Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TÓNLISTARHÁSKÓLINN í Vín frumsýndi
hinn 16. mars „Kátu konurnar frá Windsor"
eftir Otto Nicolai í hinu skrautlega leikhúsi
sem Maria Theresa lét byggja við Schön-
brunn-sumarhöllina á sínum tíma. Þetta var
virkilega falleg, fjörug og vel gerð sýning sem
stóð atvinnusýningum ekkert að baki. I hlut-
verki Falstaff var Davíð Ólafsson sem er
fasddur í Keflavík. I umsögnum tveggja mik-
ilsmetinna dagblaða í Austurríki mátti m.a.
lesa þetta daginn eftir frumsýninguna:
Die Presse: „Davíð Ólafsson, sem er í mik-
illi framför, átti í engum vandræðum með að
skila vandmeðförnustu tónum í hlutverki
sínu, Falstaff."
Wiener Zeitung: „Sérstakar þakkir fær
bassinn frá íslandi, Davíð Ólafsson, í hlut-
verki hins magamikla Sir John. Honum tekst
með persónusköpun sinni að kalla fram sam-
úð með hinum ógeðfellda Falstaff. Hann
tvinnar saman alla þá þætti sem skapa heild-
stæðan John Falstaff eins og maður vill hafa
hann.“
Fór úr sópran í bassa
- Hvernig atvikaðist það að þú fórst að
syngja?
„Eftir að hálskirtlarnir voru teknir úr mér
var ég tekinn inn sem sópran í barnakór
Hreins Líndal í Keflavík. Systur mínar hlógu
mikið af því að röddin varð svo há og skær eft-
ir aðgerðina. Spurning hvort þeir þarna á St.
Jósefsspítalanum hafi skorið eitthvað meira
burt en bara háls- og nefkirtlana. Eftir mútur
fór ég svo úr sópran í bassa og varð því að
skipta um raddfag. Það var alltaf mikil tónl-
istariðkun heima í Keflavík. Mamma söng í
kór og Ester systir sem er orgelleikari var
alltaf að æfa með söngvurum heima í stofu.
Steinn Erlingsson móðurbróðir minn æfði
mikið heima hjá okkur og maður smitaðist
smám saman af þessu.
Síðan var það veturinn 1989 að systir mín
fór að spila undir hjá söngnemendum Árna
Sighvatssonar við Tónlistarskólann í Kefla-
vík. Eg smyglaði mér með í einn tímann og
söng fyrir Árna. Ég byrjaði á „Stóð ég úti í
tunglsljósi" og hann fórnaði höndum og
stoppaði mig af eftir fyrsta tóninn. Þannig
byijaði þetta allt saman.
Ég held að ég eigi met í fjölda söngkenn-
ara. Mér telst til að þeir séu orðnir sjö talsins.
Ekki það að þeir hafi viljað losna við mig held-
ur þróaðist þetta bara svona. Síðustu þrjú ár-
in á Islandi kenndi Guðmundur Jónsson óp-
erusöngvari mér söng og að taka í nefið. Ég
var samt alltaf frekar slappur í þessu með
neftóbakið, en það er víst mikil heimspeki og
viska sem liggur þar að baki.“
- Hvers vegna valdir þú Vínarborg til fram-
haldsnáms?
„Ég var alltaf ákveðinn í að fara til þýsku-
mælandi lands. í Vín þekkti ég nokkra Islend-
inga sem voru í söngnámi og pfndi út úr þeim
gistingu, ráðgjöf og túlkun. Ég er búinn að
vera hér í bráðum þrjú ár og þetta er búinn að
vera alveg stórkostlegur tími. Eftir inntökup-
rófin komu tveir menn til mín með nótnahefti
og töluðu lengi og brostu en ég skildi varla
nokkurt orð. Þeir merktu við eitt hlutverkið
og sögðu mér að koma aftur um haustið. Ég
fór heim á loðnu um sumarið og hafði engan
tíma til að læra. Það runnu á mig tvær grímur
þegar að ég sá að þetta var aðalhlutverkið í
„Sérstakar
þakkir fær bass-
inn frá Islandi“
s
Davíð Olafsson bassasöngvari tekur þátt í flutningi Jó-
hannesarpassíunnar með Mótettukór Hallgrímskirkju
á morgun og föstudag. Haraldur Jóhannsson ræddi við
Davíð í Vín, þar sem hann starfar.
nútímaóperu sem átti að
sýna um allt Þýskaland og
Austurríki. Ég byrjaði í
skólanum í október og
setti mér það markmið að
læra 20 sentimetra á dag,“
segir Davíð og hlær.
„Ég vorkenndi undir-
leikaranum alveg rosalega,
en hann var hljómsveitar-
stjórnarnemi sem var líka í
sinni fyrstu óperu. Þetta
gekk upp og ég fékk mjög
góða gagnrýni í þýsku
blöðunum.
Það var mikill skóli að
lenda strax í uppfærslu.
Við æfðum 6 tíma á dag í 6
vikur. Ég söng 9 sýningar
um allt Þýskaland og fékk
þannig smá nasasjón af at-
vinnumennskunni. Eftir
þessa uppfærslu fengum
við 10 daga frí. Þegar ég
byrjaði að syngja eftir fríið
fann ég að röddin hafði
tekið miklum breytingum
og ég þurfti smá tíma til að
læra á þær breytingar sem
höfðu orðið.
Svona hefur þetta meira
og minna gengið í þessum
sjö uppfærslum sem éghef
tekið þátt í hér. Það er sú
vinna fyrst og fremst sem
hefur skilað mér árangri,
því þetta er hinn eiginlegi
söngskóli og það er mjög
mikilvægt að geta unnið í
svona vernduðu umhverfi.
Hér get ég lært af mistök- Davíð Ólafsson
unum án þess að missa
vinnuna og stundum feng-
ið að syngja hlutverk sem mér byðust seint í
atvinnuhúsum því að ég telst víst nokkuð ung-
ur sem bassasöngvari. Ég er búinn að syngja
aðalhlutverk í yfir 50 sýningum í óperuhúsum
með hljómsveit síðan ég kom til Vínar fyrir
tæpum þremur árum.“
Ljósmynd/Elisabeth Novy
í hlutverki Falstaffs í Kátu konunum frá
Windsor eftir Otto Nicolai.
- Hvaða hlutverk hefurðu sungið?
„Fyrsta óperan var „Die Schule der Frau-
en“ eftir Rolf Liebermann og næst söng ég
Leporello í óperunni „Don Giovanni" sem var
sett upp í litlum hallargarði í Graz. Þá um
haustið söng ég bæði hlutverk Fígaró og
Bartóló í skólauppfærslu á „Brúðkaupi Fígar-
ós“ eftir Mozart og stuttu seinna söng ég Sar-
astro í „Töfraflautunni". Síðastliðið sumar
söng ég hlutverk vonda stjúpans í „Ösku-
busku“ eftir Rossini á Rheinsberg-óperuhá-
tíðinni í Þýskalandi. Þetta er óperuhátíð fyrir
unga söngvara sem er alveg geysilega vel
kynnt í Þýskalandi. I haust söng ég við lítið
leikhús í Sviss hlutverk Rocco í óperunni
„Fidelio" eftir Beethoven. Svo núna í mars
söng ég sjálfan John Falstaff í „Kátu konun-
um frá Windsor“ og var það sýning á vegum
tónlistarháskólans og jafnframt prófverkefn-
ið mitt.“
- Hvernig eru svo atvinnuhorfurnar?
„Ég var búinn að heyra svo margar hryll-
ingssögur að ég vissi ekkert við hverju ég
mætti búast. Ég er ekki með umboðsmann og
var í raun og veru ekkert að æsa mig upp í að
fá strax vinnu. Þá var mér bent á að það vant-
aði einhvern til að syngja hlutverk Rocco í
litlu óperuhúsi í Sviss. Eg hafði aldrei sungið
svona hlutverk en sló til og fékk starfið.
Óperustjórinn var mjög ánægður með mig og
bauð mér strax tveggja ára samning. Ég hefði
fengið að syngja öll stærstu bassahlutverkin
en ég er bara ekki tilbúinn til þess. Auk þess
sýna þeir stundum fimmtán kvöld í mánuði og
það er alger geðbilun. Leikstjórinn í þessari
uppfærslu í Sviss heitir Marc Adam og mun
taka við sem leikhússtjóri í Lubeck í Þýska-
landi næsta haust. Hann sagðist vilja fastráða
mig við óperuhúsið í Lubeck en ég yrði að
koma og „syngja fyrir“. Það gekk eftir og
núna er ég búinn að skrifa undir tveggja ára
samning við óperuna og það eru spennandi
hlutir framundan.
í sumar var mér svo boðið að taka þátt í
námskeiði í San Francisco sem ég þáði. Síð-
astliðið sumar kynntist ég konu sem stjórnar
óperunni í San Jose í Kaliforníu og hún vill
ólm láta mig syngja fyrir umboðsmenn og
hljómsveitarstjóra þar ytra. Hún vill endilega
fá mig til að syngja Don Pasquale í San Jose.“
- Hvaða möguleika á ungur söngvari á Is-
landi?
„Island er yndislegur staður. Þar er hægt
að framkvæma allt en það er bara ekki alltaf
hægt að lifa af því. Á meðan ég var í Söngskól-
anum söng ég við jarðafarir og svo vorum við
Stefán H. Stefánsson tenór með söngskeyta-
þjónustu. Þá fórum við í kjólfötum og afhent-
um blóm og tertur í afmælisveislum og sung-
um alltaf „Þú varst mitt blóm“ eftir Jón
Björnsson. Við vorum mjög ódýrir en fengum
alltaf nóg fyrir kvöldmat á Lækjarbrekku.
Einu sinni eftir söngskeyti fórum við sem áð-
ur í kjólfötunum inn á Lækjarbrekku en þar
var afmælisveisla í gangi. Við sungum að
sjálfsögðu fyrir afmælisbarnið og var boðið í
mat í staðinn. Svona lifðum við og þetta er
bara hægt í Reykjavík.
Það er svolítið basl í þessu fagi heima. Mað-
ur er ekki fyrr búinn að syngja fyrir nýja óp-
erustjórann þegar hann hættir og þá þarf
maður að byrja upp á nýtt að kynna sig. Aðal-
atriðið finnst mér þó vera að tónlistarlífið fái
að blómstra og bæta mannlífið á eyjunni okk-
ar.
Um páskana syng ég hlutverk Jesú í „Jó-
hannesarpassíunni" með Mótettukór Hall-
grímskirkju. Ég er mjög spenntur fyrir þessu
verkefni og hlakka mikið til að fá að vinna
með Herði Áskelssyni."
Ráðin
listrænn
stjórnandi
Listahátíðar
ÞÓRUNN Sigurðardóttir hefur ver-
ið ráðin listrænn stjórnandi Listahá-
tíðar í Reykjavík og hefur hún störf
1. október næst-
komandi.
Þórunn hefur
sinnt margvísleg-
um menningar-
málum, var m.a.
formaður fram-
kvæmdastjórnar
Listahátíðar
1996-1998 og
hefur sinnt
starfi stjórn-
anda Reykjavíkur - menningarborg-
ar Evrópu árið 2000 undanfarið.
Alls bárust ellefu umsóknir, fjórar
frá íslenskum umsækjendum og sjö
erlendis frá, en tveir af þeim drógu
síðar umsókn sína til baka._ Aðrir
umsækjendur voru Auður Ágústs-
dóttir, Gintautas Kevisas, Hanna
Guðrún Styrmisdóttir, Luc Delpech,
Mary Miller, Peter Ramsauer, T.E.
Husbands og Valgeir Guðjónsson.
Þórunn
Sigurðardóttir
Ertu sátt,
Guðríður?
LEIKLIST
Leikliópurinn Tvær
konur sjnir í Bifröst
á Sauðárkróki.
TVÆRKONUR VIÐ
ÁRÞÚSUND
Höfundur og leikstjóri: Jón Ormar
Ormsson. Leikmynd og búningar:
Sigríður Gísladóttir. Leikendur:
Bára Jónsdóttir og Vilborg Hall-
dórsdóttir. Miðvikudaginn 12. apríl.
SAGA Guðríðar Þorbjarnardóttur
er íslendingum ofarlega í huga nú
um stundir og þarf engan að undra
það, svo mjög sem hún snertir vest-
urferðir norrænna manna. Hún er
aukinheldur óvenjuleg fyrir margra
hluta sakir, þó helst þessa taumlausu
ferðagleði. Nú hefur leikskáld Skag-
firðinga tekið Guðríði til meðferðar í
nýju verki, en það var einmitt í
Skagafirði sem Guðríður settist að
þegar Vesturferðum og Suðurgöng-
um linnti loks og kristileg kyrrð og
heiðríkja lagðist yfir ævi hennar.
Jón Ormar velur að láta tvær leik-
konur fara með hlutverk Guðríðar og
skoða saman lífshlaup hennar í end-
urliti. Hann sækir hér í einkennilega
frásögn Grænlendingasögu af konu
sem heimsækir Guðríði við vöggu
sonar síns. Guðríður „hin innri“
gegnir síðan því hlutverki að leiða
Guðríði „ytri“ um minningalandið,
auk þess sem hún bregður sér í önn-
ur hlutverk eftir því sem sagan
krefst.
Saga Guðríðar í heimildum er
sama marki brennd og stór hluti frá-
sagna af íslendingum til forna. Þar
er greint frá atburðum, staðreynd-
um, en lítt hirt um að rýna í orsakir
þeirra eða tilfinningaleg viðbrögð
persóna við þeim. Þegar leikskáld
mætir slíkum efnivið er honum því
vandi á höndum, því efnið virðist
beinlínis krefjast þess að hann ann-
aðhvort lesi rækilega milli lína eða
skapi einfaldlega í eyðurnar, búi til
þrívíðar leikpersónur úr lágmyndum
sagnanna. Þetta er í senn spennandi
og erfitt verkefni, en áberandi er hve
lítið íslensk leikskáld hafa sótt í
þennan arf.
Jón Ormar fer þá leið að segja ein-
faldlega söguna. Þetta er ein leiðin,
en í þessu tilfelli veldur hún óneitan-
lega vonbrigðum. Forvitnilegt væri
að leita skýringa á útþrá Guðríðar,
eða hvað hratt henni í ferðalög ef
engin útþrá kvaldi hana. Hverjar
voru hinar stóru syndir sem ráku
hana til Suðurgöngu á gamals aldri?
Hvernig lífi lifði hún í Vesturheimi?
Og í lokin spyr maður eins og Jónas
Jónasson: „Ertu sátt, Guðríður?"
Þessar spurningar hirðir Jón
Ormar lítt um, en rekur samvisku-
samlega atburðina, sem eru jafn
samviskusamlega raktir í leik-
skránni. Textinn sjálfur er fallega
skáldlegur og víða skemmtilegur, en
túlkunar atburða, afstöðu til efnisins
er saknað.
En hafi leikskáldinu Jóni orðið
minna úr efninu en ástæða var til þá
er leikstjórinn Jón í essinu sínu. Sýn-
ingin er mikið augnakonfekt hvar
sem á er litið, leikmynd er einföld og
snjöll, búningar eru fallegir og í anda
rómantískrar myndar af forfeðrum
vorum (Hrafni Gunnlaugssyni hefði
líklega mislíkað). Þó fóru hælaháii-
skór leikkvenna á köflum í taugar
undirritaðs. Sviðshreyfingar hafa yf-
ir sér ljóðrænan blæ og oft urðu til
minnisstæðar myndir. Vöxtur
Snorra Þorfinnssonar í móðurkviði
var skólabókardæmi um möguleika
leiksviðsins til að segja og sýna hvað
sem er á ofureinfaldan hátt.
Leikkonurnar eru báðar hreint af-
bragð, innan þess ramma sem nálg-
un höfundar setur þeim. Þeirra er að
flytja texta og segja sögu, síður að
túlka viðbrögð eða afstöðu. Bára
Jónsdóttir er stillileg sem hin aldna
einsetukona sem er hrifin inn í sitt
fyrra líf af sinni innri konu, sem Vil-
borg Halldórsdóttir lék af krafti. Þá
brá hún sér í önnur hlutverk af
öryggi og fumleysi.
Sýning þessi er líklega kjörin fyrir
þá sem eru ókunnugir sögu Guðríð-
ar.
Þeir fá þá afbragðsvel flutta fyrir
sig forvitnilega sögu sem gæti orðið
kveikja að lestri merkilegra bóka.
Aðrir geta notið hennar sem þess
leikhúsgaldurs sem hún er og rifjað
upp hverju leikhús fær áorkað með
nærverunni einni saman.
Þorgeir Tryggvason