Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 44
#Í4 MIÐVTKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR J + Eiginkona mín og móðir okkar, ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR, Skeiðarvogi 93, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 27. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Þórólfsson, Birgir Þór Ólafsson, Margrét Ólafsdóttir og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HÓLMFRÍÐUR BERGÞÓRSDÓTTIR, Ásgarði 125, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. apríl kl. 13.30. Elín Þorsteinsdóttir, Jón H. Björnsson, Erla Jóna Þorsteinsdóttir, Herbert Valdimarsson, k Margrét Þorsteinsdóttir Lockwood, Thomas F. Lockwood, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BORGÞÓR V. GUNNARSSON lœknir, andaðist í Bandan'kjunum laugardaginn 8. apríl. Ásta Þórðardóttir Gunnarsson, synir og fjölskylda. t Móðir mín, amma, tengdamóðir og langamma, GRÓA GRÍMSDÓTTIR, Stillholti 15, Akranesi, lést mánudaginn 10. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Kristinsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR MAGNÚSSON, Blönduhlíð 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 14. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Bjarndfs Kr. Guðjónsdóttir, Ágústa Úlfarsdóttir, Sigurveig Úlfarsdóttir, Haraldur Á. Haraldsson, Ólöf Kr. Gunnarsdóttir, Elfa Huld Haraldsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson. >1 t Hjartkær bróðir minn, ALBERT GUÐMANNSSON frá Snæringsstöðum, Mánagötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 14. apríl kl. 13.30. Guðrún Guðmannsdóttir. HRAFN DAVÍÐSSON + Hrafn Davíðs- son fæddist á Dálvík 20. ágúst 1972. Hann lést 26. mars síðastliðinn. Á fyrsta ári fluttist hann til Akureyrar með foreldrum sín- um, Hrafnhildi Jónsdóttur, f. 20.1. 1939, og Davíð Haraldssyni, f. 8.8. 1933. Haustið 1996 fluttust þau til Reykjavíkur. Systk- ini Hrafns eru: 1) Rut, f. 21.6. 1965, d. 9.5. 1968. 2) Haraldur, f. 13.5. 1970. Sonur Hrafns er Jóel Kristinn, f. 24.6. 1993 á Akur- eyri. Móðir hans er Sigrún Sif Jóelsdóttir, f. 14.2. 1975. Útför Hrafns fór fram frá Fossvogskirkju 4. apríl. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegs frænda, Hrafns eða Krumma eins og hann var alltaf kallaður. Krumma sá ég fyrst þeg- ar hann var níu mánaða gamall. Við manni blöstu stór og björt augu og bros út að eyrum og þannig var hann nær alltaf, þ.e.a.s. brosandi. Krummi ólst upp á Akureyri ásamt bróður sínum Halla. Krummi var líklega fimm ára er hann eignaðist hálfgerðan „sumarbróður" í nokkuð mörg sumur en það er sonur minn, Kristján, sem strax á vorin fór norður á Akureyri til Habbýjar „sumarmömmu sinnar“. Saman fóru þeir frændur allir á sumar- dvalarheimilið Ástjöm í nokkrar vikur, þar sem þeir undu sér vel. Árin líða og fyrr en varir er Krummi kominn í sambúð með Sigrúnu Sif, og þeim fæðist sólar- geislinn Jóel Kristinn 24. júní 1993, en Sigrún og Krummi slitu samvist- um. Mjög gott og náið samband var með þeim feðgum og ekki síður við ömmu og afa Jóels, Habbý og Dav- íð sem nú búa í Reykjavík, en þau ásamt Krumma fluttu suður haust- ið 1996. Krummi var mjög duglegur í vinnu og leyfi ég mér að fullyrða að hann var alls staðar vel liðinn, hvort heldur var í vinnu eða í vina- hópi, en vini átti hann marga og reyndist þeim mjög vel. Eftir að Krummi flutti suður jókst vinátta þeirra Kristjáns mikið. Eg held að varla hafi sá dagur liðið án þess að þeir annaðhvort hringdust á eða hittust. Elsku Jóel, Habbý, Davíð, Halli Blómabúðin (^arSsKom v/ Trossvogski>*l<jt40a»‘ð Sími: 554 0500 ^VARV?. og fjölskyldur, minn- ingin um elskulegan föður, son, bróður, mág og frænda lifir áfram, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Elsku Krummi, ég kveð þig með einu af ljóðum þínum úr Ljóða orðabókinni þinni, sem þú sendir mér fyrir nokkrum ár- um. Skörp skil milli dags og nætur breyta hegðun minni. Þegar rökkrið færist yfir kveiki ég Ijósið, þegar dagur rís slekk ég það. (H.D.) Hvíl í friði, elsku frændi. Sigurbjörg (Sibba) frænka, Kolbeinn og Margrét. Elsku Habbí, Davíð, Jóel og Haraldur. Ég votta ykkur innilega samúð mína vegna fráfalls Hrafns. Nú til þín, faðir, flý ég, á föðurhjartað kný ég, um aðstoð eg þig bið. Æ, vert með mér í verki, ég veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. Ég veit, að við þitt hjarta er vonarlindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. Ó, rétt mér, Jesú, hjálparhönd. (Guðm. Guðm.) Arnar Björgvinsson. Eins og snjórinn getur bráðnað burt eins og hendi sé veifað þannig getur eitt líf slokknað. Fyrirvara- laust að því er virðist. Þeir sem eft- ir sitja eru eins og lostnir eldingu. Hrafn Davíðsson, eða Krummi eins og við kölluðum hann, hóf störf í Þjónustuveri Símans í ársbyrjun 1999. Það kom fljótlega í ljós að þar fór sérstakur ungur maður. Hann hafði einstaklega þægilega og hlýja nærveru. Það einhvern veginn lýsti af honum Krumma. Það var því ekki að ástæðulausu að hann var annar þeirra starfsmanna sem sú sem þetta skrifar valdi á vormánuð- um 1999 til að vera „ljós“ deildar- innar. Þau höfðu það hlutverk að dreifa jákvæðum straumum í kring- um sig og svara neikvæðum hlut- um, ef einhverjir yrðu, með jákvæð- um. Hrafn vissi strax hvað mér gekk til og lét ekki sitt eftir liggja. Það er ómetanlegt í svo stórri deild að hafa liðsmann eins og Krumma og er það vafalaust ekki síst honum að þakka hve andinn er góður í deildinni og menn þar láta sér annt hver um annan og leyfa sér að sýna það. Við munum búa að því. Krummi var lærður nuddari og lét sig ekki muna um að taka axlir samstarfsmanna í gegn þegar streita gerði vart við sig. Hann studdi líka við bakið á samstarfs- fólki sem var að ganga í gegnum erfiðleikatímabil. Síðastliðið haust var það ekki síst fyrir áeggjan Krumma að ég gekkst fyrir því að deildin okkar var tekin sérstaklega í meðferðar- átak um heilsueflingu. Hann var á deildarfundi skipaður heilbrigðis- fulltrúi deildarinnar og var sífellt að finna greinar um hvaðeina sem sneri að heilsu og heilbrigði og senda á samstarfsfélaga í tölvu- póstinum. Þegar fóstrakerfi fyrir nýliða var tekið upp í byrjun ársins var Krummi fyrstur að gefa sig fram til þess ábyrgðarstarfs. Maður gat verið alveg rólegur, vitandi það að nýliðar voru í hans öruggu, hlýju höndum. Hann var bæði hvetjandi og gef- andi. Það var því óskaplegt áfall fyrir okkur öll þegar við fréttum af láti þessa einstaka unga manns sem okkur þótti öllum svo vænt um. „Hann gaf svo miklu meira en hann tók,“ varð einni samstarfsstúlku hans á orði þegar henni var sagt frá láti hans og eftir á að hyggja held ég að við hefðum öll viljað hafa ver- ið meira gefandi gagnvart honum. Nú er það of seint, en við vitum að nú er hann á fallegum stað. Við munum hugga okkur við það og geyma góðu minningarnar um Krumma og fallega geislandi brosið hans. Við fráfall hans höfum við staðið enn þéttar saman en áður og reynt að styðja hvert annað og það mun- um við halda áfram að gera. Það er síðasta gjöfin hans Krumma til okkar. Takk elsku Krummi. Við vottum foreldrum hans og öllum ástvinum innilega samúð okkar og biðjum guð að leiða drenginn hans. Fyrir hönd samstarfsfélaganna í Þjónustuverinu Júh'a Hannam. Elsku besti Krummi. Mig langar að segja við þig nokkur orð að skilnaði. Ég átti þess því miður ekki kost að fá að kynnast þér fyrr en þú byrjaðir að vinna hjá okkur í Þjónustuveri Símans. En þetta ár sem þú gafst af þér í vinnunni, og sú mikla hlýja og gleði sem smitaði út frá sér yljaði mér oft um hjartar- æturnar. Það var gott að grínast og hlæja með þér. Þú varst yndislegur persónuleiki, hreinn gullmoli, og áttir ekkert nema það besta skilið. Það er ein spurning sem hefur hvílt þungt á mér og hún er: Af hverju leitaðir þú ekki til mín eftir aðstoð? Þú hefðir sko sannarlega fengið hana frá mér. Ég fæ ekkert svar við þessari spurningu. Ég skil samt að þú hafðir rétt á að velja, þótt ég skilji ekki af hverju þú vald- ir þetta. Ég vona að þú fáir loksins frið í þinni stóru og hlýju sál, því það er það sem þú þráðir. Ættingjum þínum öllum og vin- um votta ég mína dýpstu samúð, og þá sérstaklega syni þínum, sem er búinn að missa þig frá sér. Ég man eftir því, þegar þú varst að sýna mér myndir af honum, með stolt í röddinni. Hvar sem þú ert nú nið- urkominn, elsku Krummi, þá bið ég þig að vaka yfir honum, því hann þarf örugglega mikið á því að halda. Takk fyrir allt. Elín. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÖNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.STIM-TI »li • 101 RI.YKJAVÍK /)tH’/() fiiger Ólítfur (X'ijtiviintj. (Xijhrtnytj. ()i/ttnirsij. LÍKKJSTUVINNUSTOFA EYVINDÁR ARNASONAR UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður ; Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Otsen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.