Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 21
AKUREYRI
Morgunblaðið/Einar Guðmannsson
Húnbogi Valsson skýtur úr riffli sínum í liggjandi stöðu. Aðstæður voru nokkuð erfíðar enda töluverður
hliðarvindur á keppendur.
Rögnvaldur Björnsson, Helgi Jóhannesson og Baldur Ingvarsson ganga
refsihring en þeim félögum gekk nokkuð illa að hitta í mark.
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ
á Akureyri
Vel heppn-
að kynn-
ingarmót
í skíða-
skotfimi
KYNNINGARMÓT í skíðaskotfími
var haldið í Hlíðarfjalli á Akur-
eyri si. mánudag. Kynningunni
hafði verið frestað vegna veðurs
um siðustu helgi en þegar færi
gafst eftir helgina var tækifærið
gripið. Það var Skotfélag Akur-
eyrar sem stóð fyrir kynningunni
í tengslum við Vetraríþróttahátíð
ÍSÍ.
Þetta er í fyrsta skipti sem
keppni er haldin hér á landi með
þessu móti og þótti vel til takast,
að sögn Einars Guðmanns, for-
manns Skotfélags Akureyrar.
Fyrir keppnina lá fyrir að þarna
myndu mætast menn sem hefðu
mismunandi bakgrunn, að því
leyti að sumir eru vanar skyttur
en með minni færni ( göngu og
svo aðrir sem eru vanir göngu-
menn en hafa ekki æft skotfími.
Það var þó látið liggja á milli
hluta, að sögn Einars, enda hefur
enginn æft þessa íþrótt hér á
landi og einhvers staðar verður
að byrja.
„Eins og gefur að skilja skiptir
öllu máli að vera góður skíða-
göngumaður í skíðaskotfimi, enda
eru vanir göngumenn fljótir að
fara refsihringina sem þarf að
fara ef þeir ekki hitta í mark.
Ganga þarf 150 metra vegalengd
fyrir hvert skot sem geigar en
alls er skotið 20 skotum. Aðstæð-
ur á mánudag voru nokkuð erfið-
ar, norðan hliðarvindur sem
hristi allt og skók. Það er því
Ijóst að þegar vanir göngumenn
verða betri skyttur mun það
skipta sköpum í keppni sem þess-
ari, vegna þess forskots sem þeir
ná með því að hitta vel í mark,“
sagði Einar.
Helgi Jóhannesson
sigraði
Hann sagði að þátttakendur á
kynningarmótinu hefðu lýst yfir
ánægju með keppnisformið, enda
sameinar það tvo ólíka kosti í erf-
iðri íþrótt. „Miðað við hvernig til
tókst með þessa kynningu er ekki
Qarri að halda að hér sé komin
ný og skemmtileg íþrótt sem á
sér framtíð hér á landi.
Fimm keppendur tóku þátt í
mótinu og það voru skíðagöngu-
garparnir Helgi Jóhannesson,
Baldur Ingvarsson og Rögnvaldur
Björnsson sem röðuðu sér í þrjú
efstu sætin.
5 690691 200008
15. tbl. 62. árg. 11. apríl, 2000 VERÐ 459 kr. m.VSK,
TTTTvt:
Li h l i 11 h l r 1 l li H I i \ I