Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 31
Af óvæntri gleði
TONLIST
Sa I u r i n n
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Berio: Sekvenzur fyrir flautu
(1958), óbó (1969), píanó (1966), gít-
ar (1988), klarínett (1980), fiðlu
(1976) og kvenrödd (1965). Kol-
beinn Bjarnason, flauta; Eydís
Franzdóttir, óbó; Daníel Þorsteins-
son, píanó; Krisfján Eldjám, gítar;
Guðni Franzson, klarínett; Sigrún
Eðvaldsdóttir, fiðla; Marta G. Hall-
dórsdóttir, söngur. Sunnudaginn 9.
aprfl kl. 20:30.
ALLT er í heiminum afstætt.
Hinir kringum 40 áheyrendur á
tónleikunum með sekvenzum Luci-
anos Berios á sunnudagskvöldið
voru lítt áberandi í 300 manna sal
Tónlistarhúss Kópavogs, en þættu
annars staðar dágóð aðsókn að
framsæknum nútímatónleikum.
Samt hefði maður búizt við meiru
miðað við oft góða mætingu á nýja
tónlist hér um slóðir á undanförn-
um árum. Um ástæðu þess hvers
vegna svona margir framúrkerar
létu sig vanta skal ósagt látið, en
ekki bendir það til ýkja mikilla
vinsælda ítalska tónskáldsins (f.
1925) hér á landi, þótt telja verði
einn af frummótendum módern-
ismans eftir 1950 með svipaða
virðingarstöðu og Boulez og Stock-
hausen - og jafnvel meiri, ef af-
köst eru metin sér.
Hið augsýnilega lága gengi Ber-
ios hafði einnig sín temprandi
áhrif á væntingar undirritaðs, sem
sveiflaðist raunar fram eftir kvöldi
milli vonar og ótta. Lokastaðan
varð þó vonum framar jákvæð. En
eins og svo oft áður, þegar tónlist
frá „erfiðustu“ áratugum módern-
ismans, 1950-1980, er annars veg-
ar - velti maður innst inni fyrir
sér hvorum væri helzt að þakka -
höfundi eða flytjendum.
Ég hallast að hinu síðara. Yfir
línuna var nefnilega um afbragðs-
góðan flutning að ræða, og hefðu
allir framúrfíklar þeir er létu sig
vanta þetta kvöld litið nefi ofar á
tilkynninguna, hefði dæmið
kannski litið öðruvísi út. Það voru
nefnilega engir aðrir en landsliðið
í nútímatóntjáningu, Caput, sem
hér áttu veg og vanda af miðlun
sjö sekvenza fyrir jafnmörg ein-
leikshljóðfæri, úr e.k. 30 ára
„sköpunardagbók“ Berios frá
1958-1988.
Kannski hefur skammturinn
verið fullríflegur. Til þess benti
aðsóknin, enda er mér ekki kunn-
ugt um að tíðkist að flytja mörg
verk úr þessari grein höfundar
saman á tónleikum. Né heldur
kváðu þær 12 sekvenzur sem nú
liggja fyrir frá hendi Berios enn
út komnar á einum hljómdiski.
A móti vó, að ný tónlist, sérstak-
lega sú undir „opnu“ formi lit-
brigða eða enn vandheyranlegri
þátta, virðist jafnan höfða sérstak-
lega til úrvalsflytjenda, er kenna
eðlilega til máttar síns og megins,
þegar undir þeim er komið hvort
tónlistin nái að taka á sig mynd
hjá áheyrandanum.
Svo var alltjent í þessu tilviki.
Og það svo um munaði. Hvert ein-
asta atriði kvöldsins var leikið af
ekki aðeins frábæru öryggi, heldur
líka af þeim sannfæringarkrafti
sem sumar lengstu sekvenzurnar
áttu tæpast skilið, enda var oft
flest fram komið sem máli skipti
löngu fyrir hálfnun. Þetta er ekki
lítið afrek hjá hljómlistarmanni,
einkum þegar haft er í huga hvað
eitt sinn eflaust nýstárlegt tónmál
Berios virtist nú oft einkennilega
úr sér gengið og gamaldags.
A engan er hallað ef dregin eru
fram sérstaklega atriðin þrjú eftir
hlé, þ.e. sekvenzurnar IXa, VIII
og III fyrir klarínett, fiðlu og
söngrödd, þar sem Guðni Franz-
son, Sigrún Eðvaldsdóttir og
Marta G. Halldórsdóttir fóru
hreint út sagt á kostum. Hinn of-
ur-„espressífi“ blástur Guðna, and-
stæðuríkur leikur Sigrúnar og
fjölhliða tjáning Mörtu á sérhæfð-
um raddfimleikum Cathyar heit-
innar Berberian hittu beint í
mark, og hefðu með réttu getað
ratað beina leið á hljómplötu. Hér
var auk þess stundum stutt í lang-
þráð brosið, t.a.m. í góðlátlegri
skopstælingu Berios á hinum (þá)
splunkunýja ameríska mínimal-
isma í VIII. sekvenzu í launkím-
inni undirspilun Sigrúnar. Vita-
skuld að ógleymdum hvers konar
ímyndunarlegum tjáningaruppá-
tækjum, allt frá poppmenningar-
og myndasögutilvísunum í stíl við
„Stripsody“ að konkret-hljóðaeftir-
hermum og opera seria, í óborgan-
legri - og raunar hávirtúósri -
túlkun Mörtu á hinni skapgerðar-
spræku sekvenzu nr. III frá 1965.
Fjarstaddir lesendur verða að
fyrirgefa vott af þórðargleði fyrir
hönd þeirra sem létu sig hafa að
mæta á þessa skemmtilegu tón-
leika. Það er mælt, að óvænt gleði
gleðji mest - enda nútímatónleik-
um oft líkt við happdrætti. Vogun
vinnur - vogun tapar!
Ríkarður Ö. Pálsson
Forboðin ást en freðin
KVIKMYNPIR
Stjiirnubfó
THE END OF
THE AFFAIRt^^
Leikstjóri: Neil Jordan. Handrit:
Neil Jordan eftir skáldsögu
Graham Greene. Aðalhlutverk:
Ralph Fiennes, Julianne Moore,
Stephan Rea, Ian Hart og Sam
Bould. Colombia Pictures 1999.
ÞETTA er saga af ást, hatri og
afbrýðisemi. En einhvern veginn
er þessi mynd svo dempuð, slétt og
felld að maður getur ekki ímyndað
sér að hjartað svo mikið sem slái í
aðalsöguhetjunum. Bretinn hefur
löngum verið sakaður um að vera
tilfinningalega bældur, og þessi
mynd er óður til þeirrar bælingar.
Rithöfundurinn Maurice Bendrix
(Ralph Fiennes) hittir í myrkri og
rigningu dapran kunningja sinn
Henry Miles, sem treystir honum
fyrir því að hann telji konuna sína
Söruh halda fram hjá sér. Henry
veit hins vegar ekki að tveimur ár-
um fyrr lauk Sarah fyrirvaralaust
ástarsambandi við Bendrix sem
hafði staðið í nokkur ár. Þar sem
rithöfundurinn er enn í sárum
vegna þessa ræður hann einka-
spæjara til að grafast fyi'ir um ást-
arlíf Söruh.
í myndinni eru stærstu augna-
blik ástarævintýrisins rifjuð upp.
Og satt að segja skildi ég stundum
ekki söguna því ég trúði ekki því
sem leikararnir sögðu, svo freðin
voru þau og ósannfærandi. Fátt er
áhrifameira en yfirvegaður leikur
þar sem áhorfandinn getur fundið
tilfinningarnar tæta persónuna að
innan. En þegar leikur er svo
dempaður að hann er villandi, þá
er eitthvað að. Julianne Moore er
góð leikkona og á sjálfsagt óskar-
stilnefningu skilið - en ekki fyrir
þetta hlutverk. Og sama má segja
um Ralph Fiennes. Þannig að eig-
inlega verður þetta að skrifast á
hinn mistæka leikstjóra Neil Jord-
an. Hins vegar fannst mér Stephen
Rea ágætur sem hinn karakter-
lausi Henry Miles, en bestur var
Ian Hart í hlutverki spæjarns og
föðursins stolta hr. Parkis. Þar
kom ferskleikinn inn.
Jordan tekst þó fallega að end-
urskapa Lundúnir stríðsáranna,
með hjálp sviðshönnuðarins Ant-
honys Pratts og tökumannsins
Rogers Pratts. Myndatakan var
falleg, en mér finnst ekki að þegar
atriði voru sýnd aftur til að sýna
mismunandi viðhorf elskendanna
að þau ættu að vera tekin eins; það
virkaði eins og endurtekning, sem
það átti alls ekki að vera.
Tónlist Michaels Nymans er
einnig ágæt en algjörlega ofnotuð
og á greinilega að bæta upp tilfinn-
ingatregðu persónanna. Sum atr-
iðin urðu væmin og hreinlega neyð-
arleg. Tvær freðnar mannverur að
njóta ásta undir sprengjudynkjum
og háværu fiðlusargi, fékk mann til
að langa til að líta undan.
Hins vegar gæti ég alveg hugsað
mér að lesa bók Grahams Greenes.
Þar er tæpt á mörgu áhugaverðu,
eins og forboðinni ást og trúarlífi
og öðrum heimspekilegum vanga-
veltum í handritinu sem því miður
tekst ekki að vinna úr í þessari
mynd en væri sjálfsagt gaman að
lesa um í bók. Líka til að skilja sög-
una almennilega.
Hildur Loftsdóttir
#BIACKSl
DECKER
Hekk
Rafmagns-
hekkklippa
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
toiífn^15 \
niðnum
Úrsmiðafélag íslands
Úr er gjöf sem endist!
Vörubílar
Sendibílar
Grindarbílar
Hagstœtt verð.
Loftfjöðrun að aftan er staðalbúnaður.
Lágur rekstrarkostnaður.
Frábœrlega mjúkur og lipur í akstri.
EuroCargo er mest seldi millistœrðar vörubíll í Evrópu.
Kojuhús, drif á öllum og margt fleira er fáanlegt.
Verð frá kr. 2.466.000 án VSK.
SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800 B
Istraktor
ÍLAR FVRIR A.LLA