Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjördæmamálin til fyrstu umræðu á Alþingi Kostir og gallar við breytta skipan Morgunblaðið/Jim Smart Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis í fjarveru forsætisráðherra. FRUMVARP til laga um kosningar til Alþingis var tekið til fyrstu um- ræðu á Alþingi í gærkvöldi og mælti Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir málinu í fjarveru Davíðs Odds- sonar forsætisráðheira. Geir lýsti þeirri von sinni að um málið mætti nást breið samstaða á þingi en við umræðuna í gærkvöldi lýstu nokkrir þingmenn megnri óánægju sinni með þær breytingar sem fyrirhugaðar eru. Fjármálaráðherra gerði í fram- söguræðu sinni grein fyrir undirbún- ingi málsins. Kom fram að sjálfur hefði hann átt forsæti í nefnd þeirri sem skipuð var síðastliðið haust til að semja það frumvarp, sem nú hefur verið mælt fyrir á Alþingi, en þai- sátu fulltrúar bæði stjómarflokka og stjórnarandstæðinga. Geir rakti for- sendur nefndarstarfsins og rifjaði síðan upp að meginmarkmið breyt- inga á kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta væri að draga úr því mis- vægi atkvæða milli landsvæða sem búsetuþróun í landinu hefði valdið, og sem farið hefði vaxandi undanfar- in ár. Sagði Geir að allir þeir stjómmála- flokkar, sem lengst af síðasta kjör- tímabils hefðu átt fulltrúa á Alþingi, hefðu með einum eða öðrum hætti ályktað um að þetta misvægi yrði að jafna. Mælingar á viðhorfí kjósenda sýndu jafnframt að meirihluti þeirra væri sömu skoðunar. Ráðherrann gerði ennfremur grein fyrir því að í ljós hefði komið að ekki yrði hægt að jafna vægi at- kvæða þannig að um það n'kti sæmi- leg sátt og öll skilyrði önnur væm uppfyllt, án þess að hreyfa með nokk- uð afgerandi hætti við skipan lands- ins í kjördæmi og leita eftir gagnger- um endurbótum á því kerfi, sem kosið væri samkvæmt til Alþingis. „Aðrar forsendur þessara breyt- inga vora fólgnar í því, að heildar- fjöldi þingsæta yrði óbreyttur, en skipt niður á kjördæmi þannig að þingsætafjöldi í hverju þeirra yrði sem jafnastur. Jafnframt var á því byggt að jöfnuður yrði á milli stjóm- málaflokka á landsvísu þannig að fjöldi þingsæta hvers flokks yrði í sem fyllstu samræmi við kjörfylgi. Síðast en ekki síst hefur verið leitast við að gera kosningakerfið einfaldara og auðskiljanlegra en verið hefur,“ sagði Geir m.a. Mikilvægt að menn hlaupist ekki undan merkjum Að lokinni framsöguræðu Geirs sté Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra í pontu. Hann sagði að breytingum á kjördæmafyrirkomu- laginu fylgdu vitaskuld kostir og gallar og óþarfi væri að draga dul á það að óánægja væri uppi í Fram- sóknarflokknum með niðurstöðuna, rétt eins og í öðrum flokkum. Þing- menn flokksins myndu væntanlega láta það í ljós í umræðunni en hitt lægi fyrir að þingflokkur framsókn- armanna myndi standa að málinu. Sagði Halldór aðalatriðið vera það að náðst hefði samkomulag í málinu. Kvaðst hann ganga út frá því að menn virtu það samkomulag, enda væri mikilvægt að koma þessu mikilvæga máli í höfn. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvaðst í andsvari við ræðu utanríkisráðherra ekki eiga aðild að neinu samkomulagi í þessu máli. Sagði hann það algerlega rangt hjá ráðherranum að um þetta ríkti sátt í landinu. Svaraði Halldór því til að þingmenn VG hefðu margir verið áð- ur í Alþýðubandalaginu, sem átt hefði hlut að uppranalegu samkomu- lagi. Ef þeir ætluðu nú að hlaupa frá öllu saman gæfi það ekki tiiefni til að bera til þeirra traust. Guðmundur Ámi Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sem sæti átti í nefnd þeirri sem fjármálaráð- herra fór fyrir, tók upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá Halldóri og skaut fóstum skotum að VG. Guð- mundur fór yfir helstu atriði framv- arpsins og sagði hér miða í rétta átt þó því færi fjarri að þessi niðurstaða væri fullkomin. Minnti hann t.a.m. á í því sambandi að stefna Samfylking- arinnar væri sú að landið skyldi gert að einu kjördæmi. Menn hefðu hins vegar þurft að mætast á miðri leið. Sagði Guðmundur að ábyrgir stjórn- málaflokkar myndu standa við þau markmið sem sett vora fram í upp- hafi, þ.e. að draga úr misvægi at- kvæða. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sem eins og Guðmundur átti sæti í nefnd fjármálaráðherra, sagð- ist telja að þó að fyrirhugaðar breyt- ingar hefðu sína kosti þá væra gall- arnir meiri. Var Steingrímur afar óánægður með orðahnippingar Guð- mundar Árna í garð VG enda gæti vart talist óeðlilegt að skiptar skoð- anir væra um jafn stórt mál og þetta. Kynnti Steingrímur sérálit sitt úr nefndinni, sem hann sagði sína við- leitni til að koma fram með betri kosti en endanlega niðurstöðu. Taldi Steingrímur m.a. furðulegt að ætla að skipta Reykjavík í tvennt. Undir þá skoðun tók m.a. Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavík. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaðm- framsóknarmanna, og Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæð- isflokki, lýstu ennfremur mikilli óánægju sinni með fyrirhugaðar breytingar og sagðist Guðjón vart hafa hitt einn einasta mann sem ánægður væri með niðurstöðuna. Honum fyndist niðurstaðan röng og gæti einfaldlega ekki stutt hana. Veðurstofan á ekki að vera und- anþegin málrækt FJÖRUGAR umræður urðu á Al- þingi í gær um íslenska málrækt og notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu íslands en þingsálykt- unartillaga Krisljáns Pálssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um þetta efni kom þá til seinni umræðu. Mátti skilja af umræðunni að skipt- ar skoðanir eru um þá ákvörðun Veðurstofunnar að taka upp notkun alþjóðlegs einingakerfis til að lýsa veðurhæð á kostnað gamalla ís- lenskra veðurheita. Umhverfisnefnd, sem fékk málið til umfjöllunar, klofnaði í afstöðu sinni til þess og skar sá klofningur á allar flokkslínur. Meirihluti nefnd- arinnar leggnr þó til að tillagan verði samþykkt en hann skipa þau Kristján Pálsson, Katrín Fjeldsted og Gunnar Birgisson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, Þórunn Sveinbj- amardóttir og Katrín Andrésdóttir, þingmenn Samfylkingar, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsókn- arflokks. Minnihluti nefndarinnar leggur hins vegar til að tillagan verði felld, og standa þau Ásta Möl- ler, Sjálfstæðisflokki, ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, og Kolbrún Halldórsdóttir, Vin- strihreyfingunni - grænu framboði, að því áliti. I framsöguræðu Kristjáns Páls- sonar með nefndaráliti meirihlutans kom fram að markmiðið með tillög- unni væri að hvetja til þess að ís- lensku veðurhugtökunum verði við- haldið samhliða því að alþjóðlegt einingakerfi sé notað til að lýsa veð- urhæð. Þannig sé lögð áhersla á að viðhalda íjölbreytileika íslenskrar tungu samhliða notkun alþjóðlegra skilgreininga. Sagði Krisfján að umhverfisnefnd hefðu borist um- sagnir vegna málsins frá 21 aðila og þar af hefðu 17 mælt með því að til- lagan yrði samþykkt. f nefndaráliti minnihlutans, sem Ásta Möller mælti fyrir, var hins vegar tekið undir þá skoðun Veð- urstofunnar að það væri vandséð að það væri hlutverk Veðurstofunnar að stunda þá málvernd sem þings- ályktunartillagan virtist leggja henni á herðar. Ásta tók fram að málvemd væri vissulega þarft verk- efni en minnihlutinn teldi hins veg- ar ekki eðlilega stjómsýslu að Al- þingi fæli umhverfísráðherra að beina því til faglegrar undirstofnun- ar ráðuneytisins að breyta ákvörð- un sem byggðist á faglegum rökum. Margir á mælendaskrá er umræðu var frestað Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í andsvari við ræðu Ástu að það hlyti að vera hlutverk allra, stofnana sem ein- staklinga, að stunda málrækt. Sfst af öllu ætti Veðurstofan að vera þar undanskilin. Hafnaði hann þeim rökum Ástu að almenningur sklldi ekki fslensku veðurhugtökin og lýsti þeirri skoðun sinni að það væri ekki skynsamlegt að fóma gömlum góðum hugtökum ef ekkert sérstakt mælti með því. Það yrði menningar- legt slys, að vísu e.t.v. í litlum mæli, en margt smátt gerði hins vegar eitt stórt. Flokksbræður Tómasar, Halldór Blöndal og Guðmundur Hall- varðsson, tóku í sama streng í and- svari við ræðu Ástu og töldu miður ef íslensk veðurheiti glötuðust úr tungunni og þar með verðmæt blæbrigði hennar. Nokkuð fjör hljóp í þessar um- ræður og beið fjöldi þingmanna á mælendaskrá þegar umræðu um málið var frestað að ósk Sighvats Björgvinssonar, þingmanns Sam- fylkingar. Hafði hann vakið athygli á því að þingstörfum færi senn að ljúka og að mörg mikilvægari mál en þetta biðu afgreiðslu þingsins. Rætt í annað sinn um framkvæmd tiltekinna þátta í varn- arsamstarfí fslands og Bandarfkjanna Sjóflutningar Atlants- skipa í brennidepli Stjórnarandstaðan vill gefa fyrirtækinu aðlögunartíma SJÓFLUTNINGAR Atlantsskipa ehf. fyrir varnarliðið í Keflavík voru enn til umræðu á Alþingi í gær þegar frumvarp utanríkisráð- herra um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Islands og Bandaríkjanna var tekið til ann- arrar umræðu. Meirihluti stjórn- arflokkanna í utanríkismálanefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt en fulltrúar stjórnar- andstæðinga telja Ijóst að frum- varpinu sé bókstaflega beint gegn Atlantsskipum, og leggur 1. minni hluti utanríkismálanefndar til að fyrirtækinu verði í það minnsta veittur aðlögunartími. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði mælt fyrir nefndaráliti meirihluta utanríkis- málanefndar sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt með fáeinum breytingum, sem lítið snerta helsta deiluefnið. Þó er lagt til að bráðabirgðaákvæði II verði umorðað svo merking þess verði skýr. I ákvæðinu er kveðið á um að áður en samningar við varnarliðið, sem gerðir hafa verið fyrir gildis- töku laganna og ekki sætt forvals- meðferð, komi til framlengingar sé heimilt, að tillögu forvalsnefndar, að ákveða að fram skuli fara forval og hæfir aðilar samkvæmt lögun- um tilnefndir. Sé heimildin nýtt gildi ákvæði laganna um það. í nefndaráliti 1. minnihluta utan- ríkismálanefndar, sem þeir Sig- hvatur Björgvinsson og Jóhann Ár- sælsson, þingmenn Samfylkingar, standa að, er hins vegar lagt til að umrætt bráðabirgðaákvæði öðlist ekki gildi fyiT en við upphaf ársins 2001. Sagði Sighvatur í framsögu- ALÞINGI ræðu sinni að hér væri um sjálf- sagða málamiðlunartillögu að ræða sem gæfi viðsemjendum, Atlants- skipum og varnarliðinu, kost á að framlengja samning þann sem rennur út 31. október næstkomandi um eitt ár til viðbótar ef þeir óska þess og gæfist Atlantsskipum þar með ráðrúm til að laga sig að þeim kröfum sem framvarpið gerir til fyrirtækja sem teljast mega kalla sig íslensk. Áhöfn skuli vera íslensk og skip sigli undir íslenskum fána Sighvatur sagði m.a. að augljóst væri að frumvarpinu væri bókstaf- lega beint gegn einu ákveðnu fyrir- tæki, þ.e. Atlantsskipum. Hann sagði að vissulega mætti deila um hvort Atlantsskip hefði í raun ver- ið íslenskt fyrirtæki - þ.e. í ís- lenskri eigu og undir íslenskri stjórn - þegar varnarliðið gerði upphaflega samning við það um flutningana en þær breytingar hefðu hins vegar orðið á eignar- haldi þess að ekki væri annað hægt að sjá en að það væri nú ótvírætt í íslenskri eigu. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mælti að þessu loknu fyrir nefndaráliti 2. minni- hluta utanríkismálanefndar en í því kemur fram að VG ætli í raun ekki að blanda sér í þessi mál enda liggi fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga frá flokknum um brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Is- landi. Sagði hann að VG myndi ekki taka þátt í afgreiðslu málsins. Hins vegar væri ekki hægt annað en vekja athygli á ýmsum undarlegum ákvæðum frumvarpsins, t.d. bráða- birgðaákvæðinu sem valdið gæti afturvirkni laganna í tilteknum skilningi. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, gerði grein fyrir breytingartillögu sem hann hefur lagt fram við frum- varpið en í henni er lagt til að skýrt sé kveðið á um að það fyrir- tæki sem hefur sjóflutninga með höndum fyrir íslands hönd skuli vera með íslenska áhöfn á skipum sínum, og sigla undir íslenskum fána. Taldi Guðmundur óeðlilegt að ákvæði sem þessi væru í samn- ingi íslendinga og Bandaríkja- manna hvað varðaði bandarískan hluta flutninganna en ekki um þann íslenska. Gerði hann að sér- stöku umtalsefni tregðu íslenskra kaupskipaútgerðarfyrirtækja til að sigla skipum sínum undir ís- lenskum fána. Guðmundur féllst hins vegar á þá ósk, sem Sighvat- ur Björgvinsson hafði sett fram, að draga breytingartillögu sína til baka við aðra umræðu um málið, þannig að utanríkismálanefnd gæti rætt hana sérstaklega áður en mál- ið kæmi til þriðju umræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.