Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 E 2^ Ræstingar Landssími íslands hf., óskar eftir tilboöum í ræstingu í birgðastöð fyrirtækisins við Dverg- höfða 19, (Jörfa), í Reykjavík. Stefnt er að gerð samnings um verkið til tveggja ára með heim- ild til framlengingar. Gólfflatarmál þeirra rýma sem ræsta skai er samtals 2.340 fermetrar. Útboðsgögn eru seld á kr. 1.000 í afgreiðslu starfsmannaþjónustu á 1. hæð í Landssímahús- inu við Austurvöll. Tilboð verða opnuð í fund- arherbergi 2 í Landssímahúsinu við Austurvöll, 6. hæð, miðvikudaginn 12. apríl 2000 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. LANDS SÍMINN Starfsmannaþjónusta. Utanríkisráðuneytið Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. utanríkis- ráðuneytisins, auglýsir eftir myndlistar- mönnum til þátttöku í lokaðri samkeppni um gerð listaverka í nýbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli. Samkeppnin felst í að gera tillögu að gólflistaverki á afmörkuðum gólffleti í byggingunni og skreytingu á tilteknum veggjum í henni. Gólfflöturinn, sem um ræðir, er á tveimur hæðum og er saman- lagður flötur hans um 250 m2. Veggflet- irnir eru um 15 og er flötur hvers þeirra um 20 m2. Þeir sem hafa áhuga sendi inn umsókn ásamt upplýsingum um listferil, þ.e. sýn- ingarskrár og bækur. Umsóknir þurfa að hafa borist móttakanda í síðasta lagi 18. apríl nk. Ekki ertekið við umsóknum eftir þann tíma. Heimilt er að láta Ijósmyndir og skyggnur fylgja umsókn. Utanáskriftin er: Samkeppni um listaverk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjávík. Forvalsnefnd mun velja allt að 8 lista- menn úr hópi umsækjenda til að gera til- lögur að umræddu verkefni í lokaðri hugmyndasamkeppni. Dómnefnd verður skipuð fulltrúum útboðsaðila og Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Ein- göngu er gert ráð fyrir að þátttakendur í hugmyndasamkeppninni skili inn frum- drögum (eða Ijósmyndum) ásamt stuttri lýsingu á hugmynd. Hverjum þátttak- anda verða greiddar kr. 200.000 fyrir til- lögugerðina. Samkeppnin verður haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögur sem hægt verður að útfæra í fullri stærð. Ákvörðun verður tekin að lokinni samkeppni um hvaða verk verða valin til útfærslu ef um framkvæmd verka semst. Skilafrestur tillagna verður um miðjan júní nk. Stefnt er að því að gerð listaverka og uppsetningu verði lokið 1. september árið 2000. Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður (Ólafur Jónsson) í síma 898 9383, fax 555 0346, síma 565 0120 kl. 15-19 alla virka daga. Framkvæmdasýsla ríkisins. Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu við iþróttahús og sundlaug að Reykjalundi, Mosfellsbæ. Helstu magntölur: Fleygun á föstu bergi 5.900 m3 Uppgröftur á lausum jarðvegi 9.600 m3 , Fyllingar 2.300 m3 Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni Óðins- torgi, Óðinsgötu 7, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 28. mars nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 11.00. Reykjalundur. STVRKIR Styrkur til náms í fiski- fræði og skyldum greinum Landssamband íslenskra útvegsmanna auglýs- ir styrk til framhaldsnáms í fiskifræði, sjávar- vistfræði eða sjávarlíffræði. Styrkurinn er ætlaður líffræðingum sem hafa lokið eða eru að Ijúka grunnnámi í háskóla (BS-prófi) og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Styrkupphæð er kr. 500.000. Umsóknirskal merkja „námsstyrkur" og senda til Landssambands íslenskra útvegsm- anna, pósthólf 893, 121 Reykjavík. Umsóknum fylgi upplýsingar um námsferil og námsárangur og stutt skrifleg greinargerð um fyrirhugað nám. Umsóknarfrestur ertil 19. apríl 2000. Nánari upplýsingar veitir dr. Kristján Þórarins- son hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna í síma 550 9500. Landssamband íslenskra útvegsmanna. ÝMISLEGT Glæsilegt skrifstofu- húsnæði til leigu í miðborginni Skrifstofuhúsnæði tii leigu á jarðhæð Húss iðnaðar- ins að Hallveigarstíg 1. Um er að ræða: 1. Herbergi (02-19-A) ásamt hlut í sameign samtals 60,4 fm. 2. Tvö herbergi (02-24-D og 02-25-D) ásamt hlut í sameign samtals 80,6 fm. 3. Tvö herbergi og geymsla (02-05-B, 02-06-B og 02-07-B) ásamt hlut í sameign samtals 74,2 fm. Annað herbergið hefur verið nýtt sem móttaka. Húsnæðið er allt nýlega innréttað og hefur verið notað sem skrifstofu- og kennsluhúsnæði. Aðgangur að eldhúsi/kaffistofu og fundarherbergi/kennslustofu er innifalinn í sameign. Allar nánari upplýsingar veitir Þórarinn Gunnarsson, Samtökum iðnaðarins. Sími 511-5555, fax 511-5566, netfang thorarinn@si.is. Meðeigandi óskast að litlu innflutningsfyrirtæki með góð umboð. Þarf að vera góður sölumaður, hafa innsýn í fyrirtækjarekstur og leggja með sér 1—2 millj. Svar sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Framtíð — 9465", fyrir 31. mars. ÚTHLUTUN ÚR VÍSINDA- OG ÞRÓUNARSJÓÐI Gæðastjórnunariélags ÍSLANDS Gæðastjórnunarfélag Islands (GSFl) auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísinda- og þróunarsjóði félagsins. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenskt rannsóknar- og þróunarstarf á sviði stjórnunar. Sjóðurinn styrkir rannsóknir og þróunarverkefni sem auðga ísienskt atvinnulíf og efla samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu GSFÍ, Húsi verslunarinnar 6.hæð, Kringlunni 7 í Fteykjavík, með tölvupósti >fi@gsfi.is, sími: 533 5666. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2000 GCBASTjðUOIAlfÉUlG tSUIOS \___________________________________________/ Viðurkenning fyrir framlag á sviði umhverfis- og náttúruverndar Tilnefningar óskast Óskað er eftir tillögum um einstakling, sem vegna verka sinna og athafna á undaförnum árum er þess verðugur að hljóta viðurkenningu af hálfu frjálsra félagasamtaka á sviði umhverf- ismála og náttúruverndar. Æskilegt er að tilnefningu fylgi stutt greinar- gerð þar sem færð eru rök fyrir henni. Tillögur ** skulu sendar skrifstofu Landverndar, Skóla- vörðustíg 25,101 Reykjavík og skal umslagið merkt „Viðurkenning - tilnefning". Frestur til að skila tillögum er til 5. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.landvernd.is/landvernd undir „fréttir". Samstarfshópur umhverfis- og náttúruverndarsamtaka m Menntamálaráðuneytið Sveinspróf í löggiltum iðngreinum Innritun stendur nú yfir í sveinspróf í löggiltum iðngreinum sem fara fram í maí og júní nk. Umsóknarfresturertil 1. maí2000. Ekki ertekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Upplýsingar um umsóknir eru veittar í mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, * sími 560 9500. Hægt er að nálgast umsóknar- eyðublöð á heimasíðu ráðuneytisins, www.mrn.stjr.is. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og burtfararskírteini iðn- menntaskóla. Menntamálaráðuneytið, 24. mars 2000. www.mrn.stjr.is. Auglýst er eftir þessum bíl ur að lit, sem stolið var fyrir framan Bollagötu 7, Reykjavík, fimmtudaginn 10. febrúar, með skráningarnúmerinu YF-876. Þeim, sem geta veitt upplýsingar um hvar bif- reiðin er, er heitið fundarlaunum. Upplýsingar í síma 560 5080 eða 560 5060, Sveinn G. eða Þráinn, á vinnutíma. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.