Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 38
«88 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestrar og
námskeiðíLHÍ
LISTAHÁSKÓLI íslands og sveit-
arfélögin Blönduós, Dalabyggð og
Seyðisfjörður með tilstyrk Reykja-
víkur Menningarborgar 2000 vinna
að verkefninu Menning - náttúrlega.
Nemendur í myndlistardeild Lista-
háskóla íslands hafa í vetur verið að
velta fyrir sér tengslum menningar
og náttúru frá ýmsum sjónarmiðum,
m.a. eru þrír hópar að vinna verk út
frá staðháttum í þeim þremur sveit-
arfélögum sem taka þátt í verkefn-
inu. Hóparnir hafa heimsótt sveitar-
félögin og kynnt sér þar ákveðna
þætti sem þeir vinna út frá. Á
Blönduósi hafa nemendur unnið í
Heimilisiðnaðarsafninu undir hand-
leiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur
myndlistarmanns, og stefna að opn-
un sýningar á lóð safnsins um hvíta-
sunnuhelgina. í Dalabyggð sóttu
nemendur og Sigríður Erla Guð-
mundsdóttir, kennari þeirra, efnivið-
inn Dalaleir og innblástur í Laxdælu
og munu sýna verk sín í Búðardal í
byrjun maí. Á Seyðisfirði unnu Þor-
valdur Þorsteinsson og nemendur
hans út frá bæjarlífmu í janúar síð-
astliðnum, meðal annars í samvinnu
"wið grunnskólanemendur auk fjöl-
margra bæjarbúa og verður afrakst-
ur þeirrar vinnu sýndur á menning-
arhátíðinni Á seyði í júlí næst-
komandi.
Glerlist
Bandaríkjamaðurinn Dale Chihu-
ly er einn þekktasti glerlistamaður
heims. Hann heldur fyrirlestur í
Listaháskóla íslands í Laugarnesi
fimmtudaginn 13. apríl kl. 12.30 í
stofu 024. Sýning á verkum hans
verður opnuð á Kjarvalsstöðum 14.
apríl. Einnig eru hingað komin 600
glerform sem listamaðurinn lét blása
í Finnlandi með íslenska náttúru í
huga. Þessum formum munu Chihu-
ly og aðstoðarmenn hans koma fyrir
úti í náttúrunni í nágrenni Reykja-
víkur. Síðar munu koma út bók og
myndband með myndum af þessari
innsetningu unnin af Guðmundi Ing-
ólfssyni ljósmyndara og fleirum úr
starfsliði Chihuly.
Námskeið - Rýmishönnun
Kynntir verða helstu frumþættir
hönnunar og hvernig þeir koma fram
í allri hönnun. Aðaláhersla verður á
þrívíða hönnun einkum rýmishönn-
un. Fjallað verður um samspil ljóss,
lita og forma. Lögð verður áhersla á
að þátttakendur tileinki sér aðferða-
fræði hönnunar svo sem að skil-
greina forsendur, þarfir, gildi og
gæði. Umfjöllunin verður tengd
ýmsum dæmum úr hönnunarsög-
unni og tilraunum þátttakenda.
Kennari verður Elísabet V. Ing-
varsdóttir, innanhússarkitekt FHI.
Kennt verður í Listaháskóla Islands
stofu 113, Skipholti 1. Inngangur B
Kennslutími: mánudag 29. maí og
miðvikudag 31. maí kl. 18-21.30 og
helgin 3. og 4. júní kl.10-14.30, alls
20 stundir.
Kristbjörg Kjeld
Leikur með LR
í fyrsta sinn
Ljósmynd/Odd Stefán Þórisson
Leikskáldið Sigurður Pálsson og leikkonan Krist-
björg Kjeld á samlestri á Einhver í dyrunum.
ÆFINGAR eru
nýhafnar á Ein-
hver í dyrunum,
nýju leikriti eftir
Sigurð Pálsson.
Með aðalhlut-
verk fer Krist-
björg Kjeld, sem
leikur nú í fyrsta
sinn hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur
^en hún hefur
Starfað allan sinn
glæsta feril hjá
Þjóðleikhúsinu.
Kristbjörg sagði í
samtali við Morg-
unblaðið að sér
hefði boðist að taka þátt í þessu
verkefni og það væri skemmtileg til-
breyting en í þessu væru þó ekki
fólgin skilaboð um róttækari breyt-
ingar á starfshögum hennar.
Aðrir leikendur eru Björn Ingi
Hilmarsson, Edda Björgvinsdóttir,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson og
Þorsteinn Gunnarsson.
Efni hins nýja leikrits er í stórum
dráttum á þá leið að stórleikkona
hefur lokað sig af á heimili sínu og
“ ’neitar að fara út á meðal fólks. Mað-
ur hennar vinnur í eftirlitsiðnaðin-
um. í dyrnar koma draugar fortíð-
arinnar.
Skáldið Sigurður Pálsson er
fæddur árið 1948 á Skinnastað og
lærði leikhúsfræði og bókmenntir í
París. Hann hefur sent frá sér fjölda
ljóðabóka, skáldsögu, fjölmargar
þýðingar og leikrit. Einhver í dyr-
unum er þriðja verkið sem Sigurður
skrifar fyrir Leikfélag Reykjavíkur.
Leikstjóri sýningarinnar er
Kristin Jóhannesdóttir, leikmynd
hannar Stígur Steinþórsson, bún-
inga gerir Stefanía Adolfsdóttir, um
lýsingu sér Lárus Björnsson og
hljóðmeistari er Ólafur Örn Thor-
oddsen.
Frumsýning á Einhver í dyrunum
er ekki fyrirhuguð fyrr en í haust en
verkið verður forsýnt á Listahátíð í
Reykjavík í lok maí.
Turn eftir Ólaf Elíasson
prýðir Eyrarsundsbrúna
jTÓLF metra há turnbygg-
íng eftir Ólaf Elíasson mynd-
listarmann mun prýða brúna
yfir Eyrarsund sem vígð
verður 1. júlí næstkomandi.
Verkið, sem er úr ryðfriu
stáli, verður sett upp tveim-
ur til þremur dögum fyrir
vígsluna við brúarsporðinn
jpMálmeyjarmegin. Danir og
Svíar standa í sameiningu að
Óiafur
Eifasson
verkefninu, en tuminum er
ætlað að vera tákn eða kenni-
leiti brúarinnar.
Verk í Graz og Holbæk
Ólafur opnaði í síðustu
viku sýningu á verkum sín-
um í Graz í Austurríki og 27.
þessa mánaðar vígir hann
útilistaverk í Holbæk í Dan-
mörku.
Tríó frá Kraká í Salnum
Trio Cracovia: Krysztof Smietana fiðluleikari, Juliann Tryczynski
sellóleikari og Jacek Tosik Warzawiak píanóleikari.
TÓNLEIKAR með Trio Craeovia
verða í Salnum í Kópavogi annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Tríóið skipa þeir Krysztof Smiet-
ana á fiðlu, Julian Tryczynski á
selló og Jacek Tosik Warszawiak á
píanó, en allir eru þeir háttskrifað-
ir tónlistarmenn hver á sínu sviði,
segir í fréttatilkynningu.
Á efnisskránni er Trio Elegi-
aque í g-moll eftir Sergej Rachm-
aninoff, Trio í D-dúr op. 70 nr. 2
„Ghost“ eftir Ludwig van Beetho-
ven og eftir hlé Piano Trio eftir
Artur Malawski.
Tónlistarmennirnir sem skipa
Trio Cracovia voru samnemendur í
Tónlistarháskólanum í Kraká í
Póllandi á áttunda áratugnum og
léku þá saman sem tríó. Að námi
loknu tvístraðist hópurinn og
bjuggu þeir félagar og störfuðu
um víða veröld. Þegar þeir síðar
hittust á ný í Póllandi stofnuðu
þeir formlega tríóið. Trio Cracovia
hefur þegar gefið út tvær geisla-
plötur og haldið tónleika í Póll-
andi, Bretlandi, Bandaríkjunum og
nú í fyrsta sinn á íslandi.
Fiðluleikarinn Krysztof Smiet-
ana fæddist í Póllandi, var fyrst
nemandi Zbigniew Szlezer við
Tónlistarháskólann í Kraká og
seinna í London hjá Yfrah Neam-
an við Guildhall School of Music
and Drama, en þar kennir hann
nú. Hann hlaut öll helstu verðlaun
í Póllandi og hefur hlotið fyrstu
verðlaun í fjölda alþjóðlegra fiðlu-
keppna. Hann hefur haldið fjölda
„recital" og konserta í Bretlandi
og í öðrum löndum og í honum
heyrist reglulega í BBC Radio 3,
m.a. í flutningi á konsertum Szym-
anowskis með BBC-sinfóníuhljóm-
sveitinni. Upptaka hans á fiðlukon-
sert Panufniks með London Musici
for Conifer varð geisladiskur mán-
aðarins í CD Review Magazine.
Hann hefur leikið konsertinn víða
um Evrópu. Hann hefur hljóðritað
sónötur Faurés fyrir Meridian,
Brahms-sónöturnar fyrir ASV og
nýlega fiðlukonsert Stravinskys,
með sinfóníuhljómsveit undir
stjórn Robert Craft fyrir Music
Masters. Auk þess að leika sem
einleikari og í kammersveitum hef-
ur hann leikið með fjölmörgum
breskum hljómsveitum, þar á með-
al London Symphony Orchestra.
Hann hefur einnig komið fram á
Proms-tónlistarhátíðinni með BBC
Symphony Orchestra.
Julian Tryczynski sellóleikari er
aðstoðarprófessor í selló og kamm-
ermúsik í Shenandoah Conserva-
tory í Virginíu. Hann lærði í
Moscow Conservatory, lauk MA-
gráðu frá State Academy of Music
í Kraká í Póllandi og MM-gi-áðu
frá Yale-háskóla. Tryczynski hlaut
önnur verðlaun í Aldo Parisot al-
þjóðlegu sellókeppninni í Brasilíu.
Hann hefur komið fram sem ein-
leikari og kammertónlistarmaður í
Póllandi, Bandaríkjunum, Belgíu,
Brasilíu, Kanada, Englandi og ír-
landi og hefur hljóðritaði Brahms
Double Concerto og Blochs Schel-
omo fyrir Polish Radio Archives.
Árið 1988 var Julian Tryczynski
kosinn Outstanding Alumnus í
Krakow Academy of Music og var
boðið að vera aðaleinleikari hjá
Krakow Philharmonic á 100 ára af-
mælishátíð þeirra.
Einn af stofnendum Trio Craco-
via er píanóleikarinn Jacek Tosik
Warszawiak, sem nú býr og starf-
ar í Borgarnesi. Hann fæddist í
Kraká árið 1953, hóf píanónám sex
ára og lauk prófi frá Tónlistar-
háskóla ríkisins í Kraká árið 1977,
en aðalkennari hans þar var pró-
fessor Ludwik Stefanski. Jacek
Tosik Warszawiak hefur unnið til
verðlauna og hlotið styrki fyrir
píanóleik sinn. Hann vann m.a. til
verðlauna á 2. pólsku píanókeppn-
inni sem haldin var í Varsjá árið
1974 og í keppni í Bratislava.
Hann var meðlimur í liði Póllands
Í10. alþjóðlegu Chopin-keppninni í
Varsjá 1980 (hlaut viðurkenningu
fyrir þátttöku í annarri umferð).
Hann hefur hlotið styrk frá Minn-
ingarsjóði um Fryderyk Chopin og
einnig í tvígang frá Menningar- og
menntamálaráðuneyti Póllands.
Frá árinu 1977 vann hann í Tónl-
istarháskóla í Kraká, þar af sem
adjúnkt frá 1982, en árið 1995 lauk
hann annars stigs sérhæfingar-
gráðu við sama tónlistarháskóla.
Hann hefur búið á íslandi frá ár-
inu 1992. Meðal fyrri verkefna
hans má nefna, sinfóníu-, einleiks-
og kammertónleika í mörgum
borgum Póllands, en einnig í
Þýskalandi, Rússlandi, Tékklandi,
Armeníu, Aserbaídsjan, Hollandi,
Belgíu, Svíþjóð, Islandi, Italíu,
Ungverjalandi, Bretlandi, írlandi
og Bandaríkjunum.
Þar að auki tók hann þátt í
Pólsku píanóhátíðinni í Slupsk
(1975, 1980), Alþjóðlegu Chopin-
hátíðinni í Duszniki (1980), „Tón-
list hinnar gömlu Krakár“ (1986)
og Evrópsku tónlistarhátíðinni í
Berlín (1997). Hann hefur spilað
fyrir pólska útvarpið og einnig það
hollenska. Jacek TosikWarszawiak
er meðlimur í Berlínartríóinu.
Geisladiskur með lögum við texta Halldórs Laxness
íslandsbanki, Morgunblaðið
og STEF styrkja útgáfuna
ÍSLANDSBANKI, Morgunblaðið
og Hljómdiskasjóður STEF hafa
veitt styrki að upphæð samtals
átta hundruð þúsund krónur til út-
gáfu á tvöföldum geisladiski sem
innihalda mun lög við texta eftir
Halldór Laxness. Áætlaður kostn-
aður vegna útgáfunnar er á
fimmtu milljón króna.
„Fjöldi laga hefur verið saminn
við texta Halldórs og þótt upp-
haflega hafi aðeins verið gert ráð
fyrir einum diski kom fljótt í ljós
að efnið var það mikið að gefa
þyrfti út annan disk,“ segir Þór-
arinn Stefánsson umsjónarmaður
útgáfunnar.
„Nokkrir textar hafa verið tón-
settir oftar en einu sinni og sumir
oftar en tvisvar þannig að þarna
gefst skemmtilegt tækifæri til að
bera saman nálgun tónskáldanna
við sama textann, sem er oft mjög
mismunandi."
Efni diskanna verður í bland
gamalkunnugt, eins og „Maístjarn-
an“ og „íslensk vögguljóð", en
einnig fjölmörg lög sem sjaldan
eða aldrei hafa heyrst áður. Þann-
ig verða frumflutt lög Atla Heimis
Sveinssonar við leikgerðina á
Sjálfstæðu fólki sem Atli hefur
fært í nýjan búning
fyrir Sólrúnu Braga-
dóttur sem syngur á
öðrum disknum. Þá
samdi Oliver Kentish
sérstaklega fyrir
þessa útgáfu nýtt lag
við kvæðið „Klettur-
inn“ og verður það
sungið af Bergþóri
Pálssyni en hann
syngur lögin á hinum
disknum að einu und-
anskildu. Meðal ann-
arra flytjenda má
nefna Elsu Waage og
CAPUT-hópinn en
þau fara með „Angel-
us domini" eftir Leif
Þórarinsson. Undirleikari Sólrún-
ar og Bergþórs verður Þórarinn
Stefánsson.
Veglegur bæklingur
Útgáfunni mun fylgja veglegur
bæklingur sem innihalda mun
danskar, þýskar og enskar þýðing-
ar á kvæðunum. Á sömu tungu-
málum verða einnig birtar ýmsar
ritgerðir. Helga Kress fjallar um
tónlist í ritmáli Halldórs og áhrif
tónlistar á ritsmíðar hans í ritgerð
sem ber titilinn „Und-
irleikur af tónlist“,
Eysteinn Þorvaldsson
fjallar um ljóðagerð
sagnaskálds og Auður
Laxness rifjar upp
ýmsa tónlistarviðburði
á Gljúfrasteini.
Þýðendur eru Ang-
elica Gundlach á
þýsku, Erik Skyum-
Nielsen á dönsku og
Bernard Scudder á
ensku. Að sögn Þórar-
ins er illmögulegt að
þýða marga texta
Halldórs „og sitja
þýðendur nú sveittir
yfír orðaleikjum og
stíleinkennum Halldórs sem ekki
aðeins kalla á þýðingu heldur í
raun á nýtt kvæði á viðkomandi
tungumáli. Það verður spennandi
að sjá útkomuna og ég er þess
fullviss að glæsilegri útgáfa á
geisladiski hefur varla sést fyrr
hjá íslensku útgáfufyrirtæki."
Útgefandi er Polarfonia Classics
ehf. og er áætlað að útgáfan komi
á markað í kringum afmælisdag
Halldórs Laxness í apríl á næsta
ári.
Halldór
Laxness