Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sjálfstæðis-
flokkur
með nær
50% fylgi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
fengi nær helming atkvæða og
hreinan meirihluta í bæjarstjórn
Akureyrar, 6 menn kjöma ef kosið
væri nú, ef marka má niðurstöður úr
þjóð- og dægurmálakönnun Rann-
sóknarstofnunar Háskólans á Akur-
eyri en hún var gerð í síðasta mán-
uði. Alls svöruðu 410 manns
spurningunni um það hvaða flokk
eða framboð þeir myndu kjósa ef
bæjarstjórnarkosningar væru nú.
Langflestir eða 50% þeirra sem
svöruðu kváðust óákveðnir.
Niðurstaða könnunarinnar er sú
að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 49,2%
fylgi og myndi bæta við sig einum
manni í bæjarstjórn og fá 6 menn
kjörna. Petta er um 10% meira fylgi
en flokkurinn hafði í síðustu bæjar-
stjómarkosningum þegar hann fékk
38,8% fylgi. Samstarfsflokkur hans í
bæjarstjóm, Akureyrarlistinn, tap-
ar samkvæmt könnuninni fylgi,
hann fékk 22,6% í kosningunum
1998, en fengi nú 13,3% og einn
mann kjörinn, en hefur tvo menn nú.
Fylgi Framsóknarflokksins
mældist 28,7%, heldur meira en
flokkurinn fékk í síðustu kosningum
en þá fékk hann 27% fylgi. Listi
fólksins tapar fylgi miðað við síðustu
kosningar, fær nú samkvæmt könn-
uninni 8,8% en fékk 11,5% í kosning-
unum fyrir tveimur áram.
Fram kemur í könnuninni að bæði
hér á landi og í útlöndum sé tilhneig-
ingin sú að stuðningsmenn stórra
flokka hafi síður verið óákveðnir og í
ljósi þess megi búast við að raunfylgi
Sjálfstæðisflokksins hafi mælst of
hátt í þessari könnun.
Stuðningsmenn Akureyrarlista
klofnir í afstöðu til meirihluta
Um 40% þeirra sem svöraðu vora
ánægð með störf meirihlutans í bæj-
arstjórn, liðlega 20% vora óánægð
og 40% hvoragt. Sjálfstæðismenn
era langánægðastir með störf meiri-
hlutans, en ríflega 70% þeirra fylltu
þann flokk.
Það vakti hins vegar athygli
þeirra sem að könnuninni stóðu
hversu óákveðnir og klofnir fylgis-
menn Akureyrarlistans vora í af-
stöðu sinni til starfa meirihlutans,
sem þeir eiga aðild að. Um 26%
þeirra voru ánægð og jafnmargir óá-
nægðir, en langflestir stuðnings-
menn Akureyrarlistans tóku ekki af-
stöðu í málinu.
„Ég er ágætlega sáttur vð þessa
útkomu að svo miklu leyti sem þess-
ar niðurstöður gefa tilefni til. Þær
era vísbending um að við stöndum
ágætlega að vígi. Hlutfall óákveð-
inna er afar hátt í þessari könnun og
ég bendi líka á að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins er oft meira í svona könn-
unum en í kosningum", sagði Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Leitað eftir tilboðum í að reisa Glerártorg á Akureyri
Eitt stærsta verkið í
byggingaiðnaðimim
EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Smáratorg hefur
auglýst eftir tilboðum í að reisa tæplega 9.000 fer-
metra verslunarmiðstöð á Gleráreyram á Akur-
eyri, sem fengið hefur nafnið Glerártorg. Um er að
ræða breytingu á eldra húsnæði, 4.000 fermetra
aðalverksmiðjuhúsi Skinnaiðnaðar hf. og nýbygg-
ingar austan og vestan við það hús, samtals um
4.700 fermetrar.
Alls verða 26 rými í verslunarmiðstöðinni og þar
af nokkrir veitingastaðir. Nettó, Rúmfatalagerinn
og Elko verða með langstærstu rýmin, eða í kring-
um 2.000 fermetra hvert fyrirtæki. Einnig verður
verslunin Sportver með nokkuð stórt rými en
minnstu rýmin era um 30 fermetrar. Jakob
Bjömsson talsmaður Glerártorgs sagði að margir
hefðu sýnt því áhuga að komast þar inn og að
áhuginn væri mun meiri en sem nemur fjölda
rýma til úthlutunar.
í útboðsauglýsingu kemur fram að verkið þurfi
að vinna á tímabilinu maí til október á þessu ári.
Jakob sagði stefnt að því að því að afhenda leigj-
endum rými sín 1. október og opna verslunarmið-
stöðina þann 1. nóvember nk. Gert er ráð fyrir 312
bílastæðum við húsið og að innanhúss staríl vel á
annað hundrað manns. Heildarkostnaður við
þessa framkvæmd er talinn verða nálægt einum
milljarði króna.
Hér er um að ræða eitt stærsta einstaka verk
sem boðið hefur verið út í byggingariðnaði á Akur-
eyri. Jakob sagði að þar sem hér væri um að ræða
mjög stórt verk og verktíminn skammur, væri við-
búið að einhver fyrirtæki myndu sameinast um að
bjóða í verkið. Tilboðsfrestur er til 27. apríl nk.
Dægurmálakönnun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri
Meirihluti fylgjandi sameiningu
íþróttafélaganna KA og Þórs
INNAN við helmingur Akureyr-
inga telur sig til stuðningsmanna
KA og Þórs, tveggja stóru íþrótta-
félaganna í bænum að því er fram
kemur í þjóð- og dægurmálakönn-
un sem Rannsóknarstofnun Há-
skólans á Akureyri gerði í mars-
mánuði síðastliðnum. Alls lentu 600
manns, búsettir á Akureyri í úrtaki
og svöruðu 478 eða tæp 80%. Þátt-
takendur vora á aldrinum frá 18 og
upp í 75 ára.
Sameining tveggja stóru íþrótta-
félaganna í bænum, Þórs og KA,
hefur verið í umræðunni í vetur,
eða frá því Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri lýsti þeirri skoðun
sinni að e.t.v. væri tímabært að fé-
lögin hefðu með sér samstarf eða
ræddu hvort grundvöllur væri fyrir
sameiningu þeirra.
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri kannaði hug bæjarbúa í
þessum efnum en fyrst var spurt
hvoru félaginu fólk tilheyrði og
kom þá í ljós að innan við helming-
ur, eða 48% Akureyringa, telja sig
til stuðningsmanna KA eða Þórs.
Fleiri styðja KA eða um 31% en
tæplega 18% styðja Þór. í ljós kom
að 35% bæjarbúa styðja ekkert
íþróttafélag.
Grétar Þór Eyþórsson rann-
sóknarstjóri sagði að ekki væri vit-
að til að kannað hefði verið áður
hver stuðningur er við ákveðin
íþróttafélög, en samkvæmt rann-
sóknum sem gerðar hafa verið í
Gautaborg í Svíþjóð er niðurstaðan
á svipuðum nótum, þ.e. um helm-
ingur íbúa styður ákveðin íþrótta-
félög.
Varðandi sameiningu íþróttafé-
Morgunblaðið/Kristján
Grétar Þór Eyþórsson rannsóknarsijóri og Hjördis Sigursteinsdóttir hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri kynntu þjóð- og dægurmálakönnun sem stofnunin hefur nýlega gert.
Blaðbera vantar
í Stapasíðu/Tungusíðu
Blaðburður verður að hefjast um leið og
blaðið kemur í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
h Morgunblaðið
Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
laganna kom í
ljós að um 45%
svarenda eru
hlynnt eða frek-
ar hlynnt sam-
einingu þeirra.
Andstæðingar
sameiningar eru
ríflega fjórðung-
ur, eða 26%
þannig að mun
fleiri styðja það
að félögin verði
sameinuð heldur
en leggjast gegn
því. Stærsti hóp-
urinn í þessu
máli era þó hinir
hlutlausu, en um
30% þeirra sem
spurðir voru
fylltu þann
flokk.
Þegar aðeins er litið til þeirra
sem tóku afstöðu er niðurstaðan sú
að 62,8% eru hlynnt sameiningu
KA og Þórs en 37,2% eru andvíg.
Flestir þeir sem eru á móti samein-
ingu koma úr röðum stuðnings-
manna íþróttafélaganna, um helm-
ingur þeirra sem sögðust styðja
félögin er andvígur því að sameina
þau, en stuðningur þeirra sem
styðja önnur félög eða engin er frá
rúmlega 70% upp í rúmlega 80%.
Einnig var spurt um afstöðu
fólks til þess að sameina knatt-
Ur þjóð- og dægurmála-
könnun RHA í mars 2000:
Sameining Þórs og KA
Spurning: Ertu hlynnt(ur) eða
andvíg(ur) þeirri hugmynd
að sameina Þór og KA?
spyrnulið meist-
araflokka KA og
Þórs og var
stuðningur við
slikar hugmynd-
ir mun víðtækari
en stuðningur
við heildarsam-
einingu félag-
anna, um 75%
era fylgjandi því
meistaraflokkar
félaganna verði
sameinaðir en
25% era því and-
víg. Mestu mun-
ar að hugmynd
af þessu tagi
virðist falla
stuðningsmönn-
um KA og Þórs
betur í geð en
heildarsameining félaganna.
„Það er greinilegt að meirihluti
þátttakenda er hlynntur því að
sameina íþróttafélögin tvö, Þór og
KA og það er alveg í samræmi við
þá tilfinningu sem ég varð var við
meðal bæjarbúa í fyrrahaust, sagði
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Hann benti á að í kjölfar umræðna
sem þá hófust standi nú yfir við-
ræður um samvinnu eða samstarf
milli íþróttafélaganna. „I mínum
huga er ljóst að niðurstaða þessar-
ar könnunar mun styrkja félögin í
þeirri vinnu sem nú er í gangi.“
Mjög hlynnt(ur)
Frekar
hlynnt(ur)
Hlutlaus
Frekar andvíg(ur)
Mjög andvíg(ur)
Dagskrá í
Deiglunni
GILFÉLAGIÐ og og Sigur-
hæðir - Hús skáldsins standa
fyrir bókmenntadagskrá í
Deiglunni fimmtudagskvöldið
kl 20.30.
Viðfangsefnið að þessu sinni
eru bókmenntaþýðingar, bæði
á ljóðum og lausu máli. Fram
koma þau Aðalheiður Stein-
grímsdóttir, Erlingur Sigurð-
arson, Jón Erlendsson Sigurð-
ur Jónsson, Sverrir Pálsson og
Þórarinn Guðmundsson.
Vinafundur
eldri borgara
VINAFUNDUR eldri borgara
verður í Glerárkirkju á morg-
un, fimmtudaginn 13. apríl, og
hefst hann kl. 15.
Samveran hefst með helgi-
stund. Gestur samverannar
verður Bogi Pétursson og mun
hann ræða um æskuna og ör-
lögin. Kór eldri borgara syngur
nokkur lög. Boðið verður upp á
kaffi og veitingar.