Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐ JUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Tónleikar í kristileg- um anda Hvaramstanga - Söngurinn ómaði í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þar kom fram kór skipaður söng- fólki úr kirkjukórum í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi ásamt barnakórum úr Laugarbakkaskóla og Barnaskóla Staðarhrepps. Söngskráin var af kirkjulegum toga, íslensk lög og erlend. Saman sungu kórarnir nokkur lög og var þá kórinn um sjötíu manns. Stjórn- endur voru Pálína Fanney Skúla- dóttir, Ólöf Pálsdóttir og Helgi S. Ólafsson. Undirleikarar voru Jónína Erna Arnardóttir og Sólrún Heiða Sig- urðardóttir. I lokin flutti sr. Sigurður Grétar Sigurðsson þakkir fyrir tónleikana og bæn, en allir sungu í lokin „Son Guðs ertu með sanni“. Aðgangur var ókeypis og vai’ mál manna að vorið væri í nánd. Öflugt tónlistarlíf er í Húnaþingi Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Kór, skipaður söngfólki úr kirkjukórum í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi, ásamt barnakórum úr Laugar- bakkaskóla og Barnaskóla Staðarhrepps kom fram í Félagsheimili Hvammstanga. vestra, Karlakórinn Lóuþrælar hélt um síðustu helgi upp á 15 ára af- mæli sitt með tónleikum fyrir fullu húsi, einnig var hér á ferð Rökkur- kórinn úr Skagafirði. Tónlistarfé- lagið hefur staðið fyrir mánaðarleg- um tónleikum að venju. Starfsemi Tónlistarskóla V-Hún. hefur aldrei verið öflugri, með um 115 nemend- um á vorönn. Þar standa nú yfir próf og skólastarfi lýkur með nem- endatónleikum um miðjan maí. Enn greinist riða í Húnaþingi Hvammstanga - Enn hefur riða greinst á bæ í Húnaþingi. Ein kind var fyrir skömmu úrskurðuð með riðu á bænum Syðra-Kolugili í Víðidal. A bænum býr ungt fólk, Ingvar Ragnarsson og Malin M. Persson. Þau hófu búskap fyrir fá- einum árum og byggðu stórt fjár- hús á jörðinni á liðnu ári. Sjúka kindin er úr heimaöldum stofni þeirra, sem telur á fjórða hundrað fjár, en að stofni er féð frá heimabæ Ingvars, Bakka í Víðidal. Að sögn héraðsdýralæknis, Eg- ils Gunnlaugssonar, verður fjár- stofninn á Syðra-Kolugili skorinn niður á næstu dögum. Möguleiki er á að fargað verði fé á nærlig- gjandi bæjum, en mikil fjárskipti hafa farið fram í Víðidal á liðnum áratug. Telur Egill að barátta gegn riðu hafi tekist vel í héraðinu en mikilvægt sé að vel sé fylgt eft- ir með sóttvörnum og hreinsunum á meðan beðið sé eftir nýjum fjár- stofni á niðurskurðarbæjum. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Syðra Kolugil í Víðidal en þar greindist nýlega riða. Esso-skáli opnaður á Flateyri Flateyri - Áætlaður opnunardagur Essoskálans á Flateyri er laugardag- urinn 15 apríl nk. Þegar er búið að setja upp dælu og innandyra er verið að leggja lokahönd á innréttingar og annan nauðsynlegan frágang. Dælan er sænsk og af nýrri gerð sem verið er að setja upp víðar á landsbyggðinni. Þegar eru samskon- ar dælur á Raufarhöfn, í Asbyrgi og Reykjavík. Hægt er að dæla samtím- Morgunblaðið/Egill Egilsson Verið er að leggja lokahönd á innréttingar og annan nauðsynlegan frágang á nýju bensínstöðinni. is bæði hráolíu og bensíni og er bens- bensín. Til stendur að hætta að bjóða índælan eingöngu með 95 oktana upp á 98 oktana bensín. Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson Frá slysstað á Suðurlandsvegi í Flóa, annar bílanna sem lenti í árekstrinum er mikið skemmdur, fj;er sér í einn bfla slökkviliðsins. Suðurlandsvegur í Flóa A Arekstur mekki frá Selfossi - Mikinn reykjarmökk frá sinubruna lagði yfir Suðurlands- veg í Flóa um hálfsexleytið á sunnudag og olli árekstri tveggja fólksbifreiða. Bifreiðarnar óku báðar í vesturátt og ók önnur aft- an á hina. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en annar bíllinn er mjög mikið skemmdur. i reykjar- sinubruna Mjög miklar tafir urðu á umferð vegna árekstursins og sinubrunans en lögreglan lokaði umferð um Suðurlandsveginn á meðan slökk- viliðsmenn frá Selfossi slökktu sinueldinn sem logaði glatt alveg við veginn. Mikil bílalest myndað- ist við lokun vegarins en umferð var mjög mikil úr austurátt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Firmakeppni Feykis Hestamannamót á ísilagðri Kotatjörn Raufarhöfn-Hestamannafélagið Feykir hélt firmatölt og skeiðkeppni á ísilagðri Kotatjörninni við Kópa- sker 8. apríl síðastliðinn og mættu 15 knapar með 23 hross til keppni og voru hrossin hvert öðru glæsilegra. Komu þau frá Mývatssveit, Raufar- höfn, Kelduhverfi og Oxarfirði. Helgi Ámason, Öxarfirði, vann firmakeppnina, Bergþóra Kristjáns- dóttir, Mývatnssveit, vann töltið og Halldór Olgeirsson, Öxarfirði, skeið- ið. Kvenfélagið Stjömur í Öxarfirði sá um kaffiveitingar við verðlaunaaf- hendinguna. Firmakeppni 1. Helgi Amason á Sömu frá Hvoli. 2. Halldór Olgeirsson á Dagfara frá Kjamholtum. 3. Rúnar Tryggvason á Blika frá Hóli. 4. Þorbergur Gestsson á Nökkva. 5. Maríus Snær Halldórsson á Þemu frá Bjarnastöðum. Töltkeppni 1. Bergþóra Kristjánsdóttir á Tinna. 2. Halldór Olgeirsson á Dagfara. 3. Kristján Sigtryggsson á Sverði. 4. Þorbergur Gestsson á Nökkva. 5. Úlfhildur ída Helgadóttir á Buska. Skeið 1. Halldór Olgeirsson á Rák. 2. Helgi Árnason á Húmor. Morgunblaðið/Kristj án Hestamenn tóku þátt í setningarathöfninni. Dreginn í gang í bruna- útkall Selfossi - Einn slökkvibfla slökkvil- iðsins á Selfossi þurfti á aðstoð að halda við að komast í útkall á sunnudag þegar slökkva þurfti í sinubruna sem olli miklum reyk á Suðurlandsvegi og árekstri. Bfll- inn fór ekki í gang inni á slökkvi- stöð og því voru hafðar hraðar hendur og hann dreginn í gang í snarhasti. Myndin er tekin um það bil sem slökkvibíllinn hrökk í gang er hann hafði verið dreginn út úr slökkvistöðinni og nokkra metra áleiðis á brunastað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.