Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sveitarstjórnarkosningar í Bosnfu-Herzegóvínu
Sigur fyrir serbneska og
króatíska þjóðernissinna
Fyrstu tölur úr kosning-
unum í Bosníu efla ekki
vonir um að sár
borgarastyrj aldarinnar
muni gróa í bráð.
Sarcyevo. AP, AFP.
ÞJOÐERNISSINNAÐIR flokkar
virðast hafa fengið flest atkvæði
króatískra og serbneskra kjósenda í
sveitarstjórnarkosningum sem
haldnar voru um helgina í Bosníu-
Herzegóvínu. Hins vegar lítur út fyr-
ir að Jafnaðarmannaflokkur Bosníu
hafi hlotið flest atkvæði múslímskra
kjósenda í stærstu borgunum. Að-
eins er þó búið að birta niðurstöður
talningar í fjórðungi kjördæma
landsins.
Serbneski lýðræðisflokkurinn hef-
ur unnið stórsigur í 8 af 9 héruðum
Serba. Flokkurinn var eitt sinn undir
stjórn Radovans Karadzic, sem eftir-
lýstur er fyrir stríðsglæpi, og hefur
marga af fyrrverandi stríðsherrum
Serba innan sinna raða. Flestir
Króatar virðast einnig hafa kosið
þjóðernissinna sem veittu þeim for-
ystu í Bosníustríðinu 1992-’95. Jafn-
aðarmenn, sem stór hluti mús-
límskra kjósenda virðist hafa stutt,
eru hins vegar hlynntir nánari sam-
vinnu þjóðemishópa í Bosníu.
ÖSE segir kosningarnar hafa
verið sanngjarnar
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) hafði umsjón með
framkvæmd kosninganna og sögðu
starfsmenn stofnunarinnar að stað-
an gæti breyst þegar búið yrði að
telja fleiri atkvæði, þ.ám. um
500.000 utankjörstaðaatkvæði. Að
þeirra sögn geta liðið nokkrar vikur
áður en úrslitin verða endanlega ljós.
Yfirmaður sendinefndar ÖSE í
Robert Barry, yfirmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE), og Wolfgang Petrisch, sendiherra Austurríkis, á fréttamanna-
fundi sem efnt var til vegna sveitarstjómarkosninganna í Bosníu-
Herzegóvínu sem fram fóru um helgina. Utlit er fyrir að serbneskir og
króatískir þjóðemissinnar hafi farið með sigur af hólmi.
Bosníu, Robert Barry, sagði í gær að
hann væri ánægður með hvernig
kosningamar hefðu farið fram.
„Enda þótt nokkur einangruð tilvik
hafi komið upp þar sem reynt var að
hræða kjósendur eða beita þá þving-
unum, lítum við í heild svo á að kosn-
ingamar hafi verið frjálsar og
sanngjarnar." Samkvæmt mati ÖSE
var kosningaþátttaka í kringum 70%.
Fyrrverandi forsætisráðherra
Bosníu, Haris Silajdzic, sem er músl-
ími, lýsti á mánudag yfir vonbrigðum
með úrslit kosninganna. Hann sagði
að sigur þjóðernissinna á svæðum
Serba og Króata ylli áhyggjum
vegna þess fjölda múslímskra flótta-
manna sem vilja snúa aftur til fyrri
heimkynna sinna á þessum svæðum.
„Það er mjög erfitt að fá fólk til að
flytjast til héraða þar sem völdin
munu næstu fjögur árin vera í hönd-
um þeirra sem ráku fólkið burt,“
sagði Silajdzic í gær.
Gífurlegt atvinnuleysi
Þrátt fyrir miklar fjárfestingar
vegna margs konar uppbyggingar-
starfs, er atvinnuleysi gífurlegt í
Bosníu, meira en 60%. Talið er að
u.þ.b. 1,2 milljónir manna hafi enn
ekki getað snúið til heimila sinna frá
því fyrir 1992 af ýmsum ástæðum.
Samkvæmt friðarsamkomulaginu
sem gert var árið 1995 er Bosnía-
Herzegóvína lýðveldi sem myndað er
úr tveimur grunneiningum, Serbn-
eska-lýðveldinu og sambandsríki
Króata og múslíma. Serbar eiga einn
þriðja þingsæta á þingi landsins og
Serbi er einn þeirra þriggja manna
sem sameiginlega gegna embætti
forseta landsins.
Heitir fjárhagsaðstoð
við Norður-Kóreu
ríkjanna frá upphafi en þau hafa
formlega átt í stríði frá árinu 1950.
Ekki öruggt að af
fundinum verði
Undirbúningsviðræður vegna
fundarins munu fara fram í Kína
síðar í þessum mánuði, að því er s-
kóresk stjórnvöld sögðu í gær.
Starfsmaður s-kóresku utanríkis-
þjónustunnar sagði í gær að ekki
væri öruggt að fundurinn færi
fram þótt N-Kóreumönnum virtist
vera alvara með því að fallast á við-
ræður að þessu sinni. Stjórnvöld í
Norður-Kóreu hafa margsinnis
slitið viðræðum við S-Kóreu og
önnur ríki á undanförnum árum.
Gert er ráð fyrir að viðræður
leiðtoganna muni einkum snúast
um möguleika á efnahagssamvinnu
ríkjanna og málefni fjölskyldna
sem hafa verið sundraðar vegna
skiptingar Kóreu-skagans. Einnig
er talið líklegt að öryggismál muni
bera á góma og að S-Kóreumenn
muni reyna að fá N-Kóreumenn til
að slaka á vígbúnaði sínum.
Seoul. AP, AFP.
FORSETI Suður-Kóreu, Kim Dae-
Jung, sagði í gær að fyrirhugaður
leiðtogafundur ríkjanna á Kóreu-
skaga væri „stórt skref fram á við“
en varaði þó við of miklum vænt-
ingum um árangur fundarins. Hins
vegar sagði hann að stjórnvöld í S-
Kóreu væru reiðubúin að láta N-
Kóreumönnum í té lán til uppbygg-
ingar í landinu og að beita sér fyrir
fjárfestingum s-kóreskra fyrir-
tækja þar. Mikill skortur er á fjár-
magni til hvers kyns fjárfestinga í
N-Kóreu. Fjármálaráðherra S-
Kóreu, Lee Hun-jai, gaf í gær í
skyn að leiðtogafundurinn gæti
leitt til s-kóreskra fjárfestinga, að
jafnvirði milljóna Bandaríkjadoll-
ara, í N-Kóreu.
A mánudag var tilkynnt að leið-
togar N- og S-Kóreu myndu hittast
í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu,
Kim Dae-jung
um miðjan júní í sumar. Verður
fundurinn fyrsti leiðtogafundur
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
1.850
milljarð-
ar boðnir
fyrir far-
símarásir
London. Morgnnblaðið.
TILBOÐ í leyfi til að reka nýja
tegund af farsímarásum í Bret-
landi eru komin upp fyrir 16
milljarða punda., eða um 1.850
milljarða króna
Leyfi þessi eru til reksturs
fimm rása í svonefndri þriðju
kynslóð farsímakerfa, sem
kemur í notkun 2002 og hefur
margfalda gagnaflutningagetu
og veitir stóraukna vefþjónustu.
Brezka símafyrirtækið
Vodafone varð fyrst til að
hækka tilboð sitt upp fyrir 4
milljarða punda fyrir rekstrar-
leyfi á einni rásinni til 20 ára.
Eftir gærdaginn voru tilboð í
ódýrasta leyfið komin upp fyrir
3 milljarða punda, sem var sú
upphæð, sem bezka ríkisstjórn-
in reiknaði í upphafi með að fá
fyrir öll leyfin.
Áhugi innanlands
sem utan
Af þeim þrettán fyrirtækjum,
sem gerðu tilboð í upphafi, eru
átta enn að, fjögur brezk og
fjögur erlend. Þau brezku eru;
Vodafone, BT Cellnet, One 2
One og Orange og hin eru;
bandaríska fyrirtækið World-
com, Telefónica á Spáni, TIW í
Kanada og NTL, sem hefur
France Telecom að bakhjarli.
Spænska fyrirtækið fór fram á
hlé á uppboðinu í síðustu viku,
en er nú aftur komið í slaginn af
fullum krafti.
Féð sem fæst fyrir farsíma-
leyfin mun renna í brezka ríkis-
sjóðinn og verða fyrirtækin að
greiða helming upphæðarinnar
strax, en geta dreift afgangin-
um til allt að tíu ára.
:yiininy veru'
í veruJufiífmií
PalomiL I
GrindavikJ
iimirinjtiawiiii
l'i. a.'jríl
iVá kl. I i
vyvm