Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 l MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Hundalíf Kátur, þar sem þú ^ ert nýr í genginu þá er nokkuð sem þú , Ljóska DA6UR BLÓMSTURBER6 HéftNA 71 MRFNAST HANS A SKRIFSTOFUNNI PU VIRDIST VERAIUPPNAMI. FAfiU PER DISK AF HEITRISÚPU 06. PETTA ER DASAMLE6T! ALLT í EINU SKIPTIR SKRIFSTOFAN EN6U MÁLIl ÞETTA SE6IR DA6UR <ALLTAF Smáfólk ILLBET ANVTHIN6 THAT YOU'P 6IVE UP THAT BLANKET IF YOU KNEW JU5T HOW RiDirm nus vou i nnk Ég skal veðja hverju sem er að þú gæfir frá þér teppið ef þú bara vissir hversu hlægilegur þú ert með það. Og þú ert jafnvel ennþá hlægilegri. Döpur sjón- varpsdagskrá Frá Jóni Vali Jenssyni: ER EKKI fullsnemmt fyrir Ríkis- sjónvarpið að vísa landsmönnum út í sólina og birtuna með því að halda að okkur þessari ömurlegu dagskrá? Það er eins og þeim sé öllum lokið þar á bæ og hafi lagt árar í bát og séu komnir í áskrift á 3. flokks myndum hvaðanæva (það eina sem stendur upp úr eru þessar brezku gamanleik- konur með sinn óborganlega húmor). Astandið hefur oft verið slæmt, en sjaldan sem nú (sbr. Andmann- hneykslið!), og voru þó margir góðir þættir í Sjónvarpinu (eins og það heitir, eins og ekkert annað sé til!) fram undir lok síðasta árs. Blasir ekki við, að landsmenn þoli það ekki öllu lengur, að þeir séu skyldaðir til áskriftar að slíkum fjölmiðli, sem stendur ekki í stykkinu? Og á hverjum bitnar þessi nef- skattur helzt? Þeim, sem lægst hafa launin. Tökum sem dæmi láglauna- fólk með 85.000 kr. nettólaun á mán- uði (eftir nýlega hækkun), sem greiðir 45.000 kr. í húsnæðiskostnað. Þá eru eftir 40.000 til fæðis og skæð- is og allra annarra hluta, en meira en 5% af þessu rennur í RUV-hítina. Er ekki mál til komið að skera nið- ur á þeim bæ? Eg spyr í fullri vin- semd, því að margs góðs hefur mað- ur notið af Rás 1 og Sjónvarpinu á liðnum árum. Ég á þó ekki við, að auka beri endurtekningamar á dag- skrárefnum, eins og allt er yfirfullt af á Rás 1 og er nú illu heilli að fær- ast yfir á Sjónvarpið líka, heldur miklu fremur að fækka rásum og bæta efnið, en lækka skylduáskrift- ina. Þegar „ekkert er í Sjónvarpinu" getur maður þó alltaf huggað sig við fréttirnar og Kastljósið, hugsaði maður gjarnan. En margar sömu fréttir fást þó ótruflaðar á Stöð 2, og svo má bæta við, að 10-fréttir á Sjónvarpinu eru ósjaldan þunnur þrettándi milli drepleiðinlegra dag- skrárliða. Ekki bætir úr skák, að fréttaágrip á undan hefur verið fellt niður, en ég hlusta gjarnan á það í fjölmiðlum áður en ég ákveð hvort skrúfað skuli fyrir eða haldið áfram að leggja við eyrun. Það er eins og verið sé að teygja menn til að góna lengur á imbakass- ann þegar ekkert er sagt fyrirfram hvað verði innan í umbúðunum (ekk- ert hugsað um tímasparnað fyrir hlustandann). En það er líka hægt að skoða yfirlitið sem jákvæða viðleitni metnaðarfulls fjölmiðlamanns: skor- inort fréttaágrip er stílgrein út af fyrir sig og örvar áhuga hlustenda. Dæmi úr fréttayfirliti í hádeginu: „Óvenjulegur þjófur var á ferð í Vesturbænum í gær. Snyrtimennska og ást á íslenzkum kveðskap urðu honum að falli.“ Skemmtilega sagt og vakti forvitni. En það sem ágripið lofaði stóð svo vel undir væntingum í umfjöllun Þóru Kristínar Ásgeirs- dóttur fréttamanns. Með von um að Sjónvarpið geri bragarbót. JÓNVALUR JENSSON, Eskihlíð 14A, Reykjavík. Erfítt reynist bækluðum að bíða! Frá Sigursteini Hersveinssyni: SÁ SEM þjáist vegna bæklunar sinnar og veit að til eru ráð til þess að fá bót meins síns getur átt erfitt með að bíða eftir hjálp. Margir eru þeir hér á landi, með bilaða hnjá- eða mjaðmarliði og styðjast við hækjur sínar, sem settir eru á langa biðlista sjúkrahúsanna. Það bætist við þrautirnar að oft verður erfitt að fá góða næturhvfld vegna óþæginda eða verkja sem fylgja því að hafa ónýtan lið í fæti. Svo er færni sérfróðra lækna og ágætrar tæknikunnáttu framleið- enda gerviliða að þakka að hægt er að fá góða bót á þessari eymslafullu bæklun með aðgerð sem tekur stutt- an tíma á skurðstofu og fáa daga í sjúkrarúmi. Ég veit að sérfræðingar meðal lækna á þessu sviði eru meir en fúsir að framkvæma mun fleiri aðgerðir á viku en þeir nú fá að gera. Verst er að heilbrigðiskerfið hefur skorið svo mikið niður þessar líkn- andi aðgerðir að nú eru aðeins leyfð 25% þeirra aðgerða sem leyfðar voru fyrir örfáum árum. Það samsvarar því að fyrir fáum árum voru leyfðar á Landspítalanum 4 aðgerðir á dag á móti 1 á dag núna. Biðlistinn eftir þessum bráðnauðsynlegu aðgerðum lengist nú dag frá degi. Hægagang- urinn er þvflíkur að hverjum þeim sem málið kemur við ofbýður. Frétt hef ég um mann sem beðið hefur eft- ir að komast í slíka aðgerð u.þ.b. tvö ár en hann hefur enn ekki fengið svar um hvenær hann fær úrlausn. Hvers vegna eru bæklunarað- gerðir svo ört skornar niður? Ekki getur það verið þjóðhagslega hag- kvæmt að fólk gangi til vinnu sinnar með þrautir og illa fyrirkallað vegna ónýtra liðamóta í fótum þegar vitað er að það verða alger umskipti ó líð- an og hreyfifæmi manna eftir að að- gerð hefur verið gerð? Er vit í því að fækka svona mikið aðgerðum og láta fólk þjást á bótum frá Tryggingastofnun á meðan það kemst ekki til vinnu sinnar vegna þjáninga? Hver getur svarað þessu? Er það heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, er það Ti'yggingastofnun, eru það stjórnir sjúkrahúsa t.d. Landspítala? Getur verið að ein- hverju ráðaleysi sé um að kenna? Manni dettur varla í hug að það sé féleysi sem þessu veldur því ekki virðist neitt þurfa að spara þegar ráðherrar og aðrir háttsettir íslend- ingar vilja sýnast meðal útlendinga. Er það satt, sem sagt var í kosninga- slagorði, að fólk sé í fyrirrúmi? SIGURSTEINN H. HERSVEINSSON, Sólheimum 46, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.