Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JÓNA GUÐNÝ
FRANZDÓTTIR
+ Jóna Guðný
Franzdóttir
fæddist í Garðhúsi á
Höfðaströnd í
Skagafirði 16. mars
1898. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
2. mars síðastliðinn
og var elsti íbúi
Skagafjarðar, tæp-
lega 102 ára. For-
eldrar Jónu voru
Franz Jónatansson
b. í Málmey, Jón-
atanssonar, b. á Bæ á
Höfðaströnd af
Krossaætt og Jóhanna Gunnars-
dóttir Guðmundssonar b. á Vatni á
Höfðaströnd. Systkini Jónu voru
Guðlaug Verónika, f. 14.3. 1896, d.
14.5.1988, Skálá í Sléttuhlið, maki
Eiður Sigurjónsson og Hjálmar, f.
24.8.1901, d. 9.1.1914.
Jóna giftist 13.12. 1928, Krist-
jáni Sigfússyni, f. 17.1. 1902 og
hófu þau búskap að Geirmundar-
hóli í Hrolleifsdal 1929. Þau
bjuggu svo að Bræðraá frá 1930-
32 en fluttust þá bú-
ferlum að Róðhóli í
Sléttuhlíð þar sem þau
bjuggu í þijátíu og sjö
ár eða þar til þau
brugðu búi 1969. Þá
fluttust þau til Sauð-
árkróks og bjuggu að
Skógargötu 17b. Jóna
dvaldist siðan á Dval-
arheimilinu á Sauðár-
króki frá 1996 til
dauðadags, en Krist-
ján lést 5.5.1982. For-
eldrar Kristjáns voru
Sigfús Bjarnason og
Valgerður Jónsdóttir.
Áður en Jóna gifti sig eignaðist
hún son, Stefán Karl Stefánsson, f.
14.1. 1928, en hann er búsettur í
Mosfellsbæ, sambýliskona Ragn-
hildur Þórarinsdóttir. Jóna og
Kristján eignuðust fjögur börn.
Þau eru:
1) Valgerður, húsfreyja á Þrast-
arstöðum á Höfðaströnd, f. 25.10.
1929, gift Þorvaldi Þórhallssyni
bónda. Börn þeirra eru fjögur:
Þórhallur, f. 1949 á þijú börn, Sig-
urður Jón, f. 1953 á tvo syni, Val-
geir Sigfús, f. 1960 á þrjú börn og
Dagmar Ásdis, f. 1962 á tvær dæt-
ur. 2) Dagmar Valgerður, húsfrú á
Sauðárkróki, f. 15.2. 1931, gift
Kára Steinssyni, íþróttakennara.
Börn þeirra eru fimm: Valgeir
Steinn, f. 1951 á fjögur börn og tvö
barnabörn, Kristján Már, f. 1952 á
tvö börn, Steinn, f. 1954 á flmm
börn og eitt bamabarn, Soffía, f.
1956 á einn son, Jóna Guðný, f.
1963 á eina dóttir. 3) Jóhanna Mar-
ín, húsfreyja á Róðhóli í Sléttuhlíð,
f. 7.7.1934, gift Jóni Birni Sigurðs-
syni, bónda og bifreiðarstjóra.
Böm þeirra eru sex: Sigríður Sig-
urlaug, f. 1953 á þrjú börn og eitt
barnabarn, Jóna Guðný, f. 1955 á
þrjú böm og eitt barnabam, Hel-
en, f. 1958 á fjögur börn, Dagbjört,
f. 1960 á fjögur börn, Þráinn Við-
ar, f. 1962 á þrjú börn, Kristján
Birkir, f. 1967 á tvö börn. 4) Sig-
mundur Franz, f. 14.1. 1941,
heildsali í Reykjavfk, sambýlis-
kona Jónína Jónsdóttir. Sigmund-
ur á þijú börn: Gunnar Kristján,
f.1962 á tvo syni, Vilhelm Sigfús f.
1967 á eina dóttur, Harpa Iðunn, f.
1973 á einn son. Afkomendur Jónu
eru nú orðnir 74.
Utför Jónu fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Þegar ég horfí til baka og minnist
hennar ömmu minnar eru margar
góðar minningar sem koma upp í
hugann. Hún náði háum aldri, varð
tæplega 102 ára, og lifði tvenn alda-
mót sem er meira en flestir ná.
Henni ömmu verður líklega best
lýst sem kjarkmikilli konu, jákvæðri
og lífsglaðri. Ég sé hana fyrir mér
hlæjandi, segjandi skemmtilegar
sögur og fara með þulur og kvæði.
Þannig vil ég minnast hennar.
Á Róðhóli, þar sem amma og afí
bjuggu lengstum, átti amma falleg-
an garð. Þar tiplaði maður um með
mikilli lotningu. í garðinum voru
stór tré, stígar með skeljasandi af-
markaðir með fallegum skeljum, og
allt var þar í miklum blóma og vel
hirt. Manni fannst maður kominn í
heilagan reit. Það var ekki algengt
að sjá svona garða á þessum tíma.
Mest spennandi voru þó jarðarberin
sem amma ræktaði í reit við fjós-
vegginn. Þau voru dísæt og var mik-
il eftirvænting að fá að bragða á
þeim. Já, hún amma kunni svo vel
að rækta garðinn sinn, bæði í eigin-
legri og óeiginlegri merkingu. Ég
dáðist af festu hennar og krafti þeg-
ar hún lét gera garð bak við húsið á
Skógargötunni. Lét hún setja upp-
hitaða stétt, þar sem hún gekk um
og gat andað að sér fersku lofti og
haldið sér „í formi" eins og við
myndum kannski segja í dag.
Amma var dugleg við að segja frá
lífínu „í gamla daga“ og hvað á daga
hennar hafði drifíð. Þannig lærði
maður að lífsbaráttan gat verið hörð
og ekki var sjálfsagt að fá allt upp í
hendurnar. Merkilegast þótti mér
að heyra ömmu segja frá því þegar
hún gekk alla leið úr Skagafirðinum
til Reykjavíkur til að leita sér lækn-
inga þegar hún var ung stúlka. Það
hljómaði hreint ótrúlega, en ber vott
um dugnað og kjark ömmu. í
Reykjavík vann hún bæði sem
vinnukona á heimili og á Hótel ís-
landi. Spænska veikin geisaði með-
an hún dvaldi í Reykjavík. Amma
hjúki'aði heimilisfólkinu af mikilli
umhyggju og þeim sem þar leituðu
skjóls. En þar kom að hún lagðist
sjálf. Hún lét veikina þó ekki buga
sig og náði aftur heilsu. Hún vildi
öllum gott gera og rétti mörgum
hjálparhönd í gegnum tíðina.
Það var alltaf jafn gott að koma á
Skógargötuna til ömmu. Þangað
leitaði ég mikið á uppvaxtarárunum.
Við amma áttum margar góðar
stundir saman. Ég setti upp fyrir
hana jólaskrautið og seríurnar fyrir
jólin. Það var hátíðleg stund að líta
yfir þegar allt skrautið var komið
upp í litla húsinu. Alltaf bauð hún
upp á einhverjar kræsingar þegar
fólk bar að garði. Hún fór léttstíg
niður í kjallara til að ná í eitthvert
góðgæti. Ég þáði líka stundum hjá
henni siginn fisk og kjötsúpu sem
var mikið lostæti.
Amma var söngelsk og ræktaði
trúna sem og tengsl við vini sína og
ættingja.
Hún missti bróður sinn ungan af
voðaskoti og hans minntist hún með
miklum söknuði. Hún bjó í Málmey í
nokkur ár með foreldrum sínum,
þar sem þau byggðu myndarlegt
hús. Málmey hefur því ávallt skipað
sérstakan sess hjá okkur afkomend-
unum sem og Róðhóll. Hvergi er
fagurra sólarlag en í Sléttuhlíðinni
þegar sólin roðar eyjarnar.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að njóta þeirrar gæfu að eiga hana
ömmu að. Við bárum öll mikla virð-
ingu fyrir henni. Hún var traust
stoð í tilverunni og gafst aldrei upp
þótt á móti blési. Þeir eiginleikar
sem og jákvæði og hressileiki hafa
örugglega orðið okkur afkomendun-
um innblástur á okkar lífsleið. Ég
vil kveðja þig, amma mín, með þeim
orðum sem þú tókst þér ávallt í
munn þegar þú kvaddir mig með
koss á kinn: Guð blessi þig.
Jóna Guðný Káradóttir
og fjölskylda.
Mig langai- að minnast ömmu
minnar í örfáum orðum.
Ég var ekki gamall, er ég man
fyrst eftir að ég fór í heimsókn í
Róðhól til afa og ömmu. Það var æv-
intýri. Brunað með Fedda á mjólk-
urbílnum, komið við í Kaupfélaginu
á Hofsósi. Hjá ömmu var ekkert
rafmagn, bara olíuljós og auðvitað
aladinlampinn. Það var dimmt að
fara fram í bæjargöngin og út í fjós,
sem innangengt var í. Svo varð
maður að drekka flóaða spenvolga
mjólk áður en farið var í háttinn,
hún var svo holl. Mikil upplifun var
að fá að fara á „Fergusoninn" hjá
afa og stýra, en áður en hann kom
var það hestasláttuvélin og rakstr-
arvélin. Hundarnir Saba og Lappi
komu við sögu. Saba var orðinn
gamall og lasburða. En lífið var
mikið strit í þá daga. Mikið slegið
með orfi og ljá, jafnt þýfður Leyn-
ingurinn og slétt Skriðan. Okkur
krökkunum fannst langt að fara
með kaffið til piltanna, afa og Ste-
fáns, fram á Skriðu. Svo var það há-
degisblundur fullorðna fólksins, sem
oftast átti langan og erfiðan vinnu-
dag. Yið krakkarnir voru þá látin
sjá um að vaska upp og ganga frá
eftir matinn. Nú eru aðrir tímar og
aðrar aðstæður. Amma hafði lifað
tímana tvenna, hafði haft viðkomu á
þremur árhundruðum. Hún hafði
kynnst hungri og harðindum, mikl-
um breytingum á lífsafkomu og að-
stæðum fólks. Erfiðleikarnir í lífinu
höfðu hert hana en jafnframt mýkt
svo hún mátti aldrei aumt sjá. Hún
var trúuð kona og kenndi okkur
barnabörnunum bænir, sagði okkur
frá álfum og frá því hvemig þeir
höfðu komið til hennar í draumum.
Af hugðarefnum ömmu má nefna
garðrækt og blómarækt og lagði
hún metnað í að hafa fallegan garð
bæði á Róðhóli og á Sauðárkróki,
auk þess semhún hafði gaman af að
taka í spil, lesa góðar bækur og
syngja. Hún var afskaplega trygg
sínum vinum, gestrisin og höfðingi
heim að sækja. Hún lagði metnað
sinn í að rækta frændsemi við ætt-
ingja bæði hér á íslandi og í Vestur-
heimi. Hún var kirkjurækin og
sýndi kirkjum sínum í Felli og síðar
á Sauðárkróki mikla ræktarsemi.
Amma var mjög Ijóð- og söngelsk
og kunni mjög mikið af ljóðum.
Henni þótti mjög vænt um ljóð föð-
ur síns, sem var gott skáld, einkum
þau er hann hafði ort til Guðnýjar
móður sinnar. En í þeim ljóðum
koma vel fram þau kröppu kjör sem
+ Jórunn Ingibjörg
Guðmundsdóttir
fæddist á Þrasastöð-
um í Stíflu, Skagafirði
12. október 1906. Hún
^Jést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu að
Kumbaravogi 29. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðmundur
Bergsson, bóndi á
Þrasastöðum, f. 11.
janúar 1871, d. 6. apríl
1961 og kona hans,
Guðný Jóhannsdóttir,
f. 8. desember 1876, d.
22. mars 1917. Systkini Jórunnar
eru: Jóhann, f. 29. maí 1898, d. 13.
júlí 1983; Þorvaldur, f. 10. maí
1899, d. 21. júlí 1989; Bergur, f. 25.
september 1900, d. 5. maí 1988;
Jórunn Ingibjörg, f. 20. aprfl 1903,
^I. 26. janúar 1904; Jón, f. 13. jan-
úar 1905, d. 14. júní 1991; Eiríkur,
f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980; Ein-
ar, f. 21. október 1909, d. fárra
mánaða gamall; Sigurður Júli'us, f.
2. janúar 1911, d. 11. febrúar 1911;
drengur fæddur andvana 2. jan.
1911, Hartmann Kristinn f. 12.
aprfl 1912, d. 29. október 1990 og
Sigríður Stefanía, f. 30. aprfl 1914
og er hún ein eftir á lífí.
Jórunn giftist 3. júní 1930 eftir-
lifandi eiginmanni sinum, Vil-
hjálmi Einari Einarssyni frá Reyk-
holti, Borgarfirði, f. 29. desember
1907. Foreldrar hans voru hjónin
séra Einar Pálsson, prestur á
Hálsi, í Gaulverjabæ og síðast í
Reykholti, f. 24. júlí 1868, d. 28.
janúar 1951 og kona hans, Jó-
hanna K. K. Eggertsdóttir Briem,
f. 2. febrúar 1872, d. 4. desember
1962. Börn Vilhjálms og Jórunnar
eru: 1) Gunnlaugur Briein, f. 9. júlí
L931. Eiginkona hans er Ásgerður
Jónsdóttir, f. 3. mars
1931 og eiga þau
tvær dætur, a) Erlu,
f. 26. október 1959
gift Þórhalli Bjarna-
syni, f. 10. ágúst
1959. Börn þeirra
eru Kristín f. 29.
febr. 1984, Hjalti, f.
24. maí 1988 og
Andri f. 8. nóvember
1990. b) Unni, f. 19.
mars 1966. Dóttir
hennar er Rakel, f.
23. júlí 1990. Unnur
er í sambúð með Sig-
urði Birgi Guð
mundssyni, f. 30. júní 1965. Ás-
gerður eignaðist dótturina Kol-
brúnu, f. 16. ágúst 1954. Hún er
gift og á fjögur börn og eitt barna-
barn. 2) Sverrir, f. 2. október 1932,
fráskilinn og barnlaus. 3) Hulda, f.
30. mars 1934. Eiginmaður hennar
er Eggert Vigfússon, f. 27. aprfl
1932, börn þeirra eru: a) Guðrún,
f. 14. janúar 1956. Var gift Krist-
jáni Friðgeirssyni, (skildu). Börn
þeirra, Eggert Freyr f. 13. júní
1975, d. 11. aprfl 1993 af slysförum
og Jórunn, f. 19. júlí 1978. b) Helgi,
f. 31. desember 1956, er kvæntur
Helgu Rögnu Pálsdóttur, f. 6.
október 1961, börn þeirra eru:
Páll, f. 12. janúar 1989, Ragna, f.
10. janúar 1993 og Eggert, f. 16.
nóvember 1994. c) Vilhjálmur Ein-
ar, f. 19. maí 1962, er kvæntur
Elísabetu Herbertsdóttur, f. 5. jan-
úar 1964, börn þeirra eru: Her-
bert, f. 11. desember 1987, Hulda,
f. 2. júní 1989 og Hanna f. 5. sept-
ember 1994. 4) Ása, f. 8. mars
1938. Var gift Guðna Vigfússyni
(skildu). Dætur þeirra eru: a)
Helga, f. 15. júní 1957, gift Hilmari
Antonssyni, f. 7. maí 1949, börn
þeirra eru: Bjarki, f. 14. nóvember
1977, kvæntur Rut Sverrisdóttur,
f. 29. mars 1975, Elvar, f. 2. sept-
ember 1979, Ása, f. 30. ágúst 1986
og Aldís, f. 30. janúar 1989. b)
Elva, f. 26. apríl 1963, d. 22. sept-
ember 1979 af slysförum. 5) Mar-
grét Sigríður Pálsdóttir, f. 3 júní
1941 (ættleidd af Páli Einarssyni
(bróður Vilhjálms) og Gyðu Sig-
urðardóttir). Giftist Magnúsi
Gústafssyni (skildu). Börn þeirra
eru: a) Björn, f. 18. september
1966, kvæntur Dagbjörtu Ósk
Steindórsdóttur, f. 17. september
1968. Börn þeirra eru Árni Guð-
jón, f. 9. desember 1986, Magnús
Már, f. 11. september 1989, d. íjan-
úar 1991 af slysförum, Sigfús Már,
f. 24. nóvember 1991 og Jórunn
Sóley f. 18. nóvember 1993. b) Sig-
fús, f. 8. maí 1968, d. 10. janúar
1970 af slysförum. c) Einar, f. 21.
desember 1970 í sambúð með Ás-
laugu Jóndsóttur f. 19. maí 1967.
d) Jórunn María, f. 7. desember
1972, gift Hauki Þór Bragasyni, f.
5. maí 1969.
Heiður Helgadóttir, f. 6. desem-
ber 1945, ólst upp á heimili þeirra
frá sex ára aldri. Hún á eitt barn
og er nú búsett í Svíþjóð.
Jórunn ólst upp á búi foreldra
sinna og aðstoðaði við búskapinn
eins og þá tíðkaðist að börn gerðu
frá unga aldri. Um tvítugt hleypti
hún heimdraganum og hélt til
Reykjavíkur, þar sem hún var í
vist hjá Ingibjörgu (sem síðar varð
mágkona hennar) og Eyjólfi Ey-
fells. Á sumrin var hún í kaupa-
vinnu í Reykholti og kynntist þar
eftirlifandi eiginmanni sínum, en
þar var faðir hans prestur og gaf
hann þau saman í hjónaband. Þau
hófu búskap að Galtafelli í Hruna-
mannahreppi. Þar bjuggu þau í
flmm ár, en fluttu þaðan að Laug-
arbökkum í Olfusi og bjuggu þar í
25 ár. Árið 1964 fluttust þau að
Selfossi og unnu þar ýmis störf til
sjötugs
Utför Jórunnar verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Jórunn föðursystir mín er látin
93 ára að aldri. Hún var dóttir
Guðmundar Bergssonar, bónda á
Þrasastöðum í Stíflu, og Guðnýjar
Jóhannsdóttur, konu hans, ein af
átta börnum þeirra hjóna sem upp
komust.
Sigríður, sem var yngst, er nú
ein eftir á lífi af þessum stóra
systkinahópi og dvelur hún á
Hrafnistu.
Á þessum langa æviferli hefur
Jórunn upplifað tímana tvenna.
Hún sagði svo frá uppvexti sín-
um: „Við börnin fórum að vinna
strax og við höfðum getu til og
vinnudagurinn var oft langur en
við höfðum alltaf nóg að borða.
Þegar ég var átta ára gömul var
ég vakin snemma á morgnana til
þess að reka kýrnar og var það
hálftíma gangur hvora leið. Allur
fatnaður var unninn heima. Kon-
ur spunnu, karlar kembdu og fað-
ir minn óf efni í utanyfirföt og
milliskyrtur. Svo brá hann gjarð-
ir, fléttaði reipi, smíðaði skeifur
og alla hluti sem þurfti að nota
við heyskapinn.
Heimilið var mannmargt, þar
voru Bergur afi og Katrín amma,
og Sigrlður móðuramma mín. Oft-
ast hafði móðir mín tvær vinnu-
konur. Þegar ég var á ellefta ári
dó móðir mín. Það var mikið áfall.
Þá kom blessuð Kristín Bjarna-
dóttir og gekk okkur börnunum í
móðurstað. Hún var hjá okkur í
átta ár. Faðir minn ól allan sinn
aldur á Þrasastöðum." (Þrasa-
staðaætt bls. 139.)
Um tvítugsaldur fór Jórunn úr
föðurhúsum til Reykjavíkur og
réðst í vist til Ingibjargar í Bald-
ursbrá sem var gift Eyjólfi Eyfells
listmálara og rak hún þekkta
hannyrðaverslun við Skólavörðu-
stíginn ásamt Kristínu Jónsdóttur,
frænku Jórunnar. Jórunni líkaði
vel vistin í Baldursbrá hjá Ingi-
björgu sem var öndvegiskona, en
hugur hennar var bundinn við
sveitina og þau störf sem hún
hafði alist upp við.
Það varð því að ráði að Ingi-
björg kom henni sem kaupakonu
til foreldra sinna í Reykholti, sr.
Einars Pálssonar og Jóhönnu
Katrínar Kristjönu Eggertsdóttur
Briem.
Þar kynntist Jórunn mannsefni
sínu, Vilhjálmi, syni prestshjón-
anna. Hjónaband þeirra varð
mjög farsælt. Innileiki og um-
hyggjusemi hvort fyrir öðru ríkti
í sambúð þeirra alla tíð. Jórunn
og Vilhjálmur leigðu jörðina
Galtafell í Hrunamannahreppi af
Einari Jónssyni myndhöggvara
og bjuggu þar í fimm ár. Þar
fæddust þrjú börn þeirra, Gunn-
laugur, Sverrir og Hulda. Þau
keyptu síðan jörðina Laugar-
bakka í Ölfusi og bjuggu þar
myndarbúi í 25 ár. Þar fæddust
dæturnar, Ása og Margrét Sig-
ríður. Til heimilis á Laugarbökk-
um voru foreldrar Vilhjálms til
dauðadags svo og systir sr. Ein-
ars, Helga, sem giftist ekki en
fylgdi fjölskyldunni alla tíð.
Jórunn og Vilhjálmur brugðu
búi, seldu jörðina Laugarbakka til
bróðursonar Jórunnar og íluttu til
Selfoss.
Þá gafst þeim meiri tími til
ferðalaga og náttúruskoðunar
sem þau höfðu bæði yndi af. í
garðinum við húsið þeirra á Sel-
fossi eru tvö umfangsmikil og
sérstæð rekaviðartré sem voru
flutt sjóleiðis frá Trékyllisvík á
Ströndum.
Lífsstarf Jórunnar og áhuga-
mál snerust um heimilið og fjöl-
skylduna. Framkoma hennar
einkenndist af hógværð og kurt-
eisi. Hún var frændrækin og
lagði sig fram um að fylgjast
með og halda sambandi við
skyldmenni sín.
Vilhjálmur Einarsson á nú um
sárt að binda, hniginn að aldri og
þrotinn af kröftum. Ég sendi hon-
um, börnum þeirra hjóna og öðr-
um ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Gyða Jóhannsdóttir.
JOR UNNINGIBJORG
GUÐMUNDSDÓTTIR