiði 27,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 1 Hafnarfirði þriðjudaginn 14. mars
kl. 15.00. Ingvar Loftsson, Einar Loftsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
JÓN SIGURÐSSON
frá Gvendareyjum,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn
8. mars.
Kristín Sigbjörnsdóttir,
Helgi S. Jónsson,
Unnsteinn Jónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir,
Sigurður R. Jónsson, Auður Kristjánsdóttir,
og barnabörn.
m
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, sam-
býlismanns, afa og langafa,
EINARS KRISTJÁNSSONAR
skipstjóra
frá Akranesi,
Dalhúsum 86,
Reykjavík.
Eyleifur Hafsteinsson, Sigrún Gísladóttir,
Eymar Einarsson, Geirfríður Benediktsdóttir,
Kristján Einarsson, Ingibjörg H. Kristjánsdóttir,
Einar Vignir Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Viggó Jón Einarsson, Hafdís Óskarsdóttir,
Þuríður Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
til fékk ég oft að fara með. Þá leiddi
hann litla hönd og hægði á ferðinni,
svo skrefstutta stelpan næði að fylgja
honum. Eftir því sem ég stækkaði
urðu þessi ferðalög tíðari og auðveld-
ari fyrir okkur bæði. Eftir göngutúr-
inn fór hann inn í kaffí. Þá beið maður
með eftirvæntingu eftir að fá að
kveikja í pípunni fyrir hann og finna
svo pípuilminn, sem mér fannst svo
góður og ólíkur allri annarri pípu- eða
reykingalykt. Það brást yfirleitt
aldrei, áður en afi renndi úr hlaði, að
hann kallaði okkur systkinin á eintal
og laumaði að okkur sælgæti.
Það var mikið áfall fyrir okkur öll,
þegar afi fékk heilablóðfall fyrir um
ellefu árum, en þrautseigjan og dugn-
aðurinn var mikill. Áður en við vissum
af var hann farinn að fara á hestbak
aftur og gera marga þá hluti, sem
hann gerði fyrir veikindin, þótt aldrei
næði hann sér að fullu. Áf þessum
sökum fækkaði ferðum afa í sveitina.
Alltaf fylgdist hann þó með gangi
mála, tók á móti manni með útbreidd-
an faðminn og glampa í augum. Síðan
spurði hann frétta, sérstaklega út í
hrossin sín og hvemig gengi í hesta-
mennskunni, enda var hún hans aðal-
áhugamál eftir að hann hætti búskap.
Frá fyrstu tíð hef ég oft velt fyrir
mér uppvaxtarárum afa í Svarfaðar-
dal og lífi hans sem ungs manns.
Hann var einn af níu bömum foreldra
sinna, sem hann missti ungur og upp-
lifði systkinahópinn sundrast og hélt
út í lífið einn og óstuddur. Veganesti
hans út á lífsbrautina var kjarkur,
dugnaður og þrautseigja auk heiðar-
leika og orðheldni. Þetta veganesti
átti eftir að reynast honum hald-
dtjúgt. Afi hafði upplifað sorg, sem
var mér algjörlega ókunn, og eflaust
þess vegna var bemska hans mér
snemma svo mikið umhugsunarefni.
Ég man að ég sagði vinum mínum frá
því á sjö ára afmælinu mínu, að afi
hefði líka verið sjö ára þegar pabbi
hans dó.
Aldrei heyrði ég afa tala um foreldra-
missinn né aðra erfiðleika tengda sér,
enda ekki vani hans að gera mikið úr
sínu. Þess vegna lét ég mér nægja, lengi
vel, að spyija pabba út í uppvaxtarár
afa, þótt hann gæti ekki alltaf gefið mér
fúUnægjandi svör. Síðastliðið vor lét ég
loks verða af því að spyija afa um
bemskuárin. Minningamar um for-
eldra og systkini voru enn kristaltærar
og nálægar í huga hans. Ekki er því að
undra, hve lengi það var honum hugð-
arefrii að ættingjamir úr Svarfaðar-
dalnum kæmu saman. Það varð svo loks
úr því síðastliðið sumar að eftirlifandi
systkini hans og þeirra Qölskyldur áttu
saman stórkostlega helgi í Svarfaðar-
dalnum. Mér varð enn betur Ijóst, þar
sem afi sat umkringdur þessari svarf-
dælsku stórfjölskyldu, hve sterkar til-
finningar hann hafði ætíð borið í bijóstí
sér til æskuslóðanna og fólksins síns.
Jafri sælan hef ég aldrei séð afa.
Elsku afi, nú era samverustundim-
ar liðnar en minningamar lifa. Ég veit
þér h'ður vel, en bið þig samt að líta
eftir ömmu og okkur hinum annað
veifið.
Ama Björg Bjarnadúttir.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gottersjúkumaðsofa,
meðan sólin í ðjúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginnívökusér.
(D.St)
Fyrstu minningar okkar um hann
afa eru úr sveitinni þegar við voram
lítil. Á hveijum laugardegi kom hann í
sveitina til okkar til að kíkja á hrossin
sín. Oft stóðum við fyrir framan húsið
og biðum eftir honum, biðum eftir að
bíllinn hans beygði heim. Hann dró
svo upp úr úlpunni sinni stjömurúllur
og gaf okkur litlu krökkunum, áður en
hann tók stafinn sinn og labbaði tíl
hrossanna. Ef hann gleymdi sælgæt-
inu urðum við fyrir miklum vonbrigð-
um, en það kom nánast aldrei fyrir.
Hann hélt mikið upp á hestana sína og
við fórum stundum með honum að
gefa þeim brauð eða grasköggla.
Hann kom stundum ríðandi af Krókn-
um og heim í Ásgeirsbrekku, ávallt
með spanjóluna sína á höfðinu. Einu
sinni missti hann hana í Héraðsvötnin
og það tók langan tíma að finna aðra í
staðinn.
Þegar pabbi og mamma fóra á
þorrablót gistum við oft hjá afa og
ömmu á Hólaveginum. Þá sat afi oft
við skrifborðið sitt með pípuna sína og
sýndi okkur frímerkin sín. Stundum
gaf hann okkur frímerki í safnið okk-
ar og þau vora vel þegin. Friðrik tók
reglulega með sér smáaura úr sveit-
inni og gaf afa svo hann gæti keypt
sér tóbak í pípuna sína. Þá var hann
ánægður með litla strákinn sinn og
hló.
Maður vildi alltaf hafa afa ánægðan
með sig og einu sinni þegar Valla var
hjá afa og ömmu á Hólaveginum
skammaði afi hana, því hún tók ekki
til eftir sig í bflskúrnum þegar hún
var að leika sér þar. Okkur leið svo flla
þegar afi ávítti okkur því hann gerði
það ekki oft og þegar hann gerði það
vissum við að það væri ekki að
ástæðulausu.
Hann gaf öllum bamabömunum
sínum merfolöld þegar þau fæddust,
og hann var duglegur að spyija okkur
um hestamennskuna og hafði mikinn
áhuga á því að við værum dugleg að
fara á bak. Það hýrnaði alltaf yfir hon-
um þegar við voram að segja honum
hvemig hrossunum hans liði í sveit-
inni.
Hann var alltaf svo góður við okkur
krakkana og gott að hitta hann. Við
voram bara fimm og sex ára þegar
hann veiktist og ferðunum í sveitina
fækkaði, en minningamar um hann
afa era fallegar og góðar. Við vitum að
núna líður honum vel og að hann fylg-
ist vel með okkur öllum.
Friðrik og Valgerður.
Það era að verða ellefu ár síðan afi
veiktist fyrst alvarlega. Síðan hefur
hann staðið sig eins og hetja og ávallt
náð að komast á fætur aftur, þangað
til núna að veikindin náðu að sigra
hann. Á hverju sem gekk studdi
amma hann með þrotlausri um-
hyggju. Frá bamæsku fannst mér afi
vera einn af fóstum punktum tilver-
unnar. Þegar ég hugsa til baka dettur
mér fyrst í hug hve afi var alltaf
áhugasamur um að fylgjast með því
hvemig manni gengi í lífinu. Þegar ég
var yngri spurði hann reglulega að
því hvemig gengi nú í skólanum og
það var fastur liður að sýna honum
einkunnimar sínar að afloknum próf-
um. Þegar maður varð eldri þá vildi
hann fylgjast með því hvað maður
hefði nú fyrir stafni og afltaf varð
hann ánægður þegar hann vissi að vel
gengi. Afi hefur alltaf verið mikill
bóndi og sveitamaður í eðli sínu. Þeg-
ar hann bjó í Ásgeirsbrekku ræktaði
hann og byggði upp jörðina af stór-
hug og framsýni. Á fyrri búskaparár-
um foreldra minna var hann óþreyt-
andi að koma og hjálpa tíl þegar mikið
var að gera. Eftir að þau amma fluttu
tíl Sauðárkróks átti hann alltaf hesta
og það var alveg einstakt að sjá hve
hann umgekkst hestana sína af mikilli
natni og virðingu. Á meðan hann hafði
heilsu og þrek til var það fastur liður
hjá honum að koma í Ásgeirsbrekku á
laugardögum og þá var ferðinni yfir-
leitt heitið til hrossa. Ég var alltaf til í
að fara með honum, þá var heilsað
upp á hrossin, þeim gefið brauð eða
graskögglar, og svo var sest niður á
þúfu, afi tók upp pípuna sína og svo
var spjallað um heima og geima. Eftir
að afi veiktist hélt hann áfram að
fylgjast með og þegar hann hefur haft
heilsu til þá hefur hann mætt í stóð-
réttimar á haustin og tekið á móti
hrossunum af fjalli. Afi var fæddur í
Svarfaðardal og bar hann alltaf sterk-
ar tilfinningar þangað. Síðast liðið
sumar var loksins drifið í að halda
ættarmót hjá afasystkinum mínum og
þeirra afkomendum og var það haldið
á æskuslóðum þeirra í Svarfaðardaln-
um. Það var búið að standa til lengi og
auðvitað mættí afi og skemmti sér
konunglega, þama hitti hann frænd-
fólkið sitt sem honum fannst svo gam-
an að hitta og ræða málin við.
Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og minn-
ingarnar um þig mun ég geyma áfram
í huga mínum.
Kristín Bjarnadúttir.
Elsku afi minn. Þú varst yndislegur
maður. Alltaf þegar ég kom til þín og
ömmu var alltaf tekið á móti mér með
stóra og hlýju faðmlagi og ég kvödd
með öðra. Þegar ég var lítil og kom í
heimsókn á Krókinn með mömmu,
pabba, Hobbu og Maroni tókst þú á
móti okkur með opinn faðminn, eins
og þú vildir taka okkur í hann öfl í
einu. Ég lék mér á gólfinu í holinu
undir stóra glugganum og þú sast og
hlustaðir á útvarpið. Eftir að mamma
flutti á Krókinn með okkur urðu
heimsóknirnar fleiri. Stundum þegar
ég kom sast þú í brúna stólnum inni í
eldhúsi sem brakaði í og lagðir kapal
við eldhúsborðið. En eins og gengur
ganga kaplar stundum ekki upp og þá
ætlaði ég aðeins að hjálpa þér og
svindla smá, en það fannst þér ekki
sniðugt, en stundum lofaðir þú mér að
„hagræða" og gafst mér svo þitt
kankvísa bros. Þegar ég svo sló garð-
inn fyrir þig og ömmu sagði þú mér
nákvæmlega hvernig ég ætti að slá.
Ekki mátti ég klippa og raka það var
þitt verk, svo stóðst þú við stofu-
gluggann og horfðir á að rétt væri
unnið. Þú fylgdist með fótboltanum
og varst ánægður þegar við unnum
leiki.
En þú varst orðinn þreyttur og
kraftamir þrotnir. Þú sást fram á að
komast ekíd heim til ömmu aftur. Þá
var tímabært að búast til brottferðar.
Síðast þegar að ég sat hjá þér með
mömmu svafstu fast, en þegar þú
vaknaðir og sást mig réttir þú hend-
umar til mín og faldir mig í stóra
hlýja fanginu þínu.
Ég þakka Guði fyrir að gefa mér
þig fyrir afa og allar minningamar
sem ég á um þig. Ég þakka þér fyrir
alla þá umhyggju og ástúð sem þú
gafst mér.
Vertu sæll, elsku afi minn.
Kristín Helga.
Hann afi minn var góður gestur hér
á þessari jörð, en nú er hann farinn á
vit annarra ævintýra. Það er alltaf
sárt að sjá á eftir góðu fólki, því eigin-
gimi lífsins kann ekki að meta góðvfld
dauðans. Nú er hann á betri stað,
þangað sem hann var alveg sáttur við
að fara.
Það vora margar góðu stundimar
með honum afa. Alltaf var jafn gaman
og eftirsóknarvert að koma á Hóla-
veginn til afa og ömmu. Að finna pípu-
reykinn og heyra tikkið í stóra gömlu
vekjaraklukkunni era mínar bestu
minningar. Þega ég átti heima í sveit-
inni fór ég afltaf í sumarftí í nokkrar
vikur á Hólaveginn. Það var varla
hægt að bíða eftir því að vetrinum lyki
svo hægt væri að komast. Og alltaf
var afi góður, það var sama hvað ég
gerði hann skipti ekki skapi við mig.
Afltaf studdi afi við bakið á mér sama
hvað ég tók mér fyrir hendur, þó að
hann fussaði, sveiaði og hristi hausinn
yfir því þá vissi ég að hann væri alltaf
með mér í gegnum þykkt og þunnt.
Hann hafði mjög gaman af hestum
og gerði aflt til að ýta undir hesta-
mennsku hjá bamabömunum sínum.
Hann gaf okkur systkinunum öllum
hryssur, við fengum líka hnakka frá
honum og ömmu. Það var ofsalega
gaman að fara með afa í hesthúsin. I
eitt sldptið mátti ég þó ekki ekki
koma með, ég varð svo arfareið að ég
öskraði og grenjaði eins og ljón. Mín
sárindi hafa trúlega ekki verið jafn
slæm og afa, því að hann kom heim
með gjafir handa hinu argandi ljóni.
Einnig komu þau oft í Helgavatn tfl
okkar. Þá var nú hátíð, það var mfldl
tilhlökkun í marga daga. Aldrei brást
að færa okkur krökkunum tyggjó er
þau komu, Maron bróðir fékk blátt en
við systumar rautt og bleikt, til að
enginn tæki nú frá öðram Það er eins
og allt þetta hafi gerst í gær. Það væri
hægt að segja svo endalaust margt en
nú er tími tfl kominn að kveðja. Allt
tekur enda og það gerðu þessir
draumadagar líka, en aðrir góðir taka
líka við, kannski ekki síðri.
Það er Guðs gjöf að muna hann afa
og hafa fengið að vera hluti af hans
lífi, að muna hann sitja í brúna eldhús-
stólnum sínum með kaffiboflann sinn,
leggjandi kapal, að muna hann líta til
manns með glettnu brosi og segja að
við værum fallegt fólk, að muna hann
standa við dymar og veifa er við
kvöddumst er dýrmæt minning sem
aldrei mun gleymast. Jæja afi, nú
stend ég hér og veifa þér bless í síð-
asta sinn í þessu lífi, en við munum
sjást aftur. Vertu sæll, afi minn, ég
þakka þér fyrir allt sem við höfum
brallað saman og þú fyrir mig gert,
minning þín liffr að eilífu.
Þorbjörg Otta.