Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 15 AKUREYRI Atta smnum a verð frá Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 .730 kr .meðflnjvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is Aðalfundur Kaupfélags Eyfírðinga haldinn um helgina Brátt lokið við að fyrir- tækjavæða dótturfelög FYRIRTÆKJAVÆÐING Kaupfé- lags Eyílrðinga einkenndi síðasta rekstrarár félagsins, en það tók miklum breytingum á liðnu ári, breyttist úr rekstrarfélagi í eignar- haldsfélag. Dótturfélögum KE A hef- ur nú verið skipt upp í hlutafélög, en einungis á eftir að breyta kjötiðnað- arsviði félagsins í þá átt og sagði Ei- ríkur S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri á aðalfundi um helgina að það yrði gert innan tíðar. „Við höfum verið að fikra okkur inn á nýjar brautir með von um að þannig verði arðsemi af rekstrinum meiri. Áhersla var lögð á það allt síð- asta ár að fyrirtækjavæða dótturfé- lög KEA og er því nú nánast lokið,“ sagði Eiríkur. Kaupfélag Eyfirðinga var gert upp með 383,4 milljóna króna hagn- aði á liðnu ári, en í máli kaupfélags- stjóra kom fram að mikill viðsnún- ingur hefði orðið í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækisins Snæfells milli ára og er nú bjartara framundan á þeim bæ. Þá varð rekstrarbati einnig nokkur hjá Matbæ, hlutafé- lagi um verslunarrekstur KEA. Fleiri verslanir verða opnaðar á næstunni Sagði Eiríkur að félagið myndi láta meira að sér kveða á þessu sviði í framtíðinni, í síðustu viku var opnuð Nettó- verslun á Akranesi, en fyrir eru Nettó-verslanir á Akur- eyri og í Reykjavík og er í bí- gerð að fjölga slíkum verslun- um á höfuðborgarsvæðinu. Þá rekur Matbær einnig verslan- ir undir nöfnunum Strax og Urval. Þá gat kaupfélags- stjóri þess að það yrði eflaust mikU lyftistöng fyrir uppbyggingu versl- unar í Eyjafirði þegar Glerártorg, verslunarmiðstöð við Glerá, verður opnuð í haust. Kaupfélagsstjóri gerði erfiðleika systurfélags KEA, Kaupfélags Þing- eyinga, KÞ, að umtalsefni en KEA tók við rekstri þess er félagið var við það að komast í þrot í fyrravor. Sagði hann að þegar svo færi fyrir elsta kaupfélagi landsins væri ekki óeðli- legt að mál væru hlaðin tilfinningum og margt sagt, en hann gæti fullyrt að KEA hefði unnið af fullum heil- indum og nú væri um eina heild að ræða. Átakaár að baki Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjómarformaður KE A sagði síðasta ár hafa einkennst af meiri átökum en hliðstæða væri fyrir í sögu félagsins, en jafnframt hefði það markað upp- haf að nýjum grunni. Jóhannes Geir sagði tækifærin hvarvetna liggja í loftinu og félagið myndi leggja sitt af mörkum til að efla atvinnu- og mann- líf á Norðausturlandi á nýrri öld. Hann sagði aukna fjármuni, sem varið verður til menntunar verka- fólks á landsbyggðinni og kveðið er á um í nýjum kjarasamningi, bera vott um mikla framsýni og gefa fyrirheit um að óhætt væri að slá á tóna bjartsýni hvað framtíðina varðar. Jóhannes Geir kvaðst lengi hafa haldið því fram að miklar duldar Morgunblaðið/Margrét Þðra Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA, Hlífar Karlsson mjólkurbússtjóri MSKÞ á Húsavík, Haukur Halldórsson í Sveinbjamar- gerði og Erlingur Teitsson á Brún ræða málin á aðalfundi kaupfélagsins en þar var samþykkt að ganga frá samningi við mjólkurframleiðendur á svæðinu á grundvelli þeirra samningsdraga sem fyrir Iiggja. Attræður öðlingur Mývatnssveit. Morgunblaðið. ÓLI Kristjánsson á Skútustöðum er átt- ræður { dag. Af því tilefni er fagnaður í Selinu síðdegis og þangað boðið ætt- ingjum og vinum. Foreldrar Óla, þau Kristján Helga- son frá Haganesi og Soffía Jónsdóttir úr Klömbur, keyptu Ijórðung úr Skútu- stöðum árið 1930 og fluttust þangað frá Haganesi með son- um sínum þrem þeim Jóni f. 1910, Yngva f. 1916 ogÓlaf. 1920 og er hann nú einn eftir þeirra bræðra. Kaupverð jarðarpartsins, 12 þús. kr., var mikið fé á þeim krepputfmum sem þá vom, en með vinnusemi, spamaði og ekki síst með silungsveiði úr Mývatni eignuð- ust þau jörðina, sem nú, 70 ámm síðar, ber vitni um myndarskap og snyrtimennsku sem einkennt hefur búskap fjölskyldunnar. Óli heldur heimili með mágkonu sinni, Ing- veldi Bjömsdóttur, f. 1919, frá Ósi í Skilmannahreppi, hún er ekkja eftir Morgunblaðið/Birkir Fanndal Óli Kristjánsson 80 ára. Yngva Kristjánsson. Óli á listrænan streng sem m.a. hef- ur komið fram f hannyrðum, leiklist og ekki síst í mynd- listinni, en á sextugs- aldri fór hann að mála landslags- málverk og blóma- myndir með góðum árangri. Nú er þeim þætti lokið fyrir nokkrum árum vegna sjóndepru, sem gerir honum ókleift að sinna myndlistinni. Um 40 ára skeið var Óli meðhjálpari í Skútustaðakirkju. Glaðlyndi, hógværð og hlýtt við- mót einkennir alla framgöngu Óla, sem enn er beinn í baki og léttur í spori, hann fór í fjósið til Bjöms bónda hálfsjö í morgun eins og alla aðra daga og sinnti þar verkum sín- um af meðfæddri alúð og snyrti- mennsku. Þess sá stað í dag að margir áttu erindi við Óla á Skútustöðum til að fagna með honum og óska góðrar heilsu og velfamaðar. Morgunblaðið/Margrét Þóra Aðalfundarfulltrúar rýna í ársskýrslu Kaupfélags Eyfírðinga. eignir væra innan KEA. Hann greindi frá því að það hefði að mati stjórnar félagins verið prófmál á slíkt þegar Húsasmiðjan keypti byggingavörudeild KEA, en félagið hélt eftir 20% hlut í Húsasmiðjunni. Sá hlutur var seldur fslandsbanka nú nýlega og fékk KEA um hálfan möljarð í sinn hlut. Stjórnarformaðurinn gerði sjávar- útvegsmál að umtalsefni í ræðu sinni og sagði að uppstokkun á rekstri Snæfells væri nú að skila árangri. Hann ræddi þá ákvörðun stjórnar Snæfells sem studd var af stjóm KEA að loka pökkunarstöð félagsins í Hrísey. „Við hefðum getað farið auðveldu leiðina og haldið áfram starfsemi í Hrísey þó allir hafi vitað að engin skynsemi væri í því og við- haldið þannig störfum í eynni þó enginn grundvöllur væri fyrir því,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að betra hefði verið að taka strax á mál- um þó sársaukafullt væri. í kjölfarið yrði atvinnulíf í eynni líka fjölbreytt- ara og heilbrigðara þar sem ekki þyrfti að teysta á einn stóran at- vinnurekanda. A aðalfundinum var samþykkt til- laga stjórnar um heimild fundarins til að ganga frá samningi við mjólk- urframleiðendur á grandvelli þeirra samningsdraga sem liggja fyi-ir. Einnig var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða 10% arð af nafnverði samvinnuhlutabréfa í B- deild stofnsjóðs. Vöru- og þjónustusýning í íþróttahöllinni á Akureyri 12.-14. maí 2000 II*;/ / Nú gefst fyrirtækjum, stofnun- y^-/A j. um, félagasamtökum og öðr- -SfíAl5 ,á ' um sem áhuga hafa kostur á að kynna starfsemi sína á fjöl- breyttri sýningu. Yfir aðilar hafa nú tryggt sér sýningarpláss. Hvað með fyrirtækið þitt? Sýnendur eiga þess kost að kaupa sýningarpláss í aðalsal íþróttahallarinnar, anddyri eða á malbikuðu útisvæði. IMú fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Frá sýningunni 1998 Allar nánari upplýsingar: Fremri kynningarþjónusta símar 461 3666 og 461 3668. Bréfasími 461 3667. Netfang: fremri@nett.is Atvinnuþróunarfélag Hy'jafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.