Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
IMtfjguiMjifeifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VELFERÐ BARNA
OG UNGLINGA
ÆSKAN er fjöregg lands og þjóðar og því skiptir öllu
máli, að vel sé búið að börnum og unglingum og vel-
ferð þeirra tryggð. Þeirra er framtíðin og hlutverk full-
orðinna er að sjá til þess, að þau geti gengið^ fram á veg
sem frjálshuga og sjálfstæðir einstaklingar. Urslitum um
gæfu þeirra og gengi ræður fjölbreytt menntun, vinnu-
semi og tækifæri til sköpunar. I uppeldi barna og unglinga
er fátt mikilvægara en öryggi og festa og reyndar góðvilj-
aður agi. Þessi sannindi þurfa þeir fullorðnu að hafa í
huga, jafnt foreldrar sem kennarar og aðrir þeir, sem
koma að uppeldi og þroska barna og ungmenna.
Alþingi setti á fót fyrir fimm árum embætti umboðs-
manns barna og er tilgangurinn að sjálfsögðu að bæta
stöðu þeirra í síbreytilegum heimi og tryggja réttindi
þeirra í þjóðfélaginu. Umboðsmaður barna hefur verið frá
upphafi Þórhildur Líndal. Hún segir, að í málefnum barna
standi Islendingar sig að mörgu leyti ágætlega á ýmsum
sviðum, en séu nokkrir eftirbátar á öðrum. Þar nefnir hún
sérstaklega, að ennþá vanti hér á landi opinbera heildar-
stefnu í málefnum barna og ungmenna. I kjölfar slíkrar
stefnumótunar þurfi síðan að koma áætlun til nokkurra
ára af hálfu stjórnvalda um framkvæmd þeirrar stefnu.
Nú sé komin fram á Alþingi tillaga þessa efnis, sem allir
þingflokkar standi að, og bindur umboðsmaðurinn vonir
við að tillagan fái brautargengi í þingsölum. Með því væri
stórt skref stigið.
í viðtali við Þórhildi Líndal í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag kemur m.a. fram, hvaða mál það eru, sem mest brenna
á börnum miðað við reynslu embættisins. Þar ber hæst
einelti, sem þau verða fyrir af öðrum nemendum í skólum
og jafnvel einstökum starfsmönnum, svo og erfiðleikar
barna vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra. Loks
nefna börnin til virðingarleysi, sem þeim er sýnt af hálfu
fullorðinna. Umboðsmaður leggur mikla áherzlu á, að
börn eigi mannréttindi sem aðrir og að tekið sé tillit til
skoðana þeirra í málum er þau snerta. A því telur hún mis-
brest. Til að tryggja öryggi þeirra telur hún koma til álita,
að leiðbeinendur barna sýni sakarvottorð við umsókn um
starf.
Þórhildur segir m.a. í viðtalinu: „Eg tel mig merkja, að
hér á landi hafi á undanförnum árum orðið nokkur hugar-
farsbreyting í málefnum er tengjast börnum. Við eigum
þó langt í land með að viðurkenna börn sem sjálfstæða
einstaklinga með sín eigin réttindi og sem okkur ber að
sýna virðingu. Það að hlúa vel að æsku landsins er fjár-
festing til framtíðar,“ og að lokum segir hún: „Viðhorf
okkar þurfa að breytast á þann veg að sýna í verki, hvers
virði börnin eru okkur í raun og sannleika.“ Undir það
skal tekið.
KONUR OG
FORYSTUSTÖRF
ISIÐUSTU viku var undirritaður samstarfssamningur um
þriggja ára átaksverkefni, sem hefur það að markmiði að
fjölga konum í forystuhlutverkum í þjóðfélaginu og jafna
kynjaskiptingu í náms- og starfsvali. Verður verkefnið í hönd-
um Jafnréttisnefndar Háskóla íslands og Jafnréttisráðs ís-
lands í samvinnu við stjórnvöld og ýmis fyrirtæki.
Meðal annars verður gert átak í að jafna kynjaskiptingu í
raunvísindum og tæknigreinum og undirbúa konur í öllum
deildum háskólans undir ábyrgðarstörf.
í Morgunblaðinu á laugardag sagði Páll Skúlason háskóla-
rektor m.a. að mjög brýnt væri að fá verulega aukinn fjölda
fólks inn á starfssvið, þar sem reynir á þekkingu í verkfræði
og raungreinum. Þetta sé því ekki síður efnahagslegt hags-
munamál en jafnréttismál.
Þetta er athyglisvert verkefni, þar sem farnar eru nýjar
leiðir til að reyna að rétta hlut kvenna í þjóðfélaginu. Það er
staðreynd að jafnvel þótt kveðið sé á um jafnan hlut kvenna
og karla í allri lagasetningu lítur raunvenileikinn stundum
öðravísi út. Nauðsynlegt er að brjóta niður þær hefðir og þá
huglægu múra er beina ungum konum inn í ákveðinn farveg
„kvennastarfa“. Líkt og fram kemur í orðum háskólarektors,
er nauðsynlegt fyrir þekkingarsamfélag að nýta til fulls allan
þann mannauð er við höfum yfír að ráða. Það er því rétt að
líta ekki einungis á það sem hagsmunamál kvenna heldur
þjóðfélagsins í heild að þessi nauðsynlega hugarfarsbreyting
eigi sér stað.
+
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður samráðsnefndar um álver við Reyðarfjörð
Þjóðerni fjárfesta skiptir ekki
máli heldur arðsemi verkefnisins
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar og formaður samráðsnefndar stjórnvalda,
Landsvirkjunar og fjárfesta um stóriðjumál,
segir ekki rétt að legið hafí í loftinu að 120 þús-
und tonna álver við Reyðarfjörð væri óhag-
kvæmt. Hann sagði við Björn Inga Hrafnsson
að andstaðan hér á landi við Fljótsdalsvirkjun
hafi skipt máli, en ekki ráðið úrslitum.
Þórður Friðjónsson
VINNA stendur nú yfír við
könnun á hagkvæmni þess að
reisa strax í fyrsta áfanga 240
þúsund tonna álver við Reyð-
arfjörð í stað 120 þúsund tonna byrjun-
aráfanga eins og áður var stefnt að og
fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun átti að sjá
fyrir orku. Komið hefur fram að stefnt er
að því að fyrir liggi snemma í næsta mán-
uði hvort hagkvæmt sé að reisa strax svo
stórt álver, en slíkt krefðist sem kunnugt
er risavaxinnar vh’kjunar við Kárahnúka
og gerðar stærstu stíflu Ewópu við Háls-
lón.
Þórður hefur aftur tekið við stöðu for-
stjóra Þjóðhagsstofnunar, en hann var
settur ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu-
neytinu þegar viðræður hófustvið Hydro
Aluminium, áldeild Norsk Hydro, um
byggingu álvers á Reyðarfirði. Sem for-
maður samstai’fsnefndar stjómvalda,
Landsvirkjunar, Hydro og Hæfís um
Reyðarálsverkefnið hefur hann komið
mjög að málum stóriðju og virkjana á
Austurlandi að undanförnu. Hann segir
alls ekki rétt að fjárfestarnir hafi fyrir
löngu verið búnir að gera upp við sig að
fara frekar í stærri áfanga í upphafi.
„Ég hef heyrt þessu fleygt, bæði í
fjölmiðlum og í viðskiptalífinu, en þetta
er alls ekki rétt. Frá því að ég kom að
þessari vinnu hafa allir möguleikar verið
til skoðunar, bæði hvað varðar stærð ál-
versins og ekki síður mögulegar virkjan-
h\ Vitaskuld hafa áherslur manna verið
mismunandi. Þegar staðan hafði verið
metin rækilega og allir möguleikar
rannsakaðir ofan í kjölinn, varð niður-
staðan sú að skoða til þrautar þann
möguleika að reisa í byrjun 120 þúsund
tonna álver við Reyðarfjörð, en líta um
leið mjög til hugsanlegrar stækkunar -
allt upp í 480 þúsund tonn. Þetta kemur
greinilega fram í Hallormsstaðaryfirlýs-
ingunni frá í fyrrasumar," segir hann.
Áhersla lögð á möguleika
á stækkun álvers
I Hallormstaðaryfirlýsingunni er
gengið frá 120 þúsund tonna álveri sem
fyrsta áfanga, en jafnframt kveðið á um
að stjórnvöld beiti sér fyrir því að kannað
verði hvort virkjun við Kárahnúka geti
nýst fyrir seinni áfanga stóriðju við
Reyðarfjörð. Þórður leggur áherslu á að
fjárfestamir, ekki síst Hydro Alumin-
ium, hafi allan tímann lagt áherslu á
möguleika á stækkun álversins, en í vegi
hafi staðið að stjórnvöld gátu með engu
móti tryggt orku til þess í framtíðinni.
„Aflan tímann lá ljóst fyrir að slíkar
framkvæmdh' þyrftu að gangast undir
ítarlegar rannsóknir og fara gegnum
hefðbundið ferli, þar með talið umhverf-
ismat. Niðurstaðan úr sliku ferli er aldrei
Ijós fyrirfram."
Að sögn Þórðar gekk málflutningur
fulltrúa Hydro einkum út á að rekstur
120 þúsund tonna álvers gæti borið sig
einn og sér, en th frambúðar væri vafa-
mál hvort það væri samkeppnishæft.
„Það má reikna með því að framleiðni
muni aukast í álverum í framtíðinni og
raunkostnaður áls fara
lækkandi af þeim völd-
um. Þótt 120 þúsund
tonna álver gæti staðið
sjálfstætt og skilað arði
um einhvern ótiltekinn
tíma, væri því ekki sjálf-
gefið að slík eining yrði arðbær til lengri
tíma litið og hefði varla möguleika á að
standa sig til frambúðar, altént ekki
sömu möguleika og stærra álver,“ segir
hann.
I umræðunni um álver á Austurlandi
undanfarið ár var einmitt mjög tekist á
um hagkvæmni þess að reisa slíka verk-
smiðju hér á landi. Hagfræðingar, og
raunar margir fleiri, öttu kappi um arð-
seim og hagkvæmni og sýndist sitt hverj-
um. í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin
upp liggur beinast við að spyrja hvort
efasemdarmennmnh’ hafi ekki haft rétt
fyrir sér.
Þórður jánkar því: „Það liggur í eðli
mála að hægt er að vera vitur eftir á. Eft-
ir á að hyggja hefði verið hægt að koma í
veg fyrir erfiða umræðu um þessi mál.
Það var hins vegar sameiginleg niður-
staða allra þeirra sem að málinu komu að
kanna þennan möguleika til þrautar. I
þetta var ráðist af heilum hug, en í verk-
efnum af þessu tagi er oft tekist á um út-
færslur fram að lokaákvörðun.
Vissulega hefði verið hægt að komast
hjá öllum þessum átökum ef ljóst hefði
verið að ekki væri áhugi fyrir 120 þúsund
tonna byrjunaráfanga. Hins vegar lá það
alls ekki fyrir og kom í raun og veru ekki í
ljós fyrr en á síðustu vikum og mánuðum.
Þá skýrðist vilji fjárfestanna og áhugi í
þessa veru, en skarið tóku þeir endanlega
af í síðasta mánuði.“
Stefnubreyting lá ekki í loftinu
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar hafnar
því með öllu að stefnubreyting fjárfest-
anna hafi legið í loftinu. „Það er algjör-
lega rangt,“ segir hann og bætir við: „Ég
sé ekki hvaða hag menn ættu að hafa af
því að leyna slíkum upplýsingum. Þessi
stefnubreyting var ekki ljós síðasta haust
eða í byrjun vetrar. I raun varð hún ekki
endanlega ljós fyrr en um mánaðamótin
febráar/mars. Éjárfestarnir vilja meiri
tryggingu fyrir fjárfestingum sínum og
alveg greinilegt er að þeir hafa meh’i
áhuga á stærra álveri."
Hann tekur þó skýrt fram að engin
ákvörðun hafi enn verið tekin í málinu og
ekki megi fullyrða beinlínis að 120 þús-
und tonna álver við Reyðarfjörð yrði
óhagkvæm stærð. Hins vegar sé eðlilegt
að fjárfestarnir leiti að
hagkvæmustu kostum
hverju sinni. Hann bend-
ir á að í þessum vanga-
veltum skipti miklu máli
að hugsa þurfi fjárfest-
ingu af þessu tagi í stóru
samhengi; yfir gríðarlega langan tíma.
Það sem máli skipti sé hlutfallsleg sam-
keppnisstaða þess álvers gagnvart öðr-
um slíkum þegar fram líða stundir, tíu,
fimmtán eða tuttugu ánim héðan í frá.
„Mjög mikilvægt er að nýtt álver á
Reyðarfii’ði komist í hóp þeirra álvera í
heiminum sem hafa hvað mesta fram-
leiðni, einkum til lengri tíma litið,“ segir
hann.
Hitafundur var haldinn á Egilsstöðum
í lok síðasta mánaðar um nýja stöðu í
virkjunar- og stóriðjumálum á Austur-
landi. Þar sagði Valgerður Svemsdóttir
iðnaðarráðherra m.a. að hún gengi ekki
svo langt að segja að fjárfestarnir væru
ránir trausti, en þeir hefðu hið minnsta
lækkað mjög í áliti. Hvað segir Þórður
um þessi ummæli ráðhen’a?
„Ég held að ummælin verði að skoða í
Ijósi þess að þau komu fram á pólitískum
fundi í kjölfarið á tíðindum sem vissulega
ollu vonbrigðum. Ég lít svo á að eðlilegt
sé að viðsnúningur á borð við þennan
valdi vonbrigðum hjá stjómmálamönn-
um sem lagt hafa töluvert á sig til að sigla
málum í höfn.
Hinu má heldur ekki gleyma, að fjár-
festamir era að taka ákvörðun um risa-
vaxið verkefni sem útheimtir gríðarlega
fjármuni. Þeii’ hljóta því fyrst og fremst
að byggja afstöðu sína á bestu upplýsing-
um hverju sinni og því sem er skynsam-
legast í stöðunni. Ég hef ástæðu til að
ætla að vilji fjárfestanna nú sé byggður á
býsna skýrum og haldgóðum rökum og
því finnst mér sjálfsagt að kanna þennan
kost til hlítar.“
Ekki allar línur dregnar
skýrt í upphafi
Þórður bendir á að þótt vissulega hefði
verið æskilegra að fjárfestar hefðu haft
skýrari vilja í málinu frá upphafi, sé eðli
viðskipta af þessu tagi þannig að ekki séu
allar línur skýrt dregnar frá upphafi. Sí-
fellt sé unnið að athugunum, nýjar upp-
lýsingar kunni að koma fram og mál
hljóti að þróast í framhaldi af því.
„Þannig á þetta líka að vera. Auðvitað
verður ávallt að taka tillit til nýjustu upp-
lýsinga í svo stómm verkefnum í stað
þess að spyrna við fótum og halda lakari
kostum til streitu," segir hann.
I máli Halldórs Ás-
grímssonar, utanríkis-
ráðhema og fyrsta þing-
manns Austurlands-
kjördæmis, á fundinum á
Egilsstöðum, kom fram
vilji hans til að ræða
einnig við aðra aðila um stóriðju á Aust-
fjörðum, ekki dygði að einblína á fjárfest-
ana í Reyðarálsverkefninu. Benda má á
að Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðaj’-
ráðherra, hafði áður gefið í skyn að aðrir
áhugasamir aðilar gætu komið að stór-
iðjumálum á Austurlandi. Sagðist hann
eitt sinn eiga í alvarlegum viðræðum við
einn aðila, en fleiri væm þó á hliðarlín-
unni. Er þetta enn staðan, að mati Þórð-
ar?
„I eðli málsins liggur að hvorki er auð-
velt né eðlilegt að þessi efni séu mikið til
umræðu á almennum vettvangi á hverj-
um tíma. Ef við lítum til viðskiptalífsins
almennt er auðvitað afar sjaldgæft að
fyrirtæki á samkeppnismarkaði ræði op-
inskátt eða tilkynni fyrirfram um hugs-
anleg samstarfsverkefni. Miklu fremur
ríkir oft talsverð leynd yfir slíkum við-
ræðum; aðeins tilkynnt um niðurstöðu
þegar náðst hefur saman.
Ljóst er þó að íslensk stjórnvöld verða
að fylgjast náið með því sem er að gerast
í áliðnaði á næstu vikum, mánuðum og
missemm. Aðeins þannig ti’yggjum við
okkur gegn því að missa af áhugaverðum
og jafnvel augljósum tækifæram sem
upp kunna að koma.“
Én aðilarnir á hliðarlínunni; hverjir
em þeir?
„Nokkur stór álfyrirtæki kæmu tví-
mælalaust til álita í þessum efnum. Þetta
er ekki stór heimur, álheimurinn, og
lengi hefur legið ljóst fyrir að áhugavert
er fyrir álfyrirtæki að koma hingað og
reisa verksmiðju; framleiða ál í landi þar
sem er efnahagslegur stöðugleiki sem að-
eins þekkist í þróuðum ríkjum. Mjög fáir
kostir em eftir í því tilliti á Vesturlöndum
eða í þeim ííkjum öðram sem búa við
stöðugleika og era í fremstu röð í efna-
hagsmálum. Sennilega býðst engin önnur
staðsetning til aukinnar álframleiðslu í
allri Evrópu. Það er alveg ljóst af samtöl-
um okkar við álframleiðendur að ísland
er talinn mjög spennandi kostur hvað
orkuverð og legu snertir. Þessi kostur
yrði enn meira spennandi, þegar nýr
virkjunarkostur á Áusturlandi hefur ver-
ið nánar útfærður.“
Gagnrýni umhverfisverndar-
sinna hafði áhrif
Þórður telur engum vafa undirorpið að
háværar deilur á innlendum vettvangi
um umhverfismat fyrir Fljótsdalsvirkjun
og hvort sökkva ætti Eyjabökkum hafi
haft áhrif.
„Hydro leggur mikið upp úr umhverf-
ismálum, hefur þai’ skýi’a stefnu og legg-
ur jafnan mikla áherslu á viðunandi sátt
um þær framkvæmdir sem fyrirtækið
leggur út í. Af þessum sökum er ljóst að
andstaðan hér innanlands við þetta verk-
efni varð til þess að Hydro velti málum
rækilegar fyrir sér; við fundum að full-
tráar fyrirtækisins fylgdust náið með
umræðunni hér heima. Eg er sannfærður
um að krafan um meiri arðsemi og aukna
hagkvæmni réði úrslitum um breytta
stefnu í þessu máli, en gagnrýni um-
hverfisverndarsinna skipti einnig máli.
Hún skipti máli en réði ekki úrslitum."
Álver er og verður fýsilegur kostur
Er það tilviljun að önnur Evrópuríki
era ekki fysileg til aukinnar álfram-
leiðslu? Er aukin álframleiðsla fysileg
fyrir Island og íslenskan efnahag til
lengri tíma litið, ekki síst þegar gífurleg-
ar breytingar í efnahagslífi þjóðarinnar á
umliðnum áram era hafðar til hliðsjónar?
,Álver af þessu tagi er mjög og yrði
mjög fýsilegur kostur fyrir íslenskt efna-
hagslíf, svo fremi sem það mun uppfylla
þær grundvallarkröfur sem við geram,
t.d. hvað varðar umhverfismál og kröfur
um eðlilega arðsémi. Slíkt álver, af
stærðargráðunni 240 til 480 þúsund tonn,
yrði myndaríeg viðbótarstoð undir efna-
hagskerfi þjóðarinnar. Það myndi stuðla
að nauðsynlegri fjölbreytni og ég er viss
um að skynsamleg útfærsla á aukinni
álframleiðslu hér á landi þarf ekki að
skerða aðra möguleika, hvorki í þekking-
ariðnaði né ferðaþjón-
ustu. Þetta yrði einfald-
lega viðbót við atvinnu-
lífið til að styrkja það í
síbreytilegum heimi.“
Þórður er að lokum
spurður hverju það
breyti fyiTr stjórnvöld og Landsvirkjun
að eiga nú í samningaviðræðum við hóp
íslenskra fjárfesta auk Hydro. Eru þeir
erfiðari viðfangs?
„Þeir era að sínu leyti erfiðir viðfangs,
enda er málið snúið og um mikið fé að
tefla. Mín reynsla er sú að íslenskir fjár-
festar standi þeim erlendu fyllilega á
sporði. Fjármagnsmarkaðurinn ræður
nú við verkefni af þessari stærðai’gi’áðu
og ég tel mjög mikilvægt til framtíðar að
íslenskir aðilar séu þátttakendur og hafi
bein áhrif á stjórn og rekstur nýs álvers
hér á landi.
I samhengi við viðræðurnar og gang
mála í þeim held ég að ekki sé áþreifan-
legur munur á íslenskum fjárfestum og
eriendum. Þetta er hreint og beint fjár-
festingaiverkefni sem metið verður á
hörðum, viðskiptalegum forsendum og
þegar svo ber undir skiptir þjóðemi fjár-
festanna ekki máli, heldur arðsemi verk-
efnisins."
Ekki sjálfgefið að
120 þús. tonna álver
yrði arðbært til lengri
tíma litið
Eftir á að hyggja hefði
verið hægt að koma í
veg fyrir erfiða um-
ræðu um þessi mál
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 37
-------------------------------------------------------------------------3
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hefur sérstaklega kynnt sér
gildissvið fiskveiðistjórnunarlaganna með hliðsjón af stjórnarskránni
Dómstólar geta ekki gert
pólitískar lagfæringar á kerfi
sem löggjafinn hefur sett
Dómur meirihluta Hæstaréttar í svo-
nefndu Vatneyrarmáli stendur traustum
fótum í norrænni hefð hvað varðar skiln-
ing á endurskoðunarhlutverki dómstóla
annars vegar og löggjafarhlutverki lýð-
ræðislega kjörins þings hins vegar, að
mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlög-
manns. Hann segir í samtali við
Hjáimar Jónsson að efnislegt mat
sem eftir atvikum sé pólitískt geti ekki
verið á verksviði dómstóla.
LUTVERK dómstóla
þegar þeir fjalla um
gildi laga er ekki ann-
að en að bregða
stjórnskipulegum mælikvarða á
gerðir löggjafarvaldsins. Niður-
staða Hæstaréttar í síðustu viku
hvað gildissvið 7. gr. laga um
fiskveiðistjórnun varðar staðfest-
ir það. Karl Axelsson hæstarétt-
arlögmaður, sem sérstaklega hef-
ur kynnt sér gildissvið fiskveiði-
stjórnunarlaganna með hliðsjón
af stjórnarskránni, segir að það
geti ekki fallið undir verksvið
dómstóla að gera pólitískar lag-
færingar á kerfi sem löggjafinn
hafi sett.
Karl segir að í þessum efnum
séu nokkur sjónarmið sem gæta
þurfi að og vegist á. í fyrsta lagi
sé grundvöllur stjórnskipunar
okkar auðvitað þrígreining ríkis-
valdsins í dómsvald, fram-
kvæmdavald og löggjafarvald.
Önnur grunnkennisetning sé eft-
irlitsvald dómstóla með því að
hinn almenni löggjafi við laga-
setningu haldi sig innan þess
ramma sem stjórnarskráin setur.
í stjórnarskránni sé að fínna
meginreglur um réttindi borgar-
anna, meðal annars mannrétt-
indaákvæði, en löggjafinn hafí
það hlutverk að setja borgurun-
um og hegðun þeirra reglur inn-
an þessa ramma. Þar þurfi
löggjafinn eðli málsins samkvæmt
að hafa nokkurt svigrúm, því alls
konar atriði þurfi að meta í ljósi
aðstæðna á hverjum stað og tíma.
Það endurspeglist í ýmsum
ákvæðum stjórnarskrárinnar,
eins og til dæmis þegar talað sé
um almannahagsmuni, almenn-
ingsþörf, brýna nauðsyn o.s.frv.,
en það sé lagt í vald lýðræðislega
kjörins þjóðþings að meta þessi
atriði.
„Hin hefðbundna stjórnskipun-
arvenja, ekki bara hér heldur víð-
ast hvar annars staðar í þeim
ríkjum sem við berum okkur
saman við, er sú að þetta mat er í
höndum löggjafans. Löggjafinn,
hið þjóðkjörna þing, er hæfari til
að fara með þetta mat heldur en
embættisskipaðir dómarar. Það
er þessi bakgrunnur sem við
verðum að horfa til þegar við er-
um að meta fiskveiðistjórnunar-
löggjöfina og heimild dómstóla til
að endurskoða hana. Það er auð-
vitað alveg ljóst að dómstólar eru
bærir til þess að bregða lögunum
um fiskveiðistjórnun undir þessa
stjórnskipulegu mælistiku og
meta hvort hún brjóti í bága við
þær grundvallareglur sem er að
finna í stjórnarskránni en á sama
tíma verða dómstólar að skil-
greina sig skýrt handan við þau
mörk sem lúta pólitísku mati,“
sagði Karl.
Eðlilegt að löggjafinn
hafi svigrúm
Hann sagði að dómstólar hefðu
farið hvað varlegast í þessu mati,
samkvæmt hefð, þegar um væri
að ræða löggjöf
sem varðaði at-
vinnuréttindi,
efnahagsleg
markmið og annað
slíkt. Þar sé álitið
eðlilegt að lög-
gjafinn hafi svigrúm til að taka
ákvarðanir og framkvæma það
mat sjálfur, enda komi þar marg-
vísleg efnisleg atriði til álita, sem
séu pólitísks eðlis í sjálfu sér og
við slíkum atriðum geti dómstólar
ekki hróflað. Hins vegar stjórnist
umræðan um fiskveiðistjórnunina
svo mikið af tilfinningum og póli-
tík að menn einblíni bara á tiltek-
in atriði málsins og þá þau atriði
sem henti málflutningnum í
hverju tilviki fyrir sig. I allri um-
fjöllun um Vatneyrarmálið hamri
andstæðingar kvótakerfisins
þannig á stjórnar-
skrárákvæðum um
atvinnufrelsi og jafn-
ræði, en vilji ekki
heyra minnst á
ákvæðið um atvinnu-
réttindi. Þeir sem
hafi hins vegar haslað
sér völl í sjávarátvegi
eigi óumdeilanlega
atvinnurétt í grein-
inni og njóti sannan-
lega verndar sam-
kvæmt eignarrétt-
arákvæði stjórn-
arskrárinnar. Að vísu
sé deilt um hversu
víðtæk sú vernd sé,
en hún sé klárlega
fyrir hendi. Með sama hætti ein-
blíni þeir sem vilji halda hvað
fastast í kerfið eins og það er á
atvinnuréttindin og telji að sjón-
armið um atvinnufrelsi og jafn-
ræði eigi að hafa minna vægi.
„Menn vilja ekki, eins og oft er,
horfa á þetta heildstætt og öfga-
laust. Menn draga fram þessi
stjórnarskrárbundnu réttindi og
nota þau í einhverri pólitískri ref-
skák,“ sagði Karl.
Hæstiréttur
stóðst prófið
Hann nefnir að ef til vill verði
Hæstaréttardómsins í Vatneyrar-
málinu og alls umrótsins í kring-
um hann miklu fremur minnst
fyrir það að Hæstiréttur hafi
staðist það próf að skilgreina sig
réttum megin við endurskoðunar-
mörk sín heldur en vegna ein-
hverrar umræðu um fiskveiði-
stjórnun. Það megi líka velta því
fyrir sér hversu langt við séum
komin í lýðræðisþróun og stjórn-
skipulegri þróun í samanburði við
ýmis ríki í kringum okkur sem
eigi sér eldri og lengri hefð í
þessum efnum. I
allri umræðunni
sem sé búin að vera
um gildi laganna
núna hafa ýmsir
stjórnmálamenn tal-
að afar einstreng-
ingslega um að það sé þeirra
skoðun að lögin brjóti í bága við
stjórnarskrá og svo framvegis og
þeir hafa einblínt á Hæstarétt
sem einhvern lausnara í þeim
efnum. Enginn stjórnmálamaður
hafi hins vegar staðið upp og sagt
að hann sé pólitískt andvígur
fiskveiðistjórnarlöggjöfinni og
vilji berjast fyrir afnámi hennar,
en hann sé einnig fulltrái löggjaf-
arsamkundunnar og honum beri
ekki síður að standa vörð um
sjálfstæði hennar, sem eins þátt-
ar ríkisvaldsins og fulltrúa lýð-
ræðisins, og taka
þátt í því að skapa
því nægilegt sjálf-
stæði gagnvart öðr-
um þáttum ríkis-
valdsins, þ.á.m.
dómsvaldinu. „Það
er kannski eitthvert
einkenni á Islend-
ingum að tala alltaf
um stundarhags-
muni en vilja aldrei
ræða um stóru
prinsípin," sagði
Karl.
Hann segir að
mikilvægi fiskveiði-
auðlindarinnar í ís-
lensku efnahagslífi
breyti engu um það að atvinnu-
réttindi á því sviði beri að nálgast
eins og hver önnur atvinnurétt-
indi. Að lögum væri enginn mun-
ur þarna á og ákvæði fyrstu
greinar fiskveiðistjórnunarlag-
anna um sameign þjóðarinnar
breyti engu þar um. Hæstiréttur
undirstriki það í dómi sínum að
þar sé um markmiðsyfirlýsingu
að ræða þess efnis að ráðstafa
eigi auðlindinni með þjóðarhag að
leiðarljósi. Um leið felist í þeirri
niðurstöðu að sameignaryfirlýs-
ingin hafi ekkert eignari’éttarlegt
inntak. Hæstiréttur segi síðan að
það sé löggjafans að meta það og
útfæra hvernig þessum markmið-
um verði náð og það verði hann
að gera með málefnalegum hætti.
Endurskoðunarvald dómstóla nái
ekki til annars en þess að meta
það hvort málefnaleg sjónarmið
hafi verið lögð til grundvallar við
úthlutun aflaheimilda, þ.e.a.s. að
jafnræðis hafi verið gætt gagn-
vart öllum þeim sem eins sé
ástatt um. Dómstólar hnekki ekki
lögum sem byggi á málefnalegu
mati, þó að einstakir dómendur
kynnu að vilja sjá
það mat öðruvísi
framkvæmt. Slík
viðhorf dómara
komi dómsstarfi
þeima ekki við.
Það sé þjóðkjörins
þings að meta hvernig hagsmun-
um þjóðarinnar sé best borgið í
slíkum efnum.
Karl segir að með dómi sínum
standi Hæstiréttur traustum fót-
um í norrænni hefð hvað varði
skilgreiningu á hlutverki dóm-
stóla annars vegar og löggjafar-
valds hins vegar. Hann ætli einnr
ig minnihluta Hæstaréttar og
héraðsdómaranum fyrir vestan
ekki annað en nálgast viðfangs-
efnið með sama hætti og út frá
sömu forsendum, þ.e. út frá end-
urskoðunarhlutverki dómstóla og
heimildum þeirra til að meta lög-
gjöf út frá hlutlægum mælikvörð-
um þar sem stjórnmálaleg sjónar-
mið eigi engan hlut að máli.
Niðurstaðan
afgerandi
Hann segir að niðurstaða
meirihluta Hæstaréttar í þessum
efnum sé afgerandi hvað gildis;
svið 7. greinarinnar varðar. I
dómnum segi alveg skýrt að mat
löggjafans sé reist á málefnaleg*
um forsendum og ekki séu efni til
þess að því mati verði haggað af
dómstólum, þannig að úthlutun
aflaheimilda samkvæmt 7. gr.
laganna standist og fullnægi jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Sú staðreynd að um refsimál sé
að ræða auki vægi niðurstöðunn-
ar, þar sem miklu meiri kröfur
séu gerðar í refsimálum en einka-
málum. Það sé því fráleitt að mál-
ið verði rekið á nýjan leik á
einkaréttarlegum forsendum.
Karl segir að það sé líka alveg
skýrt í dómi Hæstaréttar að út-
hlutun veiðiheimilda skapi ekki
eignarréttindi. Þar sé Hæstirétt-
ur að árétta ákvæði 1. gr. fisk-
veiðistjórnunarlaganna og hann
undirstriki vald löggjafans til
breytinga. „Um það held ég
reyndar að ekki hafi verið mikill
lögfræðilegur ágreiningur fyrir
að löggjafinn hafi þetta vald. Á
það bentu til dæmis prófessor-
arnir Sigurður Líndal og Þorgeir
Orlygsson í skýrslu sinni til auð-
lindanefndar í fyrravetur. Þar
bentu þeir á að löggjafinn hafi
þetta vald til að breyta kerfinu og
úthlutunarreglum þess. Það séu
hins vegar fleiri réttindi varin 'í'
stjórnarskrá heldur en jafnræði
og atvinnufrelsi. Við breytingar á
kerfinu verði að gæta atvinnu-
réttinda þeirra sem starfi í grein-
inni. Þess vegna þarf ákveðna að-
lögun að því að breyta kerfinu ef
það verður niðurstaðan að gera
það,“ sagði Karl.
Hann segir að almennt sé ekki
um það deilt innan lögfræðinnar
að atvinnuréttindi þeirra manna
sem hafi haslað sér völl í ákveð-
inni atvinnugrein njóti verndar
sem eignarréttindi samkvæmt 72.
gi’. stjórnarskrárinnar. „Við deil-
um hins vegar aðeins í fræðunum
um það hversu altæk þessi vernd
sé. Við erum sammála um að húrv
er ekki jafnvíðtæk og hefðbundin
eignarréttarvernd til að mynda,
en hún er fyrir hendi. Hvorki lög-
in frá 1990, ný lög eða eitthvað
sem menn þykjast lesa út úr
forsendum dóms Hæstaréttar fær
afnumið þá vernd. Þar ríkir
stjórnarskráin ofar öllu,“ sagði
Karl.
Hann sagði að
þessi vernd kæmi
hins vegar ekki í
veg fyrir það að
löggjafinn gæti
breytt kerfinu Á'á
málefnalegum for-
sendum og með hæfilegum að-
draganda og það gilti jafnt um
þær aflaheimildir sem menn
hefðu fengið úthlutað í upphafi
og þær sem aflað hefði verið síð-
ar með kaupum á aflaheimild-
um. t
Ráðstaf a á
auðlindinni með
þjóðarhag að
leiðarljósi
Karl Axelsson
Einkenni á íslend-
ingum að tala
alltaf um stundar-
hagsmuni