Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 58
168 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
maker's
Dream
tötywtt.ÍMp i4t UVMÚrtnv
' (fcl.í I't
í i' IU» |tui|' !,'• • '
**í : v '*••<«’ wt>ifc.‘
V TJavá Soln l
Loilgitudc
Draumur
kortagerð-
armannsins
A Mapmakers Dream eftir James
Cowan. Sceptre gaf út 1996.151
sfða. Kostaði 995 kr. f Máli og
menningu.
ÞAÐ HEFUR reynst mörgum rit-
höfundinum vel að velja sér sögusvið
aftan úr öldum og skreyta það gjarn-
an með ýmislegum fróðleik sem þeir
hafa sankað að sér úr gömlum
skræðum. Þegar vel tekst til geta
slíkar bækur orðið hin besta lesning
eins og dæmin sanna, en veldur hver
á heldur.
Draumur kortagerðarmannsins,
The Mapmaker Dream, sem byggist
á sögulegum staðreyndum, gerist á
isextándu öld á eyju í Feneyjaflóa og
þó um allan heim á sama tíma. I
klaustri á eynni býr munkurinn
bróðir Mauro og freistai- þess að
teikna upp heimskort eftir upplýs-
ingum sem berast honum úr ólíkum
áttum. Til hans rata ólíkir ferðamenn
úr ólíkum áttum og segja honum
undan og ofan af ævintýrum sínum,
sem hann síðan nýtir við kortagerð-
ina.
Þetta er prýðileg hugmynd og
hefði í höndum lipurs rithöfundar
getað orðið mikil lesning og
skemmtileg. James Cowan hefur
skrifað nokkuð af öðrum bókum, en
þessi bók virðist eina
skáldsaga hans til þessa
og ber þess nokkurt
merki. Hingað til hefur
Cowan helst ritað fræði-
og fræðslubækur, sér-
fræðingur í frumbyggja-
list, og sitm- illa skáldfák-
inn. Þannig lifnar bróðir
Mauro aldrei við í meðför-
um hans, hann er allt of
tilgerðarlega upptekinn
af sjálfum sér og sér of
meðvitandi um höfundar-
hlutverk sitt til að menn
leggi trúnað á að sagan sé
skrifuð á sextándu öld.
Heimsmynd hans er sér-
kennilega nútímaleg og
ekki er síður sérkennilegt
umburðarlyndi hans og
‘ skilningur á öðrum trúar-
brögðum; ekki má gleyma
því að maðurinn er
ítalskur munkur undir lok
miðalda.
Sagan sem höfð er eftir bróður
Mauro byggist á endursögn hans á
sögu annarra, þ.e. hann er sífellt að
endursegja það sem gestir hans
segja honum eða það sem hann hefur
tínt upp úr gömlum skjölum eða
bréfum. Cowan nær aldrei að láta
þau innskot falla inn í textann; öll
samskeyti eru kauðsleg og flæði í
xþókinni stirt. Víst er þar á ferð fróð-
leikur sem gaman er að lesa, en hefði
þá farið betur á að sleppa hinum til-
gerðarlega bróður Mauro og láta
sögulegar staðreyndir standa fyrir
sínu. Ekki má þó skilja þetta sem svo
að Draumur kortagerðarmannsins
sé alslæm því hún er fljótleg aflestr-
ar, letur stórt og blaðsíður fáar.
Arni Matthíasson
LEIÐARVISIR TIL STAÐA SEM EKKI ERU TIL
Staðir og staðleysur
Allt frá upphafi bók-
menntasögu heimsins
hafa menn glímt við að
búa til ný lönd, ýmist
til að fræða eða
skemmta. Arni Matt-
híasson fletti alfræði-
riti um staði sem eng-
inn hefur séð.
STAÐLEYSUR eru ýmist orðnar
til af óskhyggju eða í kennsluskyni.
Dæmi um hið fyrrnefnda er þegar
íslenskum bændum birtist huldu-
fólk sem var í álnum, vel búið og
þrifalegt, eða þegar aðþrengdur
almenningur sér fyrir sér land eða
eyju þar sem allt er betra, fólkið
fallegra, auðugra og betur gefið,
frelsi og jafnrétti ríkir og svo má
telja. Ekki hafa menn síður nýtt sér
framandlega staði til að segja
dæmisögur og typta landa sína, líkt
og Ludvig Holberg í sögunni af
neðanjarðarferð Níels Klím og
Jonathan Swift í sögum sínum um
Gulliver. Staðleysur eru óteljandi í
bókmenntasögunni og eins í ævin-
týrum og fomum sögnum og fjölg-
ar enn; sjá til að mynda bækurnar
um Harry Potter, þar sem nýr
heimur hefur orðið til. Það má því
telja mikið þrekvirki þegar menn
taka sig saman og skrá á einn stað
staði og staðleysur líkt og þeir hafa
gert Alberto Manguel og Gianni
Guadalupi í bókinni The Dictionary
of Imaginary Places.
Alberto Manguel er verðlaunað-
ur rithöfundur, fékk meðal annars
Medici-verðlaunin frönsku fyrir
Iestrarsögu sína sem kom út fyrir
nokkmm ámm, en hann hefur
starfað sem þýðandi og ritsmiður
allt frá því fyrsta bók hans, sem
var einmitt fyrsta útgáfa al-
fræðiritsins um ímyndaða staði,
kom út fyrir tuttugu árum. Með-
höfundur Manguels, Gianni Gua-
Niels Klim datt niður um gat
skammt frá Bergen og komst til
neðanjarðarveraldarinnar
Nazar. Hér sést hann á spjalli
við íbúa landsins Potu, en mynd-
in er tekin úr fyrstu útgáfu bók-
arinnar á dönsku 1789.
dalupi, hefur fengist við álíka, þýð-
ingar og ritgerðasmíð, en einnig er
hann umsvifamikill bókasafnari
1.200 borgir, eyjar, lönd og
heimsálfur
í fyrstu útgáfu bókarinnar lét
Manguel þau orð falla að þeir fé-
lagar hafi í raun ekki áttað sig á
hversu umfangsmikið verkefni
væri framundan og smám saman
hafi iistinn með staðarheitum
í ósum Don er að finna borgina
Malacivu sem byggð var 1870,
risavaxið egglaga víggirt virki.
Þegar hættu steðjar að er því
sökkt með vélvirki sem knúið er
af mönnum á reiðhjólum. Frá
virkinu gerðu siðan herflokkar
atlögur og vakti jafnan skelf-
ingu almennings að sjá villi-
mannslega menn þeysa á rei-
hjóli með brugðna branda.
lengst þar til hann stefndi í að
verða óendanlega langur. Vinna
við bókina hófst 1977 og fyrsta út-
gáfan kom út 1981. Frá þeim tíma
hafa þeir félagar Manguel og Gua-
dalupi haft í nógu að snúast að
taka við ábendingum lesenda bók-
arinnar og sankað að sér grúa
staða til viðbótar. Þeir segja svo
frá í inngangi að meðal annars til
að halda verkinu í einhverjum
skorðum hafi þeir sett sér það að
taka ekki inn í það staði eins og
himnariki og helvíti, sama hvaða
trúarbrögð ættu í hlut, og einnig
að taka ekki með staði sem ekki
eru á jörðinni eða inni í henni, staði
sem eru í framtíðinni og ekki staði
sem heita sömu nöfnum og raun-
verulegir staðir. Ekkert skortir þó
á í fjölda staða, því bókin er vel yfír
700 síður með registri og
sagt frá 1.200 borgum, eyj-
um, löndum og heimsálfum.
Undraland Lísu er á sínum
stað, einnig Shangri-La og
E1 Dorado, Staðleysa, Mið-
jörð Tolkiens, Piparland
Bítlanna, Júragarðurinn,
Sagnahaf Salman Rushdies.
Meira að segja er getið um
Heklu á skjön við það sem
þeir félagar segja í inngangi
að bókinni, þvf víst er Hekla
til þó það sé ekki sú Hekla
sem lýst er í bókinni, þar
sem sálir fordæmdra veina
út í nóttina. Að því frátöldu
hefði farið vel á því ef þeir
félagar hefðu skeytt við írá-
sögn Thomasar Nashe af
Heklu, landinu þar sem hún
stendur og íbúum þess eins
og lesa má í Terrors of the
Night sem hann gaf út 1594,
þar á meðal sú staðhæfing
að ísland sé eitt helsta kon-
ungdæmi næturinnar þó þar sé
ekkert að finna nema siginn fisk,
hverfisteina og þorskhausa.
Fjölmörg kort
Hverjum stað er lýst eins og
kostur er, yfirleitt með orðréttri
lýsingu þess er fyrstur greindi frá
staðnum, en suma staði hafa marg-
ir heimsótt eða séð og þá eru helstu
frásagnir tíndar til. Fjölmörg kort
eru f bókinni og gagnleg, teiknuð
eftir lýsingum ferðalanga, sem
gefa henni aukið vægi.
Eins og getið er f upphafi hafa
menn verið iðnir við að búa til
staði, ýmist til að skemmta eða
fræða, og gera enn þann dag í dag,
eins og sjá má til að mynda af því
að í bókinni er greinargóð lýsing á
kastala
Hogwarts, þar
sem Harry
Potter gekk í
galdraskóla.
Þannig spann-
ar bókin alla
bókmennta-
söguna frá
munnmæla-
sögninni um
Kýklópaeyna
úr Ódysseifs-
kviðu Hómers
frá níundu öld
fýrir Krist og
Luggnagg úr
ferðasögum
Jonathan
Swifts, Travels
Into Several
Remote Nat-
ions of the
World, frá 1726, í heimahérað
Harrys Potters á okkar tímum.
Kannski er þó mest um vert að höf-
undar bókarinnar gera ekki upp á
milli staða, allir njóta sömu virð-
ingar í framsetningu og frágangi
og fyllsta alvara býr að baki bók-
inni, engu minni en á leiðsögubók-
um um áþreifanlega staði.
Frá Úrgangspappírslandi
Sem vonlegt er saknar lesandinn
fjölmargra staða; Land blindingj-
anna úr samnefndri sögu Herberts
G. Wells er á sínum stað og einnig
Roncador úr merkilegri heimspeki-
legri skáldsögu Herberts Reads um
græna barnið. Ekki er þar að finna
aftur á móti Lyonesse, sem Jack
Vance lýsir í miklu samnefndu rit-
verki sínu, né heldur eyna W úr
samnefndu
snilldar-
verki
Georges
Perecs eða
Evalloniu f
sagnabálki
Johns
Bucans um
Dickson
McCunn.
Svo má
lengi telja
og
skemmti-
leg sú iðja
að rifja
upp staði
sem ekki
eru til til
að kanna
hvort þá sé
að finna f
þessu
mikla verki
þeirra
Manguels
og Guadal-
upis, en þá
er um að gera að skrifa þeim félög-
um og leggja sitt af mörkum til að
gera næstu útgáfu enn veglegri.
Fljótlega gleymir lesandinn sér þó
í nákvæmum lýsingum á framan-
dlegum stöðum, til að mynda á
samveldislandinu Oceana sem Jam-
es Harrington fann um miðja sautj-
ándu öldina, eða þeirri Oceana sem
H. R.F. Keating komst á snoðir um
1971. Annað ágætt dæmi um
hversu vel og vísindalega þeir fé-
lagar fara með heimildir sfnar er
Iöng og ítarleg lýsing á konung-
dæminu Oz og greinargott og fróð-
legt kort af því. Einna skemmtileg-
ust er þó lýsingin sem þeir félagar
hafa tínt úr lærdómssögu Charles
Kingsleys um Vatnabörnin;
Úrgangspappírsland: „Land með
óvfsa staðsetningu þar sem allar
heimskulegar bækur sem komið
hafa út liggja í hrúgum eins og lauf
í vetrarskógi. íbúarnir róta í haug-
unum til að búa til verri bækur úr
vondum og vinna síðan úr þeim
duft sem þeir selja. Þeir þrífast vel
af þessum viðskiptum, sérstaklega
þeir sem sérhæft hafa sig í barna-
bókum eða nýtísku ástarsögum."
Forvitnilegar bækur
T H E
Thoxjght
GANG
Að vera er
að ræna
The Thought Gang, bók eftir Tibor
Fischer. Scribner Paperback
Fiction gefur út árið 1997. Bókin er
310 blaðsfðna kilja og kostar um
1.700 krónur í bókabúð.
grl£§|§
1
Itarlegt landakort af
konungdæminu Oz.
EINA ráðleggingin sem hægt er
að gefa ef staðfastur bókaáhuga-
maður skyldi fyrir slysni rekast á
bókina „The Thought Gang“ í bóka-
hillu á einmana eftirmiðdegi án
þess að eiga eyri í vasanum er að
finna allar mögulegar aðferðir til að
skrapa saman eins miklu klinki og
hægt er. Biðja svo afgreiðslumann-
inn góðfúslega um afslátt með ang-
urværu brosi sem hægt er að fram-
kalla á fölskum forsendum ef þörf
er á.
Við lestur bókarinnar er lesa-
ndanum varpað inn í hverja óþægi-
legu, og svo sannarlega ósiðlegu,
aðstöðuna á fætur ann-
arri. Höfundurinn not-
ast þó sjaldnast við
ruddalegt orðbragð
þrátt fyrir að vera mjög
hrár og opinskár í skrif-
um. Hann notar heim-
speki sem vopn og kast-
ar kenningum framan í
lesandann jafn harka-
lega og Kristján Arason
feykir handbolta í átt til
markvarðar. Oftar en
ekki verður lesandinn
að undirbúa sig vel fyr-
ir skotinu ef það á ekki
að lenda á óþægilegri
stöðum blygðunar-
kenndarinnar.
Aðalpersóna sögunn-
ar er fertugur breskur
heimspekingur, Eddie
Coffin, sem neyðist til
að flýja heimalandið
eftir að lögreglan gríp-
ur hann berrassaðan í
afar óþægilegri að-
stöðu. Hann finnur
íylgsni í Frakklandi þar
sem hann kynnist einhentum ræn-
ingja og saman stofna þeir banka-
ræningjadúettinn Hugsunargengið.
Takmark gengisins er að viðra
seðla bankanna um leið og þeir
færa bankastarfsfólki djúpstætt
umhugsunarefni um mannlegt eðli.
Bókin er stútfull af heimspekileg-
um tilvitnunum sem oftar en ekki
eru teknar úr samhengi og byggja
þannig upp kaldhæðnislega lífssýn
aðalpersónunnar. Eddie Coffin er
af þeirri manngerð sem gerir lítið
annað við gáfur sínar en að velta
sér upp úr fáranleika tilverunnar og
þar sem öll bókin er í raun hugarór-
ar hans er hún hin besta lesning.
Formið er auðlesið, sagan er sögð í
mörgum litlum pistlum og oft notar
höfundur tækifærið til að bregða
sér frá sögunni með stuttum hug-
leiðingum.
Tibor Fischer er höfundur sem
fangar tíðarandann einstaklega vel
og færir lesandanum bragðsterka
blöndu af viskíkenndum hasar,
klakakaldri kímni og rjómaþeyttri
visku.
Birgir Örn Steinarsson