Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KENNARA-
SKORTUR
ENN standa skólar landsins frammi fyrir því að kennara
vantar til starfa. Þessi vandi sem hefur verið viðvar-
andi undanfarin ár var nýverið ræddur á fundi SAMFOKS,
Sambands foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunn-
skólastigi. Þar kom fram að meðal annars vegna mikillar
fjölgunar nemenda á höfuðborgarsvæðinu væru líkur á að
grunnskólar Reykjavíkur myndu búa við kennaraskort á
næstu árum. Sagði Sigrún Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur, að hér hefði byggðaröskun einnig
haft sín áhrif og sömuleiðis lenging skóladagsins. Taldi hún
að fátt væri til bjargar á næstu árum til að bæta úr skorti á
kennurum með réttindi.
Á fundi SAMFOKS var bent á ýmislegt sem gera mætti
til þess að laða hæfa kennara að skólunum. Ólafur Proppé,
rektor Kennaraháskóla Islands, sagði að það þyrfti til dæm-
is að auka virðingu fyrir kennarastarfinu. Hann sagði að
það skorti ekki menntaða kennara í landinu, þeir færu bara
til annarra starfa en í kennslu vegna þess að þeim byðust
betri kjör utan skólanna. Ólafur sagðist telja að þetta end-
urspeglaði skort á virðingu fyrir kennarastarfinu og í þeim
efnum þyrfti að gera átak. Á fundinum var einnig bent á að
efla þyrfti kennaranámið sem er talsvert styttra hér en ger-
ist og gengur í nágrannalöndum. Gæti það verið hluti af
þeirri viðleitni að afla kennarastarfinu meiri viðurkenning-
ar. Ennfremur var bent á að bæta þyrfti starfsaðstöðu
kennara.
í erindi Bergþórs Þormóðssonar, fulltrúa foreldra á
fundinum, kom hins vegar fram afar athyglisverður punkt-
ur sem er nokkuð í ætt við þær hugmyndir sem Morgun-
blaðið hefur sett fram til lausnar á kennaraskortinum.
Bergþór kvaðst hafa stungið upp á því á foreldrafundi að
foreldrar barnanna í bekk dóttur sinnar byðu kennaranum
kaupauka. Kaupaukann myndu foreldrarnir greiða. Fyrir-
komulagið yrði með þeim hætti, sagði Bergþór, að kennar-
inn og foreldrarnir settu sér sameiginlegt markmið. Ef það
markmið næðist í lok skólaárs myndu foreldrar greiða
kennaranum kaupaukann. Þessi tillaga foreldra mæltist
ekki vel fyrir hjá skólastjórnendum, að sögn Bergþórs, en
þeir töldu að foreldrar gætu ekki með þessum hætti mis-
munað kennurum skólans.
Morgunblaðið hefur áður varpað fram þeirri hugmynd að
einstök sveitarfélög efni til atkvæðagreiðslu um það hvort
fólk sé reiðubúið til að greiða hærra útsvar eða falla frá öðr-
um útgjöldum sveitarfélaga til þess að tryggja börnum sín-
um betri skóla. Ef hvert sveitarfélag semdi við sína kennara
myndi skapast samkeppni þeirra í milli um bestu kennar-
ana. Sú samkeppni myndi leiða til betri kjara fyrir þá kenn-
ara en jafnframt yrði hún öðrum kennurum hvatning til að
auka menntun sína og starfshæfni á margan veg. Þegar er
kominn vísir að þessu fyrirkomulagi þar sem sveitarfélög
víða um land hafa boðið kennurum kjarabætur í ýmsu formi
til þess að fá þá til starfa. Rök um að kennurum megi ekki
mismuna duga því ekki lengur.
Aðalatriðið er að foreldrar og þjóðfélagið sem heild gera
sífellt meiri kröfur til skólakerfisins. Án hæfra kennara er
ekki hægt að svara þessum kröfum. Af frásögn Bergþórs
má hins vegar ráða að foreldrar séu tilbúnir til þess að
greiða meira fyrir bætta þjónustu skólanna. Það gæti verið
forsenda fyrir lausn á þessum vanda skólanna.
KRISTNIÁ ÍSLANDI
SAGA íslands hefur verið samofin kristinni trú í þúsund ár.
Það er sama hvar borið er niður í sögu þjóðarinnar í þessi
þúsund ár, kristnin kemur alls staðar við hana. Þessi sambúð
þjóðar og kirkju er til skráð í fjölmörgum heimildum frá síðustu
tíu öldum. Um hana hefur og mikið verið fjallað. í hinu yfir-
gripsmikla riti, Kristni á Islandi, sem Alþingi hefur nú gefið út
er hún hins vegar dregin saman á einn stað í aðgengilegu formi.
Þetta framtak Alþingis er fagnaðarefni. Ritið ber þess öll
merki að vel hafi verið staðið að verki. Undirbúningur og ritun
verksins hefur staðið frá árinu 1990 undir stjóm Hjalta Huga-
sonar prófessors og ritstjómar sem skipuð var þeim Sigurjóni
Einarssyni, Helga Bemódussyni, Helga Skúla Kjartanssyni og
Jónasi heitnum Gíslasyni, meðan hans naut við.
Verkinu var ætlað að draga upp heildstæða mynd af sambúð
þjóðar og kirkju, fræða lesendur um íslenska sögu út frá þess-
ari sambúð og hjálpa lesendum að túlka íslenskt þjóðlíf og
menningu sem og eigin tilvem á líðandi stund. Verkið gæti
þannig orðið góð leiðarbók um sögu og samtíð kristinnar þjóð-
ar. Ennfremur er bókin verðugur minnisvarði um að þúsund ár
em liðin frá kristnitöku, eins og til stóð að hún yrði.
BREYTT VIÐHORF TIL FRAMTÍÐARSKIPULAGS BORGAR OG BÆJA
Ahersla á þ éttar i
byg’g’ð og þéttingu
eldri byggðar
Gott byggingarland er takmörkuð auðlind
sem ber að fara vel með. Um það voru við-
mælendur Kristínar Gunnarsdóttur sam-
mála þegar spurt var um framtíðarskipulag
borgar og bæja.
IÞEIRRI umræðu um skipulags-
mál, sem fram hefur farið að
undanförnu, hafa komið fram
breytt viðhorf sem fela í sér
aukna áherslu á þéttari byggð og þétt-
ingu eldri byggðar. Horíið er frá fyrri
skipulagshugmyndum eftirstríðsár-
anna með afmörkuðum og oft einangr-
uðum íbúðahverfum með nánast engri
atvinnustarfsemi til blandaðrar byggð-
ar með íbúðum, vinnustöðum og af-
þreyingu innan seilingar. Eins og í
upphafi aldarinnar snýst skipulag þó
um hversu þétt fólk er tilbúið að búa.
Með þéttingu byggðarinnar er ekki
átt við að ráðist verði á græn óbyggð
svæði eða almenningsgarða heldur að
nýta betur þau svæði, sem þegar eru
byggð og eru illa nýtt. Nefnd hafa verið
iðnaðarsvæði, sem áður voru í útjaðri
byggðar en eru nú nánast komin inn í
miðja borg. Sumir ganga svo langt að
vilja beita aðferð skógræktarmanna
við grisjun og rífa þau hús sem hafa
ekkert notagildi lengur en halda eftir
bestu fulltrúunum, halda þeim vel við
og reyna þannig að skapa heildstæðari
götumynd í eldri hverfum. Þannig
mætti endurnýja og endurmeta borg-
ina innávið og skapa nýtt líf t.d. í mið-
borginni.
Nýtt hlutverk
Víða erlendis eru það hafnarsvæðin,
sem hafa fengið nýtt hlutverk og þau
verið endurbyggð og á það sama við
um járnbrautarstöðvar, sem lagðar
hafa verið niður. Á Norðurlöndum eru
einnig dæmi um að byggt hafi verið
innan um blokkir sem reistar voru á
stórum lóðum um miðja öldina.
Bent hefm- verið á breytta atvinnu-
hætti og að iðnaður sé mun þrifalegri
en áður og að ekki sé lengur nauðsyn-
legt að aðgreina íbúðabyggð ft-á at-
vinnusvæðum í jafn ríku mæli og við
upphaf iðnbyltingar þegar gríðarleg
mengun fylgdi iðnaðar og atvinnustarf-
seminni. Það sé útbreiddur misskiln-
ingur að atvinnusvæði geti ekki verið
falleg og aðlaðandi. Nú séu það bílar
sem valda mengun þegar ekið er eftir
hraðbrautunum á leið í og úr vinnu.
Einkabíllinn virðist því vera helsta
vandamálið í skipulagningu borga í
dag. Sagt er að ekiri skipti máli hversu
mikið sé gert til þess að koma til móts
við einkabílinn, hann muni krefjast sí-
fellt fleiri hraðbrauta og bílastæða.
Engin ein laus er til en víða í Evrópu er
áhersla lögð á að styrkja miðborgar-
kjarna með góðum almenningssam-
göngum. Með þéttari og blandaðri
byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, megi
draga úr mengun og styrkja um leið al-
menningssamgöngur.
Uppurið árið 2020
Bent er á að gott byggingarland er
takmörkuð auðlind og í þeirri vinnu
sem fram hefur farið við svæðisskipu-
lag höfuðborgarsvæðisins hefur komið
í ljós að óbreytt skipulagsstefna hefði í
för með sér að allt byggingarland á
höfuðborgarsvæðinu verður uppurið
árið 2020.
Þau svæði sem helst hafa verið
nefnd þegar rætt er um að þétta eldri
byggð í Reykjavík eru við Skúlagötu,
Hverfisgötu, Borgartún, Armúla,
Skeifuna og svæði inni við Sund, iðnað-
arsvæðið á Ártúnshöfða og land
Keldna í Grafarvogi. Jafnframt hafa
vaknað upp spumingar um lóð Land-
spítalans í Fossvogi eftir sameiningu
spítalanna og hvort ekki mætti þétta
byggðina þar og stækka spítalann þess
í stað neðan við Miklubraut eða við Víf-
ilsstaði. Stærsta óbyggða svæðið er
flugvöllurinn í Vatnsmýrinni og virðist
sem umræðan, sem Samtök um betri
byggð hafa átt frumkvæði að hafi átt
þátt í að sérstakur kafli um blandaða
byggð í Vatnsmýrinn er í skýrslu
svæðisskipulagsins.
Sigurður Einarsson, formaður nefndar
um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Rætt um
jarðgöng
undir Kópa-
vogsháls
LÍNURNAR eru að
skerpast og nú er
verið að ræða tillögu
erlendu ráðgjafanna um
þéttingu byggðarinnar með
blandaðri byggð fbúða og at-
vinnuhúsnæðis," sagði Sig-
urður Einarsson, arkitekt
og formaður nefndar um
svæðisskipulag á höfuð-
borgarsvæðinu. Svæðis-
skipulaginu er ætlað að
leggja til grófar skipulag-
slínur og gera tillögur að
stofnbrautakerfi. Það er síð-
an sveitarfélaganna að taka
ákvarðanir um endanlegt
skipulag. Sagði Sigurður að
takmark svæðisskipulags-
ins væri að jafna sem mest
atvinnutækifæri og íbúðir á
svæðinu í heild. Miðað er við
að þétta byggð á nýbygging-
arsvæðum úr 10-15 íbúðum
á hektara í allt að 20 íbúðir á
hektara. „Þarna þurfa að
koma til ákveðnar viðhorfs-
breytingar en það er ekki
þar með sagt að eingöngu sé
miðað við að fjölga fjölbýlis-
húsum,“ sagði Sigurður.
„Það má ná þessum þétt-
leika með tví- og þríbýlis-
húsum eins og í Þingholtun-
um eða þéttri einbýlis-
húsabyggð." Sagði hann að
nýta þyrfti landið mun betur
og halda götulengd innan
hóflegra marka og spara
þannig kostnað við allar
lagnir og stytta um leið
vegalengdir milli ákvörðun-
arstaða. Um leið yrði auð-
veldara að þjóna íbúunum
með almenningssamgöngur.
„Þetta eru stóru markmiðin
og þar koma umhverfíssjón-
armiðin sterkt inn,“ sagði
Sigui’ður.
I gildandi aðalskipulagi
Reykjavíkur, sem nær til ár-
sins 2016, er gert ráð fyrir
að ílugvöllurinn verði í
Vatnsmýrinni en hvað síðar
tekur við er enn óákveðið.
Sagði Sigurður að í ft'arn-
haldi af umræðu um flug-
völlinn og framtíð hans,
meðal annars hjá Samtök-
unum betri byggð, hefði ver-
ið ákveðið að óska eftir því
við erlendu ráðgjafana að
leggja fram hugmyndir að
uppbyggingu í Vatnsmýr-
inni. „Hugmynd ráðgjaf-
anna er að þar verði blönduð
byggð fbúðar- og atvinnu-
húsnæðis," sagði Sigurður.
Álfsnesi frestað
Sagði hann að ráðgjafam-
ir hefðu bent á að byggð á
flugvallarsvæðinu hefði
veruleg áhrif á gatnakerfi
borgarinnar eins og það
væri í dag. „Engar ákvarð-
anir hafa enn verið teknar
en ef ríki og borg tækju
Sigurður Einarsson,
arkitekt, fomiaður
nefndar um svæðis-
skipulag höfuðborgar-
svæðisins.
ákvörðun um að leggja flug-
völlinn niður þá yrði upp-
byggingu á Álfsnesi og í
hrauninu sunnan við Hafn-
arfjörð frestað," sagði hann.
„Tillaga ráðgjafanna gerir
ráð fyrir vegi um Hlíðarfót
þó svo að ílugvöllurinn yrði
áfram vegna umferðarinnar
um Kringlumýrarbraut og
Miklubraut en borgaiyfi-
völd segjast ekki geta sætt
sig við annað en að vegurinn
verði niðurgrafinn. Þessi
tenging verður að koma
nema menn sætti sig við
minna þjónustustig og að
lúsast áfram á 30 km hraða.“
Göng undir Kópavog
Sigurður sagði að einnig
væri rætt um tengingu frá
Kringlumýrarbraut um
jarðgöng undir Kópavog og
yfir í Smárann en ráðgjaf-
arnir teldu nauðsynlegt að
tengja saman verslunar-
hverfið í Smáranum og mið-
borgina. Áætlaður kostnað-
ur við göngin er um 4,4
milljarðar. „Þetta er mjög
athyglisverður kostur með
tilliti til þess að áhersla er
lögð á uppbyggingu í Smár-
anum og að viðurkennt ver ði
að þar er ákveðin miðja á
höfuðborgarsvæðinu," sagði
hann.
í vinnu við svæðisskipu-
lagið hefur höfuðborgar-
svæðinu verið skipt í fjóra
flokka. Reykjavík með sína
miðborg og Kringluna og
aftur verslunarmiðstöðin í
Smáranum, sem eins og
miðborgin hefur áhrif á allt
svæðið. „Þegar þessir
kjarnar hafa myndast verð-
ur óneitanlega mikil umferð
á milli þeirra,“ sagði Sigurð-
ur. „Og svo eru það minni
hverfiskjarnar, miðbæir í
Hafnarfirði, Garðabæ og í
Mosfellsbæ og enn minni
kjarnar eins og t.d. Eiðis-
torg.“
Morgunblaðið/Þorkell
Aukin áhersla er lögð á þéttari byggð og þéttingu eldri byggðar í þeim skipulagshugmyndum sem ræddar eru í
vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Bent hefur verið á að gott land sé takmörkuð auðlind og að óbreytt
stefna muni hafa í for með sér að allt byggingarland verður uppurið árið 2020.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður
borgarskipulags Reykjavíkur
yNNAN við svæðis-
skipulagið á höfuð-
borgarsvæðinu að
undanförnu hefur leitt til
þess að við gerum okkur sí-
fellt betur grein fyrir að
ekld líður á löngu þar til
byggt hefur verið á besta
byggilega landinu á öllu
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði
Þorvaldur S. Þorvaldsson
forstöðumaður Borgar-
skipulags Reykjavíkur.
„Það sem stefnt er að núna
er að byggja mun þéttar í
framtíðinni en áður hefur
verið gert. Við nýtum landið
ekki nógu vel og erum of
frökk að byggja strjála ein-
býlis- og raðhúsabyggð. Við
verðum því að byggja mun
þéttar en gert hefur verið til
þessa, eins og gert var hér
áður fyrr, til dæmis í Þing-
holtunum, en þar búa þrisv-
ar sinnum fleiri en í nýju
hverfunum. Þetta er ný
stefna; að horfa inn í byggð-
ina í stað þess að mynda ný
hverfi á víð og dreif í útjaðri
byggðarinnar. Svo má ekki
gleyma að mun ódýrara er
fyrir sveitarfélögin að þétta
byggðina en að nema nýtt
land. í eldri byggð eru fyrir
allar lagnir og öll nauðsyn-
leg þjónusta."
Þorvaldur sagði að þrjár
til fjórar skipulagsbylgjur
hefðu gengið yfir frá árinu
1960 með mismunandi
áherslum á hvernig skyn-
samlegast væri að byggja.
Níu þúsund íbúar
á nesið
Samkvæmt tillögum
svæðisskipulagsins, sem
unnið er að, er gert ráð fyrir
að fjölga um níu þúsund
íbúa innan núverandi
byggðar í Reykjavík og þá
aðallega á nesinu, á svæði
sem miðast við vesturbæinn
að Kringlumýrarbraut.
Rétt er að taka fram að
þarna er ekki tekið tillit til
Odýrara
að þétta
byggðina
hugsanlegrar byggðar á flug-
vallarsvæðinu. „Verið er að
ræða blandaða byggð íbúðar-
og atvinnuhúsnæðis," sagði
Þorvaldur. „Ef við ætlum að
ná þessum markmiðum verð-
ur að byggja talsvert þéttara
og hærra. Á nesinu er mun
meira atvinnuframboð miðað
við íbúa þannig að ef ná á
jafnvægi og stytta ökuleiðir
er nauðsynlegt að styrkja
íbúðarbyggð í miðborginni.
Og þar kemur flugvallar-
svæðið inn í umræðuna og all-
ar þessar fyllingar, sem skoð-
aðar hafa verið. Það er
bráðnauðsynlegt að taka
fljótlega ákvörðun um hvort
byggja eigi á flugvellinum
eftir 15-20 ár því ef ákveðið
verður að leggja flugvöllinn
af verður hægt að sleppa
kostnaðarsömum lausnum
sem nú er verið að fjalla um
eins og til dæmis þessar fyll-
ingar við ströndina."
Endurnýjun á nesinu
Til þess að koma fyrir níu
þúsund manns á nesinu verð-
ur að finna svæði og jafnvel
bletti þar sem ekki er rekin
atvinnustarfsemi lengur.
Nefndi Þorvaldur sem dæmi
lóðir við Skúlagötu, Hverfis-
götu, Borgartún og Kirkju-
sand en auk þess er horft til
Ármúla, Síðumúla, Skeifunn-
ar, Súðarvogs og Ártúns-
höfða. „Við teljum óþarft að
vera með malbikunarstöð og
steypustöð inni í miðri byggð.
Þetta eru fyrirtæki sem ættu
Þorvaldur S. Þor-
valdsson arkitekt, for-
stöðumaður Borgar-
skipulags.
að flytja annað,“ sagði
Þorvaldur. „Þarna viljum
við blanda saman þrifaleg-
um atvinnugreinum og
íbúðabyggð á þessum frá-
bæra útsýnisstað. Á þessu
ári verður einnig að taka
ákvörðun um hversu mikil
íbúðabyggð verður á Geld-
inganesi. Nýja stefnan er
að blanda byggðinni og
hafnarsvæðinu saman en
höfnin verður sennilega
ekki eins stór og núver-
andi tillaga gerir ráð fyr-
ir.“
Núverandi byggð
styrkt
Þorvaldur sagði að erf-
itt væri að þétta byggðina
í Breiðholti og Árbæ en
farið yrði yfir alla mögu-
leika og reynt að finna alla
óbyggða bletti sem styrkt
gætu hverfið.
„Miðað við þessa hugs-
un er byggð á Álfsnesi og
Kjalarnesi ekki inni í
myndinni á næstu áratug-
um,“ sagði hann. „Við
verðum að sameinast um
að styrkja núverandi
byggð sem er farin að
nálgast Mosfellsbæ."
Sagði hann að ef þessar
hugmyndir næðu fram að
ganga myndi sá hluti
Sundabrautar frestast um
nokkur ár, sem leggja á
frá Geldinganesi yfir á
Álfsnes. Ef síðan yrði
ákveðið að hætta við að
byggja á Álfsnesinu kæmi
byggð í Vatnsmýrinni
sterklega til greina. „Mér
finnst allt í lagi að hugsa
til þess að flugvöllurinn
fari eftir 15-20 ár og að á
þeim tíma verði byggðin í
miðborginni styi-kt þannig
að hún verði góð,“ sagði
Þorvaldur.
Áhugi á landi Keldna
Þoi-valdur sagði að í
austurhluta borgarinnar
væri ennfremur horft til
Keldna í Grafarvogi sem
framtíðarbyggingarlands
og hafa borgaryfirvöld
áhuga á að það verði nýtt
betur, en það land er í eigu
ríkisins og standa yfir við-
ræður milli ríkis og borg-
aryfirvalda um kaup á
landinu.
Þorvaldur sagði að í
vinnu við svæðisskipulagið
væru umferðarmál á höf-
uðborgarsvæðinu tekin
sérstaklega fyrir. Með
aukinni byggð fjölgaði bíl-
um, en gert er ráð fyrir að
íbúum fjölgi um 60 þúsund
fram til 2020 á höfuðborg-
arsvæðinu. „Þetta er eðli-
leg fjölgun," sagði hann.
„Menn eru farnir að líta til
þess að á þessum 20 árum
muni upp undir 75% íbúa
jarðar búa í þéttbýli."
Rannsókn á lífsskoðunum ungs
fólks á Vestur-Norðurlöndum
Um helmingur
vill búa í stærra
byggðarlagi
Af niðurstöðum rannsóknar Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Islands á lífsskoðunum
------------------------------
framhaldsskólanema á Grænlandi, Islandi og
í Færeyjum má m.a. ráða að fleira er sameig-
inlegt með þjóðunum en skilur þær að.
INIÐURSTOÐUM ítarlegrar
rannsóknar Félagsvísindastofn-
unar Háskóla íslands um lífs-
skoðanir ungs fólks á Vestur-
Norðurlöndum kemur m.a. fram að
lífshamingja er almenn meðal ungs
fólks í þessum löndum, það er vinnu-
samt og hallt undir einstaklings-
hyggju, það hefur almennt jákvæða
afstöðu til þjóðfélagsins og stofnana
þess, er afar stolt af þjóðerni sínu og
bundið sterkum böndum við átthagana
en aukinheldur kemur fram að ungir
íslendingar bera mun meira traust til
Evrópusambandsins en jafnaldrar
þeirra í Færeyjum og Grænlandi.
Fleira forvitnilegt má lesa úr niður-
stöðum rannsóknar Félagsvísinda-
stofnunar sem kynnt var á blaða-
mannafundi í gær en hún var unnin að
frumkvæði Vestnorræna ráðsins. Er
hún sú fyrsta sem gerð hefur verið á
lífsskoðunum ungs fólks í löndunum
þremur, Grænlandi, Færeyjum og ís-
landi.
Að sögn Páls S. Brynjarssonar,
framkvæmdastjóra Vestnorræna
ráðsins, var eitt helsta markmið könn-
unarinnar að afla upplýsinga um lífs-
viðhorf unga fólksins; viðhorf þess til
þátta eins og stjórnmála, fjölskyld-
unnar, daglegs lífs, lífshamingju,
trúar, siðferðismála og framtíðar-
áforma. Eins og fram hefur komið var
könnunin unnin af Félagsvísindastofn-
un Háskóla íslands og var hún gerð á
íslandi vorið 1998 og í Færeyjum og
Grænlandi haustið 1998 og vorið 1999.
Þátttakendur voru 538 framhalds-
skólanemar í löndunum þremur og
voru stúlkur um 49% svarenda og pilt-
ar 50% svarenda. Um 1% svarenda
gáfu ekki upp kyn. Friðrik H. Jónsson,
forstöðumaður Félagsvísindastofnun-
ar HÍ, og Hrefna Guðmundsdóttir
verkefnastjóri kynntu niðurstöðu
rannsóknarinnar í gær en Páll S.
Brynjarsson kynnti verkefnið fyrir
hönd Vestnorræna ráðsins.
í niðurstöðum könnunarinnar kem-
ur m.a. fram að meirihluti svarenda
eða 67% er mjög eða frekar sammála
því að á næstu árum eigi aðgerðir í
umhverfismálum að hafa
forgang fram yfir tilraunir
til að auka hagvöxt. Um
14% eru á hinn bóginn
frekar eða mjög ósammála
þessari fullyrðingu. Eng-
inn munur er á afstöðu milli landa í
þessu efni. í könnuninni voru lagðar
fram ýmsar spurningar sem tengdust
umhverfismálum og úr þeim settur
saman mælikvarði sem sýndi hversu
umhverfissinnað fólk væri. í niður-
stöðunum kemur fram að í heildina
hafi svarendur verið fremur umhverf-
issinnaðir. Ungt fólk á íslandi hafi þó
verið mest umhverfissinnað en ungt
fólk á Grænlandi minnst.
Stoltir af þjóðerni sínu
í rannsókninni kemur í Ijós að rúm-
ur helmingur svarenda er mjög stoltur
af þjóðerni sínu en nokkur munur er
þó á milli landa í þessu efni. Yfir 60%
Islendinga eru mjög stolt af því að
vera íslendingar en innan við helm-
ingur færeysku og grænlensku þátt-
takendanna er stoltur af sínu þjóðerni.
„Eins og við mátti búast eru Danir sú
erlenda þjóð sem stendur þátttakend-
um næst á eftir samlöndum," segir í
niðurstöðunum. „Rúmur helmingur
nefnir Dani, en talsverður munur er
þó í afstöðu til þeirra. Yfir 80% Græn-
lendinga segja að Danir standi þeim
næst, um helmingur Færeyinga eru
sama sinnis en innan við þriðjungur
íslendinga. Rúmur fjórðungur Fær-
eyinga nefnir íslendinga sem þá þjóð
sem standi þeim næst en það gerðu
færri en 3% Grænlendinga."
Þá kemur fram yfir heildina séð að
tæp 70% af ungmennunum í löndun-
um þremur myndu berjast fyrir lairí;
sitt kæmi til styrjaldar. Minnstur
stuðningur við slíkt er meðal íslend-
inga eða tæp 57% en aftur á móti eru
um 75% Grænlendinga og Færeyinga
tilbúin til að berjast fyrir land sitt.
í niðurstöðunum segir að tryggð
við átthagana hafi verið metin með
fimm atriðum sem náðu frá tryggð við
heimabyggð til tryggðar við heiminn í
heild. í svörunum kom fram að tæpur
helmingur hefur sterkust tengsl við
bæinn eða borgina sem þeir búa í. Af
þeim fannst 65% þau vera bundin
landinu sínu næststerkustum böndum
en um fimmtungur setur landsfjórð-
unginn í annað sæti.
Almenn lífshamingja
í löndunum þremur
Fleiri áhugaverð atriði mætti nefna
úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Til
að mynda kemur fram að lífshamingja
er almenn meðal ungs fólks í þessum
löndum og er ekki neinn munur á milli
landa í þeim efnum. Þá kemur í ljós að
mikill meirihluti ungs fólks í þessum
löndum er í einhverju trúfélagi eða
um 84% ungmennanna. Flestir Fær-
eyinganna eru þó í trúfélagi eða 94%
þeirra, samanborið við um 80% Græn-
lendinganna og rúm 78% íslending-
anna. *'
Að síðustu má nefna niðurstöður
sem snúa að búsetu í framtíðinni en
um 47% svarenda vilja búa í stærra
byggðarlagi en þeir búa nú í. „Mikill
meirihluti Grænlendinga vill búa í
stærra en núverandi byggðarlagi en
minnihluti íslendinga og Færeyinga
er sama sinnis. Tæp 60% Færeyinga
og íslendinga vilja aftur á móti búa í
svipuðu byggðarlagi og því sem þeh*
búa í. Mjög fáir, innan við
5%, vilja búa í minna
byggðarlagi en þeir búa
nú í og er lítill munur
milli landa í því efni.“
Þegar spurt er um líklega
búsetu í framtíðinni kemur einnig
fram munur milli landa. Um 227r
Grænlendinga telja að þeir komi til
með að búa í sama byggðarlagi og
þeir búa í núna samanborið við rétt
rúm 40% íslendinga og um 46% Fær-
eyinga. Flestir svarenda frá Græn-
landi eða 41% telja að þeir komi til
með að búa í öðru landi en Grænlandi
í framtíðinni. Innan við 30% Færey-
inga og íslendinga telja hins vegar
líklegt að þeir muni búa í öðru landi
enþeimalandi sínu í framtíðinni.
í máli Hrefnu kom fram að niður-
stöður rannsóknarinnar gefi ágæt-
lega skýra mynd af lífsskoðunum
ungs fólks á Grænlandi, íslandi o£ í
Færeyjum. „Ljóst er af þeim lýsing-
um sem eru hér að framan að fleira er
sameiginlegt með þessum þjóðum en
greinir þær að. Það kemur skýrast
fram í því að þrátt fyrir að munur sé á
milli landanna í fjölmörgum atriðum
er fremur um áherslumun að ræða en
að lífsskoðanir þjóðanna séu gjöróljk-
„ „ u
Mikill meirihluti
ungmenna í trú-
félagi