Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SNÆBJORN SIG URBJÖRNSSON + Snæbjöm Sigur- bjömsson var fæddist í Reykjavík 2. apríl 1947. Hann andaðist á Land- spítalanum 27. mars siðastliðinn. Hann var sonur Esterar Snæbjömsdóttur, f. 7. september 1923 og Sigurbjörns Árna- sonar, f. 7. mars 1920, d. 31 desember 1998. Snæbjöra átti 11 systkini og tvö þeirra eru látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf, þótt búum við hin yztu höf. Svo kvað sálmaskáldið mikla Matthías Jochumsson. Petta vers verður til á þeim tíma sem landar okkar eru í fátækt og örbirgð frá vöggu til grafar. Þegar sjúkdómar, vosbúð og örbirgð hremmir landa okkar í stórum stíl. Ef maður skoðai- versið í heild sinni, sér sá sem trúir innihaldi sálmsins hversu skelfilega lítill maður er og vanmegnugur. En í almáttugri hendi hans er öryggi að finna. Þar er líka frið að fmna fyrir þann sem friðvana er. Kynni okkar sem þessa kveðju sendum voru stutt, já allt of stutt. Það hafði verið rætt um það að Snæbjörn vantaði búsetu- stað og líklega myndi hann passa vel inn í okkar hóp. Við urðum spennt, en slógum til, hugsuðum hvemig skyldi nú sambúðin ganga. Hann flutti inn til okkar og sambúðin tókst > vel. Snæbjörn veiktist hastarlega og drógu þau veikindi hann til dauða. Ekkert varð úr framtíðardraumum þeim sem hann hafði gert sér. En við höfðum fyrirhugað ferð og gist- ingu með honum, ásamt þeim heimilis- mönnum sem vildu slást með í förina til Akureyrar. Hann hlakkaði mikið til því þangað hafði hann aldrei komið. Snæbjörn hafði mjög gaman af því að fara í bíltúra og höfðum við hugsað okk- ur að fara akandi í ferðalagið, auk þess sem við höfðum áður farið í nokkra styttri bíltúra sem hann hafði mjög gaman af. Við urð- um síður en svo fyrir vonbrigðum með Snæbjörn sem heimilismann, heldur glöddumst yfir því hve vel hann passaði inn í hópinn okkar. Hann var fyrirferðarlítill, góður drengur, sem reyndi að uppfylla þær kröfur sem til hans voru gerðar, eins og hann gat. I almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands. Mig langar til að þrengja hópinn og segja „er hagur hans Snæbjarnar “. Þó að stundum, eða oft, hafi virst eins og guð hafi yfirgefið hann. Maður getur stundum spurt þegar hremmingarn- ar og áföllin henda „Hvar er guð, hvers vegna ég“. Móðirin spyr „hvers vegna barnið mitt“. En guð er samt nálægur og heldur utan um okkur í sorg, þján- ingu og neyð. Snæbjörn fór sannar- lega ekki varhluta af þjáningu og neyð, frá vöggu til grafar. í vöggu- gjöf hlaut hann afar þungbæran sjúkdóm, sem kom fram snemma í æsku hans þannig að hann bjó við skerta getu meiripart ævi sinnar. Nú er hann farinn, hefur kvatt þennan heim. Einhver hugsar kannski sem svo „hann var lítilmagni" en frammi SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ GLITNIR 6000041219 1 I.O.O.F. 7 - 18004128'/! ■ Kk. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöid kl. 20.30. Anna J. Hilmarsdóttir segir kafla úr kristnisögu: KFUK og kristni- boðiö. Benedikt Arnkelsson flyt- ur hugleiðingu. Allir velkomnir. http://sik. torg.is/ FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MOfíKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sfðasta myndakvöld vetrarins í FÍ-salnum miðvikudag 12. apríi kl. 20.30. Kristján Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal sýnir mynd- ir frá gönguleiðum í Svarfaðar- dal og nágrenni. Haukur Jóhann- esson jarðfræðingur sýnir mynd- ir úr Árneshreppi á Ströndum. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar. □ HELGAFELL 6000041219 VI Hörgshlfð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Líf og fjör í páskaferðum Útivistar: 1. Fimmvörðuháls 20.—24. apríl. Ný skiðagönguferð m.a. á jöklana. 2. Jeppadeildarferð norður fyrir Hofsjökul 20.—24. apríl. 3. Jeppadeildarferð í Jökulheima og á Vatnajökul 20,—23. apríl. 4. Goðaland — Básar 22.-24. april. 5. Tindfjöll, skíðaganga 22.-24. april. 6. Kjölur, skíðaganga 20.—24. apríl. Eftir páska er Snæfellsnes — Snæfellsjökull 29/4—1/5. Pantið strax. Sjá heimasíðu: utivist.is. Útivist - ferðafélag, Hallveigarstíg 1,101 Rvík. Sími 561 4330, fax 561 4606. http://www.utivist.is. fyrir guði erum við öll jöfn. Ég er viss um að í augum guðs hefur hann verið dýrmætur, hreint ekki síður en broddborgarinn sem mikið ber á í þjóðfélaginu. Sunnudaginn annan apríl vaknaði ég nokkuð snemma þó frídagur væri. Upp í huga mér varð það fyrsta sem kom versið sem hér er að framan. Ég fer að hugsa „Af hverju kemur þetta vers upp í huga mér núna“. Ég fór að hugleiða betur úr hvaða sálmi þetta væri. Ég fór að hugsa um sannleiksgildi versins. Hversu vel það tengdist alþjóð og einstaklingum. Hversu vanmáttugur maður er án náðar guðs, kærleika hans og umhyggju. Svo fór ég að hugsa um Snæbjörn, því trú mín er sú að þrátt fyrir sorg og þungar byrðar hafi hann verið í almáttugri hendi hans. Þegar ég kom í vinnuna á mánudagsmorgni fór ég að segja frá atburðinum, en samstarfskona mín segir þá að Snæbjörn hefði átt afmæli á sunnudaginn. Því hafði ég ekki áttað mig á. Þetta var kveikjan að því að mig langaði til að senda þessa kveðju frá okkur á Bjargi. Ég vil að lokum benda þeim sem lesa þessi orð mín á nýárssálmin númer 104 í kirkjusálmabókinni. Ef til vill á þessi sálmur eftir að veita þér bless- un með svipuðum hætti og hann hef- ur veitt mér hana. 2. apríl hefði Snæbjörn hafið göngu nýs árs í lífi sínu. Nú hefur hann hafið nýárs- gönguna hjá og með almáttugum guði, sem er betra en nokkuð annað. Við viljum að lokum votta móður Snæbjarnar, systkinum hans og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð og viljum biðja almáttugan guð að blessa þau og styrkja. Lokaorð mín verða tekin úr sálmi þeim er ég hefi minnst á í þessari grein, versum númer fimm og sex. Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. I hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Með kærri kveðju og fyllstu sam- úð. Fyrir hönd Starfsfólks á Vist- heimilinu Bjargi, Hanna Kolbrún Jónsdóttir. Snæbjörn Sigurbjörnsson vinur okkar lést 27. mars síðastliðinn. Hann dvaldist meðal okkar á Sogni í Olfusi í sjö ár og gekk það yfirleitt allt í sóma. Hann var sómamaður innst inni og nennti ekki að vera í fýlu þótt tilefni gæfist til þess. Ungur fór hann út á regindjúpin á fiskveiðar og í siglingar og kunni hann þar vel til verka. Svo dundi ógæfan yfir og Snæi veiktist af sjúk- dómi sem erfitt er að meðhöndla. I þá daga var ekki til nein réttargeð- deild hér á landi. Hann var vistaður í fangelsum landsins og fékk því ekki þá umönnun sem þurfti fyrr en rétt- argeðdeildinni að Sogni var komið á fót árið 1992. Þökk sé þjóðinni fyrir þá stefnu sem tekin var í þessum málum og sé unnið að þessum lækningum alla tíð. Hann Snæi sýndi fljótt batamerki og dvaldi síðasta tímann sem frjáls maður úti í þjóðfélaginu en reyndar allt of stuttan tíma. Og nú er hann allur og allt of fljótt. Hann hafði ósköp gaman að fá að skreppa með í skemmri og lengri ferðir. Hestar glöddu hann líka og voru félagar hans alla tíð. Og hann vOdi ekki missa af ef færi gafst að skreppa á hestbak. Hann tók ljúflega í að vera með í föndurvinnunni, saumaði út púða og gerði myndir í leður. Og drjúgt var sem hann afkastaði í kortavinnuni, sem við höfum hér á haustin. Hann var duglegur þátttakandi. Hann var mér góður og fékk gott á móti. Við lékum þann góða leik að ég spurði „Hver er best?“ og þá svaraði Snæi „Þú“. Svo hlýtt var okkar á milli og er hér ekkert of sagt. Og ég tók hann með í bænum mín- um, en mikið kom á óvart fráfall hans. Og snögglega var hann tekinn okkin- frá. Við höfum öll misst góðan vin.Og verður í hans skarð seint fyllt. Við minnumst Snæbjarnar með virðingu og hann var alltaf sjálfum sér líkur. Þegar tóbak var annars vegar valdi hann sterkan Camel, þannig var smekkur hans. Og gott var þá að njóta þess meðan heilsan leyfði. Þannig var Snæi og þannig líf var honum yndi. Við sem reykjum áttum ánægjustundir við reyk með honum. En eflaust styttir það ævina. Guð einn veit, hvað rétt er í því. Vertu nú sæll og blessaður, vinur okkar. Kveðja frá Mundu Pálín og öllum sjúklingum á Sogni. GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR + Guðbjörg María Gísladóttir fædd- ist á Borg í Skötu- flrði 12. apríl 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reylqavíkur 3. apríl 1999 og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 12. apríl. Elsku Bubba amma. Þú hefðir orðið sjötug í dag. TO hamingju með það. Þú náðir reyndar ekki þeim degi, varst borin til grafar á sextíu og níu ára afmælisdaginn. En það var hvort eð er aldrei magnið sem skipti þig neinu máli í lífinu, heldur gæðin. Það var reyndar aldrei gæð- unum fyrir að fara í líkamanum en hreysti sálarinnar var aðdáunarverð. Hrörlegt hulstur hýsti sál úr gulli. Ogsál þín mun ávallt lifa með mér. Ég man að mér fannst ævintýra- legt að hugsa tO þess þegar þú sagðir mér að þú værir fædd á moldargólfi í torfbæ við Isafjarðardjúp. Þú hljóm- aðir sem óstýrilát ung stúlka sem elskaði lífið og dreymdi um að verða fimleikastjarna eða ballerína. En strax á bamsaldri fór að bera á mein- um í beinunum, gigtinni sem takmarkaði hreyfigetuna og kom í veg fyrir að draumarnir um fimleika gætu ræst. En beiskleiki lífsins kenndi þér að meta hinar sætari hlið- ar þess og þú naust þess alltaf að lifa. Mér fannst alltaf svo gott að koma til ömmu, fyrst í Skálagerðið og svo í Hátúnið. Ég þurfti ekki að sofa í náttfötum hjá þér en ég þoldi ekki að vera heitt, ég fékk syk- urmola í appelsínuna og í staðinn spáði ég fyrir um veðrið. Og síð- ar, þegar ég fór að koma með mín eigin börn, gaukaðirðu að þeim smá súkkulaði og sætindum sem þér fannst þau alls ekki fá nóg af heima fyrir. Ég man hvað ég varð gríðarlega stoltur þeg- ar þú spurðir mig, sex ára gamlan, forfallinn bíladellukall, hvernig bfl þú ættir að fá þér í staðinn fyrir gömlu bjölluna þar sem maður gat horft á veginn í gegnum gólfið. Ég sagði þér að BMW væru bestu bflar í heimi og skömmu síðar var amma komin á nýjan tveggja dyra BMW. Tveimur árum síðar, þegar þú lentir í alvarlegu bflslysi og varst mjög hætt komin, fannst mér það að hluta tO mér að þakka að þú lifðir af, því þú hafðir keypt sterkasta bflinn eins og ég hafði ráðlagt þér. Þó að við höfum á köflum ekki hist nema tvisvar til þrisvar á ári, þar sem ég hafði leitað nær upprunanum og flutt vestur á firði, vorum við allt- af mjög náin. Síðustu mánuðina átt- um við svo nokkrar góðar stundir þegar ég skaust í hádegishléinu í heimsókn. Þú varst orðin þreytt enda búið að vera sérstaklega erfitt hjá þér alveg frá því að þú beinbrotn- aðir á Flórída. Þú hafðir sigrast á því, fékkst krabbamein í brjóstið strax í kjölfarið en sigraðist líka á því, en í þetta sinn var krabbameinið að taka yfirhöndina. Meðferðin tók gríðarlega á og þú ræddir hvort þú ættir að halda henni áfram eða njóta bara síðustu daganna. Þú hafðir átt gott líf þótt það hefði ekki verið svo langt og þú varst sátt. En þótt þú værir tilbúin til að fara var lífskraft- urinn svo mikill að það virtist sem sjálfur dauðinn gæti ekki sigrað hann. Bæði hrútur og Vestfirðingur sem bjó yfir ótrúlegri þrautseigju, og líkt og steinbíturinn nær ódrepandi, þótt á þurru landi væri. Við Inga Rós heimsóttum þig í síð- asta sinn laugardaginn fyrir páska í fyrra til að kveðja. Við vorum á leið- inni út á flugvöll og ætluðum til Kaupmannahafnar að finna okkur húsnæði fyrir næsta vetur. Klukku- tíma seinna var hringt í okkur út á flugvöll og okkur sagt að þú værir dáin. En við vissum að þú hefðir ekki viljað að við snerum við tO þess að syrgja, við höfðum kvatt, ég vissi að þú varst sátt og ég var því sáttur. Við ákváðum því að halda áfram og fara út í húsnæðisleitina með þeirri þrautseigju, jákvæðni og staðfestu sem þú hafðir alltaf Ufað. Og það virkaði vel. Þú munt aldrei koma í heimsókn en þú varst með okkur í anda alla leið og ert enn og fékkst þann heiður að prýða fyrstu myndina sem fór upp í svefnherbergið. Þú safnaðir aldrei í kringum þig auði eða eignum en gafst samt ómet- anlegar gjafir og frá þér erfði ég sumt af því dýrmætasta sem ég á. Það eru skapgerðareiginleikar og lífssýn sem ég er mjög þakklátur fyr- ir, þrautseigja og staðfesta ásamt æðruleysi til þess að taka lífinu eins og það kemur fyrir og vera ekki að gera annað úr hlutunum en það besta. Þótt þú sért nú horfin sjónum okkar muntu ávallt lifa áfram sem mikilvægur hluti af persónuleika okkar, ekki síður en minningum. Takk. Hjöriur Smárason. RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Steypumót/vinnupallar Doka/Plettac Til sölu ný og notuð steypumót og vinnupallar. Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, sími 577 2050. ÓSKAST KEVPT Bændur athugið! Óska eftir 10.000 lítra mjólkurkvóta til nota á þessu ári. Greiði 180 kr. á lítra. Áhugsasamir sendi nafn og símanúmer á augl- deild Mbl. merkt: „Mjólk — 9528" fyrir 17. apríl. ÞJÓNUSTA Húsasmíði — nýsmíði — viðhald Húsasmíðameistarar geta bætt við sig verkefnum. S. 699 1520 og 899 8459.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.