Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ P __________________________________ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 371* LISTIR /■------------------------------------v yfirleitt“. Hann nefnir sem dæmi „hvernig tölvutæknin hefur í raun búið til nýja tónhugsun þar sem tóngjafinn er ekki lengur hljóðfæri, heldur brot úr hljóðritunum, sem eru endurtekin hvað eftir annað“. I sambandi við áhrif tæknilegrar fjöldaframleiðslu á listaverkum á skynjun okkar ræðir Benjamin sér- staklega færsluna frá dýrkunargildi listaverksins yfir til aukinnar áherslu á sýningargildi þess, þ.e. að í dag er listina ekki aðeins að ftnna á söfnum og í tónleikahöllum heldur einnig í út- varpinu í bílnum, sjónvarpinu og dag- blöðum. Að vissu leyti má segja að þessari breytingu íylgi að frummynd- in, eða hið einstaka við listaverkið sem Benjamin nefnir „hér og nú“ þess, sé leyst af hólmi með eftirlíking- unni. Petta er þó alls ekki neikvæður hlutur því með þessu móti er fjöldan- um í fyrsta skipti gefinn kostur á að njóta Ústarinnar. Með auknum fjölda listneytenda breytist síðan eðli list- formsins sjálfs; pólitískir þættir þess verða meira áberandi. Benjamin telur kvikmyndina sér- lega gott dæmi um þetta og talar um hvernig tæknin rennur saman við birtingarmynd vemleikans svo úr verði „hámark tilbúningsins; vafn- ingalaus veruleikasýn [sem] er bláa blómið í landi tækninnar". Blekking kvikmyndarinnar er fullkomin en á sama tíma auðþekkjanleg og formið sjálft getur birt veruleikann á nýstár- legan hátt svo skynjunin sjálf um- breytist. Þannig fagnar hann þessum nýja miðli og mótmælir „afturhalds- samri tækniandúð og listdýrkun" eins og ritstjóri orðar það. í greininni um sögu ljósmyndunarinnar, sem Benja- min skrifar nokkru fyrr, er hann á svipuðum slóðum og veltir fyrir sér eðii og áhrifum hins nýja tækniforms og þeim breytingum sem fjölfaldaðar eftirmyndir hafa á veruleikaskynjun okkar. í Höfundurinn sem framleið- andi fjallar Benjamin hins vegar um hinn virka róttæka rithöfúnd sem gerir sér grein fyrir stöðu sinni innan framleiðsluafstæðnanna í stað þess að enduríramleiða orðræðu ráðandi stétta. Þetta er byltingarsinnuð grein sem ber verulega keim af hugmynd- um Bertolts Brecht en hefur elst verr en þær sem fjailað er um hér að fram- an. Eyðimörk veruleikans Þriðja Atviksbókin nefnist „Frá eftirlíkingu tii eyðimerkur" og hefur að geyma úrval skrifa Jeans Baudrill- ard. Geir Svansson ritstýrir en ásamt honum þýða Ólafur Gíslason og Þröstur Helgason. Baudrillard er einn mikilvægasti kenningasmiður póstmódernismans en á sama tíma einn sá umdeildasti. Hann er mennt- aður félagsfræðingur, en það er á sviði fjölmiðlafræði og menningar- fræði sem áhrifa hans gætir hvað mest. Hjá honum fá hugmyndir Benjamin um mátt eftirmynda og tæknilegrar fjöldaframleiðslu sína róttækustu birtingarmynd, en að hans mati hefur þróunin sem Benja- min tæpir á gengið svo langt að ekk- ert á sér frumgerð lengur. En það eru einmitt fullyrðingar á borð við að sagan sé liðin og veruleik- inn búinn sem róttækar þykja í skrif- um Baudrillard og hafa vakið hörð viðbrögð; sú staðhæfing að aðeins sé hægt að tala um eftirmyndir af eftir- líkingum (sem hann nefnir líkneski), allar frumgerðir hafi glatast og upp- runinn týnst. I veröld þar sem allt má endurprenta, endurgera og endur- blanda hefur munurinn á sýnd og reynd horfið. í margmiðlunar- og fjölmiðlunarheimi sveima táknin út um allt en vísa aðeins aftur á sig sjálf, M-2000 Miðvikudagur. Listaháskóli Islands, Laug- arnesi. Kl. 12.30. Kynning á samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og Listaháskóla íslands, Menning - Náttúrlega. Nemendur Lista- háskólans vinna með þremur sveitarfélögum, Blönduósi, Dalabyggð og Seyðisfirði, en hér verður kynnt verkefni Seyðisfjarðar. hlutveruleikinn er aðeins yfirborð og endurspeglun, eins konar spéspegill þess sem einu sinni var raunverulegt. Fyrir gagnrýnendum póstmódem- ismans hafa ævintýralegar og allt að því skáldiega framsettar kenningar Baudrillard legið vel við höggi, svo mjög að í inngangi segir ritstjóri að Baudrillard hafi svo gott sem verið úthýst úr fræðilegu samfélagi. Aðdá- endur hans vilja hins vegar leggja áherslu á framsæknina í skrifum hans og stöðu hans sem kaldhæðins samfé- lagsgagnrýnanda, telja kenningar hans skáldaíræði sem ekki sé ætiað að loka umræðunni heldur opna ný svið hennar. Það er að minnsta kosti fullvíst að teóristar með kímnigáfu eru sjaldgæfir og að Baudrillard er einn þeirra, skrif hans endurspegla ofgnóttina sem hann telur einkenna upplýsingaþjóðfélagið; þau eru kaót- ísk, yfirdrifin og óstöðug, en líka lif- andi og hugvekjandi. Eitt umdeildasta verk Baudrillard hin seinni ár og gott dæmi um hugsun hans er bókin „Persaflóastríðið hefur ekki átt sér stað“ en hún samanstend- ur af blaðagreinum sem hann skrifaði meðan átökin stóðu sem hæst. Stríðið reyndist hið fullkomna sýnidæmi Baudrillard um að veruleikinn hafi lotið í lægra haldi fyrir ofúrveruleikanum, en í ofurveruleikanum er ekki mun að sjá á milli veruleikans og eftirmynda hans því líkneskin era raunverulegri en raunveruleikinn. Ef stríð er framsett sem afþreying í sjónvarpi og lýtur öll- um dagskrárgerðarlögmálum, er stríð- ið þá ekki bara afþreying í sjónvarpi? Á það sér stað annars staðar en á skján- um? Er nema von að Baudrillard spyiji hvar veruleiki stríðsins sé þegar frétta- menn CNN sjónvarpsstöðvarinnar við- urkenna að á vettvangi hafi þeir horft á CNN til að vita hvað væri að gerast í kringumþá? Baudrillard steig fram á sjónar- sviðið í Frakklandi á sjöunda ára- tugnum, en textamir sem hér birtast eru frá níunda og tíunda áratugnum. og tilheyra því skeiðinu eftir að hann, að mati svo margra, hætti að vera fræðimaður og bilaðist, og varð stjama í Bandaríkjunum. Undir kaflaheitinu „Róttækni" birtast tvær greinar; „Róttæk hugsun“ og „Um ní- hilisma", sem ritstjóri segir fágæt dæmi um stefnuskrár úr smiðju Baudrillard. í þeirri fyrri er að finna eins konar málsvöm Baudrillard en á sama tíma er þar á ferðinni góð lýsing á aðferðafræði hans og hugsunar- hætti: „Hugmyndafræðileg og sið- fræðileg gagnrýni, með merkingu og innihald á heilanum, er hins vegar al- tekin af pólitískum endanleika orð- ræðunnar; hún tekur skrifin aldrei með í reikninginn, hinn skriflega gjöming, hinn skáldlega og íróníska kraft tungumálsins, leikinn með merkinguna. Þessi gagnrýni er blind á að úrlausn merkingarinnar liggur einmitt þar, í forminu sjálfu, í efnis- legri formgerð tjáningar." Greinin „Framrás líkneskjanna“ er lykiitexti í fræðum Baudrillard og út- skýrir meðal annars hugtakið um líkneski með dæmum úr þjóðfélaginu. Um er að ræða einkar ögrandi grein sem hægt er að gagnrýna en erfiðara er að afskrifa. Næsti kafli er einmitt kallaður „Ögranir“ og er þar að finna tvær blaðagreinar þar sem Baudrill- ard lýsir m.a. kaldhæðinni afstöðu sinni gagnvart nýlist. „Svalar minn- ingar“ nefnast útgefnar minnisbækur Baudrillard en þær era þrjár talsins sem komið er og valin brot úr þeim öllum birtast hér. Þá fylgir líka bóka- skrá yfir helstu verk Baudrillard og fræðirit um hann. Atviksbækumar þrjár era allar sérstaklega vel heppnaðar og í raun fræðilegt átak sem bókaútgáfan Bjartur, Reykjavíkurakademían og aðrir sem stenda að röðinni eiga lof skilið fyrir. Útgáfustefnan er að birta bækurnar í ódýram meðfærilegum eintökum, „vasafræði“, svo sem flest- ir geti eignast þær og er það af hinu góða. Nauðsynlegt er að fræðitextar á borð við þá sem birtast í seinni tveimur Atviksbókunum séu til í þýð- ingum því ef umræða um menningar- mál á að geta blómstrað hér á landi verður að vera hægt að tala um og nota helstu hugtök fræðanna á ís- lensku. I því ijósi er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við þýðing- ar greinanna í seinni tveimur Atviks- bókunum. Þessu held ég þó fram án þess að hafa samanburð við fram- texta en textamir sem hér birtast virðast vandaðir og hugtakaþýðingar era útsjónarsamar. Að auki er hönn- un bókanna tii fyrirmyndar, en á káp- unum er unnið með sneiðmyndir af grágrýti á skemmtilegan hátt. Björn Þór Vilhjálmsson Vikuveisla til Benidorm 16. maí frá kr. 39-955 með Heimsferðum Heimsferðir bjóða þér Benidorm hinn 16. vikuferð til hreint mai ífábærum kjörum. Þú getur valið um 2 af okkar vinsælustu gististöðum, E1 Faro eða Picasso, báðir frábærlega stað- settir, með garði, móttöku og rúm- góðum íbúðum. Sumarið er komið á Benidonn um miðjan maí og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Aðeins 24 sæti í boði Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Picasso Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð, 16. maí, vikuferð. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is ru U) 4- U) '<D *0 sO jU 03 £ £ rs 4-f « U) c jD síí Hvað er gert í skátunum? ■i Hvar er sólln á nóttunnl? Eru til draugar? o. I •5 íu c '3 '<U > '10 L. r v iu x. 10 r ha.is er ný íslensk leitarvél á Vefnum sem býður þér að spyrja hreint út. Nú þarf ekki lengur að viðhafa nein „tölvutrix" þú einfald- lega orðar spurninguna eftir þínu höfði! • • • • m::
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.