Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sterkir vindar valda ísreki í Norður-Ishafínu Harald rak 4,7 kíló- metra í fastasvefni Ljósmynd/lngþór Bjamason Vestlægir vindar valda ísreki í Norður-Ishafinu og hafa fært tjald Har- aldar úr stað annað veifið si'ðan Iciðangurinn hófst en aldrei eins mikið og í fyrrinótt. HARALDUR Örn Ólafsson lætur vel af för sinni á norðurpólinn en hann gekk 12,2 km á mánudag og hefur því alls gengið 283 km af 770 km. Sterkir vest- lægir vindar urðu til þess að tjald Haraldar rak 4,7 km í austurátt á ísn- um í fyrrinótt á meðan hann svaf, en það hefur þó ekki fært hann fjær pólnum svo nokkru nemi. Haraldur lenti í erfiðu færi á mánudag og tafðist mikið þegar hann þurfti að krækja fyrir tor- færa íshryggi. „Strax í byijun dags lenti ég á mjög slæmu og brotnu hryggja- svæði þar sem hvergi var í sléttan flöt að sjá svo langt sem augað eygði," sagði Haraldur við bak- varðasveitina í gær. „Ég reyndi að fara um svæðið en sá að ég kæmist aldrei yfír. Eg þurfti því að snúa við til suðurs og gekk næst til aust- urs þangað til ég komst í betri að- stæður. Um miðbik dagsins lenti ég síðan á öðru brotnu svæði sem tafði mig töluvert en undir lok dags var færið orðið sæmilegt. Að auki þurfti ég að krækja fyrir tvær vak- ir sem tafði mig einnig.“ Að sögn Haraldar fór vindur af suðvestri mjög vaxandi í fyrrinótt en hann taldi þó göngufært er hann leit út úr tjaldinu klukkan 7 að staðartima í gærmorgun. „Ég þarf að klæða mig vel og huga vel að öll- um búnaði og gæta að kali. Ég reikna ekki með því að leggja að baki eins langa dagleið í dag [í gær, þriðjudag] og ég hef gert undan- farna daga vegna vindkælingar." Á miðvikudaginn í næstu viku, 19. apríl, verður 40 daga vistum komið til Ilaraldar út á fsinn auk nýs sleða sem á að Ieysa af hólmi gamla sleðann sem er orðinn illa farinn. ÍU samdi við fréttamenn STARFSMENN íslenska útvarps- félagsins sem eru félagar í Blaða- mannafélagi íslands hafa sam- þykkt nýjan kjarasamning, sem gildir fram til næstu áramóta. Samningurinn er afturvirkur til 1. mars, en eldri samningurinn rann út í lok febrúar. Að sögn Þórs Jónssonar, trúnað- • armanns starfsmanna, náðist ekki samkomulag um lengri samnings- tíma, þar sem talsvert bar í milli varðandi hækkun launaliðar. Samningurinn var samþykktur með 26 atkvæðum gegn 10 og segir Þór að ástæðan fyrir samþykkinu sé að starfsmenn hafi náð fram nokkrum atriðum kröfugerðarinn- ar sem þóttu skipta máli. Þar megi nefna leiðréttingu á vinnufyrir- komulagi sem feli í sér styttingu vinnutímans og sé aðeins í áttina að því sem eigi sér stað hjá keppi- nautnum á RUV. Jafnframt því fá starfsmenn nú þegar 4.000 króna launahækkun ofan á grunnlaunin og síðan reiknast 3,9% launahækk- un ofan á það. Bónusgreiðslur, sem reiknast sem hlutfall af grunnkaupi og koma inn í júlí og desember, hækka úr 27% í 50%. „Við lítum svo á að við höfum fall- ist á samninga um vopnahlé og nú hefur fyrirtækið tækifæri til 1. nó- vember samkvæmt samningnum til að gera persónubundna samninga við starfsmenn. Við í samninga- nefnd BÍ höfum haldið því fram, að sú regla hjá Stöð 2 sem gerði mönnum kleift að sækja kjarabæt- ur beint til sinna yfirmanna, hafi verið fryst á síðasta samningstíma- bili. Við erum því eiginlega að gefa fyrirtækinu möguleika á því að opna fyrir þessar leiðir aftur.“ I nýja samningnum er ákvæði sem gefur starfsmönnum kost á að fá 1% framlag frá vinnuveitanda á móti 1% framlagi frá starfsmanni sem aukaframlag í lífeyrissjóð. Varðandi stuttan samningstíma segir Þór það jafnframt skipta tals- verðu máli, að starfsmenn í Blaða- mannafélaginu hjá ÍÚ séu loksins að stilla sig saman við samninga- gerð á öðrum miðlum, og að það verði væntanlega búið að ganga frá samningum annars staðar þegar samið verður á nýjan leik við Is- lenska útvarpsfélagið. Námsefni á nýrri öld Forsjá eða frelsi Gísli Sigurðsson NÁMSEFNI á nýrri öld er viðfangsefni málþings sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna heldur á föstudaginn nk. klukkan 14 til 18 í Kenn- araháskóla íslands, fyrir- lestrarsal á annarri hæð, stofu M 201. Gísli Sigurðs- son, formaður Hagþenkis, var spurður um markmið þessa málþings: „Málþingið er haldið í kjölfar hinnar nýju nám- skrár íyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Það blasir við að það þarf að endur- nýja og semja nýtt náms- efni til þess að mæta kröf- um námskrárinnar. Hagþenkir er málsvari höfunda fræðirita og kennslugagna og innheimtir greiðslur vegna ljósritunar í skól- um og stofnunum og útdeilir styrkjum og þóknunum til höf- unda.“ - Er mikið ljósritað í skólum ? „Já, það er geysilega mikið ljós- ritað og fer vaxandi þrátt fyrir aukna tölvunotkun. Við stöndum í samningaviðræðum við ríkið vegna þess að niðurstöður úr ný- legri könnun um ljósritun í skól- um sýna að miklu meira er ljósrit- að en áður var talið.“ - Hvað gerið þið við þessa Ijós- ritunarpeninga ? „Við úthlutum þeim til höfunda í formi styrkja og þóknana og veitum einnig viðurkenningu einu sinni á ári fyrir framlag til miðlun- ar fræða og þekkingar. Þessa dag- ana er einnig úthlutað í fyrsta sinn úr Launasjóði fræðiritahöfunda sem félagið kom til leiðar að nú- verandi menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason setti á fót.“ - Hvað fer fram á málþinginu á föstudaginn? „Þá munum við velta fyrir okk- ur spurningum um hvernig best sé að nýta frumkvæði höfunda og fá fram þeirra hugmyndir um námsefnisgerð, hvernig styrkir ríkisins eigi að koma fram - hvort eigi að veita þeim beint til höf- unda, forlaga eða jafnvel skólanna til þess að kaupa bækumar. Eins em margir sem hafa áhuga á stöðu Námsgagnastofnunar, en hún er eina ríkisútgáfa námsbóka sem eftir er á Norðurlöndum. „Ríkisstyrkir á samkeppnismark- aði“ er yfirskrift erindis sem Sig- urður Svavarsson verður með á málþinginu. Einnig velta menn fyrir sér hugsanlegu útboði á gerð námsefnis, það hafa verið gerðar tilraunir með það hjá Námsgagnastofnun, en höfundar hafa miklar efasemdir um að það skili endilega besta námsefninu að velja ódýmstu leiðina við gerð þess. Við lítum svo á að námsefni sé í samkeppni við aðra miðlun upplýsinga í samfélaginu, svo sem auglýsingar og dægurmenningu ýmisskonar, og þurfi því að standa jafnfætis því efni hvað varðar útlit og aðlaðandi framsetn- ingu.“ - Hvað með netvæð- ingu? „Netið opnar leið fyrir marga höfunda og kennara til að matbúa sitt námsefni með nýj- um hætti og þróa nýtt námsefni og hentar sérstaklega vel til að koma til móts við það fijálsræði skóla og kennara sem nýja nám- skráin veitir, t.d. í bókmennta- kennslu gmnnskóla, þar sem skól- ar og kennarar geta nú valið sér fornsagnaefni til kennslu í efstu bekkjunum. Lestur slíkra hérað- ► Gísli Sigurðsson fæddist 27. september 1959 í Reykjavík. Hann lauk stúdcntsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1978 og prófi i íslensku og almennri bókmenntafræði 1983. Hann tók einnig masterspróf í miðalda- fræðum á Irlandi 1986. Að námi loknu starfaði Gísli hjá bókafor- laginu Svörtu á hvítu og kenndi jafnframt í Ármúlaskóla. Einnig stundaði hann kennslu við Há- skóla íslands og í Kanada um tíma og kom einnig við í rit- stjórn Alfræðiorðabókar Arnar og Örlygs áður en hann hóf störf hjá Árnastofnun þar sem hann starfar nú. Gísli er kvænt- ur Guðrúnu Hólmgeirsdóttur menntaskólakennara og eru þau að ættleiða dóttur frá Indlandi. ssagna í ólíkum skólum getur kall- að á persónulega túlkun nemenda og kennara á hverjum stað, sem hentar mjög vel að setja fram á vef skólanna, eins og t.d. Harpa Hreinsdóttir á Akranesi hefiir staðið fyrir í Fjölbrautaskólanum þar og á Menntaskólanum á Laugarvatni.“ - Hverjir tala á málþinginu auk Sigurðar Svavarssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda? „Þar tala fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, Hrólfur Kjartans- son og Aðalsteinn Eiríksson um þær kröfur sem námskráin gerir til námsefnis og styrki til nám- sefnisgerðar. Ingibjörg Ásgeirs- dóttir forstjóri Námsgagnastofn- unar mun fjalla um reynsluna af útboðum á höfundavinnu þar. Védís Skarphéðinsdóttir ritstjóri kennslubóka hjá Máli og menn- ingu ræðir um hvemig gengur að svara spurn framhaldsskólanna eftir námsefni og þrír fyrirlesarar tala um netútgáfu og rafrænt námsefni, kosti þess og hvemig höfundar geta tryggt sér rétt- mætar greiðslur fyrir það. Um þetta tala þeir Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri hjá Námsgagnastofn- un, Guðmundur Sæmundsson fjamámskennari og námsefnis- höfundur og Torfi Hjartarson lektor í kennslufræði og upp- lýsingatækni. Eitt aðal- vandamálið við Netið hefur verið að koma fólki í skilning um að höfundalög og réttur höfunda er alveg sambærilegur í netútgáfu og prentuðum verkum. Það hefur viljað brenna við að fólk hefur tekið texta eftir aðra og Iát- ið liggja á heimasíðum hjá sér og talið að það væri í fullum rétti til að gera slíkt en svo er ekki. Eftir erindin verða umræður og er þátt- taka í málþinginu öllum opin.“ Verið er að út- hluta í fyrsta sinn úr Launa- sjóði fræði- ritahöfunda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.