Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 15 AKUREYRI Atta smnum a verð frá Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 .730 kr .meðflnjvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is Aðalfundur Kaupfélags Eyfírðinga haldinn um helgina Brátt lokið við að fyrir- tækjavæða dótturfelög FYRIRTÆKJAVÆÐING Kaupfé- lags Eyílrðinga einkenndi síðasta rekstrarár félagsins, en það tók miklum breytingum á liðnu ári, breyttist úr rekstrarfélagi í eignar- haldsfélag. Dótturfélögum KE A hef- ur nú verið skipt upp í hlutafélög, en einungis á eftir að breyta kjötiðnað- arsviði félagsins í þá átt og sagði Ei- ríkur S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri á aðalfundi um helgina að það yrði gert innan tíðar. „Við höfum verið að fikra okkur inn á nýjar brautir með von um að þannig verði arðsemi af rekstrinum meiri. Áhersla var lögð á það allt síð- asta ár að fyrirtækjavæða dótturfé- lög KEA og er því nú nánast lokið,“ sagði Eiríkur. Kaupfélag Eyfirðinga var gert upp með 383,4 milljóna króna hagn- aði á liðnu ári, en í máli kaupfélags- stjóra kom fram að mikill viðsnún- ingur hefði orðið í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækisins Snæfells milli ára og er nú bjartara framundan á þeim bæ. Þá varð rekstrarbati einnig nokkur hjá Matbæ, hlutafé- lagi um verslunarrekstur KEA. Fleiri verslanir verða opnaðar á næstunni Sagði Eiríkur að félagið myndi láta meira að sér kveða á þessu sviði í framtíðinni, í síðustu viku var opnuð Nettó- verslun á Akranesi, en fyrir eru Nettó-verslanir á Akur- eyri og í Reykjavík og er í bí- gerð að fjölga slíkum verslun- um á höfuðborgarsvæðinu. Þá rekur Matbær einnig verslan- ir undir nöfnunum Strax og Urval. Þá gat kaupfélags- stjóri þess að það yrði eflaust mikU lyftistöng fyrir uppbyggingu versl- unar í Eyjafirði þegar Glerártorg, verslunarmiðstöð við Glerá, verður opnuð í haust. Kaupfélagsstjóri gerði erfiðleika systurfélags KEA, Kaupfélags Þing- eyinga, KÞ, að umtalsefni en KEA tók við rekstri þess er félagið var við það að komast í þrot í fyrravor. Sagði hann að þegar svo færi fyrir elsta kaupfélagi landsins væri ekki óeðli- legt að mál væru hlaðin tilfinningum og margt sagt, en hann gæti fullyrt að KEA hefði unnið af fullum heil- indum og nú væri um eina heild að ræða. Átakaár að baki Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjómarformaður KE A sagði síðasta ár hafa einkennst af meiri átökum en hliðstæða væri fyrir í sögu félagsins, en jafnframt hefði það markað upp- haf að nýjum grunni. Jóhannes Geir sagði tækifærin hvarvetna liggja í loftinu og félagið myndi leggja sitt af mörkum til að efla atvinnu- og mann- líf á Norðausturlandi á nýrri öld. Hann sagði aukna fjármuni, sem varið verður til menntunar verka- fólks á landsbyggðinni og kveðið er á um í nýjum kjarasamningi, bera vott um mikla framsýni og gefa fyrirheit um að óhætt væri að slá á tóna bjartsýni hvað framtíðina varðar. Jóhannes Geir kvaðst lengi hafa haldið því fram að miklar duldar Morgunblaðið/Margrét Þðra Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA, Hlífar Karlsson mjólkurbússtjóri MSKÞ á Húsavík, Haukur Halldórsson í Sveinbjamar- gerði og Erlingur Teitsson á Brún ræða málin á aðalfundi kaupfélagsins en þar var samþykkt að ganga frá samningi við mjólkurframleiðendur á svæðinu á grundvelli þeirra samningsdraga sem fyrir Iiggja. Attræður öðlingur Mývatnssveit. Morgunblaðið. ÓLI Kristjánsson á Skútustöðum er átt- ræður { dag. Af því tilefni er fagnaður í Selinu síðdegis og þangað boðið ætt- ingjum og vinum. Foreldrar Óla, þau Kristján Helga- son frá Haganesi og Soffía Jónsdóttir úr Klömbur, keyptu Ijórðung úr Skútu- stöðum árið 1930 og fluttust þangað frá Haganesi með son- um sínum þrem þeim Jóni f. 1910, Yngva f. 1916 ogÓlaf. 1920 og er hann nú einn eftir þeirra bræðra. Kaupverð jarðarpartsins, 12 þús. kr., var mikið fé á þeim krepputfmum sem þá vom, en með vinnusemi, spamaði og ekki síst með silungsveiði úr Mývatni eignuð- ust þau jörðina, sem nú, 70 ámm síðar, ber vitni um myndarskap og snyrtimennsku sem einkennt hefur búskap fjölskyldunnar. Óli heldur heimili með mágkonu sinni, Ing- veldi Bjömsdóttur, f. 1919, frá Ósi í Skilmannahreppi, hún er ekkja eftir Morgunblaðið/Birkir Fanndal Óli Kristjánsson 80 ára. Yngva Kristjánsson. Óli á listrænan streng sem m.a. hef- ur komið fram f hannyrðum, leiklist og ekki síst í mynd- listinni, en á sextugs- aldri fór hann að mála landslags- málverk og blóma- myndir með góðum árangri. Nú er þeim þætti lokið fyrir nokkrum árum vegna sjóndepru, sem gerir honum ókleift að sinna myndlistinni. Um 40 ára skeið var Óli meðhjálpari í Skútustaðakirkju. Glaðlyndi, hógværð og hlýtt við- mót einkennir alla framgöngu Óla, sem enn er beinn í baki og léttur í spori, hann fór í fjósið til Bjöms bónda hálfsjö í morgun eins og alla aðra daga og sinnti þar verkum sín- um af meðfæddri alúð og snyrti- mennsku. Þess sá stað í dag að margir áttu erindi við Óla á Skútustöðum til að fagna með honum og óska góðrar heilsu og velfamaðar. Morgunblaðið/Margrét Þóra Aðalfundarfulltrúar rýna í ársskýrslu Kaupfélags Eyfírðinga. eignir væra innan KEA. Hann greindi frá því að það hefði að mati stjórnar félagins verið prófmál á slíkt þegar Húsasmiðjan keypti byggingavörudeild KEA, en félagið hélt eftir 20% hlut í Húsasmiðjunni. Sá hlutur var seldur fslandsbanka nú nýlega og fékk KEA um hálfan möljarð í sinn hlut. Stjórnarformaðurinn gerði sjávar- útvegsmál að umtalsefni í ræðu sinni og sagði að uppstokkun á rekstri Snæfells væri nú að skila árangri. Hann ræddi þá ákvörðun stjórnar Snæfells sem studd var af stjóm KEA að loka pökkunarstöð félagsins í Hrísey. „Við hefðum getað farið auðveldu leiðina og haldið áfram starfsemi í Hrísey þó allir hafi vitað að engin skynsemi væri í því og við- haldið þannig störfum í eynni þó enginn grundvöllur væri fyrir því,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að betra hefði verið að taka strax á mál- um þó sársaukafullt væri. í kjölfarið yrði atvinnulíf í eynni líka fjölbreytt- ara og heilbrigðara þar sem ekki þyrfti að teysta á einn stóran at- vinnurekanda. A aðalfundinum var samþykkt til- laga stjórnar um heimild fundarins til að ganga frá samningi við mjólk- urframleiðendur á grandvelli þeirra samningsdraga sem liggja fyi-ir. Einnig var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða 10% arð af nafnverði samvinnuhlutabréfa í B- deild stofnsjóðs. Vöru- og þjónustusýning í íþróttahöllinni á Akureyri 12.-14. maí 2000 II*;/ / Nú gefst fyrirtækjum, stofnun- y^-/A j. um, félagasamtökum og öðr- -SfíAl5 ,á ' um sem áhuga hafa kostur á að kynna starfsemi sína á fjöl- breyttri sýningu. Yfir aðilar hafa nú tryggt sér sýningarpláss. Hvað með fyrirtækið þitt? Sýnendur eiga þess kost að kaupa sýningarpláss í aðalsal íþróttahallarinnar, anddyri eða á malbikuðu útisvæði. IMú fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Frá sýningunni 1998 Allar nánari upplýsingar: Fremri kynningarþjónusta símar 461 3666 og 461 3668. Bréfasími 461 3667. Netfang: fremri@nett.is Atvinnuþróunarfélag Hy'jafjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.