Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐ JUDAGUR 18. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lágfargjaldaflugfélagið Go byrjar áætlunarflug til Islands 26. mai Helmingur flugsæta seldur á 10 þúsund kr. BRESKA flugfélagið Go byrjar reglubundið áætlunarflug til Islands 26. maí nk. en flogið verður fjórum sinnum í viku í sumar á milli Kefla- víkur og London. Go, sem er dóttur- fyrirtæki British Airways, er svo- kallað lágfargjaldafélag og mun flugfarið kosta á bilinu 10-24 þúsund krónur fram og til baka en að sögn Davids Maglianos, sölu- og markaðs- stjóra Go, er meiningin að um helm- ingur allra flugsæta verði seldur á lægra verðinu. Fulltrúar Go eru hér á landi um þessar mundir til að kynna starfsemi fyrirtækisins en að sögn Maglianos hófst sala flugmiða í Bretlandi þegar í mars. Viðbrögðin hafa verið afar góð og segir Magliano þar margt spila inn í. „Sú staðreynd að Reykja- vík er menningarborg Evrópu í ár hefur haft áhrif og breskir fjölmiðlar hafa líka fjallað mjög mikið um borg- ina undanfarin misseri og hún hefur það orð á sér að vera „heit“ um þess- ar mundir,“ segir hann. Islendingum mun bjóðast flugmiði til London á tíu þúsund krónur báð- ar leiðir með sköttum og er þetta lægsta verðið sem í boði verður fyrir flugsæti. Um helmingur allra sæta verður seldur á þessu verði, að sögn Maglianos, en skilyrðin eru þau að menn bóki fyrirfram og að þeir dvelji aðfaranótt sunnudags. Enn- fremur er ekki hægt að gera breyt- ingar á pöntuninni eftirá. I boði verða hins vegar einnig dýr- ari flugsæti fyrir þá sem vilja meira frelsi, þ.e. að geta breytt dagsetn- ingum, hætt við ferðina og sleppt þvi að dvelja sunnudagsnóttina erlendis. Dýrasta flugfargjaldið kostar þó ekki meira en 24 þúsund krónur með sköttum. Öllum rekstrarkostnaði haldið í lágmarki Svonefnd lágfargjaldafélög hafa verið við lýði í Bandaríkjunum um tuttugu ára skeið en einungis nýver- ið tekið að hasla sér völl í Evrópu. Magliano segir skýringuna þá að Evrópusambandið haíl rofíð þær hömlur sem giltu um flugrekstur ár- ið 1997 sem olli því að flugfélög geta nú flogið til þeirra áfangastaða sem þau kjósa og sett upp þau verð sem þeim sjálfum sýnist. Tók British Airways þá ákvörðun 1998 að stofna dótturfélag sem myndi svara kröfum um aukið framboð ódýrra fargjalda, en Go er þó rekið sem sjálfstætt fyr- irtæki og er óháð rekstri BA. Magliano segir ástæðuna fyrir því að Go getur boðið svo lág flugfar- gjöld þá að öllum kostnaði er haldið í lágmarki hjá fyrirtækinu. Fargjöld- in eru seld beint til viðskiptavinanna, annaðhvort á netsíðu fyiirtækisins, www.go-fly.com, eða í síma 44 1279 666388. Ekki verður sett á laggirnar skrif- stofa hér á landi, fremur en annars staðar þar sem Go hefur komið undir sig fótunum, og allir þeir sem kaupa í gegnum síma þurfa að hringja til Bretlands. Skrifstofu- og stjórnun- arkostnaður er því mjög lítill hjá Go. Farþegar Go fá ekki heldur fríar máltíðir um borð í flugvélum þess eða yfirhöfuð nokkum skapaðan hlut gefins og segir Magliano að kannan- ir hafi einfaldlega leitt í ljós að far- þegar kæri sig ekkert endilega um ókeypis dagblöð, teppi, kodda eða máltíðir á flugferðum sem eru styttri en þrjár klukkustundir, ef flugmið- inn er keyptur sanngjörnu verði. Magliano tekur hins vegar fram að boðið sé upp á léttar veitingar gegn vægu verði í flugvélunum. Loks nefnir Magliano að Go geri starfsemi sína út frá Stansted-flug- velli en ekki Heathrow. Þar séu að- stöðugjöld lægri en á Heathrow auk þess sem flugumferð er þar mun minni, sem aftur veldur því að minni tími fer til spillis á jörðu niðri hjá flugfélögum sem byggja rekstur sinn á því að nýta flugvélarnar sem best. Andlát GRIMUR EYSTUROY GUTTORMSSON GRÍMUR Eysturoy Guttormsson, kafari og skipasmiður, lést í gær. Hann var fæddur í Færeyjum 28. júlí árið 1919, yngstur í hópi ellefu systkina. Foreldrar hans voru Guttormur Eysturoy, stundum kallaður hinn færeyski Sókrates, og Sara María Jonson. Afi Gríms var einn af forystumönnum í sjálfstæðisbaráttu Færeyja á síðustu öld. Að loknu barna- skólanámi fór Grímur í iðnnám og varð fyrstur Færeyinga til að ljúka prófi í skipasmíði. Hann starfaði við skipasmíðar í Færeyjum frá 1936-1945, en hann fluttist til ís- lands árið 1945 og hóf störf við skipasmíðar. Á stríðsárunum kaf- aði hann mikið fyrir breska herinn pg þegar hann kom til íslands var hann fljót- lega beðinn að taka að sér verk á sviði köfun- ar. Hann tók þátt í að byggja upp slipp í Reykjavík og á Norð- firði. Hann vann lengi við köfun við hafnar- gerð og vann samtals við gerð 22 hafna víða um land. Meðal þess sem Grímur fékkst við var að bjarga olíu úr olíubirgðaskipinu E1 Grillo sem fórst í Seyðisfirði. Við það verk fór hann 81 ferð niður að skip- inu og bjargaði úr því 4.500 smá- lestum af svartolíu. Grímur tók þátt í að stofna Kaf- arafélag íslands og sat í fyrstu stjórn þess. Forseti íslands sæmdi hann heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu um síðustu áramót. Morgunblaðið/Ásdís David Magliano, sölu- og markaðsstjóri Go, kynnir áætlunarflug félags- ins á milli London og Keflavíkur í sumar. Öryggis- og gæðastaðlar háir þrátt fyrir lág verð Magliano segir að um 50% við- skiptavina Go kaupi farmiða sína á Netinu og búist sé við að hlutfallið hækki enn frekar á næstunni. „En ef þú vilt ekki bóka á Netinu verður þú að hringja í okkur beint í Bretlandi. Þú bókar sætið þitt í gegnum símann og greiðir miðann strax með greiðslukorti. Við gefum ekki út flugmiða en sendum þér hins vegar staðfestingu á viðskiptunum og ferðatilhögun þinni,“ segir hann. „Þessi staðfesting er einungis hugs- uð þér til þæginda og virkar ekki sem flugmiði. Það skiptir t.d. engu þó að þú gleymir henni heima, það eina sem viðskiptavinurinn þarf að hafa meðferðis þegar hann heldur af stað í ferðalag sitt er vegabréfið." Go mun fljúga frá London til Keflavíkur öll mánudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og sunnudags- kvöld og strax til baka, og er brottför frá Keflavík kl. 2 um nótt. Magliano segir þessa flugtíma auðvitað ekki henta öllum en það sé hins vegar m.a. þeirra vegna sem hægt sé að bjóða upp á svo ódýr flugfai’gjöld. Hann leggur hins vegar áherslu á að þó að Go bjóði upp á ódýr flugfar- gjöld séu öryggis- og gæðastaðlar þeir sömu og hjá British Airways. Lögð sé áhersla á að áætlanir stand- ist og reyndar sé það lykillinn að allri starfsemi fyrirtækisins. For- senda þess að Go geti skilað hagnaði sé nefnilega eins mikil notkun á flug- vélum fyrirtækisins og mögulegt er, en til þess að það geti gengið upp þurfi menn ávallt að halda áætlun. Flugfloti Go eru þrettán Boeing 737-300-flugvélar og taka þær 148 farþega í sæti. Sex vélanna eru glænýjar, að sögn Maglianos, og engin flugvélanna er meira en tíu ára gömul. Hefur félagið vaxið mjög hratt og flutt um 2,5 milljónir far- þega síðan það tók til starfa árið 1998. Það flýgur nú til 18 áfanga- staða og má þar nefna Kaupmanna- höfn, Prag, Edinborg, Róm, Feneyj- ar, Mílanó, Flórens, Madrid, Barcelona og Lissabon. Meta forsendur áframhaldandi áætlunarflugs síðsumars Áætlunarflug Go milli Keflavíkur og London stendur frá 26. maí til 27. september en Magliano segir að síðsumars ættu menn að geta lagt mat á hvort forsenda sé fyrir áfram- haldandi flugi hingað til lands. Hann segir Go verða að sýna varkárni þeg- ar flugfélagið færi sig inn á nýjan markað en þar á bæ geri menn sér engu að síður miklar vonir um árangur á Islandsmarkaði. „Við gerum ráð fyrir að fá til okk- ar viðskiptavini af þrennum toga,“ segir hann. „Fyrst er að nefna yngra fólk, e.t.v. námsmenn sem einfald- lega eiga ekki of mikið af peningum og vilja komast til London fyrir eins Ktinn pening og hugsanlegt er. Síðan er um að ræða sumarleyfisferða- mennina sem e.t.v. vilja eyða helgi í London til að versla, fara á tónleika eða horfa á knattspyrnuleik. Þetta fólk á í mörgum tilfellum peninga, en það vill bara ekki eyða þeim í flug- fargjaldið. Þvert á móti vill það hafa meira fé handa milli til að versla eða búa á góðu hóteli og geta leyft sér að borða á dýrum veitingahúsum.“ í þriðja lagi segist Magliano reikna með að margir íslendingar muni vilja nýta sér ódýrt tengiflug með Go en félagið flýgur til átján borga í Evrópu eins og áður sagði. Ennfremur segir hann það reynslu þeirra að sjálfstæðir atvinnurekend- ur og minni fyrirtæki, sem þurfi að huga vel að útgjöldum sínum, hafi beint viðskiptum sínum í nokkrum mæli til Go. Ný heilsugæslustöð rís í Grafarvogi SAMNINGUR um byggingu nýrr- ar heilsugæslustöðvar í Grafarvogi hefur verið undirritaður og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun vorið 2001. Heilsugæslu- stöðin verður byggð sem einka- framkvæmd og mun Þyrping hf. sjá um byggingarframkvæmdir og leig- ir Heilsugæslu Reykjavíkur hús- næðið til 25 ára, en að þeim tíma loknum hefur heilsugæslustöðin forleigurétt á húsnæðinu. Nýja hús- næðið verður 1.500 fermetrar og verður á verslunar- og þjónustu- svæðinu Spönginni í Grafarvogi. Leigan er rúmar 1.100 þúsund krónur á mánuði og er reiknað með að húsnæðið verði tilbúið næsta vor. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að reiknað sé með að þarna verði starfandi tíu heilsugæslulæknar, auk hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna, þegar húsnæðið verð- ur komið í fulla notkun. í núverandi heilsugæslustöð Grafarvogs eru starfandi fimm læknar, en að sögn Guðmundar er reiknað með að fjölgað verði strax um tvo til þrjá lækna þegar flutt verður í nýja hús- næðið. í dag eru um 17.000 íbúar í Graf- arvogi og segir Guðmundur að yfir- leitt sé talið æskilegt að einn læknir sé fyrir hverja 1.500 íbúa. „En það er alltaf svolítill munur á því hvenær fólk byrjar að sækja þjónustu á heilsugæslustöð í hverf- inu eftir að það flytur þangað. Það er þó greinilegt að það þarf meira í framtíðinni en þessa tíu lækna stöð, en vonandi dugir hún næstu árin. Níu af hundraði allra barna yngri en fimm ára eiga heima í Grafar- vogi, þannig að það er ekki seinna vænna að auka þjónustuna þarna,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Einarsson, forstjdri Heilsugæslu Reykjavíkur og Ingibjörg Pálmaddttir heilbrigðisráðherra handsala samninginn, en Sigurður Gísli Pálmason hjá Þyrpingu hf. fylgist með. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.