Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 18. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Össur Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson formannsefni Samfylkingarinnar á opnum fundi í Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís Tryggvi Harðarson og Ossur Skarphcðinsson svara spurningum á opnum fundi á Hótel Sögu á laugardag. „Bjartir tímar framundan hjá Samfylkingunni“ Formannsefni Samfylkingarinnar, þeir Össur Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, hafa kynnt áherslumál sín á opnum fram- boðsfundum víða um land síðustu tvær vikurnar. Arna Schram fylgdist með framboðsfundi þeirra í Reykjavík um helgina og reif- ar hér það helsta sem fram kom á þeim fundi. TVEGGJA vikna fundar- ferð þeirra Össurar Skarphéðinssonar al- þingismanns og Tryggva Harðarsonar, bæjarfulltrúa í Hafn- arfirði, formannsefna Samfylking- arinnar, lauk nú um helgina með líflegum fundi í Sunnusal Hótel Sögu á laugardag. Eftir að for- mannsefnin höfðu kynnt stefnumál sín í stuttu máli og hugmyndir sín- ar um hinn nýja flokk, Samfylking- una, sem formlega á að stofna fyrstu helgina í maí nk. hófust fjör- ugar umræður með spurningum úr sal og frá fjölmiðlamönnunum; Agli Helgasyni á Skjá einum, Friðriki Þór Guðmundssyni frá Degi og Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur frá Frjálsri verslun, sem sátu við pall- borð. Egill Helgason á Skjá einum bar upp fyrstu spurningu fundarins og laut hún að trúverðugleika fram- boðs Tryggva Harðarsonar. „Er framboð þitt í fullri alvöru,“ spurði Egill og minnti á að Tryggvi væri náinn vinur Guðmundar Arna Stefánssonar alþingismanns sem um tíma íhugaði formannsframboð í Samfylkingunni. Þegar svo Guð- mundur Árni hefði tekið þá ákvörð- un að bjóða sig ekki fram hefði Tryggvi komið fram á sjónarsviðið. „Með fullri virðingu fyrir þér má ætla að 95% þjóðarinnar hafi ekki vitað hver þú varst fyrir tveimur vikum,“ sagði Egill. í svari sínu kvaðst Tryggvi spyrja að leikslokum. „Menn hafa stundum ýjað að því hvort ég hafi farið fram fyrir Guðmund Árna en nei, svo var ekki. Ég hef skýrt frá því á opinberum vettvangi að ég hafi tilkynnt honum um framboð mitt að morgni þess dags sem framboðsfrestur rann út. Þegar ég greindi honum frá ákvörðun minni sagði hann eitthvað á þessa leið: „Þú ert brjálaður drengur en ég styð þig samt.“ Þannig að þetta var mín ákvörðun. Ég taldi það vera Samfylkingunni til góðs að ég byði mig fram og síðan læt ég á það reyna hversu mikinn stuðning ég á. Við erum búnir að fara víða um land, ég og Össur, með framboðs- fundi og hef ég fundið að ég á góð- an hljómgrunn. En hvað það nær langt ætla ég ekki að fullyrða um.“ Guðrún Helga Sigurðardóttir átti næstu spurningu: „Mig langar til að spyrja ykkur út í bláu hætt- una, þ.e. Davíð Oddsson,“ sagði hún. „Nú hafa stjórnmálaforingjar og kannski sérstaklega í Samfylk- ingunni lent í vandræðum með það hvernig þeir eigi að svara [...] Dav- íð Oddssyni í kosningabaráttu. Hvernig teljið þið rétt að taka á þessari hættu?“ Össur varð fyrri til svara: „Það er enginn maður sem lendir undir með Davíð Oddssyni og lendir í þrætum þegar hann á við hann orðastað yfir borð, vegna þess að hann forðast það að horfast í augu við annan stjórnmálamann, hann fer ekki í þætti með öðrum stjórn- málamönnum, hann skýtur alltaf þegar hann er í hæfilegri fjarlægð, þannig hefur hann verið." Guðrún Helga ítrekaði hins veg- ar spurningu sína og spurði á hvern hátt Össur ætlaði að ná yfir- höndinni. „Það sem ég ætla auðvitað að gera,“ sagði Össur, „er að benda honum á hin augljósu mistök sem hafa orðið í stjórnarstefnu Davíðs Oddssonar og hans ríkisstjórnar. Ég ætla ekki að ráðast á hann persónulega eða benda á eitthvað sem mér finnst vera miður í fari hans sem einstaklings. Hann hef- ur marga góða kosti og marga galla líka.“ Össur kvað það hins vegar sína skoðun að það sem stæði upp úr í þessum efnum væri sú staðreynd að þjóðfélagið „gæti verið að sigla inn í langt velsældar- skeið,“ eins og hann orðaði það en sökum mistaka í efnahagsstjórn Davíðs Oddssonar og Geirs H. Ha- arde fjármálaráðherra værum við að glutra því tækifæri niður. Þegar Tryggvi var spurður þess- arar sömu spurningar um hvaða aðferð hann myndi nota í kappræð- um við Davíð Óddsson benti hann á að stjórnmálaumræðan snerist að hans mati of mikið um Davíð Odds- son og sjálfstæðismenn. „Ég ætla ekki að vera að eltast við einhverja flokka úti í bæ og við það hvað þeir eru að gera. Auðvitað gagnrýnum við það sem okkur þykir miður í þeirra fari en ég er ósammála því í grundvallaratriðum að menn séu alltaf að eltast við eitthvað sem heitir Sjálfstæðisflokkurinn eða Davíð Oddsson.11 Sagði hann að umræðan ætti miklu fremur að snúast um það hvað Samfylkingin ætti að gera og hvernig hún ætti að setja sér skýrari línur þannig að valkostirnir milli flokka væru ljós- ari. Styðja ekki sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum Spurningarnar á fundinum sner- ust því næst um það hvort Össur teldi koma til greina að mynda rík- isstjórn með Sjálfstæð- isflokknum, en rétt er að taka fram í þessu sambandi að Tryggvi hafði áður vikið að því að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn kæmi alls ekki til greina nema sem al- gjört neyðarrúræði. „Ég get ekki á þessu stigi þremur árum fyrir kosningar að ég hygg útilokað rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Össur en bætti því við að um þessar mundir væri það fjarlægur og kannski sísti kosturinn. Friðrik Þór Guðmundsson lagði fram nokkrar einfaldar spurningar fyrir frambjóðendur og kom m.a. fram í svörum þeirra að þeir hefðu hvorugir sagt sig úr gagnagrunni á heilbrigðissviði, að hvorugir styddu þeir hugmyndina um að selja bjór og léttvín í matvörubúðum og að báðir teldu þeir að til væri fátækt á íslandi. Þegar Friðrik spurði að því í hvaða hlutafélögum þeir hefðu fjárfest kvaðst Össur einu sinni hafa fjárfest í Vaka og auk þess átt í „nokkrum fiskeldisfélögum", en Tryggvi kvaðst almennt hafa haft afskaplega lítið fjármagn til að fjárfesta fyrir. Þá kvaðst Tryggvi aðspurður styðja aðskilnað ríkis og kirkju en Össur kvaðst því mótfall- inn. Síðar voru frambjóðendurnir spurðir um afstöðu sína til Atlants- hafsbandalagsins og veru varnar- liðsins á Islandi og sagðist Össur m.a. ekki vera þeirrar skoðunar að ísland ætti að ganga úr NATO. Um herinn sagði hann að afstaða sín væri svipuð og komið hefði fram í tveimur síðustu ríkisstjórn- um Alþýðubandalagsins: „Ef ég kemst í ríkisstjórn ætla ég ekki að reka herinn,“ sagði hann. „Það er ekkert sem kallar á það að hann verði rekinn endilega núna. Ég held hins vegar að staðan sé þann- ig í alþjóðamálum að á næstu ára- tugum mun verða vaxandi þrýst- ingur frá Bandaríkjamönnum sjálfum að flytja sig um set eða breyta sínu vægi hér.“ Um þessi mál sagði Tryggvi að það hefðu átt sér gríðarlegar breytingar á sviði öryggis- og varnarmála á undanförnum árum og taldi hann að íslendingar ættu í þeim efnum að líta til aukinnar samvinnu við Evrópu. „Ég held að við ættum að skipa okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum í örygg- is- og varnarmálum.“ Að síðustu voru frambjóðendur spurðir að því hvern þeir hygðust styðja í stöðu varaformanns Sam- fylkingarinnar. Össur sagði að á meðan enginn gæfi kost á sér ann- ar en Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, myndi hann styðja hana. Tryggvi benti á hinn bóginn á að framboðs- frestur væri ekki útrunninn og að hann myndi taka afstöðu þegar þar að kæmi. Hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Undir lok fundarins héldu fram- bjóðendur þriggja mínútna ræðu um helstu sjónarmið sín og lagði Tryggvi þar m.a. áherslu á mikil- vægi þess að Samfylkingin mark- aði sér skýrar línur. „Við stöndum á tímamótum í dag. Það eru árþúsundaskipti og við erum að stofna nýj- an flokk; flokk jafnaðar- manna, sem rúmar bæði kvenfrelsi og félags- hyggju undir sínum hatti. Það sem ég hef lagt áherslu á er að þessi nýi flokkur verði að marka sér skýra sýn. Hann á ekki að spyrja hvað hinir eru að gera heldur spyrja sjálfan sig að því: „Hvað vil ég gera og hvernig vil ég starfa." Það er lykilatriði." Tryggvi minntist einnig á stöðu Samfylkingarinnar á hinum svo- kallaða vinstri/hægri ás stjórnmál- anna: „Össur hefur stundum talað um að það væri nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að sækja inn á miðjuna. Ég hafna því alfarið. Ég segi ef við ætlum að sækja sérstak- lega inn á miðjuna þá verðum við ekki trúverðugur jafnaðarmanna- flokkur. Ef við keyrum fast á þau gildi sem við trúum á, flest okkar held ég, munum við fá gildi frá vinstri, frá miðjunni og alls staðar að. Það hefur sýnt sig að þar sem A-flokkarnir hafa verið sterkir í einstökum sveitarfélögum, hefur það ekki verið í skjóli þess að þeir hafi verið að sækja svona mikið inn á miðjuna. Það hefur verið gert í skjóli þess að kjósendur hafi vitað að hverju þeir gengju. Þeir vissu að það væri ekki um að ræða sam- starf milli jafnaðarmanna og íhaldsins." Fullyrti Tryggvi að ef Samfylk- ingin ætlaði að biðla til Sjálfstæðis- flokksins myndi hún aldrei ná þeirri fótfestu sem hún þyrfti. „Þá munum við aldrei ná því að verða 40 til 50% flokkur eins og ég vil, þannig að ég hafna allri samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn að svo komnu máli en neyðarréttur gæti hugsanlega brotið það, en það á að vera skýr valkostur, menn eiga að fá að velja um það hvort jafnaðar- menn stjórna íslandi eða hvort það er íhaldið sem stjórnar." Með hundrað kflóa þunga Össur fór í upphafi lokaorða sinna m.a. yfir fundarferð þeirra félaga um land allt síðustu tvær vikurnar. „Það sem stendur upp úr er það hversu góðar viðtökur þær hugmyndir fá sem við höfum verið að færa fram. Við erum búnir að fara í flesta framhaldsskóla á land- inu. Það er ótrúlegt en þó satt að á þessum 10 til 20 dögum sem við höfum verið að þvælast í þessa skóla hefur félögum í Samfylking- unni á aldrinum 16 til 25 ára fjölg- að um næstum því 1.000. Það sýnir þann jarðveg sem er fyrir hug- myndir okkar.“ Kvað Össur ákaflega margt benda til þess að bjartir tímar væru framundan hjá Samfylking- unni og benti m.a. á nýlegar skoð- anakannanir m.a. hjá Gallup og Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Is- lands sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Samkvæmt hinni síð- arnefndu er Samfylkingin orðin næst stærsta stjórnmálaaflið. „Staðan er einfaldlega þannig að Framsóknarflokkurinn er í erfiðri klemmu. Hann hefur tapað sinni sérstöðu. Finnur fór með kjark Framsóknarflokksins yfir í Seðla- bankann. Vinstri-grænir eru eins og þeir eru, þeir eru að reyna að taka á sig kufl Framsóknarflokks- ins og við eigum þess vegna bráð- um við að glíma tvo Framsóknar- flokka í landinu. Og síðan er það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum vegna þess að hann hefur ekki burðugan andstæðing. En nú er sá burðugi andstæðingur að verða til. Við sjáum það að forysta Sjálf- stæðisflokksins virðist á köflum ekki bara þreytt á flokknum heldur einnig þjóðinni. Við sjáum það líka í skoðanakönnuninni í dag [á laug- ardag] að þjóðin er að verða þreytt á Sjálfstæðisílokknum.“ Að síðustu sagði Össur að í byrjun maí myndu samfylkingarmenn kjósa sér for- ystu. „Ég heiti ykkur því að verði ég kjörinn formaður Samfylkingar- innar mun ég leggja alla mína orku og öll mín hundrað kíló í það að rífa þennan flokk upp. Ég mun leggja allt mitt í það að færa ykkur sjálfstraustið og færa ykkur sjálfsvirðinguna og leiða ykkur til þeirra áhrifa í íslenskum stjórnmálum sem þið, sem við, sem Samfylkingin á skilið og sem ís- lensk stjórnmál eiga skilið." „Hann skýtur alltaf þegar hann er í hæfi- legri f]arlægó“ „Framsóknar- flokkurinn hef- ur tapað sinni sérstöðu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.