Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 > I < Handmálaðir grískir íkonar frá kr. 1.990 : Tilvalið 01 fcrmingargjafa Klapparstíg 40, sími 552 7977. 1 Borgaóu meó VISA þu gætir hitt á töfrastund! VISA ALLT SEM ÞARF! Barnabílstóll 9-18 kg Kr. 14.900 Ath. Lokað fyrir póska. ^Fífa ALIT FYRIR BÖRNIN s. 552 2522. Klapparstíg 27, www.mbl.is Mótafjöld og útreiðar um páskana FYRIR utan fjörlegar útreiðar verður mikill fjöldi móta um pásk- ana. Gustur í Kópavogi ríður á vað- ið með Dymbilvikusýningu í reið- höllinni í Glaðheimum á miðvikudagskvöld. Sýningin hefst klukkan 20:30 og verður þar boðið upp á sýningu ræktunarbúa en auk þess munu koma fram stóðhestar og hryssur og þar á meðal hross sem ekki hafa verið sýnd opinber- lega áður. Á laugardag verður Hringur á Dalvík með íþróttamót á ís við Hringsholt, Hörður f Mosfellsbæ verður með opið páskamót á Varm- árbökkum þar sem keppt verður í tölti. Kópur í Vestur-Skaftafells- sýslu verður með firmakeppni á KirRjubæjarklaustri og Andvari sömuleiðis á Andvaravöllum í Garðabæ. Léttir á Akureyri heldur vormót á Hlíðarholtsvelli sem byrj- ar á laugardag en lýkur á annan í páskum. Er þar um að ræða íþróttamót. Þá kemur fram í móta- skrá að Sörli í Hafnarfirði verði með nýhestamót svipað og Fákur var með um siðustu helgi, en vafa- samt má telja að af því geti orðið vegna framkvæmda á félagssvæð- inu. Fyrir utan þessi mót má ætla að hestamenn víða um landi geri víð- reist helgidagana og fari í hópum í lengri túra. Borðdúkaúrvalið er hiá okkur r.» ÉjJ|? $?. t-f Á fermingarborðið NÁMSAÐSTOÐ f stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrír grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Notið páskafríið til að bæta einkunnina f raungreinum! Sjá nánar á vefsíðu. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. nsTuriD Fermmgargjafir Fermingartilboð Hnakkar, beisli, skóreiðbuxur með GSM-vösum Munið vinsælu gjafakortin Póstsendum Sími 568 4240 FREMSTIR FYRIR GÆÐI HESTAR Afmælissýning FT Fagmennska og fróðleikur Framúrstefna og frumleiki hefur oft og tíðum ráðið ferðinni hjá fé- lögum í Félagi tamningmanna á þeim 30 árum sem félagið hefur starfað. FT-menn hafa verið drjúgir í að móta stefnu og strauma í reiðmennskunni en um helgina stóð félagið fyrir nýstárlegri sýn- ingu í ReiðhöIIinni þar sem bryddað var upp á ýmsu nýju. Valdimar Kristinsson tölti upp 1 reiðhöll og fylgdist með herlegheitunum. „Fylgið foringjanura“ gæti þessi mynd heitið en hún sýnir Reyni Aðal- steinsson undirstrika jákvætt leiðtogahlutverk þar sem hann lætur stóðhestinn Leik frá Sigmundarstöðum elta sig út úr höllinni að aflok- inni frábærri sýnikennslu. ISTAÐ þess að bjóða einvörð- ungu upp á hefðbundnar kvöldsýningar var nú farið inn á fræðsluþáttinn og nokkrir af fremstu reiðkennurum félagsins voru með sýnikennslu þar sem komið var inn á ýmsa áhugaverða og mikilvæga þætti hestamennskunnar. Sigurbjöm Bárðarson var til að mynda með út- skýringar á því hvemig hann undir- býr hest fyrir niðurtöku á skeið, en óhætt er að fullyrða að í þeim efnum standi enginn honum framar. Eyjólf- ur ísólfsson kynnti tamningaferlið og uppbyggingu reiðhests með aðstoð nemenda sinna frá Hólum á fimmtu- dagskvöldið að aflokinni opinbem móttöku sérstaki'a gesta, þ.á m. al- þingismanna. Benedikt Líndal, Reyn- ir Aðalsteinsson og Magnús Lárus- son voru einnig með kennslu í svipuðum dúr. Óhætt er að segja að góður rómur hafi verið gerður að þessari nýbreytni, sem vafalaust verður endurtekin síðar. Tvö ræktunarbú komu fram með hross sín á kvöldsýningum. Ketils- staðamenn létu sig ekki muna um að koma með nokkrar hryssur að austan og Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir sýndu ásamt aðstoðar- fólki afrakstur ræktunar sinnar í Auðsholtshjáleigu. Kveikur frá Miðsitju kom nú fram ásamt nýjum eiganda, Steingrími Sigurðssyni, og nokkrum frískum af- kvæmum. Vakti klárinn allnokkra at- hygli fyrir myndarskap í framgöngu, mikill hestur Kveikur. Þá mátti glöggt sjá að hann gefur býsna góða vekurð, en í hópnum voru að því er best varð séð grimmvökur hross. Annar hestur frá Miðsitju, Keilir, undan Ófeigi frá Flugumýii og Kröflu frá Miðsitju, vakti verðskuldaða at- hygli hjá knapanum Vigni Jónassyni. Keilir er feiknafagur í allri fram- göngu, lyfti vel fótum og ber sig vel að framan. Hryssan Gleði frá Prest- bakka vakti sérstaka athygli er hún kom fram ásamt hryssunni Fljóð frá Auðsholtshjáleigu. Sú síðarnefnda hafði áður komið fram í ræktunarsýn- ingu en Gleði er undan Þorra frá Þúfu og Gyðju frá Gerðum og þykir þar fara saman myndarskapur og glæsi- leiki og góðir hæfileikar. Þessar tvær hryssur eiga án efa eftir að gleðja augu landsmótsgesta í sumar. Hólanemar lögðu sinn skerf til sýn- ingarinnar í tveimur atriðum. Nokk- urs konar sögusýningu með húmor- ísku ívafi í fýrri hluta sýningarinnar og svo myrkraatriði í lokin. Það er góður skóli fyrir Hólanema að fá tækifæri til að taka þátt í sýningu sem þessari og virðist kúnstin helst vera A annað hundrað í keppni á Fákssvæðinu FÁKSMENN héldu á föstudag og laugardag svokallað nýhestamót sem er opið og hugsað fyrir þau hross sem ekki hafa unnið til verðlauna á íþróttamótum áður. Keppt var í fjór- og fimmgangi en einnig var keppt í tölti þar sem öllum var heimil þátt- taka. I töltinu var keppt í bæði opn- um flokki og flokki áhugamanna. Dómarar voru þrír, þeir Hörður Hákonarson, Einar Ragnarsson og Þorvarður Friðbjörnsson. Heldur var kalsamt báða dagana, norðan- nepja en bjart. Keppnin var hörku spennandi og þurfti bráðabana til að fá úrslit í fimmgangi og tölti ung- menna. I tölti ungmenna voru kepp- endur sex, fjórtán áhugamenn og ní- tján í opnaflokknum. í fjórgangi voru keppendur þrjátíu og átta og tuttugu og átta í fimmgangi. Mót þetta þykir gott til að kanna hvar menn standa með lítt þekkt eða áður óreynd hross. A sunnudag var haldið opið íþróttamót á vegum unglingadeildar Fáks með góðum tilstyrk MR-búðar- innar. Mótið sem var haldið í Reið- höllinni í Víðidal hófst á hádegi og gekk vel fyrir sig og var lokið á skikkanlegum tíma. Þátttaka var geysigóð en keppt var í öllum yngri aldursflokkum og voru fulltrúar frá öllum félögum á suðvesturhorninu. Ætla má að vel á annað hundrað keppendur hafi tekið þátt í mótum á Fákssvæðinu fyrir utan alla þá sem tóku þátt í afmælissýningu Félags tamningamanna. Þá var Hestamannafélagið Smári með tvö punktamót í vetur. Hið fyrra var haldið hinn 25. mars að Vorsabæ á Skeiðum og voru keppendur þá þrettán. Síðara mótið var haldið á laugardag í Torfdal á Flúðum en þá voru keppendur ellefu. Úrslit mótanna urðu sem hér seg- ir: Nýhestamót Fáks Tölt ungmenna 1. Davíð Matthíasson, Fáki, á Gyðju frá Syðra-Fjalli, 5,93/5,92/5,94 2. Guðbjörg B. Snorradóttir, Fáki, á Móbrá frá Dalsmynni, 6,37/5,92/5,80 3. Viðar Ingólfsson, Fáki, á Vísu frá Kálf- hóli, 5,13/5,60 4. Aníta Aradóttir, Fáki, á Tralla frá Tungu- hálsi, 5,67/5,10 5. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Skutlu frá Krossi, 4,80/4,58 Tölt2.flokkur 1. Guðjón Gíslason, Fáki, á Snúði frá Steins- nesi, 5,87/6,07 2. Þórður Heiðarsson, Fáki, á Svarti frá Hofi, 6,17/6,05 3. Þóra Þrastardóttir, Fáki, á Gjóstu frá Brún, 5,57/5,77 4. Páll Briem, Fáki, á Perlu frá Efstadal, 5,53/4,97 5. Rósa Valdimarsdóttir, Fáki, á Eldvaka frá Álfhólum, 5,53/4,93 Tölt, opimi flokkur 1. Gylfi Gunnarsson, Fáki, á Gyðju frá Hóla- baki, 6,83/7,20 2. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Ási frá Voð- múlastöðum, 6,63/7,01 3. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Kraka frá Reykjavík, 6,63/6,75 4. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, á Bassa frá Möðruvöllum, 6,40/6,58 5. Jón Styrmisson, Andvara, á Glitni frá Syðra-SkörðugiU, 6,53/6,36 Fjórgangur, nýhestakeppni 1. Edda R. Ragnarsdóttir, Fáki, á Þór frá Litlu-Sandvík, 6,50/6,73 2. Sigvaldi Ægisson, Fáki, á GyUi frá Engi- hlíð, 6,27/6,64 3. Guðmar Þ. Pétursson, Herði; á Kinnskæ frá UndirfeUi, 6,07/6,33 4. Adólf Snæbjömsson, Sörla, á Glóa frá HóU, 6,07/6,05 5. Tómas Ragnarsson, Fáki, á Dreka frá Syðra-SkörðugUi, 6,20/5,73 Fimmgangur, nýhestakeppni 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Stjama frá Dalsmynni, 6,00/6,23/6,53 2. Jón Gíslason, Fáki, á Sölva frá Gíslabæ, 6,03/6,23/5,38 3. Guðni Jónsson, Fáki, á Prúði frá Kot- strönd, 5,73/6,08/ 4. Will Covert, Gusti, á Golu frá Höfða- brekku, 5,90/5,96 5. HaUgrimur Birkisson, Geysi, á Magna frá Búlandi, 5,47/5,92 Vetrarmót Smára í Hreppum Unglingar 1. Haraldur Olafsson á Stjömudís frá Kíl- hrauni Opinn flokkur Gestur Þórðarson á Sif frá Krossi, 17 stig Janus Eiríksson á Seiglu frá Hrafnkelsstöð- um, 17 stig 3. Valgeir Jónsson á Þeysi frá Þverspymu, 12 stig Lúðvík Kaaber á Elvu frá Syðra-Skörðu- gUi,12stig Jóhanna Ingólfsdóttir á Þara frá Hrafnkels- stöðum, 11 stig 6. -7. Magnús T. Svavarsson á Kænu frá Tóftum, 10 stig 6-7. Haraldur Sveinsson á Víði frá Hrafn- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.